Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 07.09.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 Snæfellsbær Mikil framför í garðrækt Snæfellingar hafa nýtt vel gott garða. Snyrtimennska er nú orðin sumar, bæirnir hafa tekið stakka- almennari og aðeins eru örfáir sem skiptum bæði hvað varðar viðhald skera sig úr hvað þetta varðar. húsa og umhirðu og uppbygginu Undanfarin ár hafa garðeigendur í Olafsvík unnið stórvirki í uppbygg- ingu garða. Að rækta garð er ekki áhlaupsverk það er framtíðarverkefni sem skilar garðeig- andanum notalegu umhverfi á nokkrum árum. Sú mikla plöntun sem átt hefur sér stað í Olafsvík mun á næstu árum setja mikin svip á bæinn og verða íbúum og gestum þeirra til Úr fögrum garði í Ólafsvík. gleði og yndisauka. Snæfellsbær hefur ekki látið sitt eftir liggja í þessari grænu byltingu. Bærinn gerðist aðili að Félagi skógarbænda á Vesturlandi og fyrirhugað er að planta trjám í nokkra hektara lands í Snæfellsbæ á næstu árum. Aðal skógræktarsvæðin verða í hlíðunum ofan Ólafsvíkur og ofan Sveinsstaða fyrir utan Enni. I sumar var plantað um 1000 öspum og um 700 öðrum plöntum, aðalega sitgagreni, víðs- vegar í bæjarlandinu. En þessu á- taki er ekki lokið í ár því í haust á- forma félagasamtök í Ólafsvík að planta um 1000 plöntum í nágrenni bæjarins. Flafsteinn Flafliðason garðyrkjustjóri Snæfellsbæjar er á- kaflega ánægður með hversu vel hefur til tekist og segir áhuga á garðrækt greinilega vaxandi. Þá vildi hann vekja athygli á því að starfandi er deild Snæfellinga og Dalamanna innan Garðyrkjufélags Islands og að á vegum deildarinn- ar væri fyrirhuguð ýmis ráðgjöf og námskeið. Þeir sem vildu kynna sér þetta nánar er bent á að hafa samband við Hafstein. IH Þeir sem unnu að uppsetnmgu sýningarinnar. Frá vinstri: Vignir Jáhannsson, Þorvaldur Bragason og Svavar Berg Pálsson. Kortasyning í Kirkjuhvoli Föstudaginn 1. september var opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi, sýning á fornkortum og gömlum ljósmyndum í eigu Land- mælinga Islands. Um er að ræða 50 kort ffá árunum 1547-1901 og ljós- myndir sem danskir landmælinga- menn tóku hér á landi á ferðum sínum á tímabilinu 1900-1910. Myndirnar voru teknar víða um landið og eru merkar heimildir um mannlíf og aðstæður til sjávar og sveita á þeim tíma. Jafnframt eru á sýningunni nokkur myndverk effir Vigni Jóhannsson myndlistarmann, byggð á loftmyndum. Sýningin er haldin í tengslum við menningarárið á Akranesi, í tilefni af því að á þessu ári eru hundrað ár liðin frá þeim tímamótum sem mörkuðu upphafið að starfsemi Landmælinga Islands. Um þessar mundir er í byggingu nýtt safnahús við Byggðasafnið að Görðum á Akranesi sem mun hýsa þrjú sér- söfh, þar á meðal vérður safh muna og gagna úr starfsemi stofhunar- innar. Stór hluti þess efhis sem er á sýningunni „Vörðuð leið“ mun verða hluti af hinu nýja safni. Sýn- ingin stendur yfir á tímabilinu 1. - 17. september og er opin frá kl. 15- 18, alla daga nema mánudaga. IA - Keflavík Akranesvöllur Landssímadeild sunnudaginn 10. september kl. 1 Síðasti heimaleikur sun Frá vinstri: Jóhannes Dagsson og Ólafitr Sveinsson. Síðasdiðinn laugardag var opnuð myndlistarsýning í Listasafni Borgar- ness sem beryfirskríftina Innanstokksmyndir. Þar sýna þeir Ólafur Sveins- son og Jóhannes Dagsson akríl og ólíumyndir sem fjalla um manngert um- hverfi sem tíminn og minnið hafa leildð um áður en skrásetning á sér stað. Með þessari nýju framsetningu koma þau öfl sem á fyrirmyndina hafa yetkað fram og verða jafh áþreifanleg og hlutirnir sjálfir. Embla Guðmundsdóttir formaður Umf Reykdœla og Ingibjörg Haraldsdóttir skáldkona. Mynd: GE Ljóðaverðlaun og menningarverðlaun Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menn- ingarverðlaun voru veitt í þriðja sinn síðastliðið föstudagskvöld í Logalandi í Reykholtsdal. Það er minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðar- dóttur konu hans sem veitir þessi verðlaun á þriggja ára fresti. Að þessu sinni komu ljóðaverðlaunin í hlut Ingibjargar Haraldsdóttur skáldkonu. Borgfirsku menningar- verðlaunin skiptust á milli leik- deildar Umf Reykdæla og Leik- deildar Umf Dagrenningar fyrir framlag til leiklistar í héraðinu. Verðlaunahafar fengu hver um sig myndarlega fjárupphæð. Að minn- ingarsjóðnum standa erfingjar hjónanna frá Kirkjubóli, Rithöf- undasamband Islands, Ungmenna- samband Borgarfjarðar, Samband borfirskra kvenna og Búnaðarsam- band Borgarfjarðar. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.