Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 9 o&fiSSIÍIÍUiJj HEKLA Um síðtistu helgi var Hekluhúsið í Borgarnesi jbnnlega opnað en þar er einnig tilhúsa umboð Samvinnuferða Landsýn og Tryggmgamiðstöðvarinnar. Mikið var um dýrðir og hoðiö upp á veitingar og skemmtidagskrú. Siv Friðleifidóttir umhverfisráðherra ávarpaði stmfimenn LMJ. Mynd: Carsten Kristinsson. Stefiiumótun Landmælinga kynnt Stefnumótun fyrir Landmæling- að míga í saltan sjó þó þeir fari sjald- ar íslands til næstu sex ára var kynnt á fundi með starfsmönnum stofnun- arinnar í síðustu viku. Til fundarins mættu auk starfsliðs LMI Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra, Ingi- mar Sigurðsson, skrifstofustjóri, Einar Sveinbjörnsson aðstoðarmað- ur ráðherra og Arnar Jónsson ráð- gjafi ffá PricewaterhouseCoopers ehf. I skýrslu um stefhumótun LMI sem ber heitið “Landupplýsingar fyrir samfélagið” og dreift var á fundinum er að finna skilgreiningu á meginhlutverki LMI, framtíðar- sýn stofnunarinnar, megináherslur gagnvart hagsmunaaðilum, svo og stefnumótandi þætti innri mála- flokka. Nýr áttaviti - nýtt kort Magnús Guðmundsson, forstjóri LMI lýsti stofnuninni í stórum dráttum og notaðist þar við líkinga- mál úr útgerð og sjómennsku. Hann sagði að stofnunin hefði fengið nýj- an áttavita og nýtt kort með stefiiu- mótunarskjalinu: “Mig langar að líkja Landmæling- um Islands við skip, gott skip sem er málað gult og blátrt, ágætlega tækj- um búið og þokkalega rúmgott, en fljótlega gætum við þó þurft að lengja það um nokkra metra. Við, kæru starfsmenn erum áhöfh skips- ins sem liggur nú við bryggju hér á Akranesi, Siv er útgerðarstjórinn sem fer lítið á sjó en kemur gjarnan um borð þegar við erum að landa og kíkir á okkur eins og hún hefur gert í dag þrátt fyrir miklar annir. Aðrir starfsmenn í ráðuneytinu eru skrif- stofumennirnir í útgerðarfyrirtæk- inu en þeir eru reyndar voðalega uppteknir því þeir eiga fleiri skip.” Magnús sagði að margir hlutir hefðu áhrif á starfsemi stofnunar- innar en samheldni, reynsla og þekking “áhafnarinnar“ væri grund- vallaratriði. “Það þurfa allir að skila sínu hlut- verki hvort sem þeir vinna í brúnni, í eldhúsinu eða út á dekki. Gaurarn- ir í vélinni eru líka ákaflega rnikil- vægir því án þeirra kæmumst við hvorki lönd né strönd. Og án góðs útgerðarstjóra og góðra skrifstofu- manna í landi verður þetta aldrei í lagi. Þeir þurfa að vita hvað það er an á sjó.” Magnús sagði að það væri sér sér- stakt ánægjuefni að kynna stefnu- mótun Landmælinga íslands því með henni væri gefið sterkt til kynna að stofnunin rnuni leitast af fremsta megni við að vinna að verk- efnum sem eru mikilvæg fyrir allt samfélagið. Jákvæð áhrif á Akranes I máli Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra kom fram að hún teldi mjög mikilvægt að stofhun eins og Landmælingar Islands hefði framsýna stefnu að vinna efdr. Hún sagði stofnunina búa að sterkum faglegum grunni, þjónustan við al- menning og stjórnvöld væri góð og sagði samstarfið við starfsmenn og stjórnendur LMI hafa verið til fyrir- myndar. “Það voru hér erfiðleikar um tíma eins og komið hefur frarn og ímynd stofnunarinnar beið að einhverju leyti skaða af því en núna held ég að það séu fáir sem leiða hugann til þess. Imynd Landmælinga íslands hefur styrkst mjög mikið upp á síðkastið og það er alveg ljóst að þið munið í ffamtíðinni gegna mikil- vægu hlutverki,” sagði Siv Friðleifs- dóttir í ávarpi sínu til starfsmanna. A fundinum var lesið upp bréf frá Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra á Akra- nesi sem gat ekki verið viðstaddur og þar sagði m. a.: “Það verður að segja stjórnendum og starfsmönnum til hróss að síðan LMI hóf starfsemi sína á Akranesi hefur vegur stofnunarinnar vaxið og dafnað. I dag er starfsemi LMI byggð á velmenntuðu starfsfólki sem hefur mikinn áhuga á viðfangs- efninu. Nú er komið að næsta á- fanga varðandi steínumótun og það er von mín að sú stefiia sem rnörkuð er verði jafn farsæll leiðarvísir og sú sem hún leysir af hólmi. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að LMI geti rækt hlutverk sitt af kost- gæfni en ég leyfi mér að bæta því við að eftir því sem stofnuninni vex ás- megin hagnast samfélagið á Akra- nesi einnig. Án nokkurs vafa hefur LMI haft veruleg og jákvæð áhrif á Akranes og ósk mín er sú að sú þró- un haldi áfram,” sagði í bréf Gísla Gíslasonar. K.K. Loftmynd: Mats Wibe Lmid 1995. Rauðar byggingar eru þær sem reistar hafa verið síðan myndin var tekin, en hvítar eru þær sem á- ætlað er að byggðar verði á skipulagstímabilinu. Ath. að myndinni er aðeins ætlað sýna þróun byggðar ígrófum dráttum, en sýnir hvorki nákvæma staðsetningu né lögun hiisa. Aðal- og deiliskipulag Hvanneyrar kynnt: Reiknað með að íbúaíjöldi þrefaldist Gerð aðalskipulags Borgaríjarð- heildstæð byggð jafnvel þótt mann- arsveitar stendur nú yfir og er vinna við skipulag Hvanneyrar á lokastigi. Samhliða aðalskipulaginu er unnið að deiliskipulagi Hvanneyrarstaðar. Skipulagstillögurnar voru kynntar í- búum svæðisins á opnum fundi í Landbúnaðarháskólanum í liðinni viku. Samkvæmt skipulagsáætluninni er gert ráð fyrir því að íbúar á Hvanneyri verði orðnir fleiri en 500 í lok skipulagstímans, árið 2 016. Er það mikil fjölgun því nú búa um 160 manns á staðnum. Forsendur þessarar bjartsýni byggjast á áætlunum um vöxt Land- búnaðarháskólans og þeirri stefnu- mörkun stjórnenda skólans og hreppsins að laða til Hvanpeyrar starfsemi á sviði vísinda, rannsókna og þjónustu sem njóta myndu góðs af nábýlinu við Landbúnaðarháskól- ann. Þótt skipulagið miðist við tals- verða bjartsýni varðandi fólksfjölgun er það þó þannig unnið að úr verði fjöldaspár gangi ekki að fullu eftir. Þrjú ný byggingasvæði Eins og sjá má á meðfylgjandi loftmynd er gert ráð fyrir byggð á þremur nýjum svæðum. Svæði A er hefðbundin einbýlis- og par- húsabyggð. A svæði B verða nemendagarð- ar, lítil fjölbýlishús og parhús en einnig stórar lóðir fyrir einbýlishús. Þar sem skólastarf hefur færst af framhaldsskólastigi á háskólastig er ekki gert ráð fyrir frekari þörf á hefðbundnu heimavistarrými, held- ur verði nemendur í auknum mæli fjölskyldufólk, og því þarf að gera ráð fyrir verulegri fjölgun stúdenta- íbúða. Loks er skipulagt atvinnusvæði, merkt C, sem rúmað á að geta þá starfsemi sem fyrr er getið að ráð sé fyrir gert; kennslu- og rannsókna- húsnæði og tengda starfsemi. Miðbær I skipulagstillögunni er gert ráð fyrir að byggja upp miðbæjarkjarna með margvíslegri þjónustu á því svæði sem merkt er M. A myndinni er nánari útfærsla miðbæjarskipu- lagsins ekki sýnd, en á íbúafundin- um voru kynntar hugmyndir um gerð vistgötu og möguleika á að bæta við þjónustubyggingum á mið- svæðinu. Auglýsing framundan Segja má að íbúafundurinn sé næstsíðasta skrefið i að koma skipu- laginu í formlega auglýsingu svo sem kveðið er á um í skipulags- og byggingarlögum, eftír að hönnuðir þess, arkitektarnir Guðrún Jóns- dóttir og Auður Sveinsdóttir hafa fært inn í það ýmsar góðar athuga- semdir sem fram komu á íbúafund- inum. Einnig hefur unnið að út- færslu deiliskipulags Ragnheiður Ragnarsdóttir, sem starfar á teikni- stofu Guðrúnar. BMK o brúartorgi 4 - borgarnesi - s mi 437 1707 Kjólar Jakkar Buxur Skyrtur Peysur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.