Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2000, Page 5

Skessuhorn - 17.08.2000, Page 5
 FIMMTUDAGUR 17. AGUST 2000 5 Einhvern veginn hefur mér tekist að lifa af sum- arið án þess að taka að ráði afstöðu til kristnihátíðar á Þingvöllum. Nema þá einu sem kannski skiptir máli - ég fór altso ekki á hátíðina. Sem mætti kannski kalla „að kjósa með fótun- um“, eins og sagt var um þá sem flýðu kommúnista- ríkin austantjalds á sínum tíma. Þar voru engar- kosningar og mönnum gafst því ekki færi á að kjósa sér stjórn en gátu „kosið með fótunum“ með því að leggja einfaldlega á flótta. Og þannig lagað kaus ég sem sagt með fótunum um kristnihátíð með þvi reyndar að hreyfa ekki fæt- urna dagana sem hátíðin var haldin, heldur sitja sem fastast. Og hafði hugsað mér að láta þar við sitja. Ég sá enga ástæðu til þess að agnúast út í kristni- hátíðina fyrirfram og kannski er enn minni ástæða til að gera það nú eftir á. En flestum sjálfsagt á óvart hefur umræðan ekki þagnað þótt nú séu allmargar vikur frá hátíðinni og efalaust hefur það líka komið flestum á óvart í hvaða farveg umræðan er nú kom- in. Sigurbjörn Einarsson biskup er nú í eldlínunni eftir afar harðorða gagnrýni sem hann setti fram á hendur þeim sem lýst höfðu andstöðu sinni við kristnihátíð. Hann var meira að segja kærður fyrir siðanefnd presta og hefur síðan svarað niðurstöðu þeirrar nefndar með harðorðri grein í Mogganum, þannig að umræðan hefur haldið áfram. Vitaskuld geta ekki margir hér á landi kennt Sig- urbirni að koma fyrir sig orði - og réttlæting hans á gagnrýni sinni, þar sem hann líkti þeim sem töluðu gegn kristnihátíðinni við nasista og kommúnista, gekk hér um bil upp. En bara hér um bil. Menn eiga og mega orða skoðanir sínar á þann hátt sem þeir kjósa en það var vissulega ofmælt hjá Sigurbirni að gagnrýnin gegn kristnihátíð væri á við það versta sem nasistar og kommúnista höfðu fram að færa á sínum tíma. Það var ofmælt samkvæmt öllum viður- kenndum söguskilningi, en honum var náttúrulega heimilt að taka svona til orða. Og hefur staðið fyrir máli sínu síðan á afar skeleggan hátt. En svo þurfti einhver óprúttinn náungi endilega að muna eftir grein sem Sigurbjörn skrifaði fyrir 69 árum í skólablað Menntaskólans í Reykjavík þar sem Sigurbjörn Einarsson fjallaði kornungur um kristnihátíðina árið 2000 og á þann hátt að jafnvel þeir sem harðast gagnrýndu hátíðina núna eru vart annað en hálfdrættingar að stóryrðum og orðkyngi. Allt var þetta vandræðalegasta mál fyrir Sigur- björn - og svo sannarlega óþarfi að hann skuli í sín- um virðulega helga steini vera lentur í hringiðu slíkr- ar umræðu, sem skyggir á raunveruleg gagnrýnisat- riði í sambandi við kristnihátíðina. Þvi hvað sem hver segir var þar margt gagnrýni- vert. Ég veit ekki hvort er við kirkjuna að sakast, hall- ast helst að því að svo sé ekkert endilega. Það var í rauninni ekki kirkjan sem var að halda þessa hátíð, heldur ríkið. Og mun hafa ráðið flestu um hvernig að málum var staðið. Og þeir starfsmenn ríkisins sem upphaflega fóru að skipuleggja þessa hátíð gleymdu alveg einu. Hvað átti að halda upp á? Hugmyndafræðin gleymdist alveg gersamlega. Gott og vel - það var verið að halda upp á 1000 ára afmæli kristni á íslandi. En af hveiju var kristni lögtekin? Það var ekki vegna trúareldmóðs lands- manna. Vissulega voru margir landsmenn orðnir kristnir og þeir hafa vafalaust talið skárra en ekki að kristna heiðna landsmenn. En þeir aðhöfðust þó lít- ið til þess. Það er varla hægt að segja að kristnitakan á sínum tíma hafi komið trúarbrögðum nokkuð að ráði við. Að minnsta kosti verður þess ekki vart í þeim heimildum sem til eru, og flestir eru sammála um að þær séu alveg skikkanlega marktækar og furðu ítarlegar miðað við samsvarandi kristnitökur annarra þjóða. Þó við vitum ekki allt þá vitum við þó að kristnitakan á Þingvöllum var ekki trúarleg at- höfn. Þetta var bissniss. Það var verið að taka upp nýjan sið til þess að varðveita lögin í landinu, og einnig vegna þrýstings frá erlendum þjóðhöfðingja. Atburðurinn var auðvit- að ögn flóknari en þetta en samt var þetta grundvall- aratriði kristnitökunnar. Það var ekki kærleiksboð- skapur Jesú Krists sem sigraði íslendinga, heldur praktísk hugðarefni. Og þar með var strax ljóst (eða hefði átt að vera ljóst) að ef minnast ætti kristnitök- unnar sem trúarlegrar sigurhátíðar kirkjunnar, þá yrði holur hljómur í öllu saman. Og svo fór líka - það varð holur hljómur í öllu saman. Það gleymdist að hugsa til enda til hvers hátíðin ætti að vera. Eftir að núverandi biskup tók við embætti var eins og hann áttaði sig á þessu, að það vantaði einhvern tilgang í hátíðahöldin. Að minnsta kosti veit ég ekki betur en hin svonefnda „iðrunarganga" hafi verið að hans frumkvæði. Og þótt gys hafi verið gert að „iðrunar- göngunni“ var hún í rauninni langsamlega merki- legasta tilraunin á kristnihátíðinni til þess að láta hana snúast um eitthvað raunverulegt en ekki bara vera innantóm hátíðahöld, án þess að nokkur vissi samt almennilega hvað var verið að halda upp á. En líkast til hefur undirbúningur þá verið kominn of langt og þessi vottur að hugsun sem fylgdi „iðrunar- göngunni“ varð aldrei meira en vottur að innihaldi. Hitt var bara helst til innantómt pijál. Af því það vantaði hugsunina. Einhverjir kerfiskallar réðu ferðinni og hafa hugsað með sér - þarna höldum við hátíð, smölum fólki þangað, skipuleggjum einhver skemmtiatriði, þá koma allir, gaman! En íslenska þjóðin sem annars er sorglega lítið fyrir hugmyndafræði áttaði sig á því að það vantaði innihaldið, af því það hafði gleymst að hugsa fyrir þvi. Og kaus með fótunum. Rristnihátíð var ekki endilega áfellisdómur yfir kirkjunni eins og sumir vilja vera láta og umfjöllun- in um Sigurbjörn hefur orðið til að sannfæra ýmsa um. En kristnihátíð var umfram allt áfellisdómur yfir kerfisköllunum sem skipulögðu allt saman alveg umhugsunarlaust. Og mikið var gott á þá að enginn kom! Illugi Jökulsson Sumarbúðir KFUM og K Ölveri tfrnaeli ^tarfsins Kaffisala verður sunnudaginn 20. ágúst frá kl. 14-20_f sumarbúðunum Ölveri Allur ágóði rennur til uppbyggingar sumarbúðanna Allir hjartanlega velkomnir ' ATVINNA - ATVINNA ístak hf. óskar eftir vönum véla- og verkamönnum viö jarövinnu og lagningu ídráttarröra á stór Reykjavíkursvæðinu. Mikil vinna framundan. Upplýsinqar á skrifstofu Istaks í sima 530 2700. I I í l ÍSIAK Skólinn áAkranesi verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 10 og kennsla hefst kl. 13 Nýnemar á Akranesi (þeir sem ekki hafa verið í skólanum á Akranesi áður) eiga að koma á skólasetninguna. Foreldrar og forráðamenn þeirra eru einnig velkomnir. Að setningunni lokinni munu nýnemar hitta umsjónarkennara sína og fá stundatöflu annarinnar. Eldri nemendur (allir sem hafa verið í skólanum á Akranesi áður) geta sótt stundatöflur sínar þriðjudaginn 22. ágúst kl. 13 -17 og miðvikudaginn 23. ágúst kl. 9 - 11. í Snœfellsbœ og Stykkishólmi verða stundatöflur nemenda afhentar föstudaginn 25. ágúst kl. 14. Skólabíll fer frá Borgamesi miðvikudaginn 23. ágúst kl. 9 og 12 og til baka kl. 16.30. Reglulegur skólaakstur frá Borgamesi hefst 24. ágúst kl. 7.15. Utanskólanám Utanskólanám er sjálfsnám með stuðningi. Það hentar þeim sem vilja stunda nám með öðmm störfum og geta unnið sjálfstætt. Unnt er að sækja um nám utan skóla í allt að þremur áföngum til 25. ágúst. Innritunargjald er kr. 3000. Ekki er unnt að bjóða upp á nám í kvöldskóla á haustönn 2000. Bóksala Bókabúð Andrésar-Penninn, Kirkjubraut 54, Akranesi, verður með þær bækur til sölu sem notaðar em í kennslu í FVA. Bókalista og fleira máfinna á heimasíðu skólans http://www.fva.is Fjölbrautaskóli Vesturlands

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.