Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2000, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 30.11.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. NÓVMEMBER 2000 asíssuinu^] Fregnir írá Hörpuútgáfunni Hörpuútgáfan á Akranesi er að gefa út nokkrar nýjar bækur um þessar mundir. Lífsgleði Lífsgleði - minningar og frásagn- ir sem Þórir S. Guðbergsson skráði. I bókinni rifja fimm þekktir Islendingar upp liðnar stundir og lífsreynslu. Séra Birgir Snæbjörnsson er þekktur fyrir frásagnargleði og skemmtileg stílbrögð. Hér rifjar hann upp nokkrar eftirminnilegar sögur ffá æskuslóðum á Akureyri, bernskubrekum, sögulegri flugferð og atvik úr farsælu prestsstarfi. Einnig segir hann frá kynnum sín- um af blindum, einstökum bónda í Bólstaðarhlíðarhreppi. Jón Guðmundsson, bóndi og fv. oddviti á Reykjum í Mosfellsbæ, er löngu þekktur fyrir störf sín, einnig sérstæðar og skemmtilegar ffásagn- ir. Asamt æskuminningum sínum segir hann á efdrminnilegan hátt frá samferðamanni sínum og efrir- minnilegum sveitunga, Stefáni Þorlákssyni í Reykjahlíð, sem Hall- dór Laxness minnist á í Innansveit- arkróníku. Margrét Thoroddsen, húsmóðir og viðskiptafræðingur, rifjar upp æskuminningar úr Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar. Hún segir frá eft- irminnilegum árum í Bandaríkjun- um og Mexíkó og háskólaárunum efrir að hún settist á skólabekk 57 ára. Þekkmst er Margrét fyrir störf sín hjá Tryggingastofhun og Félagi eldri borgara. Páll Gíslason, yfirlæknir er löngu landsþekktur fyrir störf sín sem læknir, skátahöfðingi, borgarfull- trúi í Reykjavík og formaður í Fé- lagi eldri borgara. Páll rifjar upp einstakar minningar frá læknis- störfum á Patreksfirði og Norðfirði um miðja öldina, þegar aðstæður í heilbrigðismálum voru frumstæðar og heilbrigðismálin í mótun. Ragnheiður Þórðardóttir, hús- móðir á Akranesi, ekkja Jóns Arna- sonar alþingismanns, segir frá bernskuárum á Skaganum og eftir- minnilegu fólki sem hún kynntist á þeim tíma. Þá rifjar hún upp að- draganda og stofnun Kvenskátafé- lagsins á Akranesi, lýsir ævintýra- legum ferðum þeirra stallsystra og ógleymanlegum útilegum. Hver er sinnar gæfu smiður Hörpuútgáfan hefur sent ffá sér nýja bók efrir höfundinn vinsæla Bodil Forsberg. I bókarkynningu seg- ir: Ótrúlega spennandi og hrífandi saga tveggja hjóna og dætra þeirra, sem fæddust sama daginn á sömu fæðingarstofu, atburðarás sem varð kveikjan að meiri erfiðleikum og verri ógöngum en nokkum hafði órað fyr- ir. A fyrsta skóladegi lidu dóttur sinn- ar fær Nína skyndilega hugboð um að bamið hennar og Lennarts, mannsins hennar, sé ekki þeirra bam. Þau höfðu vafið litlu stúlkuna ást og umhyggju í sjö ár, en þá vaknar grunur um að ekki sé allt með felldu. Karen og Harrý hafa í raun alið upp hið rétta bam þeirra Nínu og Lennarts, því að á fæðingardeildinni höfðu orðið dapur- leg mistök. Og svo birtist Karen tískuhönnuður og krefst fallega fyrir- myndarbarnsins síns og vill skila „ljóta andarunganum“ sem hún og Harrý maður hennar höfðu ffarn að því alið upp í misgripum sem sitt bam. Háskaflug Komin er út hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi ný bók eftir metsöluhöfund- inn Jack Higgins. I bókarkynningu segir: Háskaflug er sannkölluð tlug- hetjusaga með öllum þeint ógnum og skelfingaraugnablikum, sem herflug- menn einir upplifa. Höfundurinn þekkir flug og aðstæður herflug- manna af eigin reynslu. Bókin segir ffá bandarísku tvíburabræðunum Harry og Max Kelso sem vora að- skildir í æsku. Þeir vora um tvítugs- aldur í byrjun síðusm heimsstyrjaldar og báðir flugmenn, Max í flugher Þjóðverja og Harry í flugher Breta. Þar lenda þeir bræður í flugorrastum í návígi. Annar fær það verkefhi að myrða Eisenhower, hinn að drepa Hitler. Hvoragur gat séð fyrir þær djöfullegu aðstæður sem biðu þeirra um það bil sem innrás herja Banda- manna í Normandí vofði yfir. Þeir at- burðir urðu kveikjan að svívirðilegu ráðabruggi og háskalegum fyriræd- tmum sem virrn engin siðalögmál. Hljóðbækur Hörpuútgáfan hefur sent frá sér fimm nýjar hljóðbækur undir heit- inu „Hljóðbækur Hörpuútgáfunn- ar“. Flytjendur og sögumenn: Heið- dís Norðfjörð og Bessi Bjamason. Fyrir síðusm jól sendi Hörpuútgáf- an ffá sér þrjár hljóðbækur í þessum flokki: Sögur fyrir svefhinn, Þjóð- sögur og ævintýri og Jólasögur. I hverri öskju era tvær snældur (Lest- ur 3 klst). Lögð er áhersla á vandað- ar þýðingar og flutning. Nýju hljóð- bækumar eru: Emil í Kattholti, Æv- intýri HC Andersen 1-2, Ævintýri HC Andersen 3-4, Ævintýrin okkar 1 -2 efrir Heiðdísi Norðfjörð og Æv- intýri frá annarri stjörnu 1-2 eftír sama höfund. Hljóðleikar Ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar, Marh'ðendur (1998) vakti mikla at- hygli og fékk góða dóma gagn- rýnenda. Bókin hefur að hluta eða í heild verið þýdd á mörg tungumál og er væntanleg á spænsku. Hún hefur verið kynnt víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, á alþjóðlegri ráð- stefhu í Venezuela og á Bókastefn- unni í Gautaborg. Hljóðleikar er sextánda ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar. Eins og bók hans Marlíðendur, sækir hún efni í Eyrbyggju og aðrar íslenskar fomsög- ur og eddukvæði. Þannig má segja að hún sé eins konar ffamhald Marlíð- enda. Einnig er ort um landafundi Is- lendinga og Vínland. Flest ljóðaima eru þó úr eigin umhverfi skáldsins og sum afar persónuleg. Jafhframt því sem ljóðin endurspegla tímann, ferð- ir og hugmyndir er leitað til upp- runans og dregnar upp myndir úr for- tíð. Máttur bænarinnar Hörpuútgáfan á Akranesi hefur endurútgefið bókina Mátmr bænar- innar eftír hinn þekkta kennimann Norman Vmcent Peale. Llann varð fyrst kunnur hér á landi þegar bók hans „Vörðuð leið til lífshamingju" kom út árið 1965. Bænimar í bókinni gáfu Peale kjark og kraft til að takast á við lífið. Sömu reynslu hafa hinir fjöl- mörgu lesendur hans upplifað. Allir geta fundið hér bænir tíl að nota í gleði og sorg. Að auki geymir bókin leiðbeiningar um bænaiðkun og um- fjöllun um gildi bænarinnar í daglegu lífi okkar. Þær eru komnar á prent til að vera öðram til sama gagns. Þessi ágæta bók hefur verið ófáan- leg um nokkurt skeið. Arlegir aðventutánleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Bm-grirfjarðaiprófastscLrmis og Reykholtskirkju veröa haldnir laugardaghm 2. desember nœstkomandi og hefjast klukkan 16.00. Aðþessusirmi erþaS Kammerkór Vestmiands sem kemurfram á tórdeikunum. Kórimi var stofiuiðut ' árið 1999 meðal annars íþví augiiumiði að veita tónlistarmenntuðu fólki í héraðinu tœkifeeri til aðfást við metmðarfull verkefin á sviði sönglistar. StjórnmuB kársbis er Dagrún Hjartardóttir en hún er Borgfirðingtim að góðu kunn fyrir störfað tónlistarkenmlu og kórstjóm. A rfnisskrá tónleikamia eru m.a. mótcttur eftir Meudelssohn, Brahms og Vivaldi og tveirþættir úr óratoríunni Messías eftir Hándpl. Þáflytur kórínn eimiig hefðbundna og þekkta aðventutónlist, íslenska og erienda. Undirleikarar ent þau Etva Tosik Warscmiak, fiðla, Zbigniew Dubik, fiðla, Asgeir Steingrímssm, tivmpet ogjacek Tosik Warstrwiak, oigel. Einsöngvarar kama úr röðum kórsins. SamstarfTónlistarfélagsJjorgatfiarðq^ pvfastscLemisins og Reykholtskirkju um tónleikaer fastur liðiir imamingarUfi hér í héraði, áaðyentu, og^ hefurávattt notið góðra undirtekta hemuvmanna. A myndinni erKammerkór Vesturlands. Frá Sögufélagi Borgarfjarðar Ut er komið 11. bindi af Borg- firskum æviskrám, sem Sögufélag Borgarfjarðar gefur út og hefur að geyma stuttorðar æviskrár íbúa Borgarfjarðarhéraðs frá upphafi átjándu aldar og til þessa tíma. Upphafsmenn og fyrstu höf- undar æviskránna vom þrír mætir fræðimenn, borgfirskrar ættar, Aðalsteinn Halldórsson, Ari Gíslason og Guðmundur Illuga- son. Þeir era nú allir látnir og stendur Sögufélagið og borgfirsk ættfræði í stórri þakkarskuld við þá fyrir mikið og óeiginlegt starf. Fyrir nokkrum árum tók Dr. Þur- íður J. Kristjánsdóttir fyrmm pró- fessor við Kennaraháskóla Islands við ritstjórn verksins og hefur jafhframt unnið að rimn æviskráa ásamt Sveinbjörgu Guðmunds- dóttur, er tók við verki föður síns, Guðmundar Illugasonar, er hann féll frá. Gert er ráð fyrir að með næsta bindi verði hægt að ljúka útgáfu meginmáls ritsins, en síðan er þess að vænta að gefið verði út viðbótarbindi með viðbótum og leiðréttingum. I æviskránum er að finna miklar upplýsingar um ættir og æviferil þess fólks sem lifað hefur og starf- að í héraðinu og þar er um að ræða heimildir sem á ókomnum árum munu gagnast öllum sem fást við ættfræði og persónusögu Borgfirðinga. (Fréttatilkynning) Ut er komin bókin, Olafur biskup, æviþættir Ólafur Skúlason biskup hefur notið vinsælda og virðingar í störfum sínum. Hann var prestur í Norður-Dakota í Bandaríkjun- um og Bústaðasókn, varð fyrsti æskulýðsfulltrúi kirkjunnar og mótaði það starf. Þá var hann kjörinn til fjölmargra trúnaðar- starfa. Hann var t.a.m. formaður Prestafélags íslands, dómprófastur í Reykjavík og vígslu- biskup í Skálholtí áður en hann varð biskup íslands 1989. I bókinni lítur Ólaf- ur yfir farinn veg. Hann greinir frá fjöl- skyldu sinni og upp- vexti, lýsir kynnum af fjölmörgu fólki og fjallar af hreinskilni um menn og málefni. Hann lýsir hér ó- venjulegu lífshlaupi sínu á þann líflega hátt sem honum er sérstak- lega lagið og dregur ekki fjöður yfir ýmiss konar átök sem áttu sér stað innan kirkj- unnar á starfstíma hans. Bókina skráði Bjöm Jónsson Ólafur biskup, æviþættir, er 400 blaðsíður. Prentsmiðjan Oddi ehf. annaðist prentun og bókband. Útgefandi er Almenna útgáfan. Æskan ehf. dreifir bókinni. Njr geisladiskur: -1 f)arlægð Ut er kominn geisladiskur með Theodóru Þorsteinsdóttur sópransöngkonu og Ingibjörgu Þorsteinsdóttur píanóleikara. Diskurinn nefnist I fjarlægð og hefur að geyma íslensk sönglög eftir þjóðþekkt tónskáld. Auk þess eru lög eftir tvo Bor’gnesinga sem ekki hafa v.erið hljóðrituð áður. DÍskurinn var’ h'ljóðritáður* í Stykkishólmskirkju í apríl 2000 og sá Sigurður Rúnar Jónsson um hljóðupptöku. Á þessum diski eru hrífimdi 1 söngperlur 'í falléghm flutn'ingi þéírra Thepdóra 'óg Ingibjargar, en þær eru Véstlendingum. að góðu kunnar fyrir ötullt starf í tónlistarmálum. Þær eru ' báðar mjög virkar í tónlistarflutníngi og kennslu, Theodóra er skólástjóri ,og sQpgkennayi við.Tónlistarsk61a_ Borgarfjarðar og Ingibjörg er skólastjóri, píanókennari og með- leikari við Tónlistarskóla Stykkis- hólms. Theodóra stundaði: söngnám við Söngskólann í Reykjavík og einnig í Vínarborg. Ingibjörg stundaði tónlistarnám við Tón- -listars'kplanti; í ;Reykjavík og í Lohdon. Þær sfollur hafa starfað saman frá árinu 1982 og komið frahi víða sainan bæði hérlendis óg erlendis, ýmísf með kórum eða tvæf saman, haldið nokkra tón- leiká sainaii og komið'saman fram í útvarpi og sjónvarpi, Þessi diskur ér órifissandi fyrir sanria unnéndiir ísleriskra söng- lagá. Utgéfaridi.er: Fjölritunar-og útgáfuþjónustari Borgarnesi. . (Frittatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.