Skessuhorn - 30.11.2000, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 30. NOVMEMBER 2000
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgorbraut 49
Akranesi: Kirkjubraut 3
Sími: (Borgarnes og Akrones) 430 2200
Fax: (Borgornes) 430 2201
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
islensk@islensk.is
ritstjori@skessuhorn.is
internet@islensk.is
sigrun@skessuhorn.is
ingihans@skessuhorn.is
hjortur@skessuhorn.is
bokhald@skessuhorn.is
Útgefandi: islensk upplýsingatækni 430 2200
Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 894 8998
Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 892 4098
Internetþjónusta: Bjarki Mór Karlsson 899 2298
Blaðamenn: Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310
Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811
Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228
Fjármál: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 430 2200
Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir og fleiri
Umbrol: Tölvert
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr.
430 2200
Hinárlegu
verkföll
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Einn af föstum viðburðum í íslensku skólastarfi er verkfall
kennara. Um það bil einu sinni á ári vakna kennarar á Islandi
upp við það að þeir eru blankir og finna það fljótt út að það er
vegna þess að þeir eru á lúsarlaunum. Sem er vissulega alveg
rétt. Raunar blandast engum hugur um að laun kennara eru
mjög numin við nögl og þeir lepja dauðann úr skel. Þannig
hefur það verið alla tíð og það hefur flestum þótt sjálfsagt.
Þótt launabarátta kennara eigi fullan rétt á sér má hugsan-
lega deila um meðölin. Það má líkja aðferðum þeirra við
vinnubrögð fógetans í Nottingham þegar hann murkaði lífið
úr fátækum bændum og búaliði til að mótmæla kjarabaráttu
Hróa hattar.
Til að knýja ffam hærri laun eru blessaðir unglingarnir,
væntanlega yfirkomnir af ffóðleiksfysn, reknir út úr skólastof-
unum og skellt í lás.
Engum dytti í hug að svelta börnin sín til að mótmæla háu
verði á kartöflum, eða hvað? Að vísu má segja að það sé
kannski ekki í önnur hús að venda því hæstvirtur menntamála-
ráðherra hefur margoff lýst því yfir að honum komi þetta ekki
við. Réttilega, því hvað á líka menntamálaráðherra að þurfa að
vera að hafa áhyggjur af menntamálum, ég bara spyr?
Það er langt í frá að ég öfundi kennara af launum sínum.
Ekki heldur af því að umgangast daglega kolvitlausan krakka-
skríl, æsku landsins sem alla tíð, allt frá landnámi til þessa dags,
hefur á hverjum tíma verið óalandi og óferjandi. Hinsvegar
dauðöfunda ég þá af vinnutímanum. I fyrsta lagi fá þeir um
þriggja mánaða sumarfrí. I öðru lagi fá þeir nokkurra vikna
jóla- og páskafrí, auk þess einhver annaleyfi og frí á helstu há-
tíðis- og tyllidögum. Þá eru ótaldir starfsdagar kennara en þótt
nafiiið bendi til þess að það séu þeir fáu dagar á ári sem kenn-
arar eru við störf þá er ekki svo. Starfsdagar kennara er and-
heid því þeir eru eins og flestir aðrir skóladagar, ffídagar. Þá
fáu daga sem eftir eru í árinu nota kennarar síðan til að fara í
verkfall. Eg hugsa að flesta myndi sundla yfir þeim kröfum
sem kennarar inyndu gera ef þeir væru í vinnu allt árið um
kring.
Þrátt fyrir það efast enginn um rétt kennara til að fara náð-
arsamlegast fram á að fá örlítið kaup. Ég veit það allavega og
viðurkenni fuslega að þeir kennarar sem lögðu í þá fásinnu að
ætla að miðla mér af visku sinni á mínurn sokkabandsárum
hefðu átt skilið margföld laun fyrir viðleitni sína til viðbótar
við bjartsýnisverðlaun Bröstes.
Það eina sem ég á erfitt með að skilja er að eftir margra vikna
eða jafhvel mánaða verkföll þá er hægt að kenna nemendum
hálfa önn á fáeinum dögum og útskrifa þá eins og ekkert hafi í
skorist. Hugsanlega er námsskráin orðin þannig uppbyggð að
hún geri ráð fyrir verkföllum.
Gísli Einarsson, tossi.
Skip Haraldar Böðvarssonar hf., Víkingnr AK, landaði nýverið 1.100 tonnum afloðnu
sem hann fékk út af Vestfjörðum. Þá vont einungis nokkrir dagar síðan togarinn landaði
900 tonnum eftir að hafa hitt á tvö góð köst. Ahöfn skipsins hefur núfiskað 4.500 tonn í
nóvemberntánuði einum. SOK
Leikskólunum ekkí lokað?
í síðasta tölublaði Skessuhoms var
greint ffá því að Bæjarráð Akraness
hefði samþykkt að sumarlokun leik-
skólanna þriggja á Akranesi skyldi
vera með sama hætti og síðasdiðið
sumar, en þá var hver leikskóli lok-
aður í tvær vikur. A þriðjudeginum í
síðustu viku var hins vegar haldinn
bæjarstjómarfundur þar sem Pétur
Nýverið gekkst félagsmálanefnd
Borgarbyggðar fyrir könnun á
þörf fyrir félagslegri þjónustu í
sveitum Borgarbyggðar. Spum-
ingarblöð vom send til allra ein-
staklinga 67 ára og eldri í sveit-
um Borgarbyggðar. Þess ber að
geta að aðeins 49% þeirra svör-
uðu könnuninni og því er niður-
staða hennar ekki afgerandi.
Meðal þess sem spurt var að var
hvort viðkomandi teldi sig hafa þörf
fyrir fyrir aukna heimaþjónusm.
Aðeins 9% svömðu því játandi.
Enginn aðspurðra var mjög óá-
Verslunarmannafélag Akraness hefiir
látið gera könnun á Akranesi með það í
huga að geta betur gert sér grein fyrir
því hver ífamtíð verslurtar er í bænum.
Útskriftamemar í FVA sjá um fram-
kvæmd könnunarinnar en úrtakið var
250 manns. “Ædun félagsins með
könnuninni er að reyna að meta verslun
á Akranesi í kjölfar þeirra breytinga sem
haíá orðið og hvaða áhrif það gæti hugs-
anlega haft á Ifamtíð félagsins“ segir
Júnía Þorkelsdóttir, formaður Verslun-
armannafélags Akraness. “Við erum b't-
ið félag og megum kannski ekki við
mildlb fækkun til þess að breyta rekstr-
argrundvelli og spumingin er líka
Nú stendur yfir svokölluð eld-
varnavika hjá Slökkviliði Akraness. í
vikunni fá börn í þriðja bekk gmnn-
skólanna á Akranesi tækifæri til þess
að koma í slökkvistöðina þar sem
þau fá fræðslu um eldvarnir og ann-
að sem þeim viðkemur. Þetta er ár-
legur viðburður og börnin hatá bæði
gagn og gaman af. “Þau koma til
okkar hingað á slökkttistöðina og við
förum í gegnum með þeim hvað ber
að varast og hvað ber að hafa í huga
í sambandi við eldvamir á heimil-
um” segir Jóhannes Engilbertsson,
slökkviliðsstjóri. “Nauðstmlegt er að
hafa flóttaleiðir í lagi, slökkvitæki og
eldvamatæki em skyldueign og svo
Ottesen lagði til að afgreiðslu bæjar-
ráðs yrði ffestað og ffekari skoðun
yrði gerð á máhnu af hálfu þess. Því
hefur leikskólafulltrúa bæjarins nú
verið falið það verkefrii að leggja fyr-
ir bæjarráð upplýsingar um kostnað
og önnur atriði ef ske kynni að leik-
skólamir yrðu opnir allt árið um
kríng. SÓK
nægður með þá þjónustu sem hann
nýtur í dag og meiri hlutinn mjög á-
nægður. Þá var spurt um þátttöku í
félagsstarfi og kom ffam að stór
hluti aðspurðra hafði áhuga á að
nýta sér það ef það væri í næsta ná-
grenni.
Að sögn Steinunnar Ingólfsdótt-
ur ffáfarandi starfsmanns í félags-
þjónustu Borgarbyggðar verður
niðurstöðum könnunarinnar fylgt
eftir á þann veg að kannað verður
nánar með möguleika á auknu fé-
lagasstarfi fyrir aldraða í sveitum
Borgarbyggðar. GE
hvemig félagsmönnum er best borgið.
Um leið langar okkkur að kanna þjón-
ustuna í verslunum á Akranesi. Með
nýjum starfsmenntasjóði opnast meiri
möguleikar til menntunar og starfeþjálf-
unar. Það er von okkar að þessi könnun
komi til með að varpa einhverju ljósi á
það hvert við stefnum, hvort hér sé ein-
hver fiatntíð í þessum málum. Og þá
gemm við spurt okkur hvort við séum
kannski orðin að einu markaðssvæði
með Stór-Reykjavíkursvæðinu.” Júnía
segir að lengi hafi staðið til að gera slíka
könnun en niðurstöður hennar verða að
öllum líkindum birtar í næsta tölublaði
Skessuhoms. SÓK
er reykskynjarinn alveg númer eitt,
tvö og þrjú. Okkur finnst líka mikill
kostur að hafa fjöltengi sem era með
rofa svoleiðis að hægt sé að slökkva
á sjónvarpinu þegar það er ekki í
notkun.” Jóhannes segir að nú sé sá
árstími að ganga í garð þar sem sýna
þurfi sérstaka aðgát í eldvarnamál-
um. “Kertaljósin og jólaskreyting-
arnar eru mjög varasamar og kerta-
Ijósin geta verið stórhættuleg ef ekki
er vel að gáð. Fólk hefur kertin jafii-
vel úti í glugga og gluggatjöldin
þurfa ekki nema að slást aðeins til”
segir Jóhannes sem vill brýna það
fyri r fólki að fara varlega yfir hátíð-
irnar. SÓK
Fasteignaskattur
og holræsagjald
fellt niður
Bæjarráð Akraness hefur sam-
þykkt þá tillögu að felldur verði
niður fasteignaskattur og hol-
ræsagjald á næsta ári sem nemur
allt að 40.950 lcróna hjá elli- og
örorkulífeyrisþegum. Ekki má
þó hafa hærri tekjur en lág-
markstekjur almannatrygginga
fyrir hjón og einstaklinga þau
áramót sem þeir eru 67 ára. Oðr-
um sem hafa svipaðar tjárhagsað-
stæður verður einnig gefinn
kostur á ívilnun á fasteignaskatti
og holræsagjaldi á árinu 2001.
Samþykktin er þó með þeim
fyrirvara að fyrirhugaðar breyt-
ingar á tekjustofrium sveitarfé-
laga verði samþykktar á Alþingi
og með fyrirvara um efrii reglna
um úthlutun úr Jöfriunarsjóði
sveitarfélaga. SÓK
Breytíngar á
slökkvistöð
Bæjarráð Akraness hefur
heimilað innkaupanefrid slökkvi-
liðs að láta hanna og bjóða út
breytingar á slökkvistöð auk þess
sem gefið var leyfi til þess að
ganga til samninga um kaup á
körfubíl. Jóhannes Engilberts-
son, slökkviliðsstjóri segir breyt-
ingamar aðallega felast í því að
gólf stöðvarinnar verður lækkað
auk þess sem ædunin er að setja
nýjar hurðir og stækka hurðagöt-
in. Allt er þetta gert til þess að
koma nýjum bílum í eigu
slökkviliðsins inn í húsið. “Við
ædum að kaupa þrjá bíla á þessu
og næsta ári. Við keyptum vatns-
bíl í ár og tíl stendur að kaupa
körfubíl og nýjan slökkvibíl.” Nú
þegar er búið að semja um
slökkvibílinn og verður hann af-
hentur þann 15. ágúst á næsta
ári. Hann er af tegundinni Volvo
og kemur frá Almennu vörusöl-
unni á Olafsfirði. “Það var á-
lcveðið í sumar að kaupa þennan
bíl og við gengum til samninga
við þennan aðila snemma í
haust.” Ekki hefur enn verið
gengið frá útboði á körfubílnum
en það er í vinnslu.
SÓK
Gallerí Hönd
leitar að
rekstraraðilum
Gallerí Hönd er hand-
verksverslun sem rekin hefur
verið sl. 6 ár í Borgarnesi. Fyrir-
komulag rekstrarins hefur verið
samvinnufélag og hafa félags-
menn og framleiðendur hand-
verks starfað við afgreiðslu í
sjálfboðaliðsvinnu.
A síðasta félagsfundi var á-
kveðið að fela stjórn að leita að
einstaklingum sem tílbútiir væru
til að taka að sér rekstur verslun-
arinnar og er sú leit nú hafin.
Einnig hefur komið til tals hvort
ekki ætti að athuga með að reka
verslunina nær einhverri annarri
þjónustu en víða hefur gefist vel
að reka handverksverslanir í
tengslum við upplvsingamið-
stöðvar ferðamála, listasafna,
hótela eða viðlíka aðstæður.
HBJ
Félagsleg þjónusta aldraðra í Borgarbyggð
Lítil þörf á aukningu
Könnun á framtíð
verslunar á Akranesi
Nauðsynlegt að
fara varlega