Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 7 jntjatinuu. • • MORÐUR AÐ MEIRI Áhugamenn um íslenska tungu vita ekki alveg í hvorn fótinn þeir eiga að stíga um þessar mundir. Ekki var Mörð- ur Árnason fyrr búinn að heilla útvarpsráð upp úr skónum til samþykktar tillögu sinni um flutning Júróvisjónlags á ís- lensku en hann sneri kvæði sínu í kross og tók upp léttara hjal. Sumir töldu hann mann að meiri, öðrum þótti vegsemd hans þverra, allt eftir hags- munum hvers og eins. Þótt pistlara renni ekki blóðið til skyldunnar þykir ekki úr vegi að fara hér nokkrum orðum um þessa uppákomu. Ekki er að efa að Merði hafi gengið gott eitt til að mæla fyrir þessari tillögu og fá hana samþykkta. Hitt er nokkrum vafa undirorpið að þetta sé rétta leiðin til að vinna fylgismenn að verndun ís- lenskrar tungu. I nýlegri keppni Imark um auglýsingar hlaut séra Pétur, prestur Oháða safnaðarins í Reykjavík, verðlaun fyrir ó- venjulegustu auglýsinguna. Hann auglýsti messu nokkurn veginn á eftirfarandi hátt: „Áttu erfitt með að sofna? Við svæfum þig í messunni á sunnudaginn kemur. Óháði söfnuðurinn.“ Því nefni ég þessa auglýs- ingu hér að málverndarmenn geta lært sitthvað af henni og viðhorfum séra Péturs. Verið er að auglýsa háalvarlegt efni en bros og jafnvel hlátrasköll eru skammt undan. Málvernd er sannarlega ekkert grín frek- ar en messur á sunnudögum en þegar afla á slíkum alvörumál- um fýlgis er til lítils að setja upp strangtrúarsvip og berja menn til hlýðni eða höfða til skyldurækni. Vissulega er það hvimleið þróun þegar alíslensk fyrirtæki taka upp erlend nöfn sem jafn- vel starfsmenn þeirra eiga erfitt með að bera rétt fram. Hvenær tekur útvarpsstöð upp á að auglýsa keppni í íslenskun fyrirtækjanafna og skorar á fyr- irtækin að taka upp bestu nöfnin? Og fjári er það lélegt að menn skuli ekki vilja skera sig úr fjöldanum í Júróvisjón með því að syngja á þjóðtung- unni. Á kennaraárum pistlara fyr- ir hart nær 10 árum setti nem- andi fram alveg frábæra hug- mynd í jákvæðum anda. I ís- lenskutíma í 8. bekk stakk hún upp á því að hvetja ætti ung- linga til að búa til slagorð á forníslensku. Þetta er þó kannski auðveldara að segja en í að komast. Benedikt Erlings- son, leikari, sýndi þó við setn- ingu Evrópsks tungumálaárs á dögunum í Þjóðmenningar- húsinu dýrmæta svo ekki varð um villst að Gunnarshólmi Jónasar Hallgrímssonar sómar sér ágætlega í rapp-útgáfu. Ekki er víst að sú útgáfa færi þeim sem vanist hafa Gunnars- hólma í öllu stilltari flutningi neitt nýtt en þetta gæti verið vænleg leið til að laða unglinga í klofsíðum buxum með húfu ofan í augu að verðmætum ís- lenskrar menningar með lempu. Þetta er töff, þetta er kúl og þetta er íslenskt. Takið eftir því að meistari Þórbergur, sem þótt hefur mesti stílisti á íslensku, sletti meira en aðrir og var þó þeim hinum sömu öðrum þjóðlegri. Bibba á Brávallagötu hefur ef nokkur vakið athygli á teygjan- leika íslenskunnar og hagyrð- ingakvöld eru vinsæl skemmt- un og örugglega vernd tung- unnar í vil. Þungar brúnir og hvassar gagnrýnisraddir eiga ekki samleið með aðhlynningu þjóðtungu. Mörður hefur sjálfsagt vak- ið bros hér og þar með uppá- tæki sínu en það er síður en svo víst að hann hafi unnið vernd íslenskrar tungu góðverk þann daginn. Þar sem þetta er síðasti pist- ill undirritaðs í Skessuhorni, a.m.k í bili, vil ég þakka les- endum samfylgdina. Eg óska Skessuhorni alls hins besta. Lifið heil. Lars H. Andersen FÖRELDRAFRÆDSLA Fyrirhugað er að hafa foreldrafræðslunámskeið fyrir verðandi foreldra á vegum Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi í mars og apríl Vinsamleqast hafið samband ef þið hafið ánuga í síma 437 1400 Hjúkrunarfræðingar Heilsugæslunni (IoJzJiaJzóIl ^WII /JotofCrtfaaA&i*, Vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að halda 8 vikna tónlistarnámskeið í Borgarnesi frá 26. febrúar til 30. apríl 2001 ATH! Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið Boðið verður upp á einkakennslu á gítar, bassa og trommur auk samspils(hljómsveit) fyrir þá sem það vilja. Leiðbeinendur á þessu fyrsta námskeiði verða, Hafsteinn Þórisson; Gítar, bassi, samspil. Sigurþór Kristjánsson; Trommur, samspil. Upplýsingar veita Hafsteinn í síma 435 1565 eða 899 1744 Sigurþór í síma 437 2211 eða 692 3941 5-50HEKTARASPILDUR 1 í STANGARHOLTSLANDI Eigendur Stangarholts bjóða til sölu spildur, sem eru frá 5 og upp í 50 ha að stærð, seldar með vegi og köldu vatni að lóðarmörkum. Lagning hitaveitu frá nyrstu hverfum Borgarness er í athugun, en vegalengd í beinni línu er aðeins 8 km. en 16 eftir þjóðvegi. í Egilssögu er sagt frá því að Skalla-Grímur hafi gefið Þórdísi Stöng, dóttur Þóris Þurs, Stangarholt, sem þá er ein af Landnámsjörðum og þar hefur væntanlega verið búseta í um I 100 ár LandslagsarkitektarnirYngvi Þór Loftsson og Gísli Gíslason frá Landmótun ehf. í Kópavogi hafa skipulagt um 300 ha svæði. Minnsta spildan skv.skipulaginu er 4.6 ha og sú stærsta 24.8 ha,en möguleikar eru á að sameina spildur, ef fólk vill eignast stærra svæði. Engar kvaðir eru af hálfu söluaðila á nýtingu reitanna.þannig að fjölskyldur gætu tekið sig saman um kaupin og byggt fleiri en eitt hús.Frá Reykjavík er vegalengdin 88 km í Stangarholt og á jörðinni er 550 m flugbraut og rétt um 20 mínútna flug til Reykjavíkur. Umhverfið þarna er dæmigert fyrir Mýrarnar, þar skiptast á lágvaxið kjarr,borgir, mýrar.tjarnir og hólar.sem hægt er að nýta til skógræktar.hestamennsku og annars þess er hugurinn girnist í sambandi við útivist Hluti landsins er þurrkaður. Mjög góð þjónusta er í Borgarnesi á öllum sviðum.þar er ein glæsilegasta íþrótta- og sundhöll landsbyggðarinnar, mjög skemmtilegur golfvöllur að Hamri sem verið er að stækka úr 9 holum í I8,mikil samkeppni í verslunarrekstri,fjöldi úrvals iðnaðarmanna og fýrirtækja á öllum sviðum.Möguleiki er á vetrarbeit og að taka hross á hús í hesthús Stangarholts. Hektaraverð er frá kr 200.000,- með vatni og vegi að lóðarmörkum,allt eftir stærð og staðsetningu. Búnaðarbankinn í Borgarnesi býður upp á fjármögnun,bæði til spildukaupa og byggi ngafram kvæ m da. Upplýsingar veitir Ingvi Hrafn Jónsson í síma og faxi 568 1560 eða 552 2879 og 853 6443 og ihjlanga@islandia.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.