Skessuhorn - 17.08.2000, Qupperneq 6
6
FIMMTUDAGUR 17. AGUST 2000
^aiðsuntn.
Horfiir á vænu fé
*
»>•**£
Grundarfjörður er orðinn vinsæll áningastaður skemmtiferðaskipa. Þetta glæsilega skip, Hanseatic, heimsótti staðinn á hátíðinni
“A góðri stundu í Grundarfirði” Mynd: Sigriður Finsen.
Framkvæmdum miðar vel við Akursblokkina en hún erfyrsta blokkin sem rís á Skaga
um árabil. Mynd: K.K.
8 íbúðir seldar í
Akursblokkinni
Nú þegar hafa 8 íbúðir í nýja
fjölbýlishúsinu á Jaðarsbraut á
Akranesi selst, eða rúmur þriðjung-
ur íbúðanna. I blokkinni eru tólf
3ja herbergja íbúðir og tíu 4ra her-
bergja íbúðir. Að sögn Halldórs
Stefánssonar framkvæmdastjóra
Akurs hf verða íbúðimar tilbúnar
til afhendingar um svipað leyti
næsta sumar. “Ibúðirnar á efstu
hæðunum seldust íyrst en það er al-
vanalegt í húsum af þessari gerð.
Það er fyrirsjáanleg mikil eftir-
spurn efdr húsnæði hér á Skagan-
um enda höfðum við m.a. í huga
uppbygginguna á Grundartanga
þegar við réðumst í að byggja,”
sagði Halldór.
Húsið er staðsett skammt frá
miðbæ Akraness og er stutt í alla al-
menna þjónustu. Frábært útsýni
þykir einkenna staðsetningu húss-
ins, en útsýni er til allra átta, austur
að Akraíjalli og Esjunni, til vesturs
að Snæfellsjökli og suður yfir Faxa-
flóann til Reykjavíkur.
Aðspurður sagði Halldór söluna
hafa verið í samræmi við væntingar.
“Þetta er tiltölulega langur bygg-
ingartími og fólk fer sér hægt í að
selja eða skipta um húsnæði þegar
svo góður tími er til stefnu. Fram-
kvæmdum miðar vel, verkefnin era
næg og okkur vantar meira að segja
fólk til vinnu. Við erum bjartsýnir á
framhaldið,” sagði Halldór Stef-
ánsson.
K.K.
Hversu velþekkja íbúar Reykjavíkur til á
Akranesi? Skaginn kynntur á nýstárlegan
háttjýrir höfuSborgarbúum. Mynd: K.K.
Talandi
súlur
Á sýningunni Strandlengjan
2000 á norðurströnd Reykjavíkur
sem opnuð var í júní í sumar er að
finna verkið Reykjavík/Akranes
project eftir Agnieszka
Wotodszko ffá Krakow. Verkið,
sem samanstendur af fimm
“talandi” súlum, byggir á þeirri
ágiskun að íbúar Akraness þekki
Reykjavík betur en íbúar höfuð-
borgarinnar þekki Akranes. Lista-
maðurinn tók viðtöl við nokkra
íbúa á Akranesi og voru þeir
beðnir að kynna sig og samband
sitt við heimabyggðina. Viðtöl
þessi má heyra í súlunum fimm
sem eru á ströndinni þar sem sést
til Akraness. I súlunum eru einnig
líkön af landslagi, gerð eftir
minni. K.K.
Á ferð með Leifi heppna
Stolt af
þessu verkefhi
- segir höfandurinn Jóhanna
Karlsdóttir kennari á Akranesi
Fyrir skemmsrn kom út á græn-
lensku, íslensku og dönsku bókin
Leifúr Eiríksson - á ferð með Leifi
heppna. Hér er á ferðinni heimilda-
skáldsaga byggð á ff ásögnum í Eiríks
sögu rauða og Grænlendinga sögu
og gefur hún innsýn í daglegt líf vík-
inganna jafhffamt því að kynna ein-
hverjar ffægustu persónur í sögu
landafundanna. Höfundar eru Jó-
hanna Karlsdóttir kennari á Akra-
nesi og Leif Aidt, danskur maður
sem lengi hefúr starfað á Grænlandi.
Blaðamaður Skessuhorns hitti Jó-
hönnu að máli í vikunni og ffæddist
aðeins um bókina.
Fyrstu cintökin með
víkingaskipinu Islendingi
“Þessi bók er nú þannig komin til
að Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra Islands, og Jonathan
Motzfeldt, formaður græn-
lensku heimastjórnarinnar, á-
kváðu fyrir tveimur árum að
gefa út námsefni fyrir grunn-
skólanemendur um víkinga-
tímann og landafundina. Var
það einn liðurinn í því að
minnast landafundanna en
það eru Námsgagnastofnun á
Islandi og Grænlandi sem
gefa bókina út,” sagði Jó-
hanna.
Ritstjórar bókarinnar eru
Birna Sigurjónsdóttir og
Inger H. Mortensen og segir
Jóhanna samvinnu þeirra sem
komu að bókinni hafa verið
prýðilega í alla staði.
Fyrstu eintökin voru flutt með
víkingaskipinu Islendingi til Græn-
lands á dögunum og afhentu Björn
Bjamason menntamálaráðherra Is-
lands og Lise Lennert menntamála-
ráðherra Grænlands Margréti
Danadrottningu, Olafi Ragnari
Grímssyni forseta Islands, og Jon-
athan Motzfeldt eintök af bókinni.
“I næsta mánuði kemur síðan út
vefefni sem ég vann ásamt Fríðu
Haraldsdóttur og Margréti Sól-
mundsdóttur og í ffamhaldinu verð-
ur gefin út vinnubók sem ég samdi.
Bókin er einkum ætluð 10 - 12 ára
nemendum og verður hún á úthlut-
unarkvóta skólanna hér á landi,”
sagði Jóhanna.
Bókin er myndskreytt af danskri
listakonu Jette Jörgensen og segir
Jóhanna myndimar vera einstaklega
vel heppnaðar. “Jette sýndi einmitt
vatoslitamyndimar úr bókinni á há-
tíðinni í Brattahlíð núna í júlí,” segir
hún.
Að gera fomsögumar
aðlaðandi fyrir böm
Bókin og námsefnið sem tengist
henni er hluti af mastersverkefni Jó-
hönnu sem hún lýkur næsta vor
“Að mínu mati er það megintil-
gangurinn með útgáfunni að gera
fomsögur aðlaðandi fyrir börn. Eg
er mjög stolt af þessu verkefni og
ekki síst því að námsefnið komi út á
þremur tungumálum. Mér ftnnst
þetta vera gott dæmi um árangurs-
ríka vest-norræna samvinnu,” sagði
Jóhanna.
Ein spuming að lokum: Fórstu á
Leijshátíðina?
“Að sjálfsögðu. Hún var meiri-
háttar og virkilega vel heppnuð í alla
staði. Ég var alveg sérstaklega hrifin
af tilgátuhúsinu og öllu sem því
fylgdi. Dalamenn eiga hrós skilið
fyrir þetta ffamtak sitt,“ sagði Jó-
hanna Karlsdóttir.
KK
Jóhanna Karlsdóttir meó Leif heppna á þremur
tungumálum. Mynd: K.K.
Um síðustu helgí var þess
minnst á Hvanneyri að sextíu ár
eru liðin ffá því fyrsti vísirinn að
Búvélasafninu á Hvanneyri varð
til. í tdlefxii afinælisins héldu félag-
ar úr Fombílaklúbbi Islands lands-
mót sitt á Hvanneyri að þessu
sinni. Þá var þangað stefnt eigend-
um fomra bíla og tækja í Borgar-
firði og nágrenni. Fjöldi gesta sótti
Búvélasafnið heim á þessum tíma-
mótum. GE