Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2000, Qupperneq 8

Skessuhorn - 29.06.2000, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 29. JUNI 2000 agESSgffiiftEM Islendingur leggur úr höfii Síðastliðinn laugardag leysti Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra landfestar víkingaskipsins Is- lendings í nýju smábátahöíninni í Búðardal. Þar með hófst formlega sigling skipsins til Grænlands og Norður Ameríku í kjölfar feðganna Eiríks rauða og Leifs heppna. Talið er að vel á sjötta hundrað manns hafi verið viðstaddir athöfn- ina í Búðardal á laugardag enda veður eins og best var á kosið, sól og hiti. Samgönguráðherrar Is- lands og Nýfundnalands fluttu á- vörp, Vorboðinn söng nokkur lög og einnig sönghópur barna úr grunnskólunum í Dalasýslu. Leikklúbbur Laxdæla flutti stuttan leikþátt sem saminn var sérstaklega af þessu tilefni og fjallaði um sögu Eiríks rauða á gamansaman hátt. Fyrr um daginn hafði áhöfn Is- lendings snætt hádegisverð í boði Dalabyggðar að Eiríksstöðum í Flaukadal. Gunnar Marel Eggerts- son skipstjóri sagði í samtali við Skessuhom að ferðin legðist vel í sig og áhöfn sína enda byrjaði hún eins og best yrði á kosið. Fór hann einnig lofsamlegum orðum um gestrisni Dalamanna og þann á- huga sem væri fyrir ferðinni. Islendingur fékk góðan byr í seglin er harm sigldi út Hvamms- fjörðinn en ekki var farið langt í fyrsta áfanga eða aðeins til Olafs- víkur þar sem beðið er eftir að ís minnki við Grænlandsstrendur. GE Mikill fj 'ólai var samankominn í blíöskaparveðri í Búðardal til að kveðja Islending og áhöfh. Myndir: GE ir á svipvið brottfórina •aHku W'j \~/ Jónsmessuganga íþróttanefndar á Akranesi var haldin föstudagskvöldið 23. júní. Að þessu sinni var gengið sem leið lá upp á hæsta tind Akrafjallsins, Geirmundartind. Lagt var af stað ffá Selbrekku klukkan tíu um kvöldið og á- ætlað að vera á tindinum á miðnætti. Þeir spretthörðustu vom þó komnir þangað mun fyrr og sumir ákváðu að nýta góða veðrið og ganga sem leið lá yfir á Háahnjúk og þaðan niður. Helgi Hannesson var göngustjóri að þessu sinni og segir hann 140 manns hafa tek- ið þátt í göngunni og hver einasti maður lét sig hafa það að fara alla leið. Aður var mesti fyökli þátttakenda í göngunni nálægt hundrað. Þeir sem höfðu hvað mesta þolinmæði settust svo niður þegar á áfangastað var komið og horfðu á sólina setjast og var það mál manna að hinir hefðu misst af miklu enda veðrið einstaklega gott og útsýnið Þær Helga, Katrin og Hanna voru þreyttar frábært. SOK m ánœgðar þegar tindinum var náð Sterkt Rautt Panax Ginseng _ Akraness Apótek _ BORGARNESS <G> APÓTEK Stykkishólms apótek Ólafsvíkur apótek

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.