Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
aoessunub.
Flutningafyrirtækið Ragnar og
Asgeir hélt uppá 30 ára afmæli sitt
um síðustu helgi. Hundruðir Snæ-
fellinga mættu á laugardagskvöld í
afmælisfagnað fyrirtækisins sem
haldinn var í aðalstöðvum þess í
Grundarfirði. Þar voru einnig
mættir fulltrúar frá Brimborg og
Ullefoss í Noregi ásamt fjölmörg-
um öðrum viðskipta- og samstarfs-
fyrirtækjum. Formaður og fram-
kvæmdastjóri Landvara-landssam-
bands vöruflytjenda voru meðal
þeirra sem ávörpuðu samkomuna
og færðu fyrirtækinu gjafir. Þá til-
kynntu þeir þá ákvörðun stjórnar
félagsins að gera Ragnar Haralds-
son að heiðursfélaga.
Áberandi fyrirtæki
Vestlendingar hafa sjálfsagt flest-
ir tekið eftír stórum flutningabílum
merktum “Ragnar og Ásgeir” á veg-
um á Vesturlandi. Fyrirtækið er
orðið það stærsta sinnar tegundar
sem er í einkaeigu hér á landi.
Blaðamanni Skessuhorns lék for-
vitoi á að vita eitthvað um uppruna
og sögu fyrirtækisins.
“Eg kom hingað tíl Grundar-
fjarðar upphaflega til að stunda
rækjuveiðar og gerast sægreifi á
þeirra tíma mælikvarða,” segir
Ragnar. “Við vorum tveir félagar
sem komum hingað með bát til að
veiða rækju fyrir Soffanías Cecils-
son. Eftir að hafa stundað sjó um
nokkurt skeið kom upp sú staða að
aðili sem hafði rekið hér flutoinga-
fyrirtæki vildi selja og bauð mér fyr-
irtækið. Eg var ekki ókunnugur
svona starfsemi því ég og bræður
mínir, kenndir við Markholt í Mos-
fellssveit, höfðum verið í verktaka-
bransanum með útgerð bíla og
þungavinnuvéla. Ég skoðaði nátt-
úrulega málið og ræddi við nokkra
þá aðila sem þurftu á flutoingi að
halda. Þeir hvöttu mig til þess að
kaupa og voru ákaflega jákvæðir
fyrir mínum hugmyndum. Sérstak-
lega hvatti mig Þórarinn Sigurðs-
son þáverandi framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Grundarfjarðar.”
Stokkið af stað
“En þegar til áttí að taka hætti
seljandinn við að selja. Eg var þá
orðinn svo ákveðinn í þessu að ekki
varð við snúið. Eg keypti fyrsta
bílinn 1970 sem var Bedford, að
mig minnir 63 árgerð, 6 tonna og
þótti mikið tæki. Þetta varð svolítil
togstreita til að byrja með því allt í
einu voru orðnir tveir flutoingaað-
ilar. A þessum tíma var mikill upp-
gangur í þessu byggðarlagi og þetta
vatt upp á sig svona smátt og smátt.
Vegna uppbyggingar var yfirleitt
nóg að flytja vestur en sjaldan mik-
ill flutningur suður. Það varð hins-
vegar veruleg breyting í þessum
rekstri þegar farið var að flytja
Flott í afinœlisfagnaði, Þórey, Asgeir, Ragnar og Rósa.
Myndir: Guðjón Elísson
30 ár í flutningum
“Kom til að veiða rækju”
Hluti gesta í myndarlegri veislu þeirra Ragnars og Asgeirs.
fiskafurðir landleiðina suður. Á
þeim tíma sem Ami Emilsson var
framkvæmdastjóri Sæfangs fann
hann það út að það væri mun hag-
væmara að flytja afurðirnar land-
leiðina en með skipum. Þá var orð-
in þörf fyrir annan bíl og gerðum
við út 2 bíla í nokkurn tíma.”
Strákurinn
“Ásgeir sonur minn hafði verið
með mér í þessu frá því hann var
krakki. 1983 byrjaði hann svo að
keyra og hefur verið við þetta síðan.
Það var mikið að gera og hann byrj-
aði að keyra þó hann væri ekki kom-
in með full réttindi. Þetta var á þeim
tíma látið átölulaust enda vantaði að-
eins nokkra mánuði í að strákurinn
yrði tvítugur. A miðnætti á aðfar-
arnótt tvítugsafmælisins var hann
staddur á Kerlingarskarði. Hann
hentist út úr bílnum og hrópaði “nú
er það komið”, settist svo inn og hélt
áfram.”
Umsvifin í dag
Þegar Ragnar er spurður um starf-
semina í dag þarf hann að hugsa sig
um. “Asgeir segir að við séum með
14 bíla, það hlýtur að vera rétt, hann
hefur talið þá. Auk þess erum við
með 7 frystivagna, 6 gámagrindur og
4 lyftara. Við erum með þessa að-
stöðu héma í Grundarfirði og svo O-
lafsvíkurdeildina sem við keyptum í
febrúar í fyrra og rekum samhliða.
Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 21
og em þar af 3 starfandi við flutn-
ingamiðstöðina í Olafsvík. Nánast
alla daga em öll tæki fyrirtækisins á
ferðinni. Þá em útskipanir í skip í
Reykjavík en auk þess flytjum við fisk
út um allt. Við höfum nú seinni árin
sérhæft okkur í fiskflutningum. Við
keyrum fisk til og frá flestum höfn-
um hér norðan og vestanlands. Við
reynum að verða við öllum beiðnum
um flutning enda er kjörorð fyrir-
tækisins: “Ef trúin flytur fjöll flytjum
við allt annað”.
Ný kynslóð
Lengst af sá Rósa Sveinsdóttir,
kona Ragnars, um skrifstofurekstur-
inn en böm þeirra era nú að mestu
tekin við rekstrinum. Jóna Björk
Ragnarsdóttir er skrifstofustjóri og
Asgeir Ragnarsson er framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins. Ragnar hlær þeg-
ar hann er spurður hvort hann sé þá
stjómarformaður. “Það heitir það víst
á finu máli og hvað sem við viljum nú
kalla það, þá era stjómarfundimir
haldnir við eldhúsborðið heima.”
Aldamótabíllinn
Niðri á verkstæðinu er verið að
þrífa splunkunýjan bíl. Volvo-verk-
smiðjumar sérsmíðuðu 200 bíla í til-
efini aldamótanna. Þeir hjá Volvo
vora ákveðnir í því að koma einum
þeirra í hendur þeirra feðga enda era
þeir stórir viðskiptavinir fyrirtækis-
ins. Það þurfti hinsvegar nokkra við-
höfn með þennan eina bíl sem átti að
fara til Islands. Asgeir Ragnarsson
fór því til Gautaborgar til að veita
bílnum viðtöku.
IH
Skessuhorn óskar Ragnari og hans
fólki til hamingju með afmælið
'vT'.v