Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2000, Qupperneq 15

Skessuhorn - 22.06.2000, Qupperneq 15
 FIMMTUDAGUR 25. JUNI 2000 15 Hannar „víðfeðmasta golfvöll heims” Hannes Þorsteinsson, golívalla- arkitekt á Akranesi, hefur verið ráðinn til.'þess að hanna “víð- feðmasta golfvöll heims.” Hönn- unin er ekki aðeins sérstök að því Ieyti að um er að ræða þrjá aðskilda sex holu velli, sem sam- an mynda 18 holu völl, heldur eru vellimir á Grænlandi! Hann- eS er einmitt staddur þar vestra þessa dagana og sagði í samtali við Skessuhom að verkefhið væri án efa það frumlegasta sem hann hefði komið að. “Það sem vakir fyrir Grænlend- ingunum er að biðla til nýs hóps ferðamanna með því að bjóða upp á þennán einstaka golfvöll eða velli,” sagði Hannes er við ræddum við hann í gær, þar sem hann var stadd- ur í Narsarsuaq. “Það skemmtileg- asta við þetta allt saman er að það eru langar vegalengdir á milli vall- anna þriggja. Sex holur verða í Narsarsuaq en þaðan er þriggja tíma bátsferð til Narsaq, þar sem menn leika næstu sex holur. Frá Narsaq er svo aftur tveggja tíma sigling til Qaqortoq, þar sem kylfingar leika síðustu sex brautirn- ar á þessum einstaka 18 holu hring.” Það er alkunna að undirlendi er afar takmarkað á Grænlandi og það skýrir hvers vegna ekki er hægt að hafa nema sex holur á hverjum stað. Hugmyndin að baki 18 holu vellin- um er sú að fá ferðamenn til þess að heimsækja fleri en einn stað í sömu ferðinni. Grænlendingar eru þegar famir að kynna þennan nýstárlega golfvöll og hefur fjöldi ferðaglaðra kylfinga haft samband við þarlend ferðamálayfirvöld og sýnt því áhuga að leika golf á því sem heimamenn vilja réttilega nefna “verdens storste golfbane.” Hannes lagði af stað snemma í morgun áleiðis til Narsaq þar sem hann dvelur fram á sunnudag. För hans lýkur í Qaqortoq, en það er einmitt vinabær Akraness á Græn- landi. -SSv. HSH úr leik í bikamum Keflavík 4 - HSH 0 HSH mátti lúta í lægra haldi gegn úrvalsdeild- arliði Keflvíkinga síð- astliðið fimmtudags- kvöld eftir hetjulega baráttu. Hinn knái markvörður HSH átti ekki sjö dagana sæla í markinu og oft var hart barist í markteig heimamanna. „Æfing- arnar úr Reykjaneshöll- inni eru greinilega að skila sér í leiknum hjá þeim“ sagði einn HSH manna daufur í dálkinn eftir leikinn. EE Úr leik HSH og Keflavíkur á Gnmdarfjarðarvelli Skagastúlkur stóðu sig vel í Eyjum Hið árlega pæjumót fór fram í Vestmannaeyjum um þjóðhátíðar- helgina og voru þar staddar um 500 stúlkur víðs vegar að af landinu til þess að keppa í knattspyrnu. Stelp- urnar í A-Iiði 5. flokks kvenna sigr- uðu í sínum flokki þegar þær unnu Breiðablik með þremur mörkum gegn einu í úrslitaleiknum. Af þess- um þremur mörkum skoraði Telma Yr Gylfadóttir tvö mörk, en hún var einmitt markahæsti leikmaður- inn í 5. flokki. Bára Kristbjörg Jós- efsdóttir skoraði þriðja markið og var hún valin besti leikmaður móts- ins. 4. flokkur Skagastúlkna þótti hafa prúðasta lið mótsins og verða bæði 4. og 5. flokkur hylltir í hálf- leik þegar IA mætir Fram á Akra- nesvelli á fimmtudag. 5. flokkur kvenna var í siglingu í Vestmannaeyjum þegar jarðskjálft- inn reið yfir og þótti mildi að þær voru ekki komnar inn í helli nokkurn sem stóð til að skoða, en mikið grjót hrundi úr Iofti hans. SÓK Góður dráttur Síðasliðinn þriðjudag var dregið í 16 liða úrslitum bikar- keppni KSI. Ohætt er að segja að Skagamenn hafi verið nokkuð heppnir því þeir fá 1. deildarlið Dalvíkinga í heimsókn á Akra- nesvöll. Leikurinn verður mið- vikudaginn 5. júlí og hefst kl. 20.00. GE Ólafur Þórðarson um leikinn í kvöld: Þurfiun sigur “Við verðum auðvitað að fara þennan leik til þess að vinna ef við ætlum að halda okkur í toppbar- áttunni,” sagði Ólafur Þórðar- son, þjálfari Skagamanna, er Skessuhom ræddi við hann í gær. Skagamenn, sem mæta Frömur- um á Jaðarsbökkum í kvöld, verða án Uná Arge, sem er í léikbanni efirir rautt spjald á Krókmun í síð- ustú viku. Ólafur sagðist ekki hafa gert upp við sig hver tæki stöðu hans í ffemstu víglínu. Markaleysi Skagamanna í sumar hefur vakið spumingar. Er Ólafur var minntur á fyrri ummæli sín frá í vetur - hann sagði þá að hann gæti ekki lofað sigrum en mörkum myndi hann lofa - sagðist hartn vel muna eftir þeim. “Við skoruðum heilmikið í leikjunum í vor en svo er bara eins og bremsa hafi verið sett á allt sam- an. Eg hef enga skýringu á reiðum höndum nema þá helsta að miðju- mennirnir okkar hafa ekki stutt nægilega vel við bak sóknarmann- anna. En ég held að það dyljist eng- um að markaleysið hefur haft áhrif á leikmenn undanfarið. Óþreyja hefur gert vart við sig í sóknarleiknum og það hefur aftur unnið gegn okkur.” - Getivr verið að liðið sé ekki eins sterkt og almennt er talið? “Eg get auðvitað ekki dæmt um það, en ég veit vel hverjar væntingar Akumesinga em tril liðsins. Strákam- ir era þess líka fyllilega meðvitaðir hvers vænst er af þeim. Það hefur lít- ið farið fyrir því í umræðunni í sum- ar að við misstum níu menn ffiá í fyrra og höfum ekki fengið nema fjóra í staðinn. Auk þeirra Una Arge og Sigurðar Jónssonar þá Harald Hinriksson og Hjört Hjartarson, sem vora að leika með Skallagrími í 1. deildinni. Við erum með sterka stráka og öfluga vöm en menn vinna enga leiki á vörninni einni saman,” segir Ólafur. Hann segist þeirrar skoðtmar að þrátt fyrir að liðið hafi haft yfirhönd- ina í flestum leikja sinna til þessa búi enn meira í liðinu en það hefur sýnt. “Eg hef næga þolinmæði sjálfur. Það tekur tíma að snúa taflinu við efrir rughð undanfarin ár og við verðum að gefa ungu strákunum tækifæri. Ef þeir fá ekki færi á að spreyta sig ná þeir aldrei neinum þroska.” GE Bruni á toppinn Bruni sigraði Fjölnismenn 3-0 síðastliðið mánudagskvöld þrátt fyrir að hafa klúðrað víti á upp- hafsmínútum leiksins. Bruni réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og gerði þar öll sín mörk. Þau gerðu Hermann Þórsson, Stefán Bjarki Ólafsson og Jón Þór Hauksson. Fjölnismenn pressuðu stíft í seinni hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið. Bruni fékk því þrjú stig og sitja þeir á toppi síns riðils í þriðju deildinni, en næsti leikur þeirra er gegn Njarðvík og fer leikurinn fram á Akranesi næst- komandi föstudagskvöld. SÓK í basK með botnlið Skagamenn áttu í basli með botnlið 1. deildar, Tindastól á Sauðárkróksvelli í síðustu viku. Leiknum lauk með naumum sigri Skagamanna 2-1. Mörkin skoruðu þeir Gunnlaugur Jónsson á 25. mínútu og Hálfdán Gíslason á 70. mínútu. Skömmu áður en síðara markið leit dagsins ljós var Uni Arge rekinn af leikvelli og fær hann að öllum líkindum tveggja leikja bann. Uni er þriðji Skagamaðurinn sem fær leikbann í aðeins sjö leikj- um. GE Slakir Skallar Skallagrímsmenn voru ekki í ferskasta lagi þegar þeir sóttu KA heim á Akureyri. Heimamenn áttu mun meira í leiknum og uppskáru sanngjarnan sigur, 4-1. Eina mark Skallagríms skoraði Hilmar Há- konarson með skalla á 72. mínútu. Skömmu áður hafði Skallagríms- manninum Alexander Linta verið vikið af leikvelli fyrir kjaftbrúk. Skallagrímsmenn eru í 9. sæti í 1. deildinni með 3 stig og ljóst að þeirra bíður erfið fallbarátta. GE Skagastulkur einbeittar Skagastúlkur léku sinn fjórða leik í Landssímadeild kvenna þriðjudagskv'öldið 13. júní. Stúlk- urnar mættu einbeittar til leiks eft- ir slæma útreið í síðustu umferð. Þjálfarinn Margrét Akadóttir kom ÍA yfir um miðjan fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu, en Eyjastúlkur náðu að jafna leikinn á 45. mínútu með marki Hjördísar Halldórsdóttur. ÍA-stúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, fengu mörg góð færi sem þær nýttu ekki. Leikmenn ÍBV sóttu í sig veðrið í seinni hálf- leik og voru betri aðilinn, þó fengu Skagastúlkur þrjú til fjögur ágæt færi. Eyjastúlkur fengu dæmda vítaspyrnu sem Bryndís Jóhannes- dóttir misnotaði. Bryndísi var skömmu síðar vildð af leikvelli fyr- ir kjaftbrúk. PO

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.