Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2000, Side 7

Skessuhorn - 29.06.2000, Side 7
aSESSUHÖEÍJ FIMMTUDAGUR 29. JUNI 2000 7 Framkvæmdir hafiiar við ísverksmiðju Jarðvegsframkvæmdir vegna væntanlegrar ísverksmiðju í Grundarfirði eru hafhar. Verksmiðjunni hefur verið val- inn staður fremst á stóru bryggjunni í Grundarfjarðar- höíh. Það er Kælitækni ehf í Reykja- vík sem flytur verksmiðjuna inn ffá norska fyrirtækinu FINSAM. Starfsmenn norska fyrirtækisins munu sjá um uppsetningu verk- smiðjunnar, en FINSAM er jafh- framt verktaki hússins. Undir- verktaki er Lengjan ehf í Grund- arfirði sem mun sjá um jarðvegs- framkvæmdir og pípulagnir. Tækniþjónusta Vestfjarða teiknaði undirstöður og lagnakerfi. Verk- smiðjan er sömu tegundar og verksmiðja sem reist hefur verið á Isafirði. Þó mun þessi verða eílítið stærri, þ.e. 18 metra löng, 5 metra breið og II metra há. Hún mun geta geymt 200 tonn af ís og eru afköstin rúmlega 60 tonn á sólar- hring. Gert er ráð fyrir stækkun verksmiðjunnar seinna meir. Dælubúnaður verður í skúr við út- bygginguna og verður ísinn blás- inn út í skip eða ofan í kör með sérhönnuðum blástursbúnaði. Gert er ráð fyrir að uppsetning verksmiðjunnar hefjist 28. júlíog fyrsti ísinn í skip verði afhentur 1. september. EE Gústav Ivarsson trésmíðameistari við vinnu sína t grunni ísverksmiðjunnar. Tvær bílveltur á sama stað Tvær bílveltur urðu á sama stað í Kerlingarskarði um síðustu helgi, þ.e. við Köldukvísl. Sú fyrri varð á föstudag og hlutu ökumað- ur og farþegar minniháttar meiðsli. Síðari bílveltan var á laugardag og þar sluppu ökumað- ur og tvö böm einnig án teljandi meiðsla. A laugardag varð umferðaró- happ við Brautarholt í Staðarsveit er tveir bflar rákust saman. Oku- maður annars bflsins fótbrotnaði en aðrir sem í bílunum voru sluppu með minniháttar meiðsli. Þá valt biffeið á Fróðárheiði á mánudag en þar urðu ekki slys á fólld. EE Við köldukvísl --------------------------------------------- Fundur númer 300 Síðastliðinn fimmtudag kom bæjarráð Borgarbyggð- ar saman til fundar að Varmalandi. Þessi fundur var 300. fundur bæjarráðs og var fundurinn sérstaklega til- einkaður menntun í Borgar- byggð. Gestir fundarins voru Runólfur Ágústsson rektor Samvinnuháskólans á Bifröst, Kristján Gíslason skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi og Flemming Jessen skólastjóri Grunn- skólans á Varmalandi. Fráfundi nr. 300 Kvöldgöngur UMSB Skipulagðar Kvöldgöngur UMSB eru farnar annanhvern fimmtudag og hefur þátttaka verið mjög góð enda veður leikið við okkur. Það er nefnd á vegum UMSB sem stuðlar að alhliða hreyfingu og útivist sem skipulegg- ur þessar göngur. Fyrsta gangan var Þrautaganga sem skipulögð var í tengslum við Skref 2000 en það var átaksverk- efhi ISI laugardaginn 27. maí og var víðsvegar um landið. Tveir hópar lögðu frá íþrótta- húsinu í Borgarnesi. Annar hóp- urinn fór hring í Borgarnesi og leysti nokkrar þrautir á leiðinni. Hinn hópurinn var ögn öflugri og lagði leið sína á Glym. Onnur gangan fór fram 8. júní. Blíðskaparveður var þetta kvöld og góð þátttaka en 28 göngugarpar á öllum aldri mættu að Hótelinu á Hvanneyri. Þaðan var gengið undir leiðsögn Guðmundar Hall- grímssonar, ráðsmanns útað Kistu- höfða. Fagurt fuglalíf er þarna og rákust göngugarpar meðal annars á Brandandarpar og sjálfan kóng fuglanna - Haföminn sem skartaði sínu fegursta, en hann verpir í nær- liggjandi eyju. Að göngu lokinni var komið við í Moldu þar sem allt sorp frá staðarbúum og Hótelinu á Hvanneyri er flokkað og endur- unnið. Það var áhugavert að heyra hversu samhuga og eðlilegt það þykir að flokka sorpið á Hvanneyri. Þriðja gangan fór fram 22. júní. Leiðsögumaður var Ragnhildur Guðnadóttir frá Steindórsstöðum. Um 25 manns tóku þátt í þessari göngu og eins og áður vom þátt- takendur á öllum aldri. Gengið var ffá Rauðsgilsbrúnni og upp í Rauðsgil þar sem skoðaðir vom fossamir og hið fallega umhverfi Reykholtsdals. Aframhald verður á þessum göngum en búið er að raða niður göngum annaðhvert fimmtudag- kvöld í sumar. Næsta ganga verður 6. júlí en þá verður gengið um Lundareykjadalinn. (Fréttatilkynning) BORGARBYGGÐ Húsnæði óskast í Borgarnesi Grunnskólinn í Borgamesi óskar eftir þriggja til fjögurra herb. íbúðum til leigu frá og með 1. ágúst fyrir starfsmenn skólans. Ef einhverjir íbúðareigendur geta orðið við þessum óskum þá em þeir beðnir um að hafa samband við Eirík Olafsson bæjarritara s: 437-1224, en hann veitir allar nánari upplýsingar. Skólastjóri Samskotabeiðni Kona sem hætt er starfi vegna aldurs og á við verulegan heilsubrest að stríða auk skuldabyrða hefur óskað eftir styrktarfé sem kynni að fást með almennum samskotum til þess að létta henni . róðurinn fjárhagslega. o \ Þeim sem kynnu að vilja leggja einhverjar ! upphæðir af mörkum í þessu skvni er « bent á reikning í Landsbanka íslands, I Múlaútibúi: 139 - 05 - 4432. v________________ J 7mwW INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Laugateigur, Bæ, Borgarfjarðarsveit Einbýlishús, 100 ferm. Stofa og gangur parketlagt. Eldhús með korkflísum á gólfi, nýleg viðarinnrétting. Baðherbergi allt flísalagt, kerlaug/sturta. Forstofa i flísalögð. Þijú herbergi, tvö dúklögð og eitt teppalagt. Þvottahús og geymsla með hillum. Heitur pottur í I garði, skjólveggur. I Verð: kr. 7.200.000. UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp við lögreglustöðina í Borgarnesi, fimmtudaqinn 6. júlí, kl. 16:00, hafi þær ekki áður verið afturkallaðar. EK-085 TI-899 GL-367 = Borgarnesi 27. júní 2000 Sýslumaðurinn í Borgarnesi V______________________________________J

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.