Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2000, Qupperneq 14

Skessuhorn - 22.06.2000, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 25. JUNI 2000 SSSESSUHÖSæi Frá sýningu á verkinu Lifðu í Bjamalaug “Lifðu” til Akureyrar Áætlað er að verk Rristjáns Kristjánssonar, “Lifðu”, verði sýnt á leiklistarhátíð á Akureyri sem stendur yfir dagana 21.-25. júní. Hátíðin er haldin í tílefni þess að Bandalag íslenskra leikfélaga verð- ur 50 ára á árinu. 10 leiksýningar verða á hátíðinni, 3 erlendar og 7 innlendar sem koma víðs vegar að af landinu. Að sögn Guðbjargar Árnadóttur, formanns Skagaleikflokksins verð- ur líklega um þrjár sýningar að ræða í þeirra tilfelli, tvær þann 24. júní og ein þann 25. júní. Verkið hefur sem kunnugt er verið sýnt hér í Bjarnalaug á Akranesi og seg- ir Guðbjörg það geta orðið erfitt að laga verkið að annarri laug, en það verður sýnt í innilaug Akureyringa, Glerárlaug. Búist er við að mikill mannfjöldi verði staddur á Akur- eyri í tilefni þingsins og segist Guðbjörg vita til þess að 200 manns séu búnir að tilkynna að þeir verði viðstaddir alla viðburði hátíð- arinnar, en þá eru þeir ótaldir sem hafa aðeins hugsað sér að mæta á hluta þeirra. Á leiklistarhátíðinni verða auk leiksýninga leiksmiðjur af ýmsu tagi og hefst hátíðin með skrúðgöngu og leiksýningu sem all- ir þátttakendur hátíðarinnar taka þátt í. SÓK Sóley íþróttamaður ársins í Snæfellsbæ Sóley Fjalarsdóttir sem keppir fyrir Umf. Reyni á Hellissandi var kosin Iþrótta- maður ársins 1999 í Snæfells- bæ og var henni veitt þessi við- urkenning í Sjómannagarðin- um á Hellissandi á sjómanna- daginn. Sóley er 16 ára gömul og hefur æft frjálsar íþróttir frá 6 ára aldri. EE Sóley Fjalarsdóttir í einu af sínum löngu stökkum. A fjóóhátíóardaginn var leikið á hinum njja 18 holu golfvelli golfklúbbsins Leynis á Akranesi og gafst mönnum tækifæri á ai ganga með kylfmgtmi og skoða svœðið. Karl Viðarsson var einn þeirra mörgu sem spiluðu á golfvellin- um þennan sólríka dag. SOK Betri mörk Nú standa yfir endurbætur á fót- boltamörkum í eigu Akranesbæj- ar. Sett hafa verið kefli aftan í mörkin tíl þess að festa þau kyrfi- lega niður. Ekki er vanþörf á þvf þar sem mörg slys hafa orðið á undanförnum árum, sum alvar- leg, af völdum marka sem ekki hafa verið fest nógu vel niður. SÓK Naumt tap Skagamanna U-23 lið Skagamanna mættí Valsmönnum á Akranesvelli þann 15. júní. Strákarnir stóðu sig vel og átti topplið fyrstu deildarinnar í erfiðleikum með þá. I leikslok var staðan 2-2 og sigruðu Vals- menn með þremur mörkum gegn tveimur eftír framlengingu. Það voru þeir Guðjón Sveinsson og Jóhannes Gíslason sem skoruðu mörk Skagamanna. Ejnar Trausti á Ólympíuleika Einar Trausti Sveinsson frjálsí- þróttamaður úr Borgamesi hefur verið valinn til að keppa fyrir Is- lands hönd á Olympíuleikum fatl- aðara sem frarn fara í Sydney í Ástralíu í haust. Islenskir kepp- endur á mótinu verða sex, fjórir í sundi og tveir í frjálsum íþróttum. Einar keppir í spjótkasti og kringlukasti en hann á Islandsmet í báðum greinum. Ólympíuleikamir í Sidney eru stærsta mót sem Einar Trausti hefur keppt á til þessa en áður hefur hann tekið þátt í Evrópu- móti spastískra í frjálsum íþróttum og HM í ffjálsum íþróttum. GE Einar Trausti Sveinsson fijálstþróttamað- ur úr Borgamesi. Frá vinstri: Ömólfur Þorleifsson, Sólveig Reynisdóttir og Sturlaugur Sturlaugsson. ÍA rekur íþrótta- og leikjanámskeið Nýverið gerði Iþróttabandalag Akraness samkomulag við Akranes- kaupstað og Búnaðarbanka Islands um rekstur íþrótta- og leikjanám- skeiða fyrir böm á aldrinum 6-10 ára. Samningurinn er gerður í kjölfar þess að síðastliðið sumar var í fyrsta sinn samstarf milli þessara aðila um starfsemi íþrótta- og leikjanám- skeiða. Samstarfið tókst mjög vel og sóttu um 120 böm námskeiðin. IA tekur að sér rekstur námskeiðanna næsm þrjú sumur og verða þau starf- rækt í samræmi við sameiginlega í- þróttastefnu IA og Akraneskaupstað- ar, ásamt því sem Búnaðarbanki Is- lands styrkir námskeiðin með rausn- arlegum hætri. Markmið námskeið- anna er að virkja sem flest böm í í- þróttum, frjálsum leik og skipulögðu starfi, hafa jákvætt uppeldislegt gildi varðandi mannlíf og manngildi og efla umhverfisvitund þeirra. Við- fangsefhi námskeiðanna taka mið af þessum markmiðum og leitast er við að finna hæfilega blöndu íþrótta, ffjáls leiks og skipulagðs starfs. Von- ast IA eftír áffamhaldandi góðu sam- starfi og að sem flest böm sæki í- þrótta- og leikjanámskeiðin undir yf- irskrifrinni “Heilbrigð sál í hraustum líkama”. SÓK Borgnesingar Vestur- landsmeistarar í golfi ^nlfHiihhnr RnrcríirnpcQ víirr^ hlnfQhíirniíQtnr í Golfklúbbur Borgarness varð hlutskarpastur í sveita- keppni Golfklúbba á Vesturlandi í árlegri sveitakeppni Karlaflokkur með forgjöf: sem ffam fór á Hamarsvelli í Borgarnesi síðastliðinn 1. Guðni E Hallgrímsson Vestarr 64 sunnudag. Keppnin var hnífjöfn og spennandi og í lok- 2. Eiríkur Gautason Ólafsvík 65 in stóðu Borgnesingar og Golfklúbburinn Mostri í 3. Þórir Bjarnason Vestarr 65 Stykkishólmi jafnir að stigum. Sigurinn féll hinsvegar Borgnesingum í skaut út á árangur sjöunda manns en í Kvennaflokkur án forgjafar: keppninni gildir árangur sex efstu manna í hverri sveit 1. Arna Magnúsdóttir Leynir 90 með forgjöf. Þegar tvö lið standa jöfn er sjöundi mað- 2. Hugrún Elíasdóttir Vestarr 93 urinn tekinn með í reikninginn. 3. Þuríður Jóhannsdóttir Golfk. Borgarness 95 I einstaklingskeppni sigmðu þau Elvar Skarphéðins- son úr Mostra og Arna Magnúsdóttír úr Leyni. Kvennaflokkur með forgjöf: 1. Hugrún Elíasdóttír Vestarr 69 ^ 2. Arna Magnúsdóttir Leynir 74 Urslit urðu eftirfarandi: 3. Þuríður jóhannsdóttir Golfk. Borgarness 75 Sveitakeppni: Golfklúbbur Borgamess Piltar án forgjafar: Golfklúbburinn Mostri Stykkishólmi 1. Heiðar Lind Hansson 99 Golfklúbburinn Jökull Ólafsvík 2. Bjarni Freyr Björgvinsson 100 Golfklúbburinn Vestarr í Grundarfirði 3. Arnar Helgi Jónsson 113 Golfklúbburinn Leynir á Akranesi Piltar með forgjöf: Karlaflokkur án forgjafar: 1. Bjarni Freyr Björgvinsson 66 1. Elvar Skarphéðinsson Mostri 73 2. Heiðar Lind Hansson 70 2. Viðar Héðinsson Golfklúbbur Borgarness 79 3. Arnar Helgi Jónsson 77 3. Sigurbjöm I Guðmundsson Golfk. Bgn. 80 GE Sigursveitin úr Borgamesi Verðlaunahafar á mótinu. Myndir: Ingimundur

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.