Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 11
32ESS|íii©2M FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 11 Olver í faðmi fjalla í Ölveri í Melasveit eru reknar sumarbúðir fyrir böm á vegum KFUM&K. I ár fagna sumarbúðirnar 60 ára starfsafmæli. Saga sumarbúðanna Saga sumarbúðanna hófst á þann veg að ung kona að nafni Kristrún Ólafsdóttir fékk köllun, eftir að hafa kynnst starfi sr. Friðriks Friðrikssonar í drengjasumarbúðunum í Vatnaskógi. Htín byrjaði starf fyrir stúlkur með sömu markmið í huga. Sumarið 1940, þegar Kristrún var 34 ára gömul setti hún á stofh sumarbúðir í Skátafelli undir Akrafjalli og fékk aðstoð eiginmanns síns við það. Þar vom sumarbúðirnar reknar í fimm ár. Kristrún missti mann sinn snemma. Hún var barnslaus og helgaði líf sitt sumarbúðastarf- inu. Kristrún starfaði með sumarbúðir sínar á fleiri stöðum en í Skátafelli á næstu ámm. Allan þann tíma leitaði hún að framtíðarstað fyrir starfið. Tólf áram seinna, árið 1952, fannst sá staður, þegar Kristrún tók hús á leigu ffá Sjálfstæðismönnum á Akranesi og hús þetta var í Ölveri í Melasveit. Arið eftir keypti hún Ölver og þar hafa sumarbúðirnar, fyrir Guðs náð og blessun, verið reknar síðan. Bættar aðstæður og heitur pottur Á þeim áram sem sumarbúðirnar hafa ver- ið starfræktar í Ölveri hafa vitanlega verið gerðar ýmsar breytingar, bæði utandyra og á húsakynnum sjálfum til þess að bæði börn og starfsfólk geti unað þar vel við leik og störf. Leikföng eins og rólur, dúkkukofar og trönu- borgir hafa verið sett upp, skálinn stækkaður oftar en einu sinni og síðast en ekki síst kom árið 1993 hitaveita í Ölver sem auðveldaði starfsfólkinu mikið störf sín og bætti stúlkun- um dvölina. I kjölfarið var gerður heimr pott- ur í Ölveri árið 1995 og hefur hann verið ein helsta afþreying Ölversmeyja síðan og mikið aðdráttarafl. Sumarstarf Kristrún Ólafsdóttir hóf sumarbúðastarf sitt vegna köllunar. Hún trúði því að Guð vildi sjá hana fræða ungar stúlkur um Jesú Krist og kenna þeim að fylgja honum í leik og starfi og biðja til hans. Ekki skemmdi fyrir að rækta samfélagið við Krist í fallegu umhverfi og góðum félagsskap. Áherslurnar í starfi Ölvers hafa ekkert breyst í tímans rás og tilgangur starfsins er enn að breiða út orð Guðs meðal barna. Sömuleiðis hefur starfið byggst upp á svipað- an hátt frá upphafi. Dagurinn skiptist í bibl- íulestra, íþróttir, gönguferðir, inni- og útileiki í umsjá starfsmanna. Á kvöldin er endað með skemmtilegri kvöldvöku sem krakkarnir sjá gjaman um sjálfir og hugleiðingu um Guðs orð. Að sjálfsögðu er dagskráin sveigjanleg og miðast við starfshóp hverju sinni, veður og aldur barnanna. I sumar voru níu dvalarflokkar í Ölveri. Átta flokkar fyrir 8-11 ára stelpur og einn unglingaflokkur fyrir 12-15 ára stelpur. Stelpurnar vora samtals rúmlega 350 og hef- ur sumarið sem er að líða verið eitt hið besta í sögu Ölvers hvað varðar aðsókn. Vetrarstarf Vetrarstarf Ölvers er töluvert og hefur ver- ið stöðugt að aukast síðustu árin og þá sér- staklega eftir að hitaveitan kom. Vetrarstarfið er þó einfalt í sniðum og felst aðallega í íeigu á skálanum til ýmissa hópa og þá aðal- lega hópa sem byggja á trúarlegum grand- velli. Að sjálfsögðu er líka eitthvað um leigu til íþróttafélaga, skáta, ungmennahreyfinga hverskonar og annarra sem vilja njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Hefur þá stjórn Ölvers, með aðstoð velunnara séð um þrif og þvotta og viðhald og annað sem huga þarf að fyrir komu hópanna. Mæðgnahelgi Mæðgnahelgi skipar nú fastan sess í starfi Ölvers. Hún er gjarnan á haustin og verður nú í ár dagana 29. september til 1. október. Þar gefst mæðgum tækifæri á að koma saman eina helgi og eiga gott samfélag í ffíi frá amstri hversdagsleikans. Þetta hefur verið kærkomið tækifæri fyrir litlar Ölversmeyjar að sýna mæðram sínum staðinn og kynna þeim starfsemina en að sjálfsögðu er öllum mæðgum velkomið að koma og njóta sam- vista hver við aðra. Mikill fjöldi stúlkna hefur dvalið í Ölveri og tekið með sér góðar minningar heim og veganesti fyrir allt lífið. Sumar þeirra koma ár eftir ár en aðrar bara einu sinni en allar era þær Ölversmeyjar. Gleði í hjarta, Guðs náð og frið. Gæfuvon bjarta hlaut ég krossinn við. Ölver ég dái af því ég fann yndi og líf í trú á ffelsarann. Asta Sóllilja Sigurbjömsdóttir varaformaóur Olvers Hópur keppist við klukkuna að kheða sig íflotgallanna. Björgunarleikar Björgunarsveit Hafnarfjarðar var við æfingar á Gufuskálum um síð- ustu helgi. Björgunarsveitin sem er ein sú stærsta og öflugasta í landinu varð til með sameiningu Hjálpar- sveitar skáta í Hafharfirði og Björg- unarsveitar Fiskakletts s.l. vemr. I byrjun september ár hvert koma björgunarsveitimar saman og hefja sitt vetrarstarf. Þá er gjarnan farið yfir helstu atriðin í leit og björgun. Hafhfirðingamir hafa nokkuð annan hátt á sinni upprifjun er flestir aðrir. Þeir efna til björgunarleika þar sem sveitinni er skipt upp í nokkra hópa sem reyna með sér í hinum ýmsu verkefnum. Þessi aðferð hefur reynst vel og skilar félögum kapps- fullum í upphafi vetrarstarfsins. Á Gufuskálum vora að þessu sinni milli 40 og 50 félagar og var keppni hörð. Allt var mælt og vegið. Allt ffá tímatöku á því hve lengi menn vora að klæða sig í flotbúninga og synda milli bryggja í Rifshöfn til mjög krefjandi leitarverkefna. Þátt- takendur lofuðu mjög aðstöðuna á Gufuskálum og góða hjálp heima- manna úr björgunarsveitinni Björgu á Hellissandi. Forsvarsmenn hóps- ins töldu leika af þessu tagi henta björgunarsveitum vel og voru ekki í vafa um að fleiri björgunarsveitir ættu eftir að nýta sér aðstöðuna á Gufuskálum til æfinga í líkingu við þessa. IH FLOKKSSTJÓRI BORGARNESI Staða fiokksstjóra hjá Vegagerðinni í Borgarnesi er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningum VMSÍ. Starfssvið: CL D u h-1 < a • Flokksstjórn í ýmsum verkefnum þjónustu- svæðis í sumar- og vetrarþjónustu. • Verkefni í viðhaldi og endurbyggingu vega, viðhaldi umferðarmerkja, ristarhliða, ræsa og fl. • Upplýsingagjöf og eftirlit. • Skráning vinnuskýrslna o.fl. vegna verka sem heyra undirflokksstjóra. Menntunar- og hæfniskröfur: • Reynsla af stjórnun æskileg. • Réttindi til að stjórna vinnuvélum. • Góðir samstarfshæfileikar. Nánari upplýsingar veita Bjarni H. Johansen í síma 437 1320 og Jón Birgir Guðmundsson í síma 461 4440. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á Akureyri eða í Reykjavík fyrir 14. september n.k. merktar: „Vegagerðin - flokksstjóri Borgarnesi" ''/vm Sar VEGAGERÐIN

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.