Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 14.09.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 Penninn Það hafa sem betur fer flestir á- huga á að hafa snyrtilegt í kringum sig, og fara því sem fyrst á ári hverju í framkvæmdir, t.d. mála, snyrta lóðir, hús, ofl. Það þarf ekki að lýsa því fyrir neinum manni hvað það er mikilvægt fyrir hvert bæjarfélag að það sé sem snyrtilegast. Það er því ekki bara eðlilegt, heldur nauðsyn- legt að bæjarfélagið gangi á undan með góðu fordæmi. Því miður hef- ur það verið svo hjá okkur á Akra- nesi að mörg þau verk sem geta fegrað bæinn okkar hafa ekki verið unnin fyrr en seint á haustin, hvort þar sé um að ræða fram- kvæmdir á gangstéttum, frágangur við þær, þökulagning eða almenn snyrting t.d. eins og við innkeyrsl- una í bæinn. ÞESSU ÞARF AÐ BREYTA. Strax eftir að íjárhagsá- ætlun hefur verið samþykkt þarf að skipuleggja verkfræði og teikni- vinnu við þær framkvæmdir sem á að gera á árinu, og þær fram- kvæmdir sem snúa að því að fegra bæinn og umhverfið hans á að skipuleggja á þann hátt að þeim sé lokið fyrrihluta árs. Við sjálfstæð- ismenn höfum flutt 3 tillögur sem allar hafa verið samþykktar á þessu ári, í þeim tilgangi m.a. að fegra bæinn á einn eða annan hátt og koma þær hér á eftir.Við bindum Það var sarmarlega þægilegt að setjast inn á Fjöruhúsið á Hellnum á döpmum og drekka kakó og borða bníntertu með rjóma. Fáir voru áferli enda sumarið að líða. Kyrrðin á þessum stað ei' einstök. A/dan lék tónlist sína á fjórusteinana og í bjarginu söng lítill kór fugla stðustu tóna sumarsinfóníumiar 2000. Mynd: IH Sumarsinfónían 2000 Tilgangur með tillögu þessari er að Akraneskaupstaður og bæjar- landið sé alltaf sem snyrtilegast og aðlaðandi. Hljómsveitin Wiener Oppemball- Damenensemble ásamt Unni Astrid Wilhelmsen og dönsurum. Stórkostlegir tónleikar Hljómsveitin Wiener Oppern- ball-Damenensemble ásamt sópransöngkonunni Unni Astrid Wilhelmsen og tveimur danspör- um heimsóttu Stykkishólmskirkju þann 7. september s.l. Hljómsveit- in er firá Vínarborg og eins og nafn- ið ber með sér er hún eingöngu skipuð konum. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og er nafnið þannig til komið að hljómsveitin spilar ár- lega á frægasta dansleik Austurrík- is, Óperudansleiknum í Vínarborg. Á efnisskrá Wiener Oppemball- Damenensemble eru fyrst og ffernst lög eftir meðlimi Strauss- fjölskyldunnar ásamt lögum effir Lehár, Ziehrer, Lanner og Schrammel, en einnig útsemingar á ffægurn lögum frá síðustu þremur öldum. Konumar í hljómsveitinni hafa allar menntun sína ffá Tón- listarháskólanum eða Konservator- íum í Vínarborg. Unnur Astrid sópransöngkona er fædd og uppal- in í Drammen í Noregi og nam söng hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðar- dóttur í Söngskólanum í Reykjavík. Síðan hélt hún til náms í „Hochschule fiir Musik und Dar- stellende" í Vínarborg. Undir nokkmm laganna dönsuðu tvö pör, þau Guðrún Halla Hafsteinsdóttir og Eðvarð Þór Gíslason frá Dans- skóla Heiðars Ástvaldssonar og Erna Halldórsdóttir og Baldur Kári Eyjólfsson frá dansskóla Pét- urs og Köm. Um 150 manns mættu í Stykkishólmskirkju til að njóta þessarar ffábæra skemmtun- ar. Listamönnunum var ákaft fagnað í lok tónleikanna og vora þeir klappaðir upp þrisvar sinnum. IH Gunnar Sigurðsson neskaupsstaðar. Bygginga- og skipulagsfulltrúa verði jafnframt falið að gera tillög- ur að stofnsamþykkt og reglugerð fyrir sjóðinn.” Greinagerð: Ollum má ljóst vera að fjölmörg hús í bænum þarfnast nauðsynlegrar andhtslyftingar. Stofnun sjóðs sem þessa mun virka sem hvati til nauð- synlegra viðhaldsverkefha þeirra húseigna sem verða úthlutunarhæfar samkvæmt reglugerðum sjóðsins. Gunnar Sigurðsson Bœjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Akranesi. Gatnagerð við Leynisbraut. Var lokið s.l. haust (1999), en frágangi við götu og gang- stéttir ekki lokið enn. 2) “Bæjarstjórn Akraness samþykk- ir að fela bæjarritara og æskulýðs- fulltrúa að gera úttekt á starfsemi vinnuskólans, með það að mark- Penninn Lífsreynslusaga Ágæti viðtakandi. Mig langar til að segja þér smá sögu. Þannig var að við „gamla settið“ ákváð- um að eyða síðastliðinni helgi í Munaðar- nesi. Losa okkur við stress höfuðborgar- innar og hvíla okkur áhyggjulaus í sveita- sælunni. Ekki voram við komin lengra en að fyrstu gatnamótunum í Borgarnesi, þegar bíllinn „ákvað“ að hingað færi hann og ekki lengra. Stressaðir borgarbúarnir urðu hálf vandræðalegir, sitjandi í biluðum bíl á gatnamótum í ókunnum bæ. Bragð- um við á það ráð að ýta bflnum inn á plan- ið á Hymunni. Var það létt og löður- mannlegt. Ekki það að við séum heljar- menni, heldur vorum við á smábfl. Þegar bfllinn var kominn inn á mitt plan, komu aðvífandi starfsmenn bensínstöðvarinnar. Skipti það engum togum, ofaní húddið fóra þeir, kíktu, pikkuðu og skoðuðu. Þrátt fyrir góðan vilja og ítrastu athugun fundu þeir ekki út hvað var að. Tók þá einn upp síma og hringdi til viðgerðarmanns og bað hann að koma og líta á bílinn. Sá kom og startaði bflnum og sagði okkur hvað var bilað. Var hann allur af vilja gerður. Hann gæti pantað varahluti á mánudaginn og sett í bflinn, þrátt fyrir mikið annríki. „Karlarnir“ á bensínstöðinni ýttu síðan bílnum á betri stað. Tóku hjá okkur bfllyklana og sögðust sjá um að koma hon- um á verkstæðið á mánudaginn. Við skyldum bara fara og halda áfram með fríið. Einhverjar vöflur komu víst á „gamlingjana" - þeir vora jú bfllausir í Borgamesi með mat og tuskur í plastpokum og fyrir- heitna landið ekki í göngufæri. Sagði þá einn starfs- maðurinn okkur ffá því að bróðir hans væri á leiðinni í Munaðames. Gerði hann sér lítið fyrir og hringdi í Hfin hann og spurði hvort hann væri ekki til í að snúa við og sækja okkur. Það var eins og við manninn mælt. Hann var kominn að vörmu spori og keyrði okkur upp að djnum á bústaðnum. Áttum við þar frábæra helgi og ævintýralega upplifun á heimleiðinni að standa í vegarkantinum á þjóðvegi eitt, hálffimmtug og „húkka“ far. (Eins gott að börnin okkar frétti ekki af þessu.) Það sem er þó eftirminnilegast er hversu ffá- bærir mennirnir vora, sem óbeðnir vora svona tilbún- ir að hjálpa okkur og gerðu allt sem í þeirra valdi var til að létta undir með oklcur, ókunnugu fólki. Þeir sem halda því ffam að á okkar tímum gangi allt út á lífsgæðakapphlaupið og náungakærleikurinn sé fyrir borð borinn, ættu bara að fara í Borgarnes. Kær kveðja, Sigrún Kristín Guðmundsdóttir Skildinganesi 4 101 Reykjavík Þessu þarf að breyta miði að sjá hvar helstu tekjur og út- gjöld vinnuskólans liggja og hvort hægt sé að nýta krafta vinnuskólans betur í þágu bæjarins.” Greinagerð: Ljóst er að vinnuskólinn hefur umsjón með mörgum lóðum fyrir- tækja og einstaklinga í bænum. Á sama tíma era fjölmörg græn svæði sem bænum ber að annast, illa- eða óhirt með öllu. Tel ég rétt að skoða hvort málum sé betur komið með öðram hætti, s.s. hvort nauðsynlegt sé að tækja vinnuskólann betur upp, hvort breyta eigi skipulagi vinnuskólans eða hvort semja skuli við verktaka um hirðingu einstakra svæða inna bæjarlandsins. 3) “Bæjarráð Akraness samþykkir að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001 að stofha sjóð, með ár- legu 1.000.000,- kr. framlagi að fyr- irmynd Húsvemdunarsjóðs Akra- Við Langasand. Þessari framkvœmd hefði átt að vera lokið í maí en ekki í ágúst. miklar vonir við að eftir þeim verði unnið og verkin verði látin tala: 1) “Bæjarstjóm Akraness samþykk- ir að fela bygginga- og skipulags- fulltrúa ásamt garðyrkjustjóra að kortleggja bæinn og bæjarlandið og útbúa tæmandi lista yfir þau atriði sem tilgreind era hér að neðan. Lagt er til að bænum verði skipt upp í 5-10 ámóta svæði og gerð verði forgangs- og ffamkvæmdaá- ætlun til að vinna við þessi verkefni verði markvissari. Lauslegt mat á kostnaði fylgi með hverjum lið fyrir sig.” Greinagerð: Þetta teljum við vera til hagræð- ingar fyrir allar stofinanir bæjarins til lengri tíma litið, þá ekki síst vinnuskólann. Við teljum eðlilegt að byrjað verði á ffamkvæmdum í gamla bæn- um og að tekið verði tillit til þessar- ar tillögu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000. a) Hvar vantar bundið slitlag og hvar þarfnast slitlag lag- færingar. b) Hvar er ástand göngu- stíga og grænna svæða ábótavant. Hvar er ffágangi vegna gatna- gerðar ábótavant. c) Móta stefnu um hvem- ig sé eðlilegt að standa að hreinsun bæjarins. (Götur, gangstéttar, stofn- anir, opin svæði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.