Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 iikCSatJtli*... Vímet fyrirtæki ársins í Borgarbyggð 1 síðustu viku kynnti atvinnumálanefnd Borgarbyggðar val áfyrirUeki ársins í sveitatfélaginu. Það var hið gamalgróna fyrirteeki Vímet hf sem varðfyrir valinu aðþessu sinni. Einnig hlaut Sparisjóð- ur Mýrasýslu viðurkenningufyrir að standa dyggilega við bakið á atvinnuuppbyggingu í héraðinu. Þá hlaut Vorumiðlun Vesturlands viðurkenningufyrir góðan árangur í umhverfismálum. Myndin sýnir þá Júlíus Jónsson rekstrarstjóra Vörumiðlunar Vesturlands, Stefán Loga Haraldsson framkvcemdastjóra Vt'mets og Gísla Kjartansson sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Mýrasýslu. Mynd: GE Dæluskipió Perla í Grundarjjarðarhöfii. Mynd IH Ríkið féll frá gjaldtöku Framkvæmdir eru nú hafhar við stækkun Norðurgarðs í Grundar- fjarðarhöfa. Forsaga þessarar ffam- kvæmdar er nú orðin nokkuð löng og flókin en í síðustu viku kom dæluskipið Perla og byrjaði að skipta um efai þar sem stálþilið verður rekið niður. I framhaldinu verður síðan byggður upp púði sem lenginginn mun standa á. Eftir að hafa gengið í gegnum það ferli sem svona framkvæmd þarf að fara í gegnum í dag kom það hafaar- stjórn nokkuð á óvart er Iðnaðar- ráðuneytið ædaði að taka gjald fyr- ir efaisnám á sjávarbotni. Nú hefar ráðuneytið hinsvegar fallið frá þessari gjaldtöku og fátt ætti því að vera því tíl fyrirstöðu að friður verði til að setja þessa framkvæmd í eðlilegan farveg. IH irmww INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Simi: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Borgarbraut 27, Borgarnesi. Einbýlishús á 2 hæðum 106 ferm. Efri hæð: Forstofa og geymsla með máluðu gólfi, 2 saml. stofur teppalagðar, herb. dúklagt, eldhús dúklagt, gangur og stigi dúklagt. Neðri hæð: eldhús dúklagt og teppalögð stofa samliggjandi, herb. dúklagt, baðherb. með kerlaug og tengi f. þvottavél. Sérinng. á neðri hæð. VerÖ: kr. 7.500.000 MyndlH Sæluhúsið á Fróðárheiði þatf að víkjafyrir nýjum vegiyfir heiðiim Sæluhús á Fróðárheiði á förum? Nokkur umræða varð í bæjarráði Snæfellsbæjar um Sæluhúsið á Fróðárheiði. Tilefai umræðunnar var að húsið verður að víkja vegna næsta áfanga í endurgerð þjóðveg- arins yfir heiðina. Pétur Jóhanns- son (B) lýsti sig andvígan því að húsið yrði rifið og lagði það til að bæjarstjórn færi fram á að það yrði fært. Jón Þór (D) sagði að eins og á- standið væri í dag gæfi sæluhúsið kannski falskt öryggi og þjónaði ekki þeim tilgangi sem það gerði á sínum tíma. Óryggisins vegna væri það ekkert mál að rífa það enda væri það varla notað í dag nema af ferðamönnum að sumarlagi. Þessi umræða er í gangi víðar og telja menn að með þéttingu farsímanets- ins verði neyðarskýli sem þetta ó- þarft. Þá hefúr sú umræða farið fram meðal slysavamafólks að veg- teljarar tengdir intemetinu eins og þeir sem era við veðurstöðvar gefi gagnlegar upplýsingar um umferð á svæðum sem þessu. Fjölgun svona teljara og möguleikar á að miða út farsíma sé því sú framtíð sem við blasi. Bæjarráð Snæfellsbæjar sam- þykkti í lok umræðunnar að vel kæmi til greina að flytja húsið ef mögulegt væri og þá hvort mætti nýta það við skíðalyftuna á Fróðár- heiði. IH Hin árlega söngvakeppni Viðskiptaháskólans á Bifröst fór fram um síðustu helgi. Sigurvegari að þessu sinni var Sæmundur Olafssoti og valkyrjurnar. Myndin er tekin á dansleiknum að aflokinni keppni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.