Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 5
§ggSSUH©i£]i l FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 5 Pistlari er á stað þar sem er mjög heitt og allt virðist standa í ljósum logum daglangt. Ekki svo að skilja að skrifað sé að handan - og þó. Farið var í ío klukku- stundir með flugvél 1 svonefndan stór- baug, að því er sagt er til að stytta leiðina, og hér verður að klípa sig í handlegginn margoft á dag til að fullvissa sig um að maður sé lífs en ekki liðinn. Sólin skín nærri lóðrétt ofan á sköllóttan kollinn og kaldir drykkir eru þarfaþing til að þola vistina. Sem sagt, Paradís og Víti í hæfi- legri blöndu. Þegar menn af norðurhveli sækja suð- ur á bóginn og glasið á hitamælinum fer að fylla þriðja tuginn þá er heitt. Nokkr- ar gráður til eða frá skipta ekki máli hér þó þær geti gert muninn á mildum og svölum degi á íslandi, hér er bara heitt. Innfæddir ganga þó um fullklæddir og þótt svitinn bogi af hvítingjum, sem rétt halda ærunni með tilliti til klæðnaðar, þá vottar varla fyrir perlu á ennum inn- fæddra. Eilitlu neðar á andliti þeirra brosa tvö augu og skeifan aðeins neðar snýr rétt, þ.e. lokuð að neðan. Hér vinna þeir fyrir launum sem þyrfti að safna ó- skertum í 8 mánuði til að greiða fyrir ferð sem meðallaunamaður á íslandi borgar með þrem íjórðu af mánaðarlaunum sín- um. Hér er allt innifalið, matur, drykkur, sól, seglbretti, húðkeipar úr plasti, skemmtun á kvöldin og frítt á barinn. Ef laumað er að þernunni lítilræði þakkar hún fyrir sig með fallegri blómum prýddri styttu úr hnýttu handklæði. Pistlari kímdi með sjálfum sér um daginn þegar starfsmaður kom og fyllti á smábarinn, minnugur þess hvernig skammtað er úr hnefa á íslenskum hótel- herbergjum og sama hnefa að mæta ef ekki er borgað. Þriggja pela viskíflaskan var næstum tóm og hún tekin úr höld- unni og full sett í staðinn. Gjörðu svo vel, amigo! Kynding húsa er með þeim ósköpum gerð hér að hún verkar öfugt og nefnist víst air-conditioning. Svölu lofti er blás- ið í híbýli manna og sama á við um bif- reiðar enda varla líft á hvorugum staðn- um án þess arna. Daniel, leigubílstjóri, er ágætlega ak- andi á Mitsubishi kassabíl, ágætlega loftkældum og búnum svakalegum stuð- aragrindum að framan og aftan, að sögn til að hafa betur ef út af ber, en skijóð- arnir sem annars eru hér á götum og vegum eru eins lítt líklegir til að vera ökufærir og hugsast getur. Samt spana þeir um á þessu, dóminíkanar, og þykj- ast eiga heiminn enda akandi og flautan greinilega í góðu lagi. Skellinöðrur og mótorhjól, sem á sitja einn, tveir, þrír og jafnvel fjórir í einu eru algeng sjón en aldrei er hjálmur á höfði nokkurs, hvorki stjórnanda, né farþega. Akreinar eru þrjár til fimm á tvíbreiðum vegi. Helsta orsök slysa virðist samt vera sprungnir hjólbarðar enda vegir sums staðar illa farnir og hjólbarðarnir ekki betri. í einni ferðinni sáum við vörubíl sem hafði gefið upp öndina og eigandinn eða bílstjórinn hafði skilið hann eftir um stundarsakir. Við olíugeyminn sat lítill berrassaður drengur með brúsa og slöngu og var að stela dísilolíunni af tanknum. Hann hef- ur þá ekki soltið þann daginn og auk þess kann hann greinilega ágæt skil á notkun heverts. Raunaleg saga þessa lands, Dóminíska lýðveldisins, sem hefur ein- kennst af þrælahaldi fyrr á öldum og grimmdarlegum einræðisherrum nær tíma okkar, ber þess glöggt vitni að þótt mannréttindi hafi verið fótum troðin svo áratugum skiptir þá reisa góðir menn lönd sín við á ný og almúginn lagar sig að nýjum aðstæðum. Lars H. Andersen nmmhhi m Vefsíðugerð Gagnvirkni - virkir vefir Vistun léna Fyrirtækjaþjónusta Vefþósthús Vefverslanir Pjónustuaðili fyrir m.a. Vesturlandsvefinn, Skessuhomsvefinn og ýmis sveitarfélög íslensk upplýsingatækni Borgarbraut 49 - IS 310 Borgarnesi - Sími 430 2200 Fax 430 2201 - islensk@isiensk.is - www.islensk.is ’ Aðalfundur Vinstri hreyfingarínnar - græns framboðs á Vesturíandi Hr ■; ,'v I-O: f X 7: " ; af . : I ..: I « ' AT veróur haldinn að || H / " III - | | f | . f . Motel Venus, Hafnarskogi sunnudaginn 10. september kl. 14:00 Gestirfundarins verða Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins Svanhildur Kaaber, framkvæmdastjóri og Jón Bjarnason, alþingismaður Allir velkomnir t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐJÓNS MAGNÚSSONAR, frá Hrútsholti, Fyrir hönd bama okkar og fjölskyldna þeirra Erla Hulda Valdimarsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.