Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 Vínberjaferð Þó sumri sé farið að halla og tjaldbúar séu orðnir fáir á tjaldstæðum á Snæfellsnesi eru enn nokkrir á ferð. Síðustu tjaldbúarnir erugjarnan höfuðborgarbúar sem koma í berja- mó í sveitina. I blíðunni á Elellissandi s.l. laugardag mátti heyra fagra hljóma Elarmonikkunnar óma á tjaldsvæðinu. Þar voru komnir meðlimir úr Félagi harmonikkuunnenda sem fyrr um daginn höfðu verið við berjatínslu undir Jökli. Eftir fengsælan dag var undirbúin á grillinu aðalmáltíð dagsins og meðan kolin hitnuðu voru dragspilin þanin. Þessir snillingar létu það ekki eitt duga heldur var líka spil- að á sög, þvottabretti og takturinn sleginn með matarskeið- um. Þessi skemmtilegi hópur hefur ferðast mikið saman í sumar og þykir fátt skemmtilegra en að ferðast um landið til að njóta náttúrunnar og gleðjast við söng og spil. Þá var boðið upp á krækiberjalíkjör frá uppskeru fyrra árs og við- staddir fullvissaðir um að næsti árgangur yrði miklu betri því berin væru vel þroskuð og mikið af þeim. IHJ Þjómistumióstöó Simans Akranesi er 1 árs Clæsileg afmælistilboð Símans á Akranesi 4.-15. sept. ERJCSSON A2618 Léttkaupsútborcun 2.980 KR.* Tilboð 13.580 kr. NOKJA 5110 Léttkaupsútborgun 1.980 KR.* Tilbo 11.980 kr. ÍILBOÐ á aukahlutum 30 % AFSLÁTTUR AF AUKAHLUTUM FYRIR CSM. 'f / :/ ' í 1 t:1lf 1 í.t I t i t I t - • . i í i f t t I t ' ' t' f f" t . f i S i I n í 3017111 í Eilt f . t | $ j *ái:Ú f i i ISDN 12 CRUNNTENGINGAR - ekkert stofngjald Heimilissímar á tilboði Gateway tölva með ISDN tengingu ásamt Ascom Eurit 22 ISDN síma og ColumbusWorld PCIISDN korti Heimilissímar frá 365 kr. ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR FRÁ 7.980 KR. Fjöldi annarra glæsilegra tilboða AMD 750 megariða örgjörvi Kadoka móðurborð 128MB ívinnsluminni Tölvan er íturnkassa 105 lyklaborð MODEM 56KV.90 DVD12 hraða 3.5" disklingadrif 3ja ára ábyrgð Internetnámskeið á 2 Kyrwiðykkur þessi ogfjölmörg önnur tilboð, takið þátt í afmælisgetraun með glæsilegum vinningum. Börninfá spilastokk og blöðrur. Ath.takmarkað magn. Tilboð gilda meðan birgðir endast. • diskum • 20GB Western Digital harður diskur 7200 rpm • Hljóðkort, Sound Blaster Live Value • Voodoo 3 16MB AGP • 17" Sony Triniton skjár • Gateway hátalararfrá Creative hátölurum • MS mús • Works Suite 2000 auk íslenskrar útgáfu á Win 98 Ótrúlegt tilboðsverð 169.000 kr. Fulltrúar frá Aco verða með ráðgjöf varðandi Cateway tölvuna föstudaginn 8. september kl. 10-14. Bjami Bjamason segir starfi sínu lausu Bjarni Bjarnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Islenska járnblendifélagsins hf. um rúm- lega þriggja ára skeið, hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að láta af störfum. I fréttatilkynn- ingu ffá Járnblendifélaginu segir m.a. að undanfarin þrjú ár hafi verið afar annasamur tími sem hafi einkennst af stórfelldum breytingum í rekstri félagsins og óvænmm utanaðkomandi atburð- um. Heimsmarkaðsverð á afurð- um félagsins hafi fallið samfellt allt tímabilið og sé það nú í sögu- legu lágmarki. I lok tilkynningarinnar segir: "íslenska járnblendifélagið hf. stendur nú á tímamótum. Ollum fyrrgreindum málum er nú aflok- ið og verksmiðja félagsins er orð- in stærst sinnar tegundar á Vest- urlöndum. Framundan er hins vegar þungur rekstur við afar erf- ið markaðsskilyrði. Við þessar að- stæður hefur framkvæmdastjóri félagsins óskað eftir því að nýr maður taki við keflinu.” Bjarni hefur þó samþykkt að gegna starfi framkvæmdastjóra þar til nýr maður hefur verið ráðinn í hans stað og er leitin að arftaka hans þegar hafin. SÓK Skólastjóri og foreldrar ósáttir Á fundi skólanefhdar Akranes- bæjar fyrir skömmu lýstu Ingi Steinar Gunnlaugsson, skóla- stjóri, og Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna, yfir óánægju sinni með að nefnd- in fjallaði ekki um byggingafram- kvæmdir við Brekkubæjarskóla og þá seinkun sem boðuð væri í verksamningi sem undirritaður var við Loftorku. Framkvæmdir vegna einsetningar eru í höndum framkvæmdanefndar og skóla- nefnd telur sig ekki þess um- komna að óska eftir breytingum á samningnum við Loftorku. Hún segist þó ætla að fylgjast vel með framvindu verksins og segjast nefndarmenn gera sér grein fyrir því að það sé vilji allra sem að málinu koma að sem stærstur hluti húsnæðisins verði tilbúinn að ári liðnu. SÓK Tíu þúsund að Eiríksstöðum Reiknað er með að um 6000 gestir hafi heimsótt Eiríksstaði í sumar að frátöldum hátíðargest- um á Leifshátíð. Samkvæmt því er heildarfjöldi gesta í sumar tæp 10.000 og enn er stöðugur straumur fólks á fæðingarstað Leifs heppna að sögn Sigurðar Rúnars Friðjónssonar oddvita Dalabyggðar. Tilgátubærinn verður opinn ffam eftir mánuðin- um og tekið verður á móti hópum í allan vetur. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.