Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
9
Nemendum fjölgar í fjamámi í Grundarfirði
í lok ágúst sl. hófst annað skóla-
ár í tilraunaverkefni um fjarnám á
framhaldsskólastigi í Grundarfirði.
Á skólaárinu 1999-2000 stunduðu 6-
7 nemendur fullt nám. Nú í haust
eru 11 nemendur í fullu námi, af
þeim luku sex nemendur grunn-
skólaprófi í vor, tveir voru í fjarnám-
inu á síðasta skólaári og aðrir hafa
stundað nám í öðrum framhalds-
skólum. Þar sem um er að ræða
einstaklingsbundið nám getur hver
og einn valið áfanga eftir áhugasviði
og stöðu í námi. Nemendumir 11
em skráðir í 23 mismunandi námsá-
fanga. I Gmndarfirði hefur verið
sett upp aðstaða fyrir nemendur í
tengslum við húsnæði grunnskólans,
þar sem hver nemandi hefur sína
tölvu og aðgang að netinu. Allir
nemendur í fullu námi eiga að mæta
“í skólann” á hverjum morgni.
Öll kennsla á Netinu
Oll kennsla fer fram á Netinu og
er stjómað af Verkmenntaskólanum
á Akureyri, kennarar VMA senda
nemendum leiðbeiningar og verk-
efni vikulega sem nemendur vinna
og senda kennurum til yfirferðar.
Kennarar senda síðan nemendum
umsagnir um verkefnin innan sólar-
hrings. Námsefnið er hið sama og í
hliðstæðum áföngum við aðra fram-
haldsskóla. I fjarnámsstofunni í
Gmndarfirði er umsjónarmaður
sem aðstoðar nemendur við námið.
Með því að mæta í fjarnámsver á
hverjum degi er dregið úr einangmn
nemenda sem hefur einna helst
reynst ungum fjamámsnemendum
erfið.
Tilraunaverkefini
Hvergi annars staðar á landinu fer
öll kennsla ffarn með þessum hætti.
Minni framhaldsskólar hafa nýtt
fjarkennslu VMA til að kenna ein-
staka áfanga og einstakir nemendur í
ffamhaldsskólum víða um land hafa
stundað nám í einum og einum á-
fanga hjá VMA þegar það hefur
hentað þeirra námsvali. Sveitarfé-
lagið þiggur þjónusm frá fjarkennslu
VMA og sníður utan um það ramma
í Grundarfirði. Sigríður Finsen
umsjónarmaður fjarnámsins segir
um verkefnið: “Hugmynd sveitar-
stjórnar um að nýta nýjusm tækni til
að koma upp framhaldsnámi í
Grandarfirði var vel tekið í mennta-
málaráðuneytinu. Bjöm Bjamason
menntamálaráðherra tók fljótlega á-
kvörðtm um hrinda verkefninu af
stað. Menntamálaráðuneytið,
sveitarstjórnin í Grandarfirði, Verk-
menntaskólinn á Akureyri og Fjöl-
brautaskóli Vesturlands gerðu með
sér samning um tilraunaverkefhið.
I samkomulaginu er m.a. kveðið á
um að nemendur séu skráðir í hefð-
bundið fjamám hjá VMA og fái
námsaðstöðu í heimabyggð og njóti
þar stuðnings umsjónarmanns.”
Reynslan
Eftir fýrsta skólaár tilraunaverk-
efnisins má segja að fullt nám í fjar-
námi VMA með viðbótarstuðningi í
heimabyggð sé raunhæfur möguleiki
fyrir unglinga í eitt eða fleiri skólaár.
Um þessar mundir er verið að ganga
ffá samkomulagi um ffamlengingu
fýrri samnings fýrir skólaárið 2000-
2001. Sveitarsjóður hefur haft
nokkum kosmað af fjarnáminu, en
sveitarstjórn lítur svo á að þeim fjár-
munum sé vel varið. I haust var við-
verutími nemenda og umsjónar-
manns lengdur. Verkmenntaskóhnn
á Akureyri og kennarar í fjamámi
era sífellt að þróa nýjar leiðir í
kennsluháttum og laga námsefni sitt
að tölvutækninni.
Framhaldsnám
þýddi brottför
Áður en fjamámið kom til sög-
Sálfræðingar heim-
sóttu vinnustaði
Símenntunarmiðstöð Vestur-
lands stóð fýrir kynningu á sál-
fræðinámskeiðum fýrir vinnustaði í
tengslum við viku símenntunar sem
stóð yfir 4.-10. september.
Nokkram vinnustöðum var boðið
upp á stutt erindi sálfræðinga um
samskipti á vinnustað eða önnur á-
hugaverð efni sem tengjast vinnu-
sálffæði. Starfandi sálfræðingar á
Vesturlandi, þau Ásþór Ragnars-
son, Birgir Þór Guðmundsson,
Harpa Þórðardóttir, Inga Stefáns-
dóttir og Klara Bragadóttir sáu um
kynninguna. Tilgangur námskeið-
anna var sá að vekja athygli for-
ráðamanna fýrirtækja og starfsfólks
á möguleikum sem felast í því að
sinna sálrænum þáttum vinnunnar;
samskiptum, líðan, skipulagi,
stuðningi við starfsfólk vegna erfið-
leika og svo framvegis. Auk þess var
meiningin að vekja athygli fjöl-
miðla á þeim möguleikum sem fýr-
irtækjum og stofnunum bjóðast á
Vesturlandi í dag. SOK
unnar síðastliðið haust höfðu nem-
endur ekki val um að vera lengur
heima hjá foreldram sfnum. Þeir
sem fóra í ffamhaldsnám fóra til
Reykjavíkur, Akraness, Akureyrar
eða jafnvel enn lengra, með tilheyr-
andi kostnaði fýrir fjölskyldurnar.
“Einnig þekkjum við mörg dæmi
þess að fjölskyldumar hafi flutt úr
byggðarlaginu um leið og bömin.
Þessu fýlgir mikil röskun fýrir fjöl-
skyldumar og það fýlgir því mikil á-
byrgð að senda unglingana að heim-
an 16 ára gamla. Unglingar missa
aðhald foreldra og tengsl við fjöl-
skyldu og ungt fólk getur átt erfitt
með að fóta sig í nýju umhverfi þar
sem margt glepur,” sagði Sigríður
Finsen að lokum.
Styrkur Rannís
Sveitarstjómin í Grandarfirði
sótti um styrk til Rannsóknarráðs Is-
lands á sviði upplýsingatækni og
fékk úthlutað samtals 4 milljónum til
tveggja ára í flokki fjarvinnu í þágu
byggðastefnu. Styrkveiting Rannís
var viðurkenning á því að verið væri
að þróa nýjar leiðir til hagsbóta fýrir
byggðir landsins. IH
Vegalagning að malamámu stöðvuð
Atti að fara yfir friðaða mýri
Framkvæmdir við veg að malar-
námu í Mávahlíð í Lundarreykja-
dal vora stöðvaðar fýrir skömmu.
Efni úr námunni verður notað í
nýjan veg sem verið er að leggja frá
Hvanneyri að Götuási og á að ljúka
næsta haust. Gert var ráð fýrir að
leggja nýjan veg úr námunni stystu
leið að Götuási. Eigandi Mávahlíð-
ar, Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins, krafðist þess að hætt yrði við
að leggja umræddan veg úr
námunni. “Þessi vegur átti að
Hggja yfir mýri sem hefur verið
rannsökuð í 26 ár,” segir Sigvaldi
Jónsson bústjóri á Tilraunabúinu á
Hesti sem nýtir Mávahlíðarland.
“Það var ekki rætt við landeigend-
ur áður en ráðist var í þessar ffam-
kvæmdir og þegar samningurinn
var gerður um malartekju í Máva-
hlíð þá var sýnd önnur leið.”
Mýrin gleymdist
“Það hefur orðið einhver mis-
skilningur þarna,” segir Birgir
Malamám t landi Mávahlíðar í Lnndarreykjadal.
Mynd: GE
Guðmundsson umdæmisstjóri
Vegagerðarinnar á Vesturlandi.
“Það var gert ráð fýrir vegi í
námima á þessum stað í útboðs-
gögnum enda vissum við ekki af
þessari mýri. Það var lýsing á veg-
inum í umhverfismatinu og hvorki
hreppsnefnd né náttúraverndarráð
gerðu athugasemd við hann þá.
Eftir því sem ég best veit var land-
eigendum einnig kynnt hvemig að
þessu skildi staðið en svo virðist
sem enginn hafi munað eftir þess-
ari mýri.”
Birgir segir að að höfðu samráði
við Náttúrvemdarráð hafi verið á-
kveðið að breyta aðkomunni að
námunni þannig að vegurinn færi
ekld yfir mýrina. Áður en ffarn-
kvæmdir vora stöðvaðar var búið
að ýta fýrir nýjum vegi að mýrinni
og verður það lagfært.
GE
Byggingamenn
Vegna aukinna verkefna óskar Trésmiðjan
AKUR að ráða menn í framtíðarstörf strax.
TRESMIÐIR Óskum eftir trésmiðum í vinnu við
húsbyggingar og á verkstæði.
VERKAMENN Óskum eftir verkamönnum í
alla almenna byggingavinnu o.fl.
Umsóknum skat skila á eyðublöð sem fást á skrifstofunni.
Upplýsingar gefur Svavar Haraldsson
ísíma 431 2666 eða 898 1266
Trésmiðjan AKUR ehf.
Smiðjuvöllum 9 • 300 Akranes • Sími: 431 2666 • Fax: 431 2750
Netfang: akur@akur.is • Veffang: www.akur.is
Trésmiðjan AKUR ehf. vur stojhað 1959 og hefurfrá stofnun verið leiðandifyrirtæki
áAkranesi í byggingastarfsemi. I dag vinna um 35 manns hjá fyrirtœkinu við
fjölbreytta framleiðslu, trésmíðafijónustu og húsbyggingar.
Starfsemifyrirtækisins að Smiðjuvöllum 9 er í rúmlega 3.000 m2 húsnæði fiar sem
aðstaðan e r eins og best verður á kosin.
Auk verktakastarfsemi rekur Akur byggingavöruverslun að Smiðjuvöllum 9.
Við bjóðum nýja starfsmenn velkomna í samhentan hóp góðra manna og kvenna.
AKRANESVEITA
Andakílsárvirkjun
- ATVINNA -
Staða vélgæslumanns er laus til umsóknar
Starfssvið:
Vélgæsla
Vélaviðgerðir, jámsmíðavinna s.s. suðuvinna
Önnur tilfallandi verkefni við viðhald og rekstur
virkjunarinnar
Hæfniskröfur:
Reynsla við vélaviðgerðir
Æskileg er menntun á jámiðnaðarsviði, t.d.
vélvirki
Góðir samstarfshæfileikar
Upplýsingar gefur Guðbjöm Tryggvason
í síma 437 0150 eða 861 3123
Umsóknir skulu hafa borist á skrifstofu Akranesveitu
fyrir 21. september nk.
Veitustjóri