Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 jtt£,33UtlU.. Skemmtilegt firumkvæði 'Penninn Fösmdaginn 16. febrúar s.l. var okkur oddvit- um stjórnmálaflokkanna á Akranesi boðið í gönguferð með áhugasömum íbúuin á efrihluta Vesturgötunnar um fegrun bæjarins og betri umgengni. Gengið var frá gatnamótum Stillholts og Vesturgötu í áttina að Iðjustíg, gangstéttar, gata og umhverfi skoðað. Gengum við Iðjustíginn niður á Ægisbraut, og upp hana, og var þar m.a. skoðuð umgengni og hirðing svæða í umsjá Akraneskaupstaðar umgengni og ástand húsa og viðhald þeirra skoðuð. Þá var ástand götunnar skoðuð. Síðan buðu íbúamir okkur upp á kaffi og vöfflur þar sem málin vora rædd. Var rætt þar m.a. um starfsleyfi fyrirtækja við Ægisbraut. Það er mjög gaman að vita af þeim mikla á- huga sem þetta fólk hefur á umhverfi sínu, og er það uppörvandi, allavega fyrir mig er þetta ritar, að finna slíkan áhuga hjá íbúum bæjarins, sem betur fer er svo um marga aðra íbúa okkar bæj- ar. Það er ljóst að Akranesbær þarf að veita mun meira fé en hingað til hefur verið gert til að fegra og snyrta bæinn okkar, og það verður best gert með samstilltu átaki íbúa bæjarins og Akra- neskaupstaðar. En það er alveg klárt af hálfú þess er þetta skrifar að verulega þarf að styrkja starf garðyrkjustjóra bæjarins með auknu fjár- magni til þeirra framkvæmda sem til þarf til að fegra bæinn. Um leið og ég þakka það ffumkvæði þeirra sem buðu til þessa göngutúrs vil ég vekja athygli á tillögu sem við bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fluttum árið 1999. Hún var ætluð til að auðvelda okkur að taka ákvarðanir, hvernig best væri að skipuleggja störf Akraneskaupstað- ar í þeim tilgangi að Akraneskaupstaður og bæjarlandið væri alltaf sem snyrtilegast, og að- laðandi. Þess má geta að þessi tillaga var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Akraness árið 1999 en hefur því miður ekki verið framkvæmd, og skora ég hér með á þá er málið varðar að sjá til þess að sú vinna sem í tillögunni felst verði kláruð sem fyrst. Tillaga Sjálfstæðis- manna : “Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bygg- inga-og skipulagsfulltrúa ásamt garðyrkjustjóra að kortleggja bæinn og bæj- arlandið og útbúa tæm- andi lista yfir þau atriði sem tilgreind era hér að neðan. Lagt er til að bænvtm verði skipt upp í 5-10 á- móta stör svæði og gerð verði forgangs- og fram- kvæmdaáætlun til að vinna við þessi verkefni verði markviss- ari. Lauslegt mat á kostnaði fylgi með hverjum lið fyrir sig. Þetta teljum við vera til hag- ræðingar fyrir allar stofnanir bæjarins til lengri tíma Iitið, þá ekki síst vinnu- skólann. Við teljum eðlilegt að byrjað verði á ffam- kvæmdum í gamla bænum og að tekið verði til- lit til þessarar tillögu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000. a) Hvar vantar gangstéttir og hvar þarfnast þær endurnýjunar. b) Hvar vantar bundið slitlag og hvar þarfnast slitlag lagfæringar. c) Hvar er ástand göngustíga og grænna svæða ábótavant. Hvar ffágangi vegna gatnagerðar er á- bótavant. d) Móta stefnu um hvernig sé eðlilegt að standa að hreinsun bæjarins. (Götur, gangstétt- ar , stofnanir, opin svæði) Tilgangur með tillögu þessari er að Akranes- kaupstaður og bæjarlandið sé alltaf sem snyrti- legast, og aðlaðandi. “ Gimnar Sigurðsson Bœjniráðsviaður Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. jóðfegt (jorn Heljarslóðaorrusta Heilir og sælir lesendur góðir til sjávar og sveita Sagan af Heljarslóðarorrusu hefur löngum verið sögð fyndn- asta bók er rituð hefur verið á ís- lenska tungu. Höfundur bókar- innar er skáldið Benedikt Svein- bjarnarson Gröndal, Egilssonar Lærðaskólarektors. A vorum dögum er Benedikt iðulega kall- aður hinn eldri til aðgreiningar frá Benedikt Gröndal þeim er sat ® í forsæti minnihlutastjórnar Al- @ þýðuflokksins 1979 - 1980, heilli öld effir að Gröndal eldri var upp á sitt besta. Heljarsljóðarorrusta er stórfurðulegt skáldverk, það nær þeim fágæta árangri að ganga fram á ystu brún fáránleikans án þess að falla í þá gildru, sem flest- ® ir er þar fara um falla í, að ganga ffam af þessari ystu brún og missa þannig marks. Efnislega fjallar bókin um orr- ustu Frakka, undir stjórni Napól- eons III keisara og Austíríks- manna sem að nafninu til lúta Jós- eppi keisara, en í raun stjórnmála- manninum slæga, Metternich, sem áhugamenn um Evrópusögu þekkja fyrir afturhald og slægð. Orrustan átti sér stað í raun og sann við Solferino, sem á Póslétt- unni ítölsku. I henni var mann- fall mikið af beggja hálfu en ár- angur þeim mun minni. Orrust- una og aðdraganda hennar notar Gröndal sem umgjörð skemmti- sögu sinnar, en heldur sig sem minnst við gang mála að öðra leyti. Þótt persónur sögunnar séu samtímamenn höfundar og fjallað sé um nýliðna atburði þá minnir bókin frekar á fornaldarsögur Norðurlanda. Fjölkynngi, finn- gálkn, gandreið og afturgengnir haugbúar koma mikið við sögu. Fáránlegast er þó að helsta um- ræðuefni Evrópuleiðtoganna eru hin sömu og efst eru á baugi hjá bændum úti á Islandi. Ber það helst fjárkláðann, sem þá geisaði um landið og skipti mönnum í tvær fylkingar, þá sem vildu reyna lækningu og þá sem vildu skera. Meðan þessar deilur stóðu sem hæst létu Islendingar önnur mál sig lítt varða. Hin mikla þjóð- félagsumræða sem byltingarnar í Evrópu höfðu valdið, baráttan fyrir auknum réttindum Islend- inga gagnvart Dönum og áhyggj- ur af stórfelldum fólksflótta til Vesturheims; allt mátti þetta víkja fyrir umræðunni um fjárkláðann. I upphafi sögunnar er heimin- um lýst í fáum orðum. Eftir stutta lýsingu á suðurálfu bætir Gröndal við: Austr af Austrríki er Garðaríki; þar ræðr Alexander hinn mikli; hann er goðborinn og kominn af Oðni. Þar er brennivín mikið; þar er Pétrsborg; þar var Katrín. Vestr undan Garðaríki er Kyrjálabotn og þar fyrir vestan Svfyjóð; þá er Noregr; þar er Djúnki; þar eru hreindýr mörg; þar búa fjöl- kynngismenn. Kristjanía heitir höfuðborg í Noregi; þar kom Guðbrandr og þar er Ivar Aasen. Norðr af Garðaríki liggr Spits- bergen, þar er kalt; þar var Duf- ferin og þar var Sigurðr. Vestr af Noregi liggr Atlantshaf; þar liggr Island; þar er Þjóðólfr og þar er fjárkláðinn mikli. Þá er Græn- landshaf, þar er Grænland og Helluland; þar eru skriðjöklar og þar er Ragnarsslóði; þar vann Gestr Bárðarson á Ragnari. Þá er Vestrhálfa. Síðar í sögunni stefnir í stórá- tök og verða þá fyrirboðar ýmsir eins og iðulega í fornum sögum: Sáu menn nú eigi annað fyrir en almenna styrjöld, og urðu spell mikil í allri kaupverslun og siðum manna. Þá varð skóleðr svo dýrt, að allir menn í Parísarborg urðu að ganga berfættir, konur sem karlar, því að enginn fékk á fætrna, þar sem allt leðr var tekið handa herliðinu til að stríða; en klæði og silki varð eigi selt, svo að kaupmenn gáfu aleigu sína til þess að menn skyldi kaupa það af þeim og fóru á höfuðið hrönnum sam- an. Þá komust margir úr skuldum, er setið höfðu í súpunni upp í axl- ir alla sína ævi og gekk allt önd- vert. Þá varð einn förukall í París- arborg svo ríkr, að hann keypti Sikiley og lét forgylla alla eyna; þá varð Etna svo fögr að sjá, að sjó- menn hugðu það vera eldsloga brennanda, þeir er eigi höfðu haft fréttir af þessum hlut. Þá var mörgu logið. Þá andaðist Yeh grimmi í Kalkútta, og iðraðist þess mest, að hann hafði eigi látið drepa eðr pína alla kristna menn. Þá andaðist Alexander Húmbolt í Berlín; hann er nefndr í Klaustr- póstinum. Hann var aldri við kvenmann kenndr, og eru slíkt eindæmi í þessari tíð. Þá þuldi drottningin af Darmstadt alla Krakksspá upp úr sér í svefni, og mátti þar margt nýstárligt heyra. Þá var goldið jafnmikið flutnings- kaup fyrir fáein blöð af einu ári af Norðra frá Islandi til Danmerkr eins og allr Norðri kostar um hálfan annan mannsaldr; kind fæddist með tíu hölum norðr í Þistilfirði. Þótt við, sem ekki vorum upp á þessum tímum skiljum lítt í þess- ari romsu, er ljóst að hér er ekkert á blað sett af tilviljun einni. Text- inn er samfelld háðsádeila þar sem Gröndal heggur á báðar hendur og eirir engu. Lítið dæmi er fréttin af andláti Alexanders Húmbolts, þar sem gert er grín að Klausturpóstinum þar eð ekki var vitað til þess að nokkur Islend- © ingur hafi nokkurn tímann vitað hver Húmolt Jtessi var eða hvað hann gerði. Aður var Þjóðólfur aftur hæddur fyrir ofuráherslu á fjárkláðafréttir og loks er gert grín að litlu upplagi Norðra. Gröndal © fékkst sjálfur við blaðaútgáfu um hríð og skyldi því enginn ætla að það séu einhver nýmæli á vorum dögum að fjölmiðlamenn séu uppteknir af því að fjalla hver um annan og skiptast á skeytum. Þegar Heljarslóðarorrusta kom út hneyksluðust margir og þótti illt að jafn gott skáld og Gröndal skyldi smána sjálfan sig með slík- um ærslalátum. Væri það honum til ævarandi minnkunar. Þannig © hafa menningarvitar ávallt íjallað um allt sem almenningi þykir skemmtilegt. Raunin hefur þó orðið sú að þótt ljóð Gröndals lifi með þjóðinni þá er Heljarslóðar- „ orrusta það verk sem heldur nafni hans hæst á lofti. Verið kært kvödd á öðrum Þórs- degi í Góu Bjarki Már Karlsson sjálfskipaður þjóðháttafrœðingur Æ fieYgarðshornig Lög og reglur -I Bandaríkjunum er allt leyfiiegt sem ekki er bannað með lögum. -I Þýskalandi er allt bannað sem ekki er lejTilegt með lög- um. -I Rússlandi er allt bannað jafnvel þótt það sé leyfilegt með lögum. -I Frakklandi er allt lejdilegt jafnvel þótt það sé bannað með lögum. -I Sviss er allt sem ekki er bannað með lögum skylda. Hver öðrum verri Flver er munurinn á góðum lögfræðingi og slæmum lög- fræðingi? -Slæmur lögfræðingur getur dregið mál í fleiri ár. Góður lögfræðingur getur dregið það enn lengur. Læknirinn og lögfræðingurinn Læknir og lögfræðingur voru staddir í fínni veislu þegar mað- ur nokkur vatt sér upp að lækn- inum og spurði hann ráða varð- andi þrálátt munnangur sem hann hafði barist við lengi. Læknirinn muldraði eitthvert ráð en snéri sér svo að lögfræð- ingnum og spurði, “Hvað gerir þú þegar fólk spyr þig ráða þeg- ar þú ert staddur á svona al- menningssamkomum?” “Ein- falt mál,” svaraði lögfræðingur- inn. “Þú sendir auðvitað reikn- ing fyrir ráð sem þetta.” Næsta morgun þegar læknirinn kom til vinnu skrifaði hann mannin- um sem þjáðist af munnangrinu reikning upp á 5.000 krónur. Síðar sama dag barst honum sjálfúm 10.000 króna reikning- ur frá lögfræðingnum. Ekkert er ókeypis Hundur hljóp inn í kjötbúð og náði að næla sér í safaríka steik sem lá þar á afgreiðslu- borðinu. Sem betur fer þekkti kjötsalinn hundinn þar sem ná- granni hans var eigandi hans. Svo illa vildi hins vegar til að nágranninn sá var lögfræðingur. Kjötsalinn hringdi í nágranninn og sagði æstur, “Heyrðu. Ef hundurinn þinn hefði stolið steik úr kjötbúðinni minni, vær- ir þú ábyrgur fyrir því?” “Að sjálfsögðu,” sagði lögfræðingur- inn. “Hvað kostaði steikin?” “900 krónur,” sagði kjötsahnn yfir sig ánægður með hversu vel þetta hafði gengið fyrir sig. Nokkrum dögum síðar fékk kjötsalinn ávísun í pósti fyrir steikinni. Við hana var heftuð rukkun sem á stóð: Lögfræðileg ráðgjöf: 10.000 krónur. Þrjár spumingar Frægur og virtur lögfræðing- ur í Bandaríkjunum hafði feng- ið nýjan viðskiptavin. “Getur þú sagt mér til að byrja með hversu mikið þjónustan kostar?”, spurði viðsldptavinurinn. “Að sjálfsögðu,” svaraði lögfræðing- urinn. “Ég fer ffam á 15.000 krónur fyrir að svara þremur spurningum.” “15.000 krónur!” sagði viðskiptavinurinn forviða. “Finnst þér það ekki fullmikið?” “Jú,” sagði lögfræðingurinn. “Hver er þriðja spurningin?”

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.