Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 jsi»unuu. Yfirlýsing firá kaupmönnum á Akranesi: Neikvæð umræða og órökstuddar alhæfingar Kaupmenn á Akranesi fá ekki lengur orða bundist vegna endur- tekinnar neikvæðrar umræðu um stöðu verslunar í bænum. Látið hefur verið að því liggja í fjölmiðl- um að með tilkomu Hvalfjarðar- ganganna hafi fótunum verið kippt undan rekstri margra versl- ana í bænum. Því til stuðnings er vísað til þess að verslanir hafi ým- ist hætt rekstri eða séu til sölu. I jafnstóru samfélagi og á Akra- nesi eru breytingar í verslun óhjá- kvæmilegar, rétt eins og í öðrum atvinnugreinum. Afkoma verslun- ar þarf ekki að vera slæm þótt hún sé auglýst til sölu. I mörgum tál- vikum er um einyrkja að ræða og því þarf ekki ekki annað en óvænta röskun á persónuhögum á borð vð búferlaflutninga, barneignir, veik- indi eða háan aldur til þess að krefjandi vinna á borð við verslun- arrekstur verði einstaklingi ofviða. Þessi lögmál eiga reyndar við um allan atvinnurekstur, þar sem einyrkjar eiga í hlut. Litlar fregnir hafa hins vegar verið af hræring- um í öðrum atvinnugreinum á Akranesi enda þær kannski ekki jafh sýnilegar og gluggar verslana, sem blasa við öllum við helstu umferðargötur bæjarins. Það er trú kaupmanna að með Hvalfjarð- argöngum muni verslun á Akra- nesi styrkjast frekar en hitt. Sam- keppnin verður enn augljósari en fyrr og þeir óttast ekki saman- burðinn. Löngu áður en Hval- fjarðargöng komu til sögunnar höfðu kaupmenn á Akranesi gert sér það ljóst að til þess að standast samkeppni við höfuðborgarsvæðið þarf vöruúrval, verð og þjónusta að vera sambærileg - helst betri. Með þessi atriði að leiðarljósi sem fýrr halda kaupmenn á Akra- nesi bjartsýnir til móts við nýja öld og nýja tíma. Þeir óska þess eins að þeir njóti sannmælis en frábiðja sér órökstuddar alhæfingar, hvort heldur er í fjölmiðlum eða á öðr- um vettvangi. F.h. kaupmanna á Akranesi, Aðalheiður Oddsdóttir. Frá leikritinu Lifðu sem sýnt var í Bjamarlaug síðastliðinn vetur Rommý næsta verkefini Skagaleikflokksins Stóru leikhúsin, ný jafnt sem gamalgróin, eru í óðaönn að kynna vetrardagskrána og hafa m. a. skap- ast heitar umræður um vinsæla leikara sem ákváðu að skipta um húsbændur. Félagsmenn Skagaleik- flokksins á Akranesi eru að því er best er vitað allir á sínum stað og undirbúa vetrarstarfið af krafti. Fyrsta verkefni vetrarins verður gamanverkið Rommý sem víða hef- ur verið sýnt við miklar vinsældir. Að sögn Hermanns Guðmunds- sonar sem mun leikstýra verkinu er hugmyndin að setja verkið upp á ó- hefðbtmdnum stað en ekki sé af- ráðið ennþá hvar það verður. “Við erum að leita að leikurum þessa dagana og notum tfmann til að svipast um efrir hentugum stað í leiðinni, “sagði Hermann. Rommý er fyrsta leikstjórnarverkefrii hans á Skaganum en áður hefur hann leik- stýrt verkum bæði fyrir börn og fullorðna. Aðalfundur leikflokksins verður haldinn næstkomandi mánudag kl. 20.00 á Barbró þar sem dagskrá haustsins verður kynnt. “Jafrifram því að setja upp Rommý ætlum við einnig að vera með einþáttunga í léttari kantinum sem ætlunin er að sýna vítt og breitt um bæinn. Stjórn leikfélags- ins vill hvetja alla sem vilja taka þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu starfi að mæta og kynna sér hvað við erum að gera,” sagði Hermann Guðmundsson. K.K. Landafundir og ýmislegt þeim tengt hefur verið mjög í fréttum að undanförnu. A fyrri hluta ald- arinnar eða á svokölluðum bann- árum voru „landa“ fundir einnig sívinsælt umræðuefni manna á meðal rétt eins og nú þó að vísu væri merkingin lítið eitt önnur á þeim tíma og „landafundanefndir ” þeirra tíma að líkindum óvin- sælli en nú er. Bóndi einn í Fljót- um norður ástundaði heimilisiðn- að að þeirra tíma sveitasið og seldi sér til búdrýginda. Birni Blöndal ,, landafundamanni “ bárust tíðindi af þessari verslun og gerði hann sér ferð norður en bónda barst njósn af för hans og kom framleiðslunni undan í tæka tíð. Þeir Stefán Stefánsson og Lúðvík Kemp sendu þá bónda eftirfarand vísur: Vítin ber að varast hér, vondar eru blikur. Blessun sérhver beristþér - bæði ger og sykur. Bakkus vandar vtða bú, við það standa bljótum, að besta landann bruggir þú, brautryðjandi í Fljótum. Margir gista bóndans bæ, boðnar vistir grönnum. Afsannri list þú sí og æ svalar þyrstum mönnum. Lagarefum segjum svei. Sagnir hefég frá þér; Drottinn gefi að þeir ei oftarþefi hjáþér. Leitar sjót á „ landa “ mót, lífsins njóta sanna. Aldrei þrjóti enfljóti um Fljót fi-amtak ótal manna. Sá er fyrstur hóf landabruggun í Skagafirði mun hafa heitið Eiríkur og um hann kvað Isleifur Gíslason: Sykurgrautinn sýður hann, sigur hlaut í landi, allar þrautir yfirvann Eiríkur brautryðjandi. Það voru ófáar þrautirnar sem frumherjar þessa iðnaðar áttu við að stríða og ekki síður leitarmenn- irnir enda betra að vera ekki mikið að fleipra með erindið að þarflausu. Magnús Finnsson orti kvæði sem hann nefndi „ Landaleitin “ og lýs- ir að nokkru hremmingum landa- leitarmanna: Hann Friðrik var æfur og ólmur sem Ijón. hann ætlaði lögum að þjóna. Hann kallaði á Jóhann sérfylgja umfirón ogfinna nú bruggunarþróna. Og eimreiðin blásandi öslaði afstað. Þeim ámaði farsældar stúka að kæmist þeir greiðlega kuklinu að og krepptist að gutlinu lúka En Galtarholtspóstur með glotti á vör hann gaf ekki vísbending neina. það byrjaði illa sú farsældarfór, þeirfundu ekki lyktina hreina. Að Grófinni komu og gengu þar inn, þeir gönuðu á leiðimar villtar, þá hrópaði hann Einar svo hraustur á kinn: „ Eg hefekki Islending piltar.” Að Gljúfurá þræddu og þrömmuðu greitt en þar var nú eftir að messa. Hann Kalli var allslaus og átti ekki neitt þær angruðu sálir að hressa. En loksins þeir fundu í leitinni samt þann leka sem ull átti að bleyta. Þeim virtistþað bruggið á bragðið svo ramt, þeir bölvuðu og hættu að leita. Hann Friðrik kom angraður ofan úr sveit, hann ætlaði að græða og þjóra. Það borgar sig ekki í brennivínsleit að bjóða út leiðangra stóra. Eins og sjá má voru landaleitar- menn ekki öfundsverðir af starfi sínu því margir voru ölhitumenn á þeim tíma og enn fleiri þorstlátir sem töldu sér hvorki skylt né bráð- nauðsynlegt að þegja yfir fréttum af ferðum þeirra og hugsuðu eitt- hvað líkt og Lúðvík Kemp. „Drottinn blessi bruggarana, bið ég hann af gömlum vana aðfrelsa þáfrá böli og bana, Blöndals nefi og stúku her. ” Bílstjóri einn í kaupstað úti á landi fékk skeytí um að hafa bifreið til taks við komu strandferðaskips- ins en þar sem hann hafði grun um erindið ók hann sem ákaflegast til bæjar í nágrenninu og síðan í of- boði til baka og náði í tæka tíð til að taka á móti Birni Blöndal og flytja hann til sama bæjar. Ekki hafði Bjöm mikið upp úr krafsinu en bílstjórinn fékk báðar ferðimar vel borgaðar, þó aðeins aðra úr rík- issjóði. Einar Jónsson bílstjóri á Eyrarbakka orti á bannárunum upptalningu á þekktustu drykkjar- fangaframleiðendum og skal hér gripið niður í romsuna: Margirfá ífjarlægð hrós, erforðast háa boða. Oft ég þrái upp í Kjós, ölið gráa skoða I Mosfellssveit á moðbásnum myndaðist heitur landi, hjá danska feita dólginum, úr drullugu geitahlandi Enn má kvarta, öls erþrot, egþví skarta í bili, líkamspai'ta legg áflot og lendi á Svartagili. Kaldadalinn kom ég á, keifaði smalagötu; inn ífalinn urðargjá einni stal úrfótu. Hugði ég skunda í Hafnimar á hörðum grundarleiri, gegnsær hundur gein við þar og galdra undur fleiri. Sögur gengu um að ölhitumaður suður í Höfnum hefði grafið bmggtæki sín vel djúpt og síðan skotíð gamlan hund og grafið hann ofaná en Blöndal hætt að leita þeg- ar kom að hundinum. Að endingu eru hinar „óhjá- kvæmilegu!!” leiðréttingar. Sam- kvæmt heimildum sem ég tel á- byggilegar mun vísan „Varla fljótt að velli hnígur“ vera efdr Stein- grím Eyfjörð lækni um nafn- greinda konu á Siglufirði. Var sú Húnvetningur að ætt og stjórnsöm í besta lagi og starfaði raunar sem kennari um tíma. Með þökkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 * Atthagafjötrar Frá því Gunnar á Hlíðarenda ó- hlýðnaðist útlegðardómi sökum þess hve hlíðin var fögur hefur það þótt dyggð á Isiandi að bindast heimahög- unum slíkri tryggð að engin öfl fái átthagaböndin rofið. Þetta sést best á því að jafnvel starfsfólk Byggðastofriunar, sem öðr- um freinur ber hag landsbyggðarinn- ar fyrir brjósti, neitar að flytjast um set. Það elskar svo mjög sína fögru hlíð, höfuðborgina, að það getur ekki hugsað sér að setjast að á meðal aum- ingjanna, skjólstæðinga sinna. Okkur á Heygarðshominu finnst að slfldr höfingjar eigi, ekki síður en Gunnar á Hlíðarenda, skilið sitt lofkvæði: Mabnquist vildi heldur bíða hel m horfinn vera Reykjavíkur strimdum. Grimmilegir haidur, byggðum sttuldri vél bundu góðan dreng i heljar bondttm, Mæta þó ég Mahmpiists sögu tel, nrikil vandi kappa var á höndum. Ham Ijiífa ást, er landsbyggð sttmdar trrgiv er Ijósumfógru prýdda höfuðborgin. Þar sem að áður Ingólfur nam völl og wtdir steyptti götu lakur skoppar í rtorði vaka emi hin öldnu jjöll ev ávæmtrin - drýldin landsbyggð - bvppar. A Satiðárkríki reistþeir hafa höll hnípin borg í vanda - framfór stoppar. En lágum hlífr bulinn ventdarkraftur, - til hófiiðborgar Malmquist sneri afttcr. Peng Aðaiffétt vikunnar að mati Hey- garðshyrninga var sú að hinn rómaði mannréttindabrotamaður Lí Peng nennti ekki í Alþingishúsið þar sem nokkrir stúdentar norpuðu fyrir utan í því skyni að agnúast eitthvað út í hryðjuverk hins lónverska gæðablóðs. Þess í stað sat karlinn að tedrykkju í blokkaríbúð í Breiðholti á meðan vaskir íslenskir stúdentar biðu utan við þinghúsið. Þar stúdentar stóðu í keng og stuudu en hvergi sást Peng þá var bami í te í Vesturberge Uns karlinn var kominn í spreng Dagbók lögreglunnar Þessi er dagsönn: Lögregluþjónnn stöðvaði mann á glansandi fínum Mersedes Benz fyrir sunnan Borgarfjarðarbrú um daginn og auk ökumanns sein er virðulegur eldri maður var konan hans í bilnum. Lögrcglumaðurinn: “Þú ókst að minnsta kosti á 120 km hraða og veist væntanlega að leyfilegur hámarks- hraði er aðeins 90 km á klst.” Maðurinn: “Nei þetta er ekki rétt hjá þér, ég var á tæplega 100.” Konan: “Láttu ekld svona elskan rnín, þú varst á 140, ég sá það.” Lögregluinaðurinn: “Eg þarf einnig að setja á sektarmiðann að annað bremsuljósið er brotið.” Maðurinn: “Brotið bremusljós? Ég vissi það bara ekki!” Konan: “Æ, elskan mín, þú veist að það er búið að vera brotið í nokkr- ar vikur.” Lögregluinaðurinn: “Ég þarf einnig að setja á sektarmiðann að þú hafir ekki verið með öryggisbelti.” Maðurinn: “Heyrðu, láttu nú ekki svona, ég losaði mig úr beltinu þegar þú stoppaðir mig.” Konan: “Elsku kallinn minn, ekki segja svona, þú notar aldrei öryggis- beltið.” Maðurinn er nú greinilega orðinn eitthvað pirraður yfir konunni, hann snýr sér að henni og öskrar á hana: Reyndu nú að þegja einu sinni!” Lögreglumanninum var farinn að finnast þetta nokkuð skemmtilegt svo hann snéri sér að konunni og spurði hana: “Frú, talar maðurinn þinn ailtaf svona við þig?” Konan: “Nei, bara þegar hann er fullur!”

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.