Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2000, Qupperneq 12

Skessuhorn - 17.08.2000, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 SS£áSí?liC}£Ki : jóðfegt (jom Sagan endurtekur sig Heilir og sælir lesendur góðir til sjávar og sveita Sigurför Múhameðstrúarmanna um Evrópu hefur verið mikil og hröð. Nú er svo komið að Islam hefur verið lögtekið sem ríkistrú í flestum löndum. Ekki hafa menn almennt tekið hinum nýja sið af fús- um og frjálsum vilja en boðberar hans eru búnir afar hættulegum efna- og kjarnavopnum sem bakhjarlar þeirra í arabalöndunum hafa látið þeim í té. Hefur vopnunum verið beitt þar sem þurfa þykir þótt oftar hafi ógnin ein dugað. Aðrir hafa bent á hina siðferðislegu yfirburði Islams yfir kristninni og skýrt sigra hans með því hve sönn og heil þessi trú er í alla staði. Er nú svo komið að múslimar hafa sest að í sjálfu Vatíkaninu í Róm og aðeins afskekktustu staðir álfunnar, þar á meðal Island hafa enn ekki snúist. Suðrænir menn hafa lítt hugað að þessu fámenna, fjarlæga landi, en nýju klerkastjóminni í Noregi er mjög umhugað að snúa ís- lendingum til islamsks siðar. I því skyni sendi hún hingað trúboða tvo, ayatolla einn suðrænan og íslenskan bónda. Boðskap þeirra var illa tekið af landsmönnum, grín gert að tilbeiðslu þeirra og þeim brigslað um ergi. Flaug um landið kviðlingur: Æpir til Mekku, æjatolli gýlfrar bóndi að glenntum þjó. Flugu trúboðar út aftur við lítinn orðstír. Noregsklerkur varð ösku- reiður. Það er þá til einhvers að brjóta undir sig Noreg með augnstungum, tunguskurði og fjöldaaftökum þegar skrælingjar vestur í hafi hlæja að manni. Því lét hann þegar taka höndum alla íslenska námsmenn, íþróttamenn og ferðamenn í landinu. Boð voru send til ís- lands um að allt þetta unga fólk yrði skilyrðislaust tekið af lífi, að und- angengum hræðilegum pyntingum, yrði Islam ekki lögtekið á Islandi samsumars. Þá fóru Norðmenn fram á að sett yrði alþjóðlegt við- skiptabann á Island svo lengi sem þar ríki heiðnir villimenn. Reyndist það auðsótt erindi. Nú var úr vöndu að ráða. Alþingi var kallað saman til neyðarfund- ar. Skiptist það þegar í tvær fylkingar þar sem allar hefðbundnar flokkalínur sköruðust. Til ófriðar horfði þegar einn úr islamska . - flokknum varpaði ffam hendingu: Villutríí víki úr landi - haltur er heilagur andi - Þetta guðlast féll í grýtta jörð meðal kristinna og kröfðust þeir afsök- unarbeiðni, bóta og refsingar. Þegar í óefhi stefndi varð úr að leiðtoga kistinna á þingi, fyrsta þingmanni þriðja kjördæmis, var falið úrskurð- arvald í málinu. Sóru þáðir aðilar að fylgja úrskurði hans. Þingmaðurinn gerði þetta en það lagðist þungt á hann. Hann lagð- ist í rúmið og lá undir Lystadúns sæng í þrjá daga og þrjár nætur. Hann hugsaði mikið. Hann hugsaði um stundirnar þegar Jesús Krist- ur hafði veitt honum styrk í gleði og sorg og allt það ljós sem frelsar- inn hafði sent inn í líf hans. Hann hugsaði um menningu þjóðarinn- ar, aldagamlar hefðir og þjóðlega siði sem myndu hverfa eða að minnsta kosti aldrei verða eins. Hann hugsaði til málffelsis, ritfrelsis og trúffels- is sem hann mat svo mikils en yrði nú aflagt. Hann hugsaði til dætra sinna sem framvegis yrðu að hylja andlit sitt með slæðu og yrðu að leggja á hilluna drauminn um háskólamenntun og starfsframa. En hann hugsaði líka til allra ungu Islendinganna sem voru í gíslingu erlendis. Hann þekki marga þeirra. Nánir vinir hans áttu börn í þess- um hópi og þarna var m.a. bróðursonur hans. Sá hafði ákallað Krist í varðhaldinu. Þeir skáru úr honum tunguna. Þingmaðurinn hugsaði líka um viðskiptabannið. Hvernig ætti þjóðin að komast af án inn- fluttra vara? Nauðsynjar eins og lyf, raftæki, bílar, kaffi og tóbak yrðu ófáanlegar. Ferðaþjónusta og sjávarútvegur myndu leggjast niður með öllu. Fólk yrði atvinnulaust og færi á vergang. Tveir voru kostirnir, báðir slæmir. Fyrsti þingmaður stóð upp und- an sænginni. Hann tók þann kostinn sem illskárri var: „Ef sundur er slitið lögunum þá er sundur slitið ffiðnum. Allir skulu Islendingar islamskir vera. Vér skulum krjúpa í átt til Mekka og vegsama Allah. Ákalla má þó Krist, en aðeins í laumi“. Gekk hann við svo búið af þingi, flaug heim í kjördæmi, tók biblíu sína, krossa og Jesúmyndir og fleygði sorpi þessu öllu, í bæjarfossinn sem síðan hefur heitið Krossafoss. Þessi frásögn er tómur hugarburður. Sem betur fer. En sé eitthvað til í því sem sagt er, að sagan endurtaki sig, þá er aldrei að vita nema eitt- hvað í þessum dúr gæti gerst. En örvæntið ekki. Hversu mikla aft- urför og eymd sem slík siðaskipti hefðu í för með sér þá verður henni örugglega fagnað eftir þúsund ár sem mesta gæfuspori þjóðarinnar. Verð kært kvödd á sautjánda degi Jumaada awal,1421 ári eftir að Mú- hameð yfirgaf Melcka. Bjarki Már Karlsson jálfskipaður þjóðbáttafrœðingur Góð Rannsóknarstofa Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri fékk góðar gjafir nú fyrr í sumar. Það var Is- lenska Járnblendifélagið hf. á Gnmdartanga sem færði rannsókn- arstofunni tvö tæki. Hér er annars vegar um að ræða Kolefnisgreini (LECO EC 12 Carbon Determ- inator) og hins vegar logamæli (Pekin Elmer 372 Atomic Absorp- Sfoí tion Spectrophotometer). Tækin eru bæði nokkurra ára og höfu ver- ið í notkun á rannsóknarstofu Járn- blendifélagsins. Þar var þeim í vor skipt út fyrir nýjan búnað og þar sem tækin eru góðu lagi voru þau færð Landbúnaðarháskólanum að gjöf. Að sögn Lindu Gjörlighagen verkstjóra á Rannsóknarstofu Landbúnaðarháskólans kemur gjöf- Vika símenntunar framundan Menntamálaráðuneytið stendur að viku símenntunar 4. - 10. sept- ember nk. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til að auka við þekk- ingu sína og færni. Slagorð átaks- ins er “Menntun er skemmtun” og vísar til ánægjunnar við að læra og ná tökum á nýjum viðfangsefhum. Það er Símenntunarmiðstöð Vest- urlands sem annast skipulagningu vikunnar á Vesturlandi og verður um næstu mánaðamót dreift ár- legu lcynningarriti miðstöðvarinn- ar inn á öll heimili á Vesturlandi. Símenntunarmiðstöðin stóð fyrir kynningarfundi um Viku símennt- unar á Hótel Borgamesi þann 2. á- gúst sl. Fundinn sóttu fulltrúar frá stofnunum, fyrirtækjum og stéttar- félögum víðs vegar af Vesturlandi. Edda Agnarsdóttir verkefnisstjóri kynnti á fundinum hugmyndir um framkvæmd vikunnar hér á Vestur- landi. Hugmyndir eru enn í mótun og auglýst er eftir samvinnu við sem flesta aðila. Símenntunarmið- stöðin mtm auglýsa dagskrá Viku símeitntunar og þeir sem tengjast verkefninu geta auk þess notað lógó Vikunnar á kynningarefni sitt og auglýsingar þessa viku. Símenntunarmiðstöðin hyggst þessa viku bjóða fyrirtækjum end- urgjaldslaust fyrirlestra um sam- skipti á vinnustað og fleira sem tengist mannlegum samskiptum. Það eru sálfræðingarnir Ásþór Ragnarsson, Birgir Þór Guð- mundsson, Inga Stefánsdóttir, Klara Bragadóttir og Sigurður Ragnarsson, öll búsett á Vestur- landi, sem munu flytja fyrir- lestrana. Einnig býður Símennt- unarmiðstöðin fyrirlestra urn gildi símenntunar. I máli Eddu á fundinum kom fram að fyrirtæki, félög og stofh- anir gætu notað tækifærið og verið með lifandi uppákomur og kynn- ingar á starfsemi sinni, t.d. net- bankakynningar, kynningar á mat- reiðslunámskeiðum, dansnám- skeiðum eða hverju sem er. MM in sér vel. „Kolefhisgreinirinn býð- sóknavinnu nemenda í búvísinda- ur upp á mikilvæga greiningu á deild í tengslum við vinnslu loka- jarðvegi og einnig á lífsýnum og verkefna nú í haust og vetur,” sagði mun tækið t.d. nýtast við rann- Linda. EA Frá afhendingu. tækjanna. I aftari röð standa starfsstúlkur rannsóknarstofu Landbúnað- arháskólans, f.v. Jófríður Leifsdóttir, Oddný Sólveig Jónsdóttir, Alfheiður Marinósdóttir, Emma Heiðnín Birgisdóttir og Linda Gjörlighagen. I neðri röð ei~u aðilarfrá Jám- blendifélagniu, f.v. Ami Sigurðsson rannsóknarmaður, Þorsteinn Hannesson yfirmaður rannsóknastofu Jámblendifélagsins og Hlynur Sigurbjömsson rannsóknarmaður. Læknir með tónleika Undan farin ár hefur Jósep Ó. Blöndal sjúkrahúslæknir við St. Franciskusspítalann í Stykkis- hólmi hóað saman vinum og vandamönnum og haldið tónleika. Þetta eru svokallaðir “Jóseps-tón- leikar” Tónleikamir núna era í tengslum við læknaráðstefnu sem haldin verður hér í Stykkishólmi. Tónleikarnir verða næsta fimmtudag 17. ágúst kl. 17:00 í Stykkishólmskirkju. Ókeypis er á tónleikana en tekið er á móti framlögum sem síðan renna í hljóðfærasjóð Tónlistarskóla Stykkishólms. Áður hefur Jósep safnað verulegu fé í þennan sjóð, með tónleikahaldi. Margir lista- menn taka þátt í tónleikunum í ár og eru þeir úr Hólminum eða tengdir honum. Efhisskráin er mjög fjölbreytt og skiptist þannig að fyrir hlé er klassík en efrir hlé verður jazz. Á tónleikunum í ár koma fram þessir listamenn: Jósep 0. Blöndal, píanó Jón Svanur Pétursson, vtbrafónn Ldrus Pétursson, gítar Ingibjörg Þorsteinsdóttir, píanó Hólmgeir Sturla Þórsteinsson, ptanó Anna Harðardóttir, píanó Hrefna Döjgg Gunnaradóttir, píanó Jóhanna Omarsdóttir, píanó Lára Marta Harðardóttir, píanó Elísa Vilbergsdóttir, sópran Guðbergur Auðunsson, söngvari Bjöm Ingimar Jósepsson Blöndal, kontrabassi Smári Jósepsson, trommur (Fréttatilkynning) Fljótir að gleyma Um síðustu helgi héldu Dala- menn veglega hátíð til heiðurs Leifi Heppna og föður hans, Ei- ríki rauða. Þar var sem kunnugt er opnaður tilgátubær Eiríks rauða sem byggir á þeirri tilgám að Eiríkur hafi byggt hús. Há- tíðin fór hið besta fram og skemmtu menn sér konunglega. Eitthvað fóru herlegheitin þó fyrir brjóstið á öldruðum Dala- manni sem þótti nóg um og sagði. “Það er merkilegt hvað Dalamenn eru fljótir að gleyma. Það eru ekki nema þúsund ár síð- an við rákum þennan dela í burtu héðan með skít og skömm fyrir rustahátt og leiðindi en núna er eytt milljónum í að mylja undir þennan ribbalda.” Vidaus með víni Guðjón kemur útúrdrukkinn inn á bar og segir (drafandi) við barþjóninn „Heyrðu, barþjónn, gefðu öllum á baraum þínum í glas, fáðu þér líka sjálfur og látm mig svo S reikninginn!“ Barþjónninn gerir það og læt- ur Guðjón fá reikning upp á 27.800 krónur. Guðjón segir „Eg á ekki svona mikinn pening." Barþjónninn varð nú ansi illur, gaf Guðjóni nokkra á lúðurinn og hnoðaði honum út um dymar. Daginn eftir kemur Guðjón aftur drukkinn inn á barinn og segir drafandi „Barþjónn, elsku vinur, nú skalm gefa öllum viðskiptavinun- um í glas, fá þér einn sjálfur og láta MIG! fá reikninginn." Barþjónninn horfir á Guðjón og hugsar með sér að hann geti ekki verið nógu heimskur að reyna sömu vitleysuna aftur, svo hann gefur öllum í glas, fær sér líka og læmr Guðjón hafa reikn- ing uppá 32.900 krónur. Guðjón horfir á reikninginn og segir „Nei, þetta get ég ekki borgað!“ Barþjónninn verður alveg óður, tekur Guðjón upp á háls- málinu og lemur hann sundur og saman í góðan tíma áður en hann kastar honum langt út á götu. Daginn eftir kemur Guðjón enn á ný inn á barinn og segir (ennþá meira drafandi en áður) „Kæri herra barþjónn. Nú skaltu gefa öllu þessu fallega fólld í glas og láta mig....“ Barþjónninn rýkur upp og öskrar ,JHvað? Má ég ekki fá líka, ha?“ Guðjón horfir á hann og segir „Þú !!?? Kemur ekki til mála, kallinn minn.Þú verður alltaf svo brjálaður þegar þú detmr í það!“

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.