Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 ^siaiunu^:. Dulin búseta í Borgarfirði Tvöföldun yfir sumarmánuðina Að beiðni bæjarstjóra Borgar- byggðar hefur Atvinnuráðgjöf Vesturlands unnið áfangaskýrslu um svokallaða “dulda búsetu” í Borgarfirði. Kveikjan að þessari vinnu var fundur um löggæslu- og heUsugæslumál með fulltrú- um Borgarbyggðar, Borgarfjarð- arsveitar, löggæsluaðila og heilsugæsluaðila í Borgaríirði í júlí sl. Markmiðið með skýrslunni er að meta fjölda þeirra sem dvelja í um- dæmum lögreglu og heilsugæslu í Borgarfirði, einkum yfir sumarið. Megin niðurstaðan er sú að meðal- tali dveljist um 3.800 manns í um- dæmi Borgameslögreglu yfir sum- armánuðina (maí til ágúst) umfram þá sem þar eiga lögheimili. Liggur nærri að þetta sé tvöföldun á íbúa- fjölda m.v. fasta búsetu. Sambæri- legar tölur fyrir heilsugæsluum- dæmið eru um 3.300 manns. Fram kemur í skýrslunni að umferðar- þungi um Hafnarfjall hafi aukist um 50% á árunum 1995 til 1999, og væntanlega hefur hann aukist enn ffekar í sumar. Akvörðun fjárveitinga til ofan- greindra embætta hafa að mestu tekið mið af fjölda íbúa með fasta búsetu. Skýrslan gefur til kynna að í raun sé verið að þjónusta um helmingi fleiri einstaklinga yfir sumarmánuðina en sem þar eiga fast heimili. Eðlilegt er að fjárveit- ingavaldið taki tillit til þess þegar á- kvarða á umfang heilsugæslu- og löggæsluþjónustu í Borgarfirði. Dráttur á viðgerð á götum í Borgamesi - verktaki stendur ekki við tímaáætlun - Eins og þeir sem hafa ekið um götur Borgarness í sumar hafa orð- ið varir við er nokkuð um skemmd- ir í götunum. Sérstaklega á það við Borgarbraut og Hrafaaklett. Vegagerðin sér um viðhald á Borgarbraut, sem er þjóðvegur í þéttbýli, en Borgarbyggð um við- hald á Hrafaakletti. S.l. vor samdi Borgarbyggð við verktaka um að taka að sér að leggja nýtt slitlag á báðar þessar götur. Hann hefar ekki enn komið til að vinna verkið þrátt fyrir samkomu- lag um að því lyki í júní.“ segir Stefán Kalmansson bæjarstjóri. „Fyrir nokkru óskaði verktakinn eftir að hreinsað væri upp úr götun- um (ffæsað) þar sem hann ætlaði að byrja verkið daginn eftir en sú áædun stóðst ekki ffekar en aðrar tímasem- ingar hans.“ Að sögn bæjarstjóra hefur ekki enn tekist að fá annan að- ila til að taka að sér verkið þar sem mikil verkefai eru hjá þeim sem sinna slíkum viðgerðum. GE Laugar í Sælingsdal: Mannvirkjunum ráðstafað Unnið er að því að finna skóla- mannvirkjunum á Laugum í Sæl- ingasdal nýtt hlutverk að sögn Sig- urðar Rúnars Friðjónssonar odd- vita Dalabyggðar. Sem kunnugt er var eldri hluti skólans tekinn undir glæsilegt heilsárshótel síðastliðið vor. Að sögn Sigurðar er ekki ljóst hvernig hinn hlutinn verður nýttur en væntir þess að það lægi fýrir í byrjun næsta mánaðar. GE t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓN SIGVALDASON, I Ausu, Andakflshreppi 5 lést á Sjúkrahúsi Akraness, mánudaginn 4. september. S Utför hans verður frá Hvanneyrarkirkju laugardaginn 9. september kl. 14:00 5 * | Auður Pétursdóttir » Pétur Jónsson | Sigvaldi Jónsson 3 Unnsteinn Einar Jónsson Anna Lilja Sævarsdóttir Steinunn Jónsdóttir Karl Sigurðsson Ragnhildur Helga Jónsdóttir og barnabörn Tap á starfsemi íslenska jámblendifélagsins Rekstrartekjur íslenska járn- blendifélagsins á fyrri helmingi árs- ins 2000 námu 1.943 milljónum króna og er það aukning um rúm- lega 800 milljónir frá því á síðasta ári. Þó varð tap af starfsemi félags- ins á fyrstu sex mánuðum ársins er nam 275 milljónum króna. Heild- areignir félagsins námu 8.342 millj- ónum króna í lok júní en skuldir námu 4.120 milljónum. Eiginfjár- hlutfall hefur lækkað um 3,5% ffá því í fýrra. I júní lauk hlutafjárút- boði á vegum jámblendifélagsins, en boðnar vom út 350 milljónir króna að nafaverði á genginu 1,5 og seldust allir hlutirnir. Tilgang- urinn með hlutafjárútboðinu var að styrkja eiginfjárstöðu félagsins og verja það gegn brotum á skilmálum í langtímalánum vegna stækkunar verksmiðjunnar. Þessi niðurstaða þykir áhyggju- efai en eftirspurn effir kísiljárni er þó góð og hefur verksmiðjan verið rekin á fullum afköstum. Heims- markaðsverð er hins vegar afar lágt. Aðalástæðan virðist vera afaám undirboðstolla á innflutning á járn- blendi til Bandaríkjanna frá lönd- um í Suður-Ameríku, Asíu og Aust- antjaldslöndunum og framboð á efai á Bandaríkjamarkaði í kjölfar- ið. Haustið 1999 var þriðji ofainn gangsettur hjá Járnblendifélaginu og er árið 2000 því fyrsta árið sem þar er rekin þriggja ofaa verk- smiðja. Þau tæknivandamál sem fór að bera á í upphafi reksturs em nú að mestu leyst. Undir lok síðasta árs fór svo að bera á vandamálum í rekstri rafskauta í bræðsluofaum félagsins en það mál hefar verið leyst farsællega. Skuldir félagsins, sem stafa af stækkun verksmiðjunn- ar og vegna byggingar á útsteyp- ingarbúnaði fyrir málminn ffá nýja ofninum, eru að meirihluta í bandaríkjadölum og hafa gengis- breytingar því haff neikvæð áhrif á rekstur og efaahag félagsins á fýrri hluta ársins. SÓK Eitt órækasta merki þess að haustið sé í nánd erþegar böm og unglingar fara að hópa sig saman, ekki ósvipað því er farfuglamir hóp- ast saman á haustin og búa sig undir langt flug til suðurs. Fréttamaður Skessuhoms rakst á þessa glaðlegu drengi í Olafsvík á dög- unum. Hvort gleðin var vegna minninga sumarsins eða tilhlökkunar vegna komandi skólaárs skal ósagt látið. Drengimir voru vel búnir með fótbolta, á hjólaskautum og hlaupahjóli og auðvitað með farsíma. Blaðamaður fékk að prófii hlaupahjólið en láðist að læra á bremsumar. Einn strákurinn sagði að ha?m hefði hlaupið á sig. Það gerist vonatidi ekki oft en getur komiðfyrir. Mynd: IH Hin árlega “busavígsla” fór fram íFjölbrautaskóla Vesturlands síðastliðinn fóstudag. Mikil umræða hefur fariðfram um ágæti þeirra og í upphafi þessarar amiar fór fratn kosning í skólanum um hvortfella ætti þær niður. Sií tillaga varfelld með miklum tneirihluta at- kvæða, en sú nýbreytni var þó í ár að nýnemum varfijálst að mæta ekki án þess að eiga á hættu að verða harðlega refsaðfyrir það síðar. Alltfórþó mjög velfram og ekki var amiað að sjá en að flestir nýnemamir hefðu séð sérfært að koma til þess að láta vígja sig inn í hmn nýja skóla. Mynd: SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.