Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 36. tbl. 3. árg. 7. september 2000 Kr. 250 í lausasölu Islensk upplýsingatækni ehf Leiáancli á sviái margfmiálunar Sími: 430 2200 www.islensk.is Nýr grunnskóli í Tjamarlundi í Saurbæ Akvörðun tekin daginn fyrir skólasetningu Sæmundur Kristjánsson oddviti Saurbæjarhrepps tekur við blómumfrá nemendum og kennurum. “Þetta er vissulega dýrari kostur í krónum talið en ef þetta er það sem þarf til að treysta búsetu í byggðarlaginu þá er erfitt að meta það til fjár,” segir Sæmundur Kristjánsson oddviti Saurbæjar- hrepps tnn þá ákvörðun hrepps- nefhdar að stofiia nýjan grunn- skóla í sveitarfélaginu. Sem kunnugt er ákvað hrepps- nefnd Dalabyggðar snemma í sumar að hætta þátttöku í skólahaldi á Laugum í Sælingsdal og eftír það leit út fyrir að böm úr sveitarfélaginu myndu sækja nám í Grunnskólanum í Búðardal í vetur. Akvörðun um að stofna nýjan skóla í Tjamarlundi í Saurbæjarhreppi var tekin síðasdiðin sunnudag og var skólinn settur dag- inn eftir. “Undirbúningur hefur staðið í hálfan mánuð en upphaflega var hugmyndin sú að stofna skólasel frá Grunnskólanum í Búðardal. Um það náðist ekki samstaða og því var þessi ákvörðun tekin. Hér hafa nem- endur, kennarar og aðrir íbúar í sveitarfélaginu lagt nótt við dag í sjálfboðavinnu til að breyta niður- níddu félagsheimili í þokkalegt skólahúsnæði og með samstilltu á- taki tókst okkur að setja skólann á tilsettum tíma,” segir Sæmundur. Auk bama úr Saurbæ verða í Grunnskólanum í Tjarnarlundi nemendur af Skarðsströnd. Nem- endtu verða tuttugu og tveir en tíu kennarar koma að kennslu í skólan- um í vetur. Nemendum áttunda, ní- unda og tíunda bekkjar verður kennt að hluta í fjarkennslu ffá Hólmavík, Varmalandi og Búðardal en fjar- fundabúnaður til þeirra nota verður væntanlega settur upp í næstu viku. Skólastjóri Grunnskólans í Tjamar- lundi er Guðjón 'Iorfi Sigurðsson ffá Fagradal. GE Fjórði flokkur íslandsmeistarar Fjórði flokkur ÍA í knattspymu. Mynd: SOK Philippe vinnur fyrstu verðlaun Nú stendur yfir sýning í Ráðhúsi Reykja- víkur sem ber heitið “Nytjalist úr náttúr- unni”. Akumesingurinn Philippe Ricart er einn þeirra 25 handverks- og listiðnaðar- manna sem taka þátt í sýningunni og einn af þeim þremur sem hlutu verðlaun við opnun hennar. Verk Philippes, sem er úr flóka og ber heitið “Vamsberar”, þótti vera besta hugmyndin og fékk hann að launum 200.000 krónur. Einnig vom veitt verðlaun fyrir besm hönnun á nytjahlut og áhuga- Philippe Ricart verðusm efnistökin. SOK Skagamenn rnætm FH-ingum í úrslitaleik Islandsmóts 4. flokks karla sem ffam fór á Valbjamarvelli þann 31. ágúst síðasdiðinn. Leikur- inn var æsispennandi og að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1. Framlengingin var markalaus og greinilegt að drengimir vom farnir að þreytast. Vítaspyrnukeppni var því óumflýjanleg og sigraðu Skaga- menn hana með því að skora þrjú mörk á meðan FH-ingar skomðu aðeins eitt mark. Mörk Skagamanna í vítaspymukeppninni skoraðu þeir Jón Vilhelm Akason, Agúst Orlygur Magnússon og Stefán H. Jónsson. Þetta . er sannarlega glæsilegur ár- angur hjá strákunum og þjálfara þeirra Þorláki Amasyni. Agúst Orlygur, fýrirliði hðsins, var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að tilfinningin hefði verið “glæsileg”. “Við áttum alveg eins von á að vinna þennan leik og verða Islandsmeistarar enda erum við bún- ir að leggja mjög mikið á okkur í sumar og líka í vetur” segir Agúst. “- Þetta var frekar erfiður leikur. Við byrjuðum mjög vel, en duttum svo niður. Við vorum líka góðir í ffam- lengingunni, náðum reyndar ekki að skora, en bættum úr því í vítaspymu- keppninni.” SÓK Rallýkeppni veldur tjóni Reykjavíkurrallið fór ffam um síðustu helgi og teygði anga sína á Vestur- land. Meðal sérleiða var Uxahryggjaleið. Sá vegur var endurbættur síðasdið- ið haust og í vor og hefur umferð á honum aukist tíl muna. I Ijósi þess era margir óánægðir með að vegurinn væri tekinn undir rallýkeppni og telja að hann hafi stórspillst þar sem mikið magn af fínefhi hafi rokið úr honum. “Þama fjúka fleiri hundrað tonn af rándýra efni út í veður og vind,” seg- ir Bjarni Johansen hjá Vegagerðinni í Borgarnesi. “Það er að mínu matí ó- eðlilegt að leyfa þetta með tilliti til veganna enda veldur þetta miklu tjóni, ekki síst þegar vegirnir era svo þurrir sem raun ber vimi nú. Þá veldur þetta gífurlegri umhverfismengun og mér er spum hvað Náttúraverndarráð seg- ir við þessu.” Bjarni segir að áður fyrr hafi verið haff samráð við vegagerðina þegar rallýmót vora skipulögð en það sé ekki gert lengur. GE Bjöm hættur Bjöm S. Lárasson, markaðs- og atvinnufull- trúi Akranesbæjar, hefur sagt starfi sínu lausu. I samtali við Skessuhorn sagðist Björn sem minnst vilja tjá sig um málið, en sagði þó að sér þætti afskaplega fínt að vinna hjá Akraneskaup- stað og hefði þar af leiðandi ekkert út á vinnu- veitandann að setja. Björn sagðist ekki vita hvað hann hyggðist taka sér fyrir hendur. Uppsögn Björns kemur nokkuð á óvart með tilliti til þess að einungis era nokkrir mánuðir síðan hann dró sína fyrstu uppsögn til baka. Að því loknu fór hann í þriggja mánaða leyfi, sem nú er um það bil að ljúka. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra Akraness, hefur ekki verið tekin á- kvörðun um framhaldið en hann segist búast við því að það verði gert á næstunni. “Við munum hafa samráð við ýmsa aðila um það hvernig starf- ið verður mótað í ffamhaldi af þessu. Meðal annars atvinnumálanefnd, að- ila í atvinnulífinu svo sem í verslun og þjónustu.” SÓK Bjöm S. Lánisson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.