Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 5
§SESSIÍH©EÍS FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 5 Ég var í útlöndum um daginn og rann upp íyrir mér einsog ævinlega þegar það gerist hvað íslenskur veruleiki er undra fljótur að hverfa úr vitund manns - það voru ekki liðnir margir klukkutímar í brakandi þerri suðrá Krít þegar öll mál íslensk voru því sem næst hætt að skipta máli. Sem er með einhverjum hætti tómur hroki, án þess ég fari nánar út í þá sálma. En nema hvað, á endanum kom ég til baka og fór að fylgjast með fjölmiðlum á nýjan leik hér heima. Sem betur fer virtist ekkert stórkostlegt hafa gerst meðan ég brá mér af bæ en rétt í þann mund að ég tyllti tá hér á ný upphófst mikill hamagangur í flestum blöðum og á ljósvakabylgj- um flestum sem ég rakst á - málið snerist með einhverjum hætti um internet-tengingu skóla í Reykjavík sem borgin hafði ákveðið að fela fyrir- tæki sem kallast Lina.net, en stjómarandstaðan í borginni - sem vill segja Sjálfstæðisflokkurinn - rak upp ramakvein yfir því að þær framkvæmdir sem þessu fylgdu skyldu ekki hafa verið boðnar út og fleiram en Linu.net gefinn kostur á að bjóða í. Það mun hafa þýtt í raun og veru að kvartað var yfir því að Landsímanum væri ekki kleift að bjóða í verkið - því önnur fyrirtæki munu ekki hafa komið til greina, og reyndar ekki alveg ljóst hvort Landsíminn væri einu sinni í stakk búinn til að taka þetta að sér. Sennilega hef ég misst af upphafi málsins, að minnsta kosti náði ég engum tökum á því, en mátti samt sem áður silja undir stöðugum frétt- um af eijum Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðis- flokksins um málið og gengu harðorð skeyti á milli, eins og það heitir. Ég reyndi lítið til að setja mig inní þetta, þarsem ég skildi fátt af þessu karpi um kórréttan framgangsmáta við útboð og þessháttar, og svo þótti mér fljótlega að allt skipti þetta svo óskaplega litiu máli. Aldrei - eða nánast aldrei - var fjallað um skólanetið sjálft eða hvaða möguleika það byði uppá fyrir börnin í skólum borgarinnar - og síðan vonandi út um landið ef um einhveijar stórkostlegar framfarir er að ræða. En allir fjölmiðlar eltust glaðir 1 bragði við sér- livert hnjóðsyrði sem deiluaðilum hraut af munni í karpinu og kannski voru fjölmiðlamir orðnir langþreyttir á agúrkutíð sumarsins, þegar lítt er deilt um sljómmál, úr því að þeir lögðu svo gífur- lega áherslu á þetta eina mál - og þá aðeins þær hliðar þess sem skiptu minnstu máli. Nema menn séu þeirrar skoðunar að sljómmál séu ekki annað en hnútukast stjórnmálamanna. Þarna virtist vera á sveimi sannkölluð frétt - raunveralegt framfaramál, ef það er rétt skilið að umrædd netvæðing skólanna verði til jafh mikilla heilla og af er látið en aldrei útskýrt. En fjölmiðl- arnir sinntu bara eijum deiluaðila og með áhuga sínum hafa þeir áreiðanlega magnað upp þær eij- ur - stjómmálamennimir voru fljótir að renna á blóðlyktina - þarna vom komnar deilur sem fjöl- miðlamir sinntu af þvílíkri samviskusemi og þá var um að gera að hafa eitthvað um málið að segja - ekki reyndar um málið sjálft, það er að segja net- væðinguna, heldur um það síðasta sem andstæð- ingurinn hafði sagt, svara því, segjast ekki skilja hvað andstæðingurinn var eiginlega að fara, bla- blabla. Þetta var leiðinlegt mál að fylgjast með, til- gangslaust, og töluverð skömm fyrir íslenska blaðamenn. Af hveiju vom þeir að taka þátt í þessu - að láta alvöra mál fara að snúast um póli- tískt smáatriðakarp? Eltast við tuð í Guðlaugi Þór eða slá Alfreð Þorsteinssyni upp hvað eftir annað? Var ekki einfalt mál að komast að því hvort það væri rétt hjá Reykjavíkurborg að Lína.net væri eina fyrirtækið sem gæti séð um þetta verkefni - gátu fjölmiðlamir ekki fengið einhveija sjálfstæða aðila til að meta það, fremur en fylla hvem frétta- tímann af öðmm af mótsagnakenndum fullyrð- ingum pólitískra smákónga? Þetta mál er merki um metnaðarleysi ís- lenskra fjölmiðla. Þau em því miður fleiri. Ég rakst nýlega á grein eftir Ara Sigvaldason sem til skamms tíma var fréttamaður á Ríkisútvarpinu en er nú orðinn kynningarfulltrúi hjá einhveiju fyrirtæki sem ég kann ekki að nefna. Hann segir frá því að eftir að hann gerðist „sjoppukall“ hafi það gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að þegar hann hringi í blaðamenn til þess að bjóða þeim einhveijar fréttir af fyrirtækinu sem hann vinnur nú hjá, þá spyiji blaðamaðurinn: „Og fylg- ir þessu auglýsing?" Og þegar hann neitar, blað eða Ijölmiðill viðkomandi blaðamanns fái ekki sjálfkrafa auglýsingu í skiptum fyrir fréttina af fyrirtækinu, þá neiti blaðamaðurinn að birta frétt- ina. Athugið að þarna er átt við blaðamenn - ekki auglýsingastjóra á ljölmiðlunum, en þeim myndi fyrirgefast viðbrögð af þessu tagi. Það era almenn- ir blaðamenn sem em orðnir svo vel uppaldir í markaðsfræðum fjölmiðlanna að þeir taka það upp hjá sjálfum sér að heimta auglýsingar í skipt- um fyrir fréttir. Þó ég sé nú ekki orðinn að ráði gráhærður, þá get ég þó fullyrt að svona hefði ekki einn einasti blaðamaður hagað sér um það leyti sem ég var að byija í faginu. Ekki einn einasti. En svo er nú komið fyrir blaðamannastéttinni að þessar fullyrðingar - segjum bara „ásakanir" Ara Sigvaldasonar - þær vekja ekki einu sinni athygli, hvað þá að Blaðamannafélagið skerist harkalega 1 leikinn og krefjist þess af sínum félagsmönnum að þeir leggi af vinnubrögð af þessu tagi. Af eðlislægri bjartsýni reyni ég jafnan að halda í þá trú að hlutirnir fari svona heldur skánandi yf- irleitt. En íslensk blaðamennska er samkvæmt þessum dæmum á hraðri niðurleið. Og endar máske alla leið niðri hjá Húsavíkur-Jóni. Illugi Jökulsson BIKARURSLIT sunnudaginn 24. september ÍA - ÍBV Forsala hefst föstudaginn 15. september kl. 12:00 Miðar eru seldir í Olís-nesti, Akranesi og Olís við Skúlagötu, Reykjavík - .vy-' .. ' Miðaverð í forsöl... Fullorðnir kr. 1.300,- Börn kr. 500,- Við Laugardalsvöll: Fullorðnir kr. 1.500, Börn kr. 500,- Internetþjónusta Leiðandi fyrirtœki á J[ Jsviói niargnúðlunar íslensk upplýsingatækni Borgarbraut 49 - IS 310 Borgarnesi - Sími 430 2200 Fax 430 2201 - islensk@islensk.is - www.islensk.is Tillaga að breytingu á aðalskipulagi iðnaðarsvæðis á Grundartanga, Borgarfirði Hreppsnefndir Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrepps auglýsa hér með tillögu að beytingu á aðalskipulagi iðnaðarsvæðis á Grundartanga 1997 - 2017 samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í því að nú er allt svæðið neðan þjóðvegar skilgreint sem hafnarsvæði, lóð Islenska járnblendifélagsins hefur stækkað, viðlegukantur færður inn samkvæmt samþykktu deiliskipulagi og staðsetning sjódælustöðvar Norðuráls hf færð inn á skipulagskortið. Breytingartillagan verðurtil sýnis á Hreppsskrifstofunum annars vegar að Hagamel 16, Skilmannahreppi og hins vegar að Hlöðum Hvalfjarðarströnd á skrifstofutímum og einnig á Teiknistofu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Merkigerði 18, Akranesi alla virka daga frá kl. 10:00 -16:00 frá 13. september 2000 til og með 10. október 2000. i Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera | athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn skriflegum 1 athugasemdum er til kl 16:00 þriðjudaginn 24. október 2000 og skal skila þeim | til Hreppsskrifstofu Skilmannahrepps, Hagamel 16, Skilmannahreppi, 301 Akranes. | Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.