Skessuhorn - 30.11.2000, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 30. NOVMEMBER 2000
^uusiinu^
Bókmmín
Sæmundur Kristjánsson sagna-
maður á Rifi í Snæfellsbæ er Snæ-
fellingum vel kunnur fyrir þann
gríðarlega áhuga sem hann hefur
á sögu svæðisins. Sæmundur
sem telur sig fæddan Sandara hef-
ur grúskað í mörgu og lætur fátt
firamhjá sér fara. Uppáhaldsrit
Sæmundar er Eyrbyggja og Bárð-
arsaga Snæfellsáss.
Sæmundur hefur undanfarin ár
boðið upp á söguferðir um sagna-
slóðir á utanverðu Snæfellsnesi. I
ferðum sínum fylgir Sæmundur
sögustöðum og hinum fornu göt-
um þar sem menn gengu til ver-
stöðvanna. “Það er afskaplega
vinsælt að fara niður í Dritvík.
Fyrir um það bil sjö árum varð ég
þess áskynja að upp frá Dritvík
liggur skemmtileg gata sem var
týnd. Þessa götu má kalla breið-
stræti á þeirra tíma mælikvarða, þar
sem mjög er lagað undir fæti, hlið-
arhallinn er hlaðinn af þar sem gat-
an liggur utan í hólunum. Það er
merkilegt að þessi gata er hvergi
vörðuð, hún hefur verið það fjöl-
farin að ekki hefur þótt ástæða til
að varða hana. Gatan hefur verið
vel sýnileg enda snjólétt þarna á
svæðinu. Svona gata í dag væri
sjálfsagt kölluð heilsársvegur því að
öll gatan er ofanhalt í hólunum og
hraunbristunum þannig að hún
hefur alltaf verið snjólaus. Svo er
önnur gata sem er í miklu uppá-
haldi hjá mér, það er svokölluð Jað-
argata í Búðarhrauni. Þegar ég fór
fyrst að velta þessu fyrir mér var
mér sagt að menn hefðu farið land-
ið eða með sjó. Klettsgata liggur
frá Flraunlöndum yfir hraunið of-
anhalt við Búðarklettinn að Búðum
og þar yfir Hraunhafnarósinn og
suður um fjörurnar. Síðan er Jað-
argatan, þegar ekki hefur verið fært
vegna sjávar í Hraunhafnarósnum,
þá hafa menn farið frá Hraunlönd-
um og beina stefnu á Stórhólinn í
Axlarhólunum, þessi gata er að sínu
leyti margfalt betri og hún er líka
meira mörkuð í klöppina. Það eru
engar ýkjur að slitið í klöppinni er
allt upp í 12 sentimetra eftir hófa
hestanna. Þessi gata er svo sýnileg
og er í miklu uppáhaldi hjá mér”.
Sæmundur hefur bæði boðið upp á
leiðsögn fyrir gönguhópa og einnig
fyrir ríðandi og segir gaman að fara
þessar götur hvort sem er ríðandi
eða gangandi. “Mér finnst reynd-
ar ekki verjandi að fara á hestum
um Jaðarsgötuna vegna þess gróð-
urs sem þar er kominn. Það yrði
svo mikil útlitsskemmd á landinu
þegar horft er frá Axlarhólunum
yfir hraunið”. En hversu oft fer
Sæmundur um þessar slóðir á
sumri? “Það hafa verið farnar
Sæmundur með uppáhaldsbókina sína, Eyrbyggju.
svona 13-15
gönguferið á
sumri og svona
3-5 hestaferðir
síðustu 3 árin.
Veðrið hefur
náttúrulega
mikil áhrif á
þátttökuna en
flestir hafa verið
eitthvað yfir 40
manns en fæstir
orðið fjórir í vit-
lausu veðri.”
En hvað í
þessum sögum
þykir Sæmundi
vænst um.
“Mér þykir mest
gaman að útlits-
lýsingunni af
Þorkeli skinnvefju í Bárðarsögu.
Kona ein er Gróa hét var kona
Skjaldar í Tröð á Hellnum. Þau
voru bæði skipverjar hjá Bárði og
hafði hann veitt þeim Tröð til á-
búðar. Skildi er lýst sem góðum
búmanni en þrátt fyrir það þótti
Gróu hún vangefin Skildi og yfirgaf
hann af þeim sökum. Gróa settist
að í helli einum framan í Gróuhól.
Eitthvað mun hún hafa lagað þenn-
an skúta til svo hún gæti búið þar og
bóndi hennar Skjöldur færði henni
þangað mat daglega. En Gróuhóll
er þar sem nú eru bílastæði ferða-
manna upp af höfninni á Hellnum.
Síðan deyr Skjöldur og fær þá Bárð-
ur Snæfellsás einum af skipverjum
sínum Gróu til forsjár. Sá var Þor-
kell skinnvefja sem Bárður hafði
gefið land á Dagverðará og er lýs-
inginn á þeim manni í Bárðarsögu
alveg mögnuð, honum svo lýst.
Hann var hár maður og mjór og
langt upp klofið, hann var hand-
síður og liðaljótur og hafði mjóa
fingur og langa. Hann var þunn-
leitur og langleitur og lágu hátt
kinnbeinin. Hann var tannber og
tannljótur, úteygur og munnvíður,
hálsinn langur og höfuðmikill,
herðalítill og miðdigur, fæturnir
langir og mjóir, en frár var hann og
fimur við hvað eina og trúr hverjum
þeim er hann þjónaði. Þannig
að ekki var alvondur þó hann hafi
greinilega ekki útlitið með sér”.
Eg þakka Sæmundi fyrir kaffi-
sopann og söguna og tek af honum
loforð um að fylgja okkur seinna á
einhverja söguslóð.
IH
Af Svörtuloftum
Svörtuloft heita rnikil björg á sjófuglinum og bátunum að veiðum
vesturströnd Snæfellsness. Þaðan er og þannig hefur það verið þarna út
gaman að fylgjast með briminu, frá um aldir. Svo dag einn koma
Gaman er að bregða upp kíki ogfylgjast með dragnótabátunum að veiðum svo stutt frá
landi.
Snynfstofimjenný. Lim
Sýður pér að koma oa kynnast
Cíarins meðferoum;
Andlitsbað
Analitsnuad
nudd
fiessí gjöffyfair
anáíits- og
Ciíamsmeðferðum
fyá CÍarins á
meðan Círgðír encCast
ung hjón og sjá þörf fyrir veitinga-
hús á Hellissandi og þau kaupa
gamalt kaupfélag fram á bökkum.
Fljótlega er svo starfsemi hafin í
hinu nýja veitingahúsi og ákveðið
að nefna staðinn Svörtuloft. Þetta
mikla nafn gefur vissulega ákveðin
fyrirheit þeirra sem komið hafa út á
hin fornu Svörtuloft. En það vant-
aði bara eitt, það vantaði nefnilega
útsýni á borð við það sem er þar
vestra. Það var hinsvegar alltaf
draumur þeirra Fúsa og Sigrúnar
að opna sýn til sjávar. Nú á dög-
unum var nýr salur opnaður þar
sem áður var pakkhús kaupfélags-
ins. Þar voru settir stórir gluggar
með glæsilegu útsýni til sjávar, það-
an má sjá hina frægu Brekknalend-
ingu og gömlu höfnina í Krossvík.
Þetta stórkostlega útsýni bætir á-
byggilega nokkrum stjörnum við
þær einkunnir sem gestir munu
gefa þessu veitingahúsi. Það var
erfitt fyrir blaðamann að rífa sig frá
þessum gluggum þar sem Svörtu-
loftatilfinningin er algjör. Til ham-
ingju með það. IH
Vel sótt
Fimmtudaginn 2. nóvember sl.
var haldið beiðslisgreiningar-
námskeið í Arbliki í Suðurdöl-
um. Námskeiðið var einkum
ætlað kúabændum og öðrum
þeim er hag kynnu af því að hafa
að vita allt um tímgun kúa.
Námskeiðið var á vegum Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri og
var Þorsteinn Olafsson dýralæknir
á Suðurlandi, fyrirlesari. Hann er
einn helsti framámaður Islands í
frjósemismálum kúa og annara
jórturdýra. Námskeiðið var upp-
haflega áætlað að halda á Hvann-
eyri en vegna lélegrar skráningar
átti að aflýsa því. Til að koma í veg
fyrir það tók Nautgriparæktarfélag
Dalasýslu til sinna ráða og bauðst
til að útvega húsnæði og þátttak-
Listviðburður
Nýverið opnaði Hanna Bjart-
mars Arnardóttir grafíklistakona
myndlistarsýningu í Krákunni í
Grundarfirði. Hanna útskrifaðist
úr kennaradeild Myndlista- og
handíðaskóla Islands árið 1981 og
stundaði síðan nám í grafíkdeild
við sama skóla 1981-1983. Hún
stundaði framhaldsnám við
Grafikskolan Forum í Svíþjóð
1985-1987. Hanna hefur haldið
fjölda einkasýninga bæði hér
heima og erlendis auk þess sem
hún hefur tekið þátt í samsýning-
um eins og Miniprint
International De Cadaques 1989,
Internationale jubelaums Grafik-
Triennale Frechen 1993 og sam-
sýningu Grafíkfélagsins 1994.
Allar myndirnar á sýningunni eru
af Kirkjufellinu frá mismunandi
sjónarhornum og með fjölbreytt-
um litasamsetningum. “Þessi
skemmtilega sýning er sannarlega
kærkomin fyrir menningarlífið
hér á staðnum” sagði Halla Elin-
marsdóttir í Krákunni.
IH
einingamámskeið
endur í Dölum ef námskeiðið kæmi
þangað. I sameiningu tókst þetta
og mættu 13 á námskeiðið en
nokkrir forfölluðust á síðustu
stundu eins og gengur.
Efni námskeiðsins var eins og
fram hefur komið beiðslisgreining
kúa. A síðustu misserum hefur
gengið heldur illa á sjá á kúm hér
um slóðir og þar af leiðandi að
koma haldi í þær. A námskeiðinu
var farið í ymsa þætti sem hafa áhrif
á þessa starfsemi kýrinnar. Aðbún-
aður og dagleg umhirða sem og á-
hrif sólarljóss og birtu. Það er með
ólíkindum að kýr skuli yfirleitt festa
fang þar sem um svo marga sam-
verkandi þætti er að ræða sem
þurfa allir að virka á sama tímabil-
inu.
I hádegishléi var boðið upp á eins
íslenskan mat og frekast var á kosið,
skyr með rjóma, ásamt fleiru ís-
lensku góðgæti framleiddu úr
fyrsta flokks íslensku hráefni.
Þegar fyrirlestra hluta nám-
skeiðsins var lokið og menn höfðu
fengið te og kaffi var haldið í fjós og
menn fengu að sjá kýr beiða. Nám-
skeiðinu var svo slitið og menn
héldu beint heim í sín fjós að meta
ástand sinna kúa.
Það var mat þeirra sem mættu
þennan dag að námskeiðið hafi ver-
ið löngu tímabært og gefið bænd-
um gleggri innsýn í þennan mikil-
væga þátt kúabúskapar, því kýr án
kálfs er geldkýr.
Þorgrímur