Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2000, Side 3

Skessuhorn - 10.08.2000, Side 3
shessuiiöbki FIMMTUDAGUR 10. AGUST 2000 3 Vœntanlegt haughús svínabúsins St/örnugríss hf. á Melum íflæðarmálinu vií strönd Melasveitar. Kom sjóleiðina Eins og fjallað var um í síðasta tölublaði Skessuhoms er upp- bygging svínabús Stjömugríss hf. í fúllum gangi að Melum í Melasveit. Ohjákvæmilegur hluti þessara firamkvæmda er að koma upp framtíðarhaughúsi fyrir búið og er þessa dagana unnið að úrlausn þeirra mála. Þar sem stefht er að því að á næsta ári verði 6000-7000 svín á Melum er ljóst að búinu dugar ekk- ert smáhaughús. Niðurstaðan varð því sú að nýta skyldi til þess arna tank einn mikinn sem komið væri fyrir tilbúnum í grennd við búið. Tankurinn sem varð fyrir valinu er engin smásmíði þar sem hann er 26 m í þvermál, 12 m á hæð og veg- ur tómur um 160 tonn. Til að koma ferlíkinu á áfangastað var því ekki um annað að ræða en flutning sjóleiðina. Tankurinn var geymdur í vetur við Hvalstöðina í Hvalfirði og var dreginn þaðan með dráttar- bát frá Akranesi og að ströndum Melasveitar. Þaðan var siglt á gúmmíbát í land með dráttarsnúru. Jarðýta var svo notuð til að draga tankinn í land þar sem hann lenti í lægi sem útbúið hafði verið sérstak- lega. Að sögn Jóns Steinars Guð- mundsonar hjá fyrirtækninu Tönn- inni ehf. í Reykjavík, sem umsjón hafði með verkinu, gekk fljótt og vel að koma ferlíkinu í land enda aðfall auk þess sem vindátt var hag- stæð, en tankurinn tók sökum stærðar sinnar á sig talsverðan vind. Tankurinn verður síðan dregin um 40 metra í viðbót upp á land og verður þegar fram líða stundir tæmdur tvisvar á ári. EA Björg Amadóttir og Inga Sigurðardóttir Inga tekur við Inga Sigurðardóttir á Akranesi hefur verið ráðin forstöðumaður Símenntunarmiðstöðvar Vestur- lands. Björg Arnadóttir hefur gegnt starfinu frá stofnun miðstöðvarinn- ar en hún er nú á förum til Reykja- víkur. Inga tekur formlega við starfinu í september, þegar vika sí- menntunar verður yfirstaðin. MM Snæfellsnes Nýtt og nákvæmt sérkort af Snæfellsnesi mælikvarðanum 1:100 000 með öllum upplýsingum fyrir ferðamenn. |M| Mál og menning Jlu|j malogmenning.is I |v| I Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Verið velkomin! VÖRUHÚS KB. SÍMI430 5533

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.