Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 ^ssunu^ Búnaðarbankinn á Akranesi Sérfræðiþjónusta á sviði verðbréfa Kjartan Kjartansson, rekstrar- fræðingur frá Samvinnuháskólan- um á Bifröst, heíur verið ráðinn sem sérfræðingur á sviði verðbréfa við útibú Búnaðarbankans á Akra- nesi. Kjartan hefur verið deildar- stjóri í bankanum frá árinu 1993 og auk þess að starfa sem sérfræð- ingur á sviði verðbréfa kemur hann til með að sinna málefnum íyrirtækja. Helstu þjónustuþættir sem boð- ið er upp á eru ráðgjöf á sviði verð- bréfaviðskipta, eignastýring, fjár- varsla, lífeyrisspamaður og fjár- festingar í fjölmörgum sjóðum Búnaðarbankans verðbréfa, bæði innlendum og erlendum, auk miðlunar innlendra og erlendra hlutabréfa. Sérstök áhersla verður lögð á eignastýringu sem hentar þeim sem vilja ná hámarksávöxtun fjár- muna sinna og spara bæði tíma og fyrirhöfn með því að láta sérfræð- inga á fjármálamarkaði sjá um daglega stjómun eigna sinna og breyta henni í samræmi við þróun fjármálamarkaða á hverjum tíma. Kjartan Kjartansson Fyrir þá sem vilja sjálfir taka þátt í fjárfestingunum býður bank- inn svokallaða fjárvörslu. Þá taka viðskiptavinirnir sjálfir ákvarðanir við kaup og sölu verðbréfa en Búnaðarbankinn sér um fram- kvæmd og heldur utan um við- skiptin. I tilefni þessara tímamóta verða sérstakir verðbréfadagar í útibúi Búnaðarbankans á Akranesi fimmtudaginn 14. september og föstudaginn 15. september. Beggi á Tóftum í Olafrvíkurhöfn. f Mynd: IH Nýr bátur til Olafsvíkur Bervík ehf keypti nú á dögun- um vélbátinn Begga á Tóftum frá Höfn í Hornafirði. Beggi á Tóftum var smíðaður í Noregi 1964 og er um 200 lestir. Bátur- inn er búinn til veiða á dragnót, botnvörpu og net. Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins vonast til að bátur- inn fari á veiðar með dragnót á næstu dögum. Skipstjóri á bátn- um verður Margeir Jóhannesson. Fyrir á fyrirtækið vélbátinn Bervík SH 343. IH Bifreið fauk í Staðarsveit Skömmu fyrir hádegi föstudaginn 8 september s.l. fékk lögregla í Olafs- vík tilkynningu um að bifreið hefði oltið við Olafsvíkurveg milli bæjanna Bláfeldarog Böðvarsholts. Talsvert hvassviðri var á slysstað. Bíllinsem er af gerðinn Volkswagen Transport hafði fengi á sig vindkviðu og fokið útaf veginum, oltið eina veltu og stöðvast á hægri hlið ofan í skurði. Öku- maður var lítt meiddur og ekki talin þörf á lækni á slysstað. Hann var fluttur á heilsugæsluna í Ólafsvík þar sem gert vað að sárum hans. Bif- reiðin er mikið skemmd. HVAÐ ER TITT? Lumar þú á frétt? Hafbu þá samband vib þinn fréttamann Akranes og nágrenni: Sigrún Ósk s: 862 1 310 Snæfellsnes: Ingi Hans s: 895 6811 Borgarfjörður og Dalir: Gísli s: 892 4098 Alltaf, allsstaöar Uppgripsverslun í Borgames Á morgun verður í Borgamesi formlega opnuð tuttugasta Upp- gripsverslun Olís á landinu. Stöðin í Borgamesi hefur farið fram úr björtustu vonum stjómenda Olís og salan þar hefur verið mun meiri en þeir gerðu sér grein fyrir í upp- hafi. Þess vegna var ákveðið að opna Uppgripsverslun í viðbót við ÓB. I stöðinni verður mikið um að vera í tilefni opnunarinnar og mörg tilboð verða í gangi. Meðal annars er fimm krónu afsláttur af bensíni og gasolíu í ÓB. SÓK Ljósleiðari að Hvanneyri I haust verður lagður ljósleið- arastrengur á vegum Landssím- ans frá Borgamesi að Hvann- eyri. Að sögn Arelíusar Emils- sonar hjá Landssímanum í Borg- arnesi er tilgangurinn sá að styrkja dreifikerfið í uppsveitum Borgarfjarðar en einnig að mæta aukinni þörf stofnana á Hvann- eyri fyrir flumingsgetu símalína. “Við eram með lélegan streng að Hvanneyri en góðar tenging- ar þaðan í símstöðvarnar í sveit- unum,” segir Arelíus. Ljósleiðarinn verður lagður í röri með Borgarfjarðarbrúnni að Seleyri en þaðan verður hann plægður niður stystu leið að Hvanneyri. GE Nýr staðarhaldari á Gufuskálum Guðrún Halla Elísdóttir á Hell- issandi hefur verið ráðin í starf staðarhaldara á Gufuskálum. Guðrún hefur starfað með Björg- unarsveitinni Björg á Hellissandi og hefur verið annar af tveimur umsjónarmönnum með unglinga- starfi sveitarinnar. Guðrún starf- aði á Gufuskálum í sumar við Uti- vistarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Guðrún mun ann- ast rekstur staðarins, gestamót- töku, eldamennsku og þrif. Framkvæmdastjórn verður í hönd- um Þorsteins Þorkelssonar for- stöðumanns björgunarsviðs. Þor- steinn sem staddur var á Gufuskál- um á dögunum sagði að talsverð notkun hefði verið á búðunum í vetur og í sumar og mörg nám- skeið væru fyrirhuguð í haust. Þorsteinn sagði að áherslur um rekstur búðanna væra nokkuð að skýrast og framundan væri undir- búningur að uppbyggingu rústa- björgunaraðstöðu. IH Þorsteinn Þorkelsson og Guðrún Halla staöarhaldari. Mynd: IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.