Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 11
 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 11 Svana stendur sig vel í glímunni Lokamót Landsglímu fór firam síðastliðinn sunnudag en eins og áður hefur komið fram í Skessu- homi er Landsglíman mótaröð sem samanstendur af þremur mótum. Landsglímumeistari GLI er svo sá sem hefur flest stig eftir mótin þrjú. Dalakonan Svana H. Jóhannsdóttir úr GFD gerði sér lítið fyrir og lenti í 3. sæti í kvennaflokki á mótinu. Það dugði henni til þess að lenda í fjórða sæti í Landsglímumótaröð- inni. Glímufélag Dalamanna lenti svo í þriðja sæti í kvennaflokki í stigakeppni milli félaga en HSÞ átti þar vinninginn. SOK Þorrablót Suðurdala Hið árlega Þorrablót Suðurdala var haldið að vanda nú á nýliðnum þorra í hinu glæsilega félagsheimili sveitarinnar, Arbliki. Fjöldi manna mætti á þessa skemmmn og skemmti sér hið besta. Flin gamalkunni fréttamaður, nú starfandi alþingismaður, Steingrím- ur J. Sigfússon, var veislustjóri, og fórst honum það ágædega úr hendi. Reyndar þótti nokkrum hann held- ur leggja okkar annars ágæta land- búnaðarráðherra dálíttið í einelti, en þó var það allt á léttum og gaman- sömum nómm. Eins og fyrr segir mætti fjöldi manna eða um það bil 220. Það gerist æ algengara að brottfluttir Suðurdalamenn komi og skemmti sér með fyrrverandi sveitungum og er það jafhan vel þegið af okkur sem eftir emm hér í sveitasælunni. Nokkrir velvaldir einstaklingar úr sveitinni vom fengnir til að fara með gamanmál, sem allajafna era blanda af mistökum sveitunganna sl. ár og létt grín af hinu alvarlega umhverfi sem við búum í. Þó kom á óvart þegar skemmtiatriðum lauk, að ekki var látið svo lítið að minnast á hina illræmdu hreppsnefnd, enda kom það á daginn að menn vom hingað komnir til að skemmta sér, eins og einn viðmælenda minna orðaði það. Hin geysivinsæla hljómsveit húss- ins, Dúett, lék fyrir dansi, en það var nú í 9. sinn. Þeir drengir í Dúett standa alltaf fyrir sínu og fylgjast greinilega vel með framvindu tón- listaráhuga minna ástkæru sveit- unga, spila bæði rokk og twist, sem og polka og valsa m.m. Sem fyrr skemmtu allar kynslóðir sér vel saman og tókst skemmtunin í alla staði vel og var flautað til leiksloka kl 04:30 að morgni þess 11. febrúar. Þegar kom að því að halda heim urðu menn skyndilega mjög alvar- legir því hinn nýkrýndi héraðslög- reglumaður okkar, sem kom hingað til starfa í haust, stoppaði hvern ein- asta bíl sem var á leið heim, aðallega til að athuga hvort bflarnir væm nokkuð yfirfullir!!!!!!!! Fleira er nú ekld að ffétta af þessu blóti, en þó gmnar mig nú að enn sé piparsveinum sveitarinnar að fækka......... Ranie Tölvuver í Grunnskóla Borgamess Lokið er fyrsta áfanga í heildar- endumýjun tölvukosts Grunnskól- ans í Borgarnesi. Gengið hefur ver- ið frá kaupum á 24 tölvum af Dell gerð ffá EJS ásamt prentumm og skjávarpa. 16 af þessum vélum em í endurgerðu tölvuveri skólans og kemur það til með að breyta miklu fyrir skólann að sögn Kristjáns Gíslasonar skólastjóra. Koma þessar vélar í stað 6 ára gamalla véla sem verða nú teknar til annarra nota. Einnig var tölvum fjölgað verulega á vinnusvæði kennara. Þar em nú fimm nýjar vélar og þar af fjórar öfl- ugar fartölvur. Tengjast þær þráð- laust við kerfi skólans þannig að notendur geta verið hvar sem er innan vinnusvæðisins við tölvu- vinnslu. Stýrikerfið er Win 2000. “Þessi fjölgvm tölva núna og sér- staklega endurnýjun tölvuversins gjörbreytir allri aðstöðu skólans til kennslu og hagnýtingu tölvu- og upplýsingatækninnar enda aðstaðan eins og hún best gerist. Er það von okkar í skólanum að þessi bætti að- búnaður skili sér í bættri og öflugri kermslu allra námsgreina. Eins breytir þetta allri aðstöðu til námskeiðahalds hér í Borgamesi. Til vors er Símenntunarmiðstöð Vesturlands þegar búin að skipu- leggja þrjú tölvunámskeið fyrir al- menning hér í Borgamesi þannig að segja má að þörfin sé fyrir hendi,” segir Kristján. GE Frá námskeiðinu i Borgamesi Ökuskóli Sjóvá Tryggingafélagið Sjóvá Almennar hélt um síðustu helgi námskeið fyrir unga ökumenn á aldrinum 17-20 ára í Borgamesi. Námskeiðið var vel sótt og segja fulltrúar Sjóvá Al- mennra að námskeið af þessu tagi hafi án efa skilað sér í lægra tjóns- hlutfalli hjá þeim sem þau sækja. Námskeiðin gefa þáttakendum möguleika á að hækka sig í bónus- flokkum félagsins. GE Tolli sýnir í Borgamesi A Hótelbamum Listamaðurinn Tolli opnaði málverkasýningu í Listasafni Borgarness í Safinahúsinu síðastlið- inn laugardag. Sýningin ber yfir- skriftina: “Ljósið handan sjón- deildarhringsins.“ Þar sýnir hann nýleg verk sem hverfast um kynngimögnuð augnablik í ís- lensku landslagi, þegar sérstæð birtan bregður á leik í ljósaskipt- unum. Tolli býr um þessar mundir í Berlín og vinnur þar að list sinni. Hann á að baki nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1977- 1983 og í Listaháskóla Berlínar 1984-1985. Hann hefur haldið fjölda sýninga, bæði heima og er- — lendis, en sýnir nú í fyrsta skipti í Listasafni Borgarness. Listasafn Borgarness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnar- braut 4-6 Borganesi, og verður sýningin opin á opnunartíma þess, 13-18 virka daga og 20-22 á fimmtudagskvöldum. Sýningin stendur til 1 l.mars. GE Leikfélagið Grímnir í Stykkis- hólmi sýnir um þessar mundir leik- ritið Hótelbarinn eftir Sigríði Gísladóttur. Þetta leikrit er 36. uppfærsla Grímnis og fyrsta verk höfundar. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Leikritið fjallar eins og nafhið bendir til um fólk sem hittist á bar í litium bæ úti á landi. Hótelbarinn er farsi með skemmti- legum orðasenum og kjamyrtri ís- lensku. Barinn er miðdepill verks- ins og þangað koma hinar ólíku persónur þess. Kjami verksins er kannski ekki efhismikill og á stund- um er það svolítið losaralegt en hvort tveggja hæfir ágætiega á bar. Hinar mislitu persónur em svolítið missterkar og stundum minnir verkið á revíu. Það er hinsvegar fal- inn þráður í þessu verki sem áhorf- endur skynja ekki fyrr en í lokin. Leyndarmál Svenna er góð hug- mynd sem vel hefði mátt skapa meira rými í verkinu. Frammistaða allra leikaranna er prýðileg og fara nokkrir þeirra alveg á kostum. Þeir Jóhann Hinriksson og Guðmundur Bragi Kjartansson em auðvitað öf- undsverðir af skemmtilegum karaktemm sem þeir túlka mjög vel. Þessi sýning er góð skemmmn þar sem höfundi, leikurum og leik- stjóra tekst að skapa barlífinu til- tölulega eðlilegt umhverfi. IH Lögreglan á Akranesi Kenna bömunum jákvæð samskipti Þau Jóhanna Gestsdóttir og Jónas Hallgrímur Ottóson fóm ný- verið af stað með nýtt verkefhi sem kallast ÞOR verkefni eða Þú og raunveruleikinn. Verkefnið er byggt á bandarískri fyrirmynd þar sem tilgangurinn er að mynda já- kvæð tengsl á milli barna og lög- reglumanna. “Við byrjum að heim- sækja krakkana í 5. þekk gmnnskól- anna og einn lögreglumaður allt að því ættieiðir einn bekk” segir Jó- hanna. “Við heimsækjum þau fimm sinnum í vetur og reynum að inn- ræta börnunum virðingu fyrir sér og öðrum, almennt siðferði og margt fleira auk þess sem við kynn- um fyrir þeim búningana okkar og sýnum þeim öll okkar tæki og tól. Með verkefninu erum við almennt að rejma að leiða börnunum það fyrir sjónir að allar athafnir hafa sínar afleiðingar.” Börnin fá ÞOR möppu sem í eru margvísleg verk- efni sem þau eiga að vinna í vetur. “Verkefhin fjalla um réttindi þeirra, lög og reglur og ýmislegt annað. Tilgangur þeirra er margþættur en aðallega erum við að reyna að efla sjálfstraust þeirra og kenna þeim mikilvægi reglnanna.” Þess má geta að það hefur sýnt sig að þátttaka barna í þessu verkefni í Bandaríkjunum dregur vemlega úr lflmm á að þau ánetjist fíkniefhum. Eins og áður segir er þetta í fyrsta skipti sem verkefhi sem þetta er notað á Akranesi en fyrsta áfanga þess lýkur nú í maí með grillveislu. Því er þó síður en svo lokið því lög- regluþjónninn kemur til með að fylgja bekknum út allan grannskól- ann. Verkefhið er í gangi í bæði Grundaskóla og Brekkubæjarskóla ogjóhanna segir að þetta sé í fyrsta skipti sem heilt bæjarfélag taki þátt í þessu verkefni. “Þetta var tekið fyrir í Grafarvogi en datt upp fyrir þar. Ég veit hins vegar að mörg bæjarfélög hér í kring era mjög á- hugasöm um verkefnið og spennt að sjá hvernig þetta kemur út hér.” Jóhanva Gestsdóttir ogjónas Hallgrítmir Ottóson sem standa á bak við ÞOR verkefinð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.