Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2000, Side 4

Skessuhorn - 10.08.2000, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 ^suhuKÍi Borgarastéttin endurreist í Grundarfirði -þrátt fyrir að kóngurinn sé látinn og sýslumaðurinn fluttur A Grundarkampi í Grundarfirði stóð hinn forni Grundarfjarðarkaupstaður, höfuðstaður Vesturlands að skipan Kristjáns VII konungs. Hinn 30. júlí sl. var mik- ill mannsöfhuður saman kominn í kaupstaðnum á sögustund sem var liður í dagskrá hátíðarinnar “Á góðri stund í Grundarfirði”. I lok sögusmndar rifjaði sögumaður upp að hér áður fyrr þurftu menn að verða sér úti um borgararéttindi til að mega standa fyrir einhverju í þessum kaupstað eða annarsstaðar á Vesturlandi. Á þeim tíma var sú skipan á höfð að tveir hreppsstjórar voru í sveitarfélaginu, einn í kaupstaðnum og annar fyrir Eyrarsveit alla. Þetta á- kvað Kristján VII konungur af guðs náð þá. Kristján er nú látinn og sýslumaðurinn er fluttur úr sveitinni fyrir löngu og hefur nú lagt af embætti hreppsstjóra í Eyrar- sveit. En embætti hreppsstjórans í Grundarfjarðar- kaupstað hefur aldrei verið lagt niður. Því hefur Þor- steinn Friðfinnsson síðasti hreppsstjóri Eyrarsveitar verið skipaður í embætti hreppsstjóra í Grundarfjarð- arkaupstað. Þá hefur Magnús Soffaníasson verið skip- aður ritari við embættið firá sama tíma. Hvort tveggja er gjört án athugasemda vors herra Kristjáns VII. Eftir þessa tilkynningu tók hinn endurreisti hrepps- stjóri við og kallaði til sín stjórn Eyrbyggja hollvinafé- lags Grundarfjarðar og las upp eftirfarandi tilkynn- ingu: Undirritaður hreppsstjórinn í Grundarfjarðarkaupstað hefur eftir tilnefningu ákveðið að eftirfarandi einstakling- ar: Gísli Karel Halldórsson, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Her- mann 'Jóhannesson, Halldóra Karlsdóttir, Sigurður Hall- grímsson, Hildur Mósesdóttir og Olafur Hjálmarsson, þiggi skjalþví til staðfestu aðþau hér eftir beri með sæmd og virð- ingu titilinn borgarar í Grundarfjarðarkaupstað. Með virðingu og þökk Gjört þann 30 júlí árið 2000 Hreppsstjórinn í Grundarfjarðarkaupstað Vottun hjá sementinu Frá lokaúttekt á öryggisstjómunarkerfi Sementsuerksmiðjunar hf Efri röðfrá vinstri: Kristján Guðmundsson rafiðnfræðingur SV, Gmrnar H. Sigurðsson deildarstjóri Sl{ Trausti H. Olafsson deildarverkfræðingur Löggildmgarstofu, Kjartan Jóhannsson rafiðn- frœðingur Fnmiherja, Neðri röðfrá vinstri: Bragi Ingólfsson gæðastjóri SPj Gylfi Karlssan ábyrgðarmaður rafveitu SV og Örvar Armannssom tæknistjóri rafmagnssviðs Frumherja. Sementsverksmiðjan hf á Akra- nesi fékk nýlega viðurkenningu frá Löggildingarstofu sem stað- festir að verksmiðjan starffækir innri öryggisstjómun sem upp- fyllir skÚyrði Iaga nr. 146/1996, inn öryggi raforkuvirkja, neyslu- veitna og raffanga. Sementsverk- smiðjan, ásamt Islenska álfélag- inu, em fyrstu iðjuverin á Islandi sem öðlast slíka viðurkenningu. Tilgangur með uppsemingu ör- yggisstjórnunarkerfis rafmagnsmála er að tryggja öryggi raforkuvirkja og reksmr þeirra sem frekast er unnt. I ofangreindum lögum er gerð krafa til þess að ábyrgðarmenn raforku- virkja rafveitna og stóriðjuvera komi sér upp slíku kerfi. Að sögn Gunnars H. Sigurðsson- ar, deildarstjóra framleiöslu og við- halds, er öryggisstjórnunarkerfi Sementsverksmiðjunnar byggt í anda gæðastaðalsins ISO 9000 og sem viðbót við gæðakerfi fyrirtækis- ins. Gæðahandbók kerfisins sam- anstendur af 3 stefnuskjölum, 8 verklagsreglum og 1 gæðaáætlun. Oryggisstjómunarkerfið er upp- byggt af starfsmönnum Sements- verksmiðjunnar, en Gunnar H. Guðmundsson verkfr. frá ráðgjafa- fyrirtækinu Ráðgarði annaðist fræðilega ráðjöf. Ábyrgðarmaður rafveim er Gylfi Karlsson, rafvirkja- meistari. Hann hefur skilgreint hvemig öryggi verði tryggt í starf- semi rafveim fyrirtækisins með efrir- farandi hætti: Sementsverksmiðjan hf mun starfrækja virkt öryggisstjómunar- kerfi við stjómun rafinagnsmála sem uppfyllir kröfur gildandi reglugerða og Löggildingarstofu um skoðun raforkuvirkja. Kerfið er byggt í anda gæðastjórnunar og er hluti af gæða- kerfi fyrirtækisins. Sementsverksmiðjan hf leitast við að tryggja öryggi eigin raforku- virkja, halda góðri stöðu og viðhalda henni með því að fylgja ávallt gild- andi reglugerðum við viðhald, breytingu og uppsetningu raforku- virkja. Lögð verður áhersla á öguð og vönduð vinnubrögð. Gæðaáætlun segir til um hvemig staðið er að skoðunum raforku- virkja. Vinnuferlar og efrirlitsferlar em skilgreindir í verklagsreglum, en haldið er utan um verkbeiðnir og verkseðla í viðhaldskerfi fyrirtækis- ins. Útbúnar hafa verið langtímaá- ætlanir um skoðanir á búnaði og yfir endurnýjun og viðhald hans. I þjálf- unarhluta kerfisins hafa kröfur til kunnátmmanna verið skilgreindar ojg starfsmenn samþykktir til starfa. Útbúnar hafa verið viðbragðsáætl- anir vegna hugsanlegra óhappa. Starfsmenn hafa aðgang að vinnu- lýsingum en í þeim er að finna leið- beiningar um hvemig leysa á úr vandasömum verkum. Þá hafa verið útbúnar áætlanir um innri úttektir á öryggisstjórnunarkerfi, en viðhald og endurnýjun þess er á ábyrgð deildarstjóra. Áður en úttekt fór ffam á kerfinu hafði það verið reynslukeyrt í eitt ár. Virkniskoðun öryggisstjórnunar- kerfisins var framkvæmd af Fmm- herja hf (rafmagnssviði) í umboði rafmagnsöryggisdeildar Löggilding- arstofu sem að lokum veitti Sem- entsverksmiðjunni staðfestingu um fullgildan reksmr þess. MM I þessari viku fer sérstök dómnefnd á vegum Skessuhoms um héruð á Vesturlandi vegna veitingar umhverfisverðlauna Skessuhoms árið 2000. Vestlendingar mega því eiga von á snuðrandi fólki í leit að snyrtilegum stöðum á næstu dögum. Það er óskandi að ekki verði víða á vegi dómnefnda haugar eins ogþessi sem meðfylgjandi mynd sýnir. EA Fomir vörubílarfyrir utan Búvélasafnið á Hvanneyri FomMadagur á Hvanneyri í ár em liðin 60 ár frá því til varð fyrsti vísir að Búvélasafninu á Hvanneyri. I tilefhi af því verður gerður dagamunur á Hvanneyri um næstu helgi, 11.-13. ágúst. Þá verður þar haldið landsmót Forn- bílaklúbbs Islands. Félagar úr klúbbnum heiðra Búvélasafnið með heimsókn að Hvanneyri í tilefhi tímamótanna. Afmælishátíð Búvélasafnsins verður kl. 13-18 laugardaginn 12. ágúst. Þá verður sýning á bílum Fornbílaklúbbsmanna. Vænta má sérstakra sýningaratriða þeirra. Búvélasafhið verður opið og mun verða bragðið á leik með nokkrar forndráttarvélar safnsins. Sérstakur heiðursgesmr Búvélasafhsins á af- mælishátíðinni verður Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi í Borg- arnesi sem sýna mun nokkra forn- bíla sína. Á hátíðinni mtm Ullarselið sinna gestum sérstaklega og mun gesmm meðal annars verða boðið að taka þátt í tóvinnu. Sveitarverslunin Kertaljósið býður margvíslega hressingu og þar gefst gestum einnig kosmr á að búa til eigin kerti. I tilkynningu ffá Búvélasafhinu eru Borgfirðingar og nágrannar, sem forntæki eiga - bfla eða drátt- arvélar - eindregið hvattir til þess að nota nú tækifærið laugardaginn 12. ágúst og koma með gripi sína að Hvanneyri og sýna þá. Þess er vænst að gestir fornbfla- dags á afmælishátíð Búvélasafns laugardaginn 12. ágúst geti átt notalega stund innan um bíla, dráttarvélar og önnur tæki sem ein- kenndu líf í sveit og bæ um miðbik og á fyrri hluta þeirrar aldar sem nú er að kveðja. Þetta er þriðja árið sem Búvéla- safhið efhir til forntækjadags um aðra helgi í ágúst. Hafa þeir mælst vel fyrir og verið vel sóttir. Allar nánari upplýsingar um hátíðina á Hvanneyri veitir Bjarni Guð- mundsson í símum 437 0000, og 854 6368 eða á netföngin bjarnig@hvanneyri.is og laekjar- mn@aknet.is MM Nýfæddir Vestlendingar eru boðnir velkomnir í heiminn nm ieið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir. 2. ágúst. kl. 00.32 - Sveinbam. - Þyngd: 3960 - Lengd: 55 cm. Foreldr- ar: Guðrún Smáradóttir og Guðbrand- ur Asgeir Sigurgeirsson, Hólmavík. Ljósmóðir: Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir. 3. ágtíst. kl. 0S.28 - Sveinbam. - Þyngd: 3500 - Lengd: 51,5 cm - For- eldrar: Björg Þorvaldsdóttir ogjón Einar Marteinsson, Neskaupstað. Ljós- móðir: Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir. 4. ágúst. kl. 09.10 — Sveinbam. - 4. ágúst. kl. 12.04 - Meybam. - Þyngd: 4240 — Lengd: 52 cm. Foreldr- Þyngd: 3940 - Lengd: 53 cm - For- ar: Þorbjórg Gunnlaugsdóttir og Bene- eldrar: Guðlaug Sigurðardóttir og Stef- dikt Kristjánsson, Akranesi. Ljósmóðir: án Birgir Birgisson, Olafyvík. Ljósmóð- Soffia G. Þórðardóttir. ir: Lára Dóra Oddsdóttir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.