Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 5
onJssaurnj.,- ] FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 5 Félagsþjónusta við föduð böm Til skoðunar hjá stjórnkerfi Snæ- fellsbæjar er hvernig auka megi fé- lagsþjónustu við fötluð börn í bæj- arfélaginu. Málið snýst meðal ann- ars um dagþjónustu fyrir fötluð börn yfir sumartíman. Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkti að óska eftir því við Guðnýju Sigfúsdóttur þroskaþjálfa og Sigþrúði Guð- mundsdóttur félagsmálastjóra hjá félags- og skólaþjónustu Snæfeli- Mávaklettur - leikskólaútibú I síðustu viku var tekið í notkun nýtt leikskólaútibú frá leikskólanum Klettaborg í Borgarbyggð að Máva- kletti 14 í Borgarnesi. I útibúinu eru 24 leikskólapláss. Þegar eru komin sjö börn í útibúið og síðan verður bætt við tveimur til þremur börnum Andlitslyfting Eins og lesendur Skessuhorns hafa væntanlega tekið eftir hafa ver- ið gerðar lítilsháttar breytingar á blaðinu. Guðrún Björk Friðriksdótt- ir, hönnuður og umbrotsmaður Skessuhorns heíur að undanförnu unnið að úditsbreytingum á blaðinu sem miða að sjálfsögðu að því að gera gott blað enn betra. Þá hafa einstakir fastir efnisþættir verið flutt- ir til. Illugi Jökulsson og Lars And- erssen hafa ritað sinn síðasta pisttil, í bili, a.m.k., en í staðinn koma Bjarki Már Karlsson og hagsýn húsmóðir. Þá verður þjóðlega hornið lagt til inga að koma með tillögur um hvernig þessari þjónustu verði best háttað, hver þörfin er, hvaða tíma- bil um er að ræða og hver kostnað- ur bæjarfélagsins myndi verða við þetta, miðað við að hvert barn fengi 6 vikur í sumarfrí. Bæjarráð óskar eftir því að félagsmálastjóri og Guðný inæti síðan á fund í næsta mánuði og kynni málið. í einu smám saman þar sem þau þurfa aðlögunartíma. Ekki er reikn- að með að leikskólinn verði orðinn fullmannaður fýrr en í ágúst. I fram- tíðinni er síðan gert ráð fyrir að ald- urskipting verði þannig að yngstu börnin verði í Mávakletti en þau eldri á Klettaborg. Ekki er vitað hvenær það fyrirkomulag kemst til ffamkvæmda. hliðar en þess í stað kemur söguhorn sem er ekki síður þjóðlegt og verður á móti vísnahorni Dagbjarts á Ref- stöðum. Lögð verður aukin áhersla á efni sem höfðar til yngri lesenda og í- þróttaumfjöllun verður markvissari en þar hefur hinn knái knattspyrnu- kappi Hjörtur Hjartarson tekið við stjórnartaumunum. Þá verður lögð áhersla á markvissan og fjölbreyttan fréttaflutning af öllu Vesturlandi sem aldrei fyrr. Við vonum að les- endum falli þessar breytingar vel í geð og að sjálfsögðu höldum við á- fram að þróa blaðið með það að leið- arljósi að það sé og verði blað allra Vestiendinga. GE Lúsafaraldur í Borgarfirði Lúsin, sá alræmdi skaðvaldur, hefur enn og aftur látið á sér kræla í Borgarfjarðarhéraði. Af þeim sökum hefur Heilsugæslustöðin í Borgarnesi sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: “Vegna síendurtek- inna lúsatilfella í héraðinu í vetur er fólk hvatt til að leita vel hver hjá sér og á þetta við öll heimili í hér- aðinu. Búið er að senda dreifibréf á flest heimili í vetur þar sem leið- beiningar eru um hvernig leita eigi lúsa. Það er á ábyrgð heimilanna að sjá til þess að þar lifi ekki lús góðu lífi. Allar upplýsingar um aðstoð ef þörf er á er hægt að fá á Heilsu- gæslustöðinni. Efni til að útrýma lús fæst í öll- um apotekum.” GE Seinkun Því miður seinkaði útgáfu síð- asta tölublaðs Skessuhorns um einn dag vegna bilana prent- smiðju. Það varð til þess að hluti áskrifenda fékk ekki blaðið sitt fyrr en á mánudegi. Biðjumst við velvirðingar á þessari töf og von- um að lesendur fái blaðið í sínar hendur á réttum tíma framvegis. GE Guðjón kominn Eins og komið hefur fram í Skessuhorni var Guðjón Brjáns- son ráðinn framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Akraness^ í lok síðasta árs í stað Sigurðar Olafssonar og átti hann að hefja störf frá og með áramótum. Eitthvað dróst þó að Guðjón kæmi til starfa, meðal annars vegna þess að enn átti eftir að ráða eftirmann hans sem framkvæmdastjóra sjúkrahússins á Isafirði. Að sögn Guðna Tryggva- sonar, formanns atvinnumála- nefndar Akraness, er þó verið að ganga frá þeirri ráðningu. “Eg býst við því að hann taki endanlega við af Sigurði nú um mánaðamótin.” SOK GE ^dU vesf^ QJpplýsinga og Vesturland 'jCynningarmiðstöð 'JJesturlands Aðalfundur Upplýsinga og kynningarmiðstöðvar Vesturlands verður haldinn í Hótel Borgarnesi þann 28. mars kl. 18:00 Dagskrá: 1) Yenjuleg aSalfundarstörf 2) Onnur mál 3) Lagabreytingar, tillaga að fjölga stjórnarmönnum úr þremur í fimm. Allir sem láta sig ferðaþjónustu á Vesturlandi varÖa, eru hvattir til að mæta ATHUGIÐ BREYTTAN FUNDARTÍMA Stjórnin Upplýsinga og kynniaarmiðstöð Vesturlands Brúartorgi 4 -Borgarnesi sími:437-2214 - Fax 437-2314 netfang: tourinfo@vesturland.is Námsstefna um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu verður haldin á sama staðfyrr um daginn. Nánar auglýst siðar. Hópur væntanlegra fermingarbama í Borgamesi tók á dögunum þátt í landsöfnum Hjálparstaifs kirkjunnar Söfiiuðu þau fijálsum firamlögum til stuðnings bágstöddu fólki í Eþíópíu. Söfnunin gekk vel og stóðu krakkamir sig með príði að sögn Hreggviðs Hreggviðssonar meðhjálpara í Borgameskirkju. Mynd: GE in&’aí :í\ m<fc kjO- D & Si Otrq 3 aq o 3 Akraneskaupstaður Laust starf hjá Akranesveitu Akranesveita óskar að rdða rafvirkja til starfa við rafmagnsdreifikerfi veitunnar Áskilið er að viðkomandi hafi réttindi til B-löggildingar. Nánari upplýsingar um starfið veita verkstjóri rafveitusviðs (sími: 433 1063) og sviðsstjóri fýrirtækjasviðs (sími. 433 1060). Umsóknarfrestur er til 16. mars n.k. en umsóknir skal stíla d Akraneskaupstað, Stillholti 16-18, 300 Akranes, merktar: Starfsumsókn - rafveitusvið _________________fl______________

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.