Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 ^SSUIIUw Sektaður fyrir vanrækslu Nýlega dæmdi Héraðsdómur Vesturlands skipstjórann á Breiða- fjarðarferjunni Baldri til að greiða 120.000 króna sekt vegna yfirsjón- ar og vanrækslu er ferjan sigldi á sker á síðasta ári. Baldur var í áætl- unarsiglingu um Breiðafjörð þann 30. ágúst s.l. er skipið steytti á skeri skammt frá Flatey. Skipið skemmdist nokkuð við áreksturinn og var frá siglingum um tírna. Nokkrir skipverjar og farþegar urðu fyrir minniháttar meiðslum við óhappið. Skipstjóri játaði brot sitt fyrir dómi. IH Tveimui* bílum stolið í Olafevík Síbrotamaður sem ferð átti um Olafsvík í lok síðustu viku vantaði far til Reykjavíkur og leysti það mál með að stela bíl. Dálítið sögulegt því fyrst stal hann einum sem lítið bensín var á og ók honum útaf veg- inum skammt fyrir innan Ólafsvík. Þá sneri hann við til Olafsvíkur og stal öðrum. Fljótlega eftir þann stuld var lögregla látin vita um bíl- þjófhað og féll þá fljótt grunur á manninn sem lögreglan hafði haft í haldi fyrr um daginn. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði svo bílþjófmn við komuna til Reykjavíkur. Að sögn lögreglu á Snæfellsnesi er allt of algengt að fólk skilji eftír híbýli sín ólæst og lykla í bflum sínum. IH Eldá samstaða um sorpmál Nú er orðið ljóst að ekki mun nást samstaða um sameiginlegt út- boð í sorpflutninga frá Snæfells- nesi. Bæjarstjórn Stykkishólms á- lyktaði um málið og hvatti til sam- eiginlegs útboðs eftir að þeim barst bréf frá Snæfellsbæ þar sem sameiginlegu útboði var hafnað. Þeir í Snæfellsbæ eru þeirrar skoð- unar að við núverandi aðstæður sé rétt að ganga til samninga við Vélaleigu Tómasar Sigurðssonar sem hefur þjónað þessum þætti hjá þeim. I Grundarfirði er áhugi fyr- ir sameiginlegu útboði en þar hef- ur verið samið við Almennu um- hverfisþjónustuna ehf. til tveggja ára. Kunnugir segja að í raun séu sveitarfélögin ekki tilbúin með sitt skipulag og því sé sameiginlegt út- boð erfitt á þessari stundu. Þeir í Stykkishólmi standa því frammi fýrir því að bjóða sorpflutninga út eða semja um þá. Það er þó álit manna sem til þekkja að sameigin- legt útboð sé skynsamlegur mögu- leiki sem verði stefnt að á næstu árum. Kostnaður við sorphirðu og urðun hefur vaxið gríðarlega með nýjum reglum varðandi sorpmál og Ijóst að sveitarfélöginn verða að leita hagkvæmni í þessum rekstri. Bæjarstjórn Stykkishólms fól bæj- arstjóra að kalla stjórnendur sveit- arfélaganna til sameiginlegs fund- ar um málið. III Reglur um lóðaúthlutun LTthlutun lóðanna í Flatahverfi nýverið hefúr vakið mikið umtal á Akranesi. A síðasta fundi bæjar- stjómar Akraness lagði Gunnar Sig- urðsson fram tillögu þess efnis að bygginga- og skipulagsfulltrúa og bæjarritara yrði falið það verkefni að semja reglur um lóðaúthlutanir. I reglunum er meiningin að meðal annars komi ffam hvernig standa skuli að úthlutuninni ef fleiri en einn sækja um sömu lóðina. I grein- argerð með tillögunni segir meðal annars að vegna mikillar ásóknar í lóðir á Akranesi sé nauðsynlegt að mótaðar verði reglur sem taki af öll tvímæli hvernig standa skuli að út- hlutun lóða þannig að fyllsta jafn- ræðis sé gætt. Sigríður Gróa Rristjánsdóttir lagði til að tillögunni yrði vísað til umfjöllunar í bæjarráði og var það samþykkt. A fundi bæjarráðs var svo ákveðið að fela Jóni Pálma Pálssyni að afla nánari upplýsinga um úthlut- unarreglur sveitarfélaga. SÓK Olijón tvöfkldur Fram kom á fundi bæjarráðs Stykkishólms að ekki hefði tekist að ráða í stöðu bæjartæknifræð- ings. I því ljósi var samþykkt að fela forseta bæjarstjórnar að gera starfssamning við bæjarstjórann Ola Jón Gunnarsson um að hann taki að sér þau verkefni sem til falla sem aukastörf. IH Loksins er veturinn kominn og vekur það mismikinn fógnuð hjá mannfólkinu. Þessi hross í Dölunum létu sér hinsvegar fátt umfmnast. Nýr byggingafiilltrúi Ráðinn hefur verið nýr bygg- inga- og skipulagsfulltrúi á Akra- nesi. Sá heitir Magnús Þórðarson og hefur hann nú þegar hafið störf. Eins og áður hefur komið fram óskaði fyrirrennari hans, Skúli Lýðsson, eftir ársleyfi ekki alls fyrir löngu, en hann ætlar að starfa hjá fyrirtækinu Eykt í höf- uðborginni í þann tíma. SOK Kvermanefhdin sérum hátíðahöldin Bæjarráð Akraness hefur samþykkt beiðni kvennanefndar KÍA urn að fá að taka að sér framkvæmd á 17. júní hátíðahöldunum í sumar. Það er því eflaust von á góðri skemmtun á þjóðhátíðardeginum í ár. SOK Mót vina- bæja á Akranesi A bæjarráðsfundi Akraness, sem var haldinn þann 22. febrú- ar síðastliðinn, var tekið fy'rir bréf Norræna félagsins á Akra- nesi varðandi mót vinabæja Akraness í Noregi (Bamble), Svíþjóð (Vestervik), Finnlandi (Narpes) og Danmörku (Tönd- er), en mótið verður haldið á Akranesi sumarið 2002. Bæjar- ráð samþykkti að skipa fimrn manna starfshóp til að vinna að málinu. Auk bæjarstjóra, sem er formaður nefndarinnar, verða þar tveir fulltrúar tilnefndir af bæjarstjórn og tveir fulltrúar til- nefndir af Norræna félaginu á Akranesi. Samstarf þessara vinabæja hefur staðið í tæp 40 ár og svona mót eru haldin á 3 ára fresti. Nú er sem sagt komið að Akurnes- ingum að vera gestgjafar en það hefur ekki gerst síðan árið 1986. Gestirnir eru í bænum í 3-4 daga yfirleitt í seinni hluta júní- mánaðar. Gísli Gíslason bæjar- stjóri segir að fjöldi gesta sé misjafn en að reikna niegi með að í heildina sæki 70-80 manns Skagann heim á mótinu. “Þetta eru í raun vel á annað hundrað manns sem koma á samkomur tengdar mótinu því þeir gestir sem koma hafa verið fóstraðir af bæjarbúum sem eru þá þátttak- endur í mótinu. Gestirnir eru bæði fólk úr sveitarstjórnum og norrænum félögum auk hins al- menna borgara.” SÓK Timbur- úrgangur til Sorpu Umsjónarmaður sorpntála á Akranesi, Valdimar Þort'aldsson, hefur sent bæjarráði bréf varð- andi timburúrgang í Gámu. Valdimar segir að þeir ætli að láta taka timburhauginn og keyra hann suður í Sorpu. “Við erum að losa okkur við það timbur sem hefur safnast hér upp hjá okkur og erum að nýta til þess flísabíl- inn sem keyrir upp á Grundar- tanga. Nú eru breyttir tímar, það má ekki halda neinar almenni- legar brennur lengur og þess vegna urðum við að leita annarra úrræða.” SÓK Dæmdir fyrir lík- amsárás Síðastliðinn fimmtudág voru tveir menn á milli tvítugs og þrí- tugs dæmdir fyrir líkamsárás á veitingastaðnum Venus í október 1999. Mennirnir tveir voru fundnir sekir um að hafa ráðíst á dyravörð og tvo lögregluþjóna og hótað þeint síðarnefndu lík- amsmeiðingum og lífláti. Annar mannanna var dæmdur í tveggja ntánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn til að greiða 50.000 króna sekt í ríkissjóð. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.