Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 30.11.2000, Blaðsíða 15
i>a£»UHuk. J FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 15 Ferðamálasamtök Vesturlands Pakkhítsið í Olafsvík Minjagripir fyrir Snæfellsbæ í Ólafsvík er starfrækt verslun- ar- og verksháttasafn í “Pakkhús- inu”, gömlu verslunarhúsi sem reist var árið 1844 og stendur í hjarta bæjarins. Þar er líka starf- rækt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn yfir sumartímann. Stjórn safasins hefur nú ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um gerð minjagripa. Stjórnin óskar efrir hugmyndum að gerð gripa sem er hagkvæmt að fjölda- framleiða og fela í sér íslenskt handverk. Gripirnir verða að minna á sögu, menningu, landslag, Jökul- inn, staði eða náttúru Snæfellsbæj- ar. Gripirnir þurfa að henta sem minjagripir fyrir ferðafólk og til tækifærisgjafa. Tillögum skal skilað fullunnum. Með tillögun- um skal fylgja skrifleg lýsing á framleiðslu, frumgerð, tillaga að umbúðum og skrifleg tillaga að markaðssetningu. Boðin eru verðlaun fyrir þrjár bestu hug- myndirnar. Skilafrestur á tillögum er til 15. janúar næst- komandi. Frekari upplýsingar um samkeppnina fást hjá skrif- stofu Snæfellsbæjar. IH Jólaljós Það var ekki laust við að Skaga- menn ræki í rogastans í síðustu viku þegar þeim barst dreifibréf með þeim upplýsingum að gjald fýrir lýsingu á leiðum í kirkjugarðinum á Akranesi myndi hækka um ríflega helming. Astæðan fyrir þessari miklu hækkun er sú að nýr aðili kemur til með að sjá um lýsinguna í stað þeirra Braga Þórs Sigurdórs- sonar og Hjálms Geirs Hjálmsson- ar sem hafa annast hana í áraraðir. Fjölmargir bæjarbúar höfðu sam- band við Skessuhorn og fóru fram á að athugað yrði af hverju hækkunin stafaði. Það vakri einnig forvitni manna hvers vegna þeir félagarnir hefðu ákveðið að hætta. Bragi Þór sagðist ekkert vilja tjá sig um ástæður þess að þeir hefðu ákveðið að hætta. “Þeir Bragi og Hjálmur skrif- uðu bréf til sóknarnefndar fyrir ári í kirkjugarðinum Nýir verktakar Nytjalist úr náttárunni í Norskahúsinu í Stykkishólmi stendur nú yfir sýningin “Nytjalist úr náttúrunni”. Markmið sýning- arinnar er að sýna það besta af nytjalist samtímans. Hlutirnir voru allir sérhannaðir fyrir þessa sýningu. Lögð er áhersla á að samtvinna góða hönnun, hugvit og gott handverk. Þema sýningar- innar er vatn. Sýningin er fram- lag “Handverks og hönnunar” til dagskrár Reykjavíkur menningar- borgar Evrópu árið 2000. Þegar sýningin var upphaflega opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur voru veitt þrenn verðlaun, fyrir besta hönn- un á nytjahlut, Helga Kristín Unn- arsdóttir, frrir tvöfalada skál sem hún kallaði “I klakaböndum”. Besta hugmyndin var “Vatnsberar“ úr flóka unnið af Philippe Ricart. Og ftTÍr áhugaverðustu efnistökin hlaut Georg Hollander verðlaun fyrir “Vatnskassann” sem er gulla- stokkur úr rekaviði. Fjölmargir aðrir hugvits- og listamenn eiga verk á sýningunni. Sýningin er opin alla daga frá 16.00 til 18.00 og stendur til 3. desember. Sýningin er styrkt af Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. IH síðan og tilkynntu að þeir myndu ekki verða áffam með lýsingu í garðinum. Þetta var bara ákvörðun sem þeir tóku og ég get ekkert sagt til um ástæður hennar.” sagði Ind- riði Valdimarsson form. sóknar- nefndar. “Lýsingin í kirkjugarðin- um hefur verið í höndum einkaað- ila frá upphafi og verður það áfram. Þrjár auglýsingar voru birtar í vor og í sumar þar sem óskað var efrir aðilum til að taka verkefnið að sér. Það endaði nú þannig að þar sem enginn aðili héðan virtist hafa á- huga á þessu verkefni var gengið til samninga við aðila í Reykjavík sem hefur meðal annars annast lýsing- una í Grafarvogskirkjugarðinum. Sama gjald verður fyrir lýsinguna hér og í höfuðborginni sem er 5.900 krónur og er virðisaukaskatt- ur innifalinn í verðinu. Við sendum út bækling ril að kynna þessa breyt- ingu fyrir fólki. Þetta er það sem því stendur til boða og það er í valdi hvers og eins að ákveða hvort hann hefúr áhuga á því að taka þessu til- boði eða ekki. Lionsklúbbur Akraness sér um að innheimta gjaldið og tengja jóla- ljósin auk þess sem þeir munu fylgj- ast með ástandi þeirra og sjá um nauðsynlegt viðhald yfir jólin. Þetta er algjörlega nýr og öruggur bún- aður og það kostar að sjálfsögðu heilmikið að setja hann upp. Leiðslurnar eru lagðar um allan garðinn og í vor verða þær grafnar »íjöxðu þannig.að þær kQma.ekkLtjl..- með að sjást” sagði Indriði Valdi- marsson að lokum. SOK Eitt styður annað Um land allt hefur verið mikill vöxmr í tónlistarlífinu og eru tónlistarskólar víðast orðnir stór- ir og öflugir. Affaksmr þessa starfs tónlistarskólanna er mikil fjölgun tónlistaratburða. I Snæ- fellsbæ starfar lúðrasveitin Snær undir stjóm Ian Wilkinson. Ian er óþreytandi við að kenna böm- unum og stöðugt bætast nýir hljóðfæraleikarar í hópinn. Þann 1. desember n.k. mun hljómsveitin halda sína árlegu jólatónleika í félagsheimilinu Klifi. Þar verður einnig hin ein- stæða Bjöllusveit tónlistarskólans á Hellissandi. Kay Wiggs er stjómandi Bjöllusveitarinnar sem líklega er sú eina sinnar tegundar á Islandi í dag. Eitt styður ann- að í tónlistinni eins og annarstað- ar og því verða þessir jólatónleik- ar til fjáröflunar í Flygilsjóðinn. Tónleikarnir á föstudagskvöld hefjast kl. 20.30. III arkjör. Aðalmenn í stjórn vora kos- in þau Kristín Þ. Halldórsdóttir, Guðrún Bergmann, Sigrún Hall- dórsdóttir, Guðni Tryggvason og Guðrún Jónsdóttir. Varamenn vora kosnir Hrefna Sigmarsdóttir, Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir, Jó- hann Sæmundsson, Jón Allansson og Dagný Þórisdóttir. Þegar kom að ákvörðun um ár- gjöld til samtakanna var ákveðið að hafa þau óbreytt. Mikil umræða fór ffam um umhverfismál á fund- inum og minnti Stefán Jóhann Sig- urðsson fundarstjóri á umræðu sem Kristleifur á Húsafelli hóf fyrir 30 árum, er hann lagði ril að bændur yrðu aðstoðaðir við að fjarlægja kofaræksni og annað rasl af löndum sínum. Einnig kom upp í þessari umræðu hugmynd um að fara að beita sektum fyrir umhverfisspjöll. Lausaganga búfjár kom til umræðu og höfðu fundarmenn áhyggjur af þeim slysum sem henni fylgdu og ekki síður neikvæðri umræðu um landbúnað. Þá var rætt um nauð- syn þess að við lagningu nýrra vega verði hugað að því að koma fyrir bílastæðum á góðum útsýnisstöð- um. Fundurinn samþykkti svo þrjár tillögur. Sú fyrsta var áskor- un á stjórnvöld að taka með festu á lausagöngu búfjár til að tryggja ör- yggi á vegum. Síðan skoraði fund- urinn á Vegagerð ríkisins að stuðla að því að komið verði upp útsýnis- stöðum á fjallvegum þar sem útsýni er gott. Og loks var samþykkt til- laga þar sem skorað er á stjórnvöld að taka með festu á umhverfisspjöll- um. Effir fundinn snæddu fundar- inenn glæsilegan kvöldverð á hótel- inu og hlýddu á söng og sögur. Guðlaugur Bergmann sem stjóm- aði samkvæminu var ákaflega stolt- ur þegar hann kynnti fyrsta skemmtikraftinn, Olínu Gunn- laugsdóttur húsfreyju á Okram á Hellnum. Ólína lék á gítar og söng nokkur frumsamin lög af væntanlegum geisladisk “sem er að öllu leyti unninn hér heima í Snæ- fellsbæ” eins og hann orðaði það. Fundarmenn vora sammála um að síst hafi Guðlaugur oflofað dásam- legt framlag Ólínu. A eftir Ólínu tóku þrír sagnamenn við og sögðu sögur af ýmsum toga og hvernig þær mætti tengja ferðaþjónustunni. Sagnamenn kvöldsins voru Ingi Hans Jónsson úr Grandarfirði, Sæ- mundur Kristjánsson úr Snæfellsbæ og Hildibrandur Bjarnason úr Bjarnarhöfn. IH Ferðamálasamtök Vesturlands héldu aðalfund sinn þann 23. nóv- ember s.l. á Hótel Höfða í Ólafsvík. Hrefna Sigmarsdóttir, formaður samtakanna, setti fundinn. Effir kosningu fundarstjóra og ritara var gengið til dagskrár þar sem formað- ur flutti skýrslu stjórnar. I máli formanns kom fram að fjórir stjórn- arfundir hefðu verið haldnir á ár- inu. Þá sagði hún frá ferð sinni og Guðrúnar Bergmann á fund um málefni ferðaþjónustunnar á Isa- firði og á Akureyri. Formaður rakti einnig samskipti samtakanna við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og samstarfi við Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands. I lok ræðu sinnar óskaði Hrefiia for- svarsmönnum Gistiheimilisins í Brekkubæ á Hellnum til hamingju með umhverfisverðlaun Ferða- málaráðs. Eftir skýrslu stjórnar lagði Sigrún Halldórsdóttir fram og skýrði reikninga félagsins. Tals- verðar umræður spunnust um framlag samtakanna til Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vestur- lands. Eftir afgreiðslu reikninga og skýrslu stjórnar fór fram stjórn- Olrna Gunnlaugsdóttir frá Okrum á Hellnum flutti veislugestum nokkurfrumsamin Ijóð og lög af væntanlegum geisladiski. Mynd IH Hluti fundarmanna á aðalfiindi Ferðamálasamtaka Vestturlands sem haldinn var á Hótel Höfða í Ólafsvik. MyndlH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.