Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi:
Akranesi:
Borgarbraut 49
Kirkjubraut 3
Sími: (Borgarnes og Akrones) 430 2200
Fax: (Borgornes) 430 2201
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-17 ALLA VIRKA DAGA
islensk@islensk.is
ritstjori@skessuhorn.is
internet@islensk.is
sigrun@skessuhorn.is
ingihons@skessuhorn.is
ougl@skessuhorn.is
bokhold@skessuhorn.is
Útgefondi: Islensk upplýsingotækni 430 2200
Fromkv.stjóri: Mognús Mognússon 894 8998
Ritstjóri og óbm: Gisli Einorsson 892 4098
Internelþjónusto: Bjarki Mór Korlsson 899 2298
Bloðomenn: Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310
Ingi Hons Jónss., Snæfellsn. 895 681 1
Auglýsingor: Hjörtur Hjortorson 864 3228
Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222
Prófarkolestur: Ásthildur Mognúsdóttir og fleiri
Umbrot: Tölvert
Prentun: ísofoldorprentsmiðjo hf
Skessuhom kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr.
430 2200
Leikritíð
Vitíaust
númer
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Hann: Varst þú að hringja í mig.
Eg: Ha. (geispi), nei, það held ég ekki.
Hann: Jú, þú hlýtur að hafa verið að hringja í mig.
Eg: Ha, (annar geispi) nei andskotinn (ræsking) allavega hringdi
síminn hjá mér svo að þú hlýtur að hafa hringt í mig!
Hann: Nei, ég meina áðan.
Eg: (fýlulega) Það veit ég ekkert um. Eg veit ekkert hvert ég
hringdi áðan (með vaxandi gremju). Eg veit ekki einu sinni
hver þú ert. Hvernig í ósköpunum á ég þá að vita hvort ég hef
hringt í þig, hvorki fýrr né síðar?
Hann: Er þetta ekki 892 4098?
Eg: Jú, (snúðugt) annars ættir þú að vita best um það. Það varst
þú sem hringdir í þetta númer.
Hann: (þrjóskulega) Þá hlýtur þú að hafa hringt í mig.
Eg: (afar önugur) Því segirðu það?
Hann: (sigri hrósandi) Eg sá númerið þitt á númerabirtinum hjá
mér.
Eg: (kveiki á perunni - enn þurrkuntulegur) Jú, það getur svo
sem vel verið að ég hafi hringt í vitlaust númer einhverntíma
í gær.
Hann: (móðgaður) Meinarðu að ég sé með vitlaust númer?
Ég: (snarillur) Ég veit ekkert um það. Ég veit bara að þetta er
afskaplega vitlaust samtal um hánótt.
Hann: Hvað meinarðu?
Ég: (á suðupunkti) Veistu hvað klukkan er?
Hann: (brugðið) Ha? Nei.
Ég: (alveg brjálaður) Ekki ég heldur, enda kemur það málinu
ekkert við, farðu til andskotans og vertu blessaður!
Endir
Eftinnáli:
Ég komst aldrei að því hver maðurinn var. Mig rennir hinsvegar í
grun um að það hafi verið konan hans sem ítrekað sendi mér SMS
skilaboð á tímabili. Fyrst um það að hana hlakkaði til að fara með mér
í útileguna, síðan að ég ætti að muna eftir föðurlandinu og flíspeys-
unni. Þá til að minna mig á grillkolin og klofstígvélin og lokst til að
láta mig vita að henni seinkaði um hálftíma. Hún er hinsvegar ekki
komin enn.
Þetta var leikgerð á smásögunni “Símtal”, sem byggð er á sannsögu-
legum atburðum úr mínu næturlífi.
Bókmenntafræðileg túlkun á verkinu er sú að þótt opinbert markmið
með tæknilegum framförum á sviði fjarskipta (SMS skilaboð, núm-
erabirtar, Imeilar o.s.fv.) sé sú að auðvelda og bæta samskipti fólks þá
er það hrein tímasóun. Þær verða ekki til annars en að stuðla að því
að flestir sem maður hefur samskipti við er fólk sem maður ætlaði sér
alls ekki að tala við.
Gísli Einarsson, stmsvari
Haraldur Böðvarsson hf
60 milljóna króna
hagnaður fyrri
hluta ársins
í tilkynningu frá Haraldi Böðv-
arssyni hf kemur fram að hagn-
aður af reglulegri starfsemi
fyrstu sex mánuði ársins 2000
varð 60 milljónir kr. A fyrri hluta
ársins 1999 varð hagnaður af
reglulegri starfsemi 68 milljónir
kr. Hagnaður fyrir afskrifrir varð
506 milljónir kr. eða 21,2% af
tekjum en á sama tímabili í fyrra
varð hagnaður fyrir afskriftír 330
milljónir kr. eða 16,2% af tekj-
um. Hagnaður fyrir afskrifrir
jókst því um 53% á milU tíma-
bila.
Veltufé frá rekstri nam 358 millj-
ónum kr. á fyrri hluta ársins 2000,
samanborið við 221 milljón kr. á
sama tímabili 1999, sem er 62%
aukning á milli tímabila.
Rekstrartekjur útgerðar jukust
um 403 milljónir kr. en samdráttur
varð í rekstrartekjum fiskvinnslu
um 197 milljónir kr. Þessi breyting
er sögð skýrast fyrst og fremst af
því að hlutfall sjófrystingar hefur
aukist á rnilli tímabilanna, auk þess
sem endurbætur stóðu yfir í frysti-
húsinu í upphafi ársins. Ahrif að-
gerða sem gripið var til í júnílok í
hagræðingarskini hafa eðli málsins
samkvæmt ekki komið fram á fyrri
hluta ársins.
Alls var aflamagn skipa fyrirtæk-
isins 98.424 tonn á tímabilinu,
samanborið við 76.410 tonna afla
sama tímabil 1999. Hráefni til
vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni
var 58.000 tonn, sem er svipað
magn og sama tímabil í fyrra.
I tilkynningu fyrirtækisins segir
að með fyrirvara um óvissu um
veiðar og vinnslu og þróun á gjald-
eyris- og afurðamörkuðum eru
horfur á að afkoma fyrirtækisins af
reglulegri starfsemi seinni hluta
ársins 2000 verði í jafnvægi.
K.K.
Frá aðalfundi SSV1998
Aðalfundur SSV
Akveðið hefur verið að halda að-
alfund Samtaka Sveitarfélaga á
Vesturlandi að Laugum í Sælings-
dal föstudaginn 27. október næst-
komandi. Aðaleíni fundarins verð-
ur framtíðarskipan SSV en sem
kunnugt er var ákveðið á síðasta
aðalfundi að fram færi endurskoð-
un á hlutverki samtakanna í ljósi
nýrrar kjördæmaskipanar. Stjórn
SSV hefur sent öllum aðildarsveit-
arfélögunum tillögur að framtíðar-
skipan samtakanna og hafa þau
frest til 15. september til að skila
inn athugasemdum.
GE
Nýr umdæmisstjóri
Magnús Valur Jóhannsson hefur
verið ráðinn umdæmisstjóri Vega-
gerðar ríkisins á Vesturlandi ffá og
með 1. október næstkomandi.
Hann tekur þá við af Birgi Guð-
mundssyni sem tekur við starfi um-
dæmisstjóra Vegagerðarinnar á
Norðurlandi eystra á sama tíma.
Magnús Valur hefur unnið hjá
Vegagerð Ríkisins í Reykjavík um
árabil og haft umsjón með rekstrar-
deild stofnunarinnar. Að undan-
förnu hefur hann starfað hjá sam-
gönguráðuneytinu. Sex umsækj-
endur voru um stöðuna.
GE
Þrjú búíjárslys
í Norðurárdal
Um síðustu helgi urðu þrjú
umferðaróhöpp af völdum búfjár
í Norðurárdal. Síðastliðinn laug-
ardag var ekið á Iamb við Forna-
hvamm. Sama dag var ekið á
kind við Klettstíu og var bifreið-
in óökufær á eftir. A sunnudags-
kvöld var síðan ekið á tvær kind-
ur við Hvamm og þar varð
einnig umtalsvert tjón á biffeið-
inni. Ekki urðu slys á fólki í þess-
um umferðaróhöppum.
GE
Björgunarsveit-
ir kallaðar út
Mikið hvassviðri og úrhellis-
rigning gekk yfir Snæfellsnes sl.
mánudag. Björgunarsveitin Sæ-
björg í Olafsvík var kölluð út kl.
19,30 til að bjarga 11 kindum
sem voru að flæða skammt frá
bænum Mávahlíð. Björgunar-
sveitarmenn fóru með bát með
sér en er að var komið þótti hæg-
ara að vaða eftir fénu. Um svip-
að leyti var Björgunarsveitin
Björg á Hellissandi kölluð út til
að hefta fok á þakplötum af
gömlu húsi á staðnum.
Vantar veghefil
Nokkur seinkun hefur orðið á
framkvæmdum við fyrri hluta
nýs Vatnshamravegar í Borgar-
firði, frá Hvanneyri að
Hnakkatjarnarlæk. Þann tuttug-
asta ágúst s.l. átti að vera komið
bundið slitlag á kaflann frá
Hnakkatjarnarlæk að Götuási
samkvæmt verksamningi. Verk-
takinn fékk síðan tíu daga við-
bótarfrest vegna tafa sem hann
réði ekki við en verkinu er enn
ekki lokið. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Vegagerðinni í Borg-
arnesi er skýringín sú að ekfeí
hefur fengist sérstakur tölvu-
stýrður veghefill til að jafna und-
irlagið undir malbikið.
GE
Löndunarskýli
á Faxabryggju
Hafharstjóm Akraness hefur
heimilað Haraldi Böðvarssyni hf.
að setja upp löndunarskýli á
Faxabryggju auk þess sem sam-
þykktar voru aðgerðir til þess að
hægt yrði að afhenda raímagn á
10-15 ffystigáma. Haínarstjóra
AkranesSj Gísla Gíslasyni, og yf-
irhafnarverði, Þorvaldi Guð-
mundssyní, hefur verið falin
nánari útfærsla málsins í sam-
ræmi við hafnarreglugerð.
SÓK
Brotíst inn í
bústað
Síðastliðinn föstudag var til-
kynnt um innbrot í sumarbústað
í landi Dagverðamess í Skorra-
dal. Ymislegt smálegt hafði horf-
ið úr bústaðnum en litlar
skemmdir voru unnar á húsinu.
Fyrr í síðustu viku var brotist inn
í sumarbústað í Botnsdal en litlu
stolið að sögn lögreglu.
GE