Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 17
a>tssimv/^ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 17 Hrútasýning í Mávahlíð Án þess að hafa nokkurt vit á hrútum og þrátt fyrir að hafa aldrei komið á hrútasýningu áræddi fréttamaður Skessuhorns að taka málið til umfjöllunar. Hann frétti af hrútasýningu í Mávahlíð sl. föstu- dag og mætti þar galvaskur. I fjár- húsunum á bænum höfðu nokkrir bændur safnast saman með hrúta sína. Þetta var sýning á veturgöml- um hrútum á vegum fjárræktarfé- lagsins Búa en starfssvæði þess er Eyrarsveit og Snæfellsbær. I fyrstu þótti blaðamanni þetta æði sér- kennilegt og framandi en fljótlega áttaði hann sig á því að þetta var al- vöru keppni. Þarna voru hrútarnir mældir og vegnir, fólk fylgdist af á- kafa með hverri tölu og tjáði sig hver við annan í hljóði í hvert sinn er góð tala heyrðist. Að fylgjast með sýningunni var síst lakara en að fylgjast með harðri íþrótta- keppni og matsgjörðin var mun vís- indalegri en notuð er í fegurðar- samkeppnum. Sýning af þessu tagi er skemmtilegur menningarvið- burður sem fáir ættu að láta fram hjá sér fara. Fimm efstu hrútamir voru allir undan hrútnum Spak í Mávahlíð og var keppni hörð um efstu sætin. 1. sæti Morgunn frá Mávahlíð með 84.5 stig 2. sæti Bútur Ottars á Sandi með 83.5 stig 3. sæti Baldur ffá Mávahlíð einnig með 83,5 stig. í flokki kollóttra hrúta átti Hreinn á Berserkseyri alla 3 efstu. Einum hrútnum á sýningunni Leifiir í Mávahlíð mei Bjart; Ottar Sveinbjömsson mei Bút og Magmís Leifsson mei Baldur. Fyrir aftanjýlgist Guibjartur mei nafna sínum. hafði ekki verið gefið nafn og þótti við hæfi að bæta þar úr. Fékk hrút- urinn nafiúð Bjartur, í höfúðið á einum viðstöddum höfðingja frá Hellissandi. Guðbjarti Þorvarðar- syni þótti nokkur upphefð í nafh- Mynd: IH giftínni og var stoltur af þessum nýja nafna sínum. IH Uppbygging í Snæfellsbæ Undanfarin ár hefur umfjöllun um málefni landsbyggðarinnar ver- ið heldur neikvæð óg því haldið að fólki að næsta lítíð sé þar að gerast annað en fólksflótti. A Snæfells- nesi hefur þróun í búsetumálum og uppbyggingu verið heldur jákvæð síðustu misseri og eftil vill er Snæ- fellsnes að ná vopnum sínum í bar- áttunni. En eins og oft áður vefst mönnum tunga um tönn þegar þeir eru spurðir um hvað sé um að vera. Ef farið er yfir hvað hefur verið að gerast í skipulags- og byggingar- málum í Snæfellsbæ er af mörgu að taka. Skipulagsvinna Eitt af fyrstu verkum nýs bæjar- félags var að gera aðalskipulag fyrir Snæfellsbæ allan og var þeirri vinnu lokið í byrjun árs 1997. Eftír þá vinnu þurftí að vinna deiliskipulag af nokkrum svæðum og er nú þegar búið að vinna deiliskipulag vegna Hafnarvæðis í Olafsvík, íbúðarhúsabyggðar á Selhól, á Hellissandi, á Holtum og í Ólafsvík sem er það nýjasta. Þá eru einnig tilbúnir uppdrættir fyrir hesthúsabyggð á Hellissandi og sumarhúsabyggð á Arnarstapa. Viðamikil skipulagsvinna hefur far- ið fram á jörðum í einkaeign á veg- um eigenda og má þar nefha vist- væna íbúðarhúsabyggð í Brekkubæ og sumarhúsabyggð á sama stað. Þá hafa verið skipulagðar lóðir undir sumarhús í landi Miðhúsa og orlofshúsabyggð VR í landi Stóra- Kambs. Uppbygging En skipulag er eitt og fram- Nýtt hiís í byggingu vii Háarif. Skipulag íbiíiabyggiar í Brekkum í Ólafsvík. kvæmdir annað. í Snæfellsbæ hafa verið byggð 5 íbúðarhús í landi Brekkubæjar og nú eru í byggingu þrjú einbýlishús við Háarif og Samkór Snæfellsbæjar Nú nýverið boðaði hópur söngáhugafólks í Snæfellsbæ tíl stofnfhnd- ar Samlcórs SnæfeOsbæjar. MÍldll áhugi er raeðal söngáhugafólks á hin- um nýja kór og mættu 42 stofhfélagar á fhndinn og fleiri hafa lýst áhuga á að vera með. Flestir stofhfélagar hafa sungið í ldrkjukórunum á Ingj- aldshóh og í Olafsvík en um 10 félagar hafa ekki sungið í kór áður. Stjórnendur kórsins verða þau Kay Wiggs, Jóhann Baldursson og Nanna Þórðardóttir. Kórinn stefnir á fyrstu tónleika í Ólafsvíkurkirkju þann 7. desember n.k. Kay sagði að þetta færi sannarlega vel af stað og enginn vafi væri á að þessi kór yrði skemmtileg viðbót í menningarlíf Snæfells- bæjar. IH Myndir: IH tvö á Hellissandi. Töluverð upp- bygging hefur átt sér stað í ferða- þjónustu. Byggt hefur verið Gisti- hús með 10 herbergjum í Brekku- bæ, bjálkahús og gistihús ferða- þjónustunnar Snjófells á Arnar- stapa. Þá var byggð viðbygging við gistihúsið Langaholt á Görðum og síðla sumars var tekin í notkun myndarleg viðbygging Hótel Höfða í ÖlafsvíL I byggingu er svo nýtt hótel á Hellissandi. Tölu- vert hefur verið um byggingu at- vinnuhúsnæðis: Fiskmarkaður Breiðafjarðar 1998, Veiðarfæra- geymsla við Norðurgarð í Rifi 1999 og ný olíubirgðastöð Olíu- dreifingar í Ólafsvík 1999. Þá er í byggingu ný ísverksmiðja í Ólafsvík. IH í Bjamalaug Iþróttanefhd Akxanesbæjar óskaði á dögunum eftír því að opnunar- tíma Bjamalaugar yrði breytt í þeim tilgangí að þar væri hægt að starf- rækja ungbarnasund á sunnudögum. Bæjarráð samþykktí það með þeim skilyrðum að innheimt yrði eðlilegt sundgjald fyrir notendur auk þess sem umsjónaraðilar sundsíns skyldu ánnast baðvörslu meðan á kennslu stæði. SÓK Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Islands: Staðreyndir aukaatriði? Einhverra hluta vegna er DV afar annt um að tortryggja með öllum hugsanlegum ráðum vel heppnaða flutninga Landmælinga Islands til Akraness. Aberandi frétt á baksíðu blaðsins laugardaginn 9. september sl. var fylgt eftir með innleggi ritstjóra mánudaginn 11. september sl. Það er óumdeilt að framlög ríkisins til Landmælinga Islands hafa hækkað. DV kærir sig hins vegar ekki um að greina frá því að hærri framlög má rekja beint til aukinna verkefna. Þannig fær stofnunin nýtt 40 millj. kr. framlag á ári næsm fimm árin, gagn- gert til þess að vinna stafrænan Magnús Guðimmdsson gagnagrunn af Islandi. Það ffamlag hefur ekkert með fluminga Landmælinga Islands að gera. Sömuleiðis er óumdeilt að tekjur stofhunarinnar af sölu á kortum, loft- og gervitunglamyndum drógust saman á síðasta ári vegna nýtilkominnar sam- keppni á þessu sviði. Sá samdráttur hefur því heldur ekkert með flumingana upp á Akranes að gera. Það er hins vegar ánægjulegt að geta þess að tekjur af sölu stafr ænna grunn- korta og vegna afhota- og birtingagjalda af gögnum stofhunarinnar hafa farið stigvaxandi. Þannig em sértekjur Landmælinga Islands áætlaðar 47 millj. kr. í ár. Samhliða flutningunum upp á Akranes í ársbyrjun 1999 var starfsemi Landmælinga Islands endurskipulögð á markvissan hátt með það að leiðar- ljósi að treysta innviði stofhunarinnar. Þótt flutningurinn hafi vissulega ver- ið umdeildur vakti hann athygli á stofhuninni og starfsemi hennar. Sú at- hygli hefur orðið til þess að henni hafa verið falin fleiri og fjölbreytílegri verkefni sem brýn þörf er á. Engin ástæða er til þess að draga dul á þá staðreynd að við flutningana upp á Akranes kusu margir mætir starfsmenn að segja skilið við stofnunina. Það er aftur á móti mat undirritaðs að Landælingar Islands hafi á undraskjótum tíma náð að jafha sig á brotthvarfi fólks í lykilstöðum. Starfsemi Landmælinga Islands blómstrar nú sem aldrei fyrr. Samhenmr hópur dugmikilla starfsmanna, samfara auknum skilningi stjómvalda á starf- seminni, ræður þar auðvitað mesm. Hinu má ekki gleyma að bæjaryfirvöld á Akranesi og bæjarbúar aflir hafa tekið vel á móti nýrri stofhun og starfs- mönnum hennar. Umdeildir flutningar snemst upp í farsæl straumhvörf í rekstri stofhunar, sem allt of lengi hafði yerið homreka. 12. september 2000, Magniis Guðmundsson, forstjári Landnuelinga Islands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.