Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 1
Verkfærakista ogVínlands- för á netinu Síðastliðinn þriðjudag heim- sótti Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í þeim til- gangi að opna þar tvo nýja vefi á internetinu. Sá fyrri heitir Vestur til Vín- lands og er hann unninn af nem- endum skólans í íslensku undir stjórn Hörpu Hreinsdóttur sem er kennari við skólann. Þar er fjallað um Grænlendingasögu og Eiríks sögu Rauða. Hinn vefurinn er ætlaður kenn- urum sem vilja nota upplýsinga- tækni í kennslu og er merkileg nýjung. Þessi vefur varð til sem þróunarverkefni undir stjórn Hörpu Hreinsdóttur kennara og Hafdísar Hafsteinsdóttur bóka- safnsfræðings í FVA. Vefurinn gengur undir heitinu verk- færakistan og er hugsaður sem hjálpartæki fyrir kennara sem vilja nýta upplýsingatæknina í kennslu. A myndinni má sjá Bjöm Bjamason menntanálaráöherra opna vefinn ásamt Jóhanni P. Péturssyni og Petrínu Siguröardóttur Lögbanná Akraneskaupstað? Akraneskaupstaður gerði ný- verið samning við Sorpu sem felur meðal annars í sér að Sorpa sjái um flutning á flokkuðu rusli til Reykjavíkur. Jón Valdimar Björns- son, framkvæmdastjóri Gáma- þjónustu Akraness, telur að það sé brot á samningi þeim sem Akra- neskaupstaður gerði við Gáma- þjónustuna fyrir þremur árum síð- an og hann hyggst fá það fram að sett verði lögbann á Akraneskaup- stað. “Það er erfitt að útskýra málavexti í stuttu máli en ég og minn lögmaður erum að vinna í málinu og það er í athugun að fá sett lögbann á þetta.” Jón Valdi- mar er ekki sáttur við vinnubrögð Akraneskaupstaðar og hann segist Nýr markaðs- fulltrúi Rakel Óskarsdóttir hefur tekið við starfi markaðsfulltrúa Akraness, en hún tók við af Jakobi Þór Har- aldssyni sem lét af störfum í síðasta ekki vita hvaðan sú skipun kemur að semja ofan í samning. “Þetta er auðvitað brot á þeim samningi sem ég gerði við Akraneskaupstað árið 1997 um flutning á sorpi, leigu á gámum og losun þeirra. Svo gera þeir samning við Sorpu um sama málefni. Þetta er ekki fyrsta skipti sem brotið er á mín- um samningi heldur er þetta að- eins eitt skrefið í viðbót af hálfu Akraneskaupstaðar, bæjarstjórnar og þeirra sem vinna í kringum sorpmálin. Eins og ég segi þá kemur til greina að fá sett lögbann en við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun um hvenær eða hvort verður látið á það reyna.” SÓK mánuði. Rakel hefur verið búsett á Akranesi undanfarin tvö ár en hún er rekstrarfræðingur frá Viðskipta- háskólanum á Bifröst. Enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi við Rakel en það verður að öllum líkindum gert í vikunni. Uppsagnir á Grundartanga? Mikið hefur verið rætt um það undanfarið hvort fyrirhugað sé að segja upp starfsfólki á Grundar- tanga. Skessuhorn hafði samband við Helga Þórhallsson, aðstoðar- framkvæmdastjóra Hins íslenska járnblendifélags, í vikunni og spurði hann um málið. “Vð erum eins og er að skoða allar leiðir til að skera niður kostnað en það miðast fyrst og fremst að því að reyna að bæta reksturinn og draga úr yfirvinnu starfsmanna. Það eru engar uppsagnir fyrirsjáanlegar en auðvitað getur alltaf komið til uppsagna. Þetta er að minnsta kosti ekkert sem búið er að gera opinbert og við myndum byrja á því að gera það hér innanhúss áður en við færum að hlaupa með það í fjölmiðla.” SÓK Skallar komnir í úrslitakeppnina Úrvalsdeildarlið Skallagríms tryggði sér öruggt sæti í úrslita- keppni Islandsmótsins með góðum sigri á Keflvíkingum í Borgarnesi síðastliðinn sunnudag. Þremur dög- um áður hafði liðið unnið nauman sigur á IR á útivelli í æsispennandi leik en IR-ingar voru helstu keppi- nautar Skallanna um síðasta sætið í úrslitunum. Ljóst er að Skallagrímur er það lið sem hvað mest hefur komið á ó- vart á þessu keppnistímabili en í upphafi móts var þeim spáð falli. Liðið hefur verið að eflast og styrkj- ast efrir því sem hefur liðið á mótið og ljóst að þeir munu ekkert gefa eftir í baráttunni í úrslitakeppninni. Sjá allt um körfuboltann á bls. 15. Afram leitað að heitu vatni Stjórnir Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar eru ekki búnar að gefa það upp á bátinn að mögu- leiki sé fyrir byggingu hitaveita í sveitarfélögunum. I báðum þess- ara sveitarfélaga hefur verið sótt um styrk til jarðhitaleitar og rannsókna. I Snæfellsbæ er hug- myndin að kanna svæðið í ná- grenni Hellissands og einnig svæðin sunnan fjalls til að fá úr því skorið hvort raunhæft sé að gera ráð fyrir hitaveitu í sveitarfé- laginu. Nú þegar hafa svæði í Fróðárhreppi og í Ólafsvík verið könnuð. Þessum rannsóknum lauk með því að boruð var 600 metra djúp hola við Ólafsvík. Niðurstöður af þeim rannsókn- um þóttu ekki gefa von um að heitt vatn myndi finnast á þeim svæðum. I Grundarfirði hafa menn hinsvegar lengi vitað af þeim möguleika að nýta heitt vatn sem kemur upp í skeri skammt frá Berserkseyri. Lagn- ing hitaveitu fyrir Kolgrafarfjörð hefur gert þá framkvæmd óhag- kvæma. Þverun fjarðarins gefur þessum möguleika hinsvégar meira vægi. Því er næsta verk rannsókna á hitaveitu fyrir Grundarfjörð að ná hreinu sýni af vatninu í skerinu svo mögulegt sé að efnagreina það. Þetta sýni verður tekið á næstu stórstraums- fjöru. Þegar niðurstöður liggja fyrir verður ákvörðun tekin um ffamhaldið. IH Vestlensk fegurð Nú styttist óðum í að Ungfrú Vesturlands 2001 verður valin. Að venju kynnir Skessuhorn fríðan flokk keppenda og í blaðsíðu 6 í blaðinu í dag birtast fjórar fyrstu stúlkurnar. Alls taka 10 stúlkur þátt í keppninni að þessu sinni en úrslita- kvöldið verður í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík þann 31. mars n.k. Tilbod: Verð áður: Lambalæri 699 kg. 899 kg. Folalda-Gúllas 899 kg. 12 13 kg. Folalda-Snitzel 899 kg. 12 13 kg. Folalda-Buff 999 kg. 1 268 kg. Folalda-Lundir 1 1 99 kg. 1 898 kg. Gullostur 369,- 4 19,- Blómkál 269 kg. 399 kg. Kínakál 1 98 kg. 298 kg. Tilboð ímatvöru, tilboðin hefjast 8. mars og gilda meðan birgðir endast

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.