Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 7
§S2SSlÍiJöSí'3 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 7 HIÐ NYIA DVERGAKAST Varla hefur það farið framhjá neinum að nú er skollið á nýtt tímabil af Formúlu eitt kappakstrinum. Fyrsti kappaksturinn að baki og Michael Schumacher vann. Þetta veit ég ekki vegna þess að ég hafi svo mikinn áhuga á Formúlu eitt, hvað þá að ég hafi horft á þennan fyrsta kappakstur, heldur er einhvern veginn orðið alveg gersamlega óhugsandi að láta Formúlu eitt framhjá sér fara. Þó ég feginn vildi. Formúla eitt - og þó einkum og sér í lagi vinsældir þessa fyrirbæris - er merkilegt rannsóknarefni. Fullyrt er, og ég hef engar forsendur til að draga það í efa, að þetta sé vinsælasta sjónvarpsefni í heimi og ótrúlegasta fólk af öllum stærðum og gerðum beinlínis lifi fyrir að horfa á þá Schumacher, Flakkinen og félaga þeysa um á sínum vélfákum - svo ég fari nú að tala eins og íþróttafréttamenn; í rauninni eru þetta náttúrlega öngvir fákar, heldur bara frekar asnalegir og ljótir bílar. Manni skilst að á barnaheimilum, í skólum, á öllum vinnustöðum, útá togurunum og jafnvel inni á elliheimilunum, gangi lífið meirog minna út á það að fylgjast með þessum skratta. Og hvað er skemmtilegt við þetta er mér alveg hulin ráðgáta. Fólk sem fussar og sveiar yfir þeirri eðlu list knattspyrnunni og segist ekki nenna að horfa á önnur eins leiðindi, þarsem ekkert gerist, það virðist sitja yfir Formúlu eitt alveg heillað og logandi spennt - þó það sé vandfundin íþrótt þarsem minna gerist og færra beri til tíðinda. Einhvern tíma í fyrra ákvað ég að gera bragarbót á vanþekkingu minni á Formúlu eitt og kynna mér um hvað málið snerist. Eg ákvað sumsé að horfa á einn kappaksturinn. Ekki man ég hvar hann var háður og ég man heldur ekki hver vann eða hver tapaði. Eg man það eitt að önnur eins tröllaukin leiðindi hef ég aldrei upplifað, enda dottaði ég hvað eftir annað, meðan á þessu stóð. Einhver - segjum það hafi verið Schumacher - tók forystuna í upphafi og hélt henni síðan í rúman klukkutíma. Þá fór einhver framúr honurn - segjum það hafi verið Hakkinen - og fleira gerðist ekki í þeim kappakstri. Þetta er heilagur sannleikur, það gerðist alls ekkert fleira. Eg hélt kannski að þetta hefði verið óvenju tíðindalítill kappakstur og unnendur Formúlu eitt væru því heldur spældir, en ekki var það að heyra á þulinum í sjónvarpinu. Þulurinn, eða réttara sagt þulirnir, því þeir voru tveir að tala saman, þeir voru þvert á móti í sjöunda himni. Þeim fannst þetta bæði spennandi og afar skemmtilegt. Þeir fylltust nærri trylltum æsingi þegar kom að þeim æsispennandi viðburði að Schumacher og Hakkinen þurftu að keyra útaf brautinni til að fá meira bensín og skipta um dekk, og þeir voru farnir að skeggræða hvernig myndi ganga í þessum „viðgerðarhléum" heilum klukkutíma áður en þau runnu loksins upp. Svo tóku þeir félagar þessi viðgerðarhlé og þulirnir í sjónvarpinu máttu varla mæla af spennu þessar sjö sekúndur sem hléin tóku yfir því hvernig myndi nú ganga. En svo voru sjö sekúndurnar búnar og þá hélt ég að þeir myndu fara að tala um eitthvað annað, en þeir héldu áfram að tala um viðgerðarhléin í óratíma á eftir, bera þau saman, þusa útí það óendanlega um einhver sekúndubrot og svo framvegis. Enda svosem ekki um margt annað að tala, en mér var hulin ráðgáta hvernig þeir gátu verið svona áhugasamir um þetta. En það var nú barnaleikur miðað við þau ósköp þegar Hakkinen fór framúr Schumacher, eða Schumacher fram úr Hakkinen. Þá urðu þulirnir svo viti sínu fjær af fögnuði og spennu að þið fyrirgefið þó ég taki svo dónalega til orða, en það eina sem hægt var að láta sér detta í hug var að mennirnir hefðu fengið úronum. Það var bersýnilega æðsta lífsreynsla þeirra fyrr og síðar að hafa fengið að verða vitni að þessum stórkostlega atburði, sem tók nákvæmlega þrjár sekúndur. Og réttlætti fyllilega þá þrjá klukkutíma sem þessi leiðinlegi kappakstur tók. Ekki svo að skilja að mér sé ekki sama. En það er dálítið skrýtið að fullorðið fólk skuli velja sér það að lífsstarfi - ef svo má að orði komast - að horfa á þessi leiðindi, tala um þessi leiðindi, hugsa um þessi leiðindi. Og reyndar ennþá skrýtnara að börn skuli endast til þess. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér hef ég loksins komist að niðurstöðu um hvað veldur vinsældum þessa einkennilega sjónvarpsefnis. Fyrir allnokkrum árum var að ryðja sér til rúms ný íþróttagrein sem virtist líkleg til að ná miklum vinsældum. Þetta var að sjálfsögðu hið svokallaða „Dvergakast“ sem upp var runnið í Astralíu, ef mig misminnir ekki, og fólst í því - eins og nafnið bendir til - að stórir og miklir menn köstuðu dvergum eins langt og þeir gátu. Eins konar kúluvarp með lifandi kúlum. Eg varð nú reyndar aldrei þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá þetta dvergakast, því það var fljótlega bannað, af því það þótti niðurlægjandi fyrir dverga - þótt reyndar bærust aldrei sögur af öðru en að dvergunum þætti þetta hin besta skemmtun. En ég er á því að Formúla eitt sé hið nýja dvergakast og orsakirnar fyrir því að fólk horfir á þetta sé að það sé að reyna að upplifa spennuna af hinu sanna dvergakasti - þótt Formúla eitt komist reyndar varla í hálfkvisti við það. Ef einhver skilur ekki samhengið, þá dugar að taka fram að kapparnir Schumacher og Hakkinen og þeir félagar allir eru fremur lágvaxnir menn. Þeir eru réttara sagt afar lágvaxnir menn. Þótt ég sjálfur sé ekki hár í loftinu með mína 177 sentímetra myndi ég gnæfa yfir þá ef ég yrði svo heppinn að hitta þá fyrir. Þeir verða að vera agnarsmáir til að komast fyrir í þessum svokölluðu bílum, en sjónvarpsvélarnar gera alltaf sitt allra besta til að fela hvað þeir eru pínulitlir. Sem er náttúrlega synd, því ég held sem sé að ástæða fyrir vinsældum „íþróttarinnar" hljóti að vera náskyld vinsældum dvergakastsins - altso fólk nýtur þess að sjá þessum agnarsmáu mönnum kastað útí veður og vind, þótt að vísu séu þeir í kraftmiklum bílum en ekki knúðir áfram af þrekvöxnum risum eins og í hinu upprunalega dvergakasti. Illiigi Jöknlsson 2)íl & m Nú er síðasta tækifærið til að versla í gamla Kaupfélagshúsinu að Egilsgötu 11 í Borgarnesi. Laugardaginn 10. mars frá kl. 12.00 16.00. Fullt af góðum og gagnlegum vörum á gjaíverði. Missið ekki af einstæðu tækifæri til að gera góð kaup og styrkja um leið öflugt íþróttastarf. Stærri hlutir fást sendir heim að dyrum. Knattspynwdeild Skallagríms iíjmsmíjí Auglýsing um deiliskipulag í Leirár-og Melahreppi Borgarfjarðarsýsiu Samkvæmt ákvæðum 18. og 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögur að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Skorholt Leirár- og Melahreppi Borgarfjarðarsýslu. Tillagan gerir ráð fyrir fimm frístundahúsum. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmáium liggur frammi hjá oddvita Leirár- og Melahrepps Neðra-Skarði frá 9. mars til 6. apríl 2001 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skilað fyrir 20. apríl 2001 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Auglýsing um sinubrennur Samkvœmt lögum nr. 6H1992 og reglugerð nr. 157/1993 eru allar sinubrennur óheimilar án leyfis sýslumanns. Oheimilt er að brenna sinu nema á jörðum sem eru í ábúð eða nýttar af ábúendum lögbýla. Umsókn um leyfi skal hafa borist sýslumanni fyrir 1. apríl nk., umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til afgreiðslu. Einungis verður veitt leyfi til eins árs. Sá sem veldur tjóni með sinubrennu eða meðferð elds á víðavangi þannig að saknæmt sé ber fébótaábyrð á því tjóni sem af hlýst. Brot gegn lögum um sinubrennur varða sektum. Umsókn um leyfi til sinubrennu skal fylgja vottun viðkomandi héraðsráðunautar, náttúrvemdarnefndar eða gróðurvemdamefndar. í umsókn skal lýsa nákvæmlega því svæði sem fyrirhugað er að brenna. Leyfishafi skal tilkynna viðkomandi slökkviliðsstjóra með a.m.k. 6 tíma fyrirvara í hvert skipti sem hann hyggst brenna sinu á því svæði sem hann hefur leyfi til. 4. gr. reglugerðar nr. 157/1993 um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. Sýslumaður getur veitt ábúendum lögbýla leyfi til að brenna sinu að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: 1. Takmörk þess svæðis sem fyrirhugað er að brenna sinu á skulu vera vel skilgreind. 2. Innan 200 m fjarlægðar frá mörkum svæðisins skulu ekki vera mannvirki, náttúmminjar, mosi, lyng, trjágróður eða ræktun sem eldurinn getur spillt eða grandað. 3. Varp fugla skal ekki vera hafið á svæðinu eða umhverfis það í minna en 200 m fjarlægð. 4. Jarðvegur og gróðursvörður skal ekki vera svo þurr að hætta sé á að eldur valdi tjóni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sýsluskrifstofunni í Borgamesi 7. mars 2001 Sýslumaðurinn í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.