Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 Ný slökkvistöð fyrir 30 milljónir A miðvikudaginn í síðustu viku tók bæjarráð Akraness fyrir á fundi sínum bréf Þorgeirs og Helga hf. þar sem vakin var athygli á að hægt væri að byggja slökkvistöð fyrir 30.000.000 króna. Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns hafnaði bæjarráð nýverið öllum þeim tilboðum sem bárust í breyt- ingar á slökkvistöðinni á Laugar- braut en þær er nauðsynlegt að framkvæma til þess að tæki sem fjárfest hefur verið í komist þar inn. Þorgeir og Helgi hf. bauð bæjar- ráði jafnframt að skoða nýbyggða verksmiðju fyrirtækisins og þáði bæjarráð boð um það. SÓK Sparisjóður Mýra- sýslu hagnast • Sparisjóður Mýrasýslu skilaði 227,8 milljóna króna hagnaði fyrir skatta og framlag í afskriftarreikn- ing á síðasta ári. Hagnaður eftir skatta var 106,4 milljónir króna árið 2000 miðað við 40,7 milljónir króna á árinu 1999. Aukningin á milli ára er 160,6%. Vaxtatekjur voru 618 milljónir króna sem er aukning um 12,4% frá árinu áður. Vaxtagjöld hækk- uðu á móti úr 329,5 milljónum króna árið 1999 í 411,3 miiljónir króna eða um 24,8%. Hreinar rekstrartekjur námu 422,3 millj- ónum króna samanborið við 391,3 árið á undan og hafa því aukist um 7,9% á milli ára. Framlag í af- skriftarreikning útlána var 75,6 milljónir króna. Niðurstaða efnahagsreiknings var 6,6 milljarðar króna sem er hækkun um 28,1% á milli ára. Eigið fé var 823,4 milljónir króna en var 685,5 milljónir króna árið á undan sem er aukning um 20,1%. Eiginfjárhlutfall sam- kvæmt CAD-reglum var 12,2% en var 12,9% árið á undan. Innlán jukust um 17,5% á árinu 2000 og námu um 3,05 milljörð- um króna um síðustu árarnót. Ut- lán hafa á sama tíma aukist um 23,0% og námu þau samtals um 4,8 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum var 46% miðað við 47,7% árið áður. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum var 2,95% miðað við 3,63% árið áður. Lögbannskröfii Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hafa undanfarið verið deilur milli Gámaþjónustu Akra- ness og Akraneskaupstaðar varð- andi flutning á sorpi og leigu gáma. Vegna þessa hafði Jón Valdimar Björnsson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Akraness, sett fram lögbannskröfu hjá sýslumanninum á Akranesi. Upphaflega var ætlunin að taka málið fyrir þann 2. mars síðastliðinn en fyrirtökunni var frestað til miðvikudagsins í síðustu viku og var málið þá loks tekið fyr- ir. Sýslumaður ákvað að hafna framkominni lögbannskröfu Gámaþjónusmnnar og taldi skil- yrði 24.gr.laga nr. 31/1990 ekki vera uppfyllt til þess að lögbann yrði lagt á. I framhaldi af því lýsti lögmaður Gámaþjónustunnar því yfir að hann myndi bera réttmæti ákvörðunarinnar undir Héraðsdóm Vesturlands. SÓK Enn brennur í Snæfellsbæ: Tveir brunar í Ólafsvík Síðastliðinn sunnudag kviknaði í Grillskálanum í Olafsvík, sem und- anfarið hefur verið rekinn undir nafninu Prinsinn. Eldurinn kom upp í djúksteikingarpotti. Skipti engum togum að hann læsti sig um húsið og breiddi úr sér af miklum krafti. Þeir, sem inni voru, áttu fótum fjör að launa. Eignatjónið er al- gjört, - talið nema um 20 milljón- um króna. Fyrr, þennan sama dag, hafði kviknað í húsi þar sem verslunin Hvammur var áður til húsa. Sá eld- ur kom upp í húsgögnum og tókst að ráða niðurlögum hans. Hús- gögnin vöru í geymslu í annars ó- notuðu verslunarrýminu. Ibúðir eru einnig í húsinu, en þær virðast hafa sloppið við tjón. Slökkviliðið var enn á vettvangi vegna þess þeg- ar það var kallað út að Grillskálan- um. Húsnæði Grillskálans var hluti af stóru verslana- og þjónustuhús- næði í miðbæ Ólafsvíkur. Önnur fyrirtæki í húsinu urðu fyrir tjóni af völdum reyks, einkum fataverslunin Vík og bakaríið. Gistiheimili Ólafsvíkur er á efri hæð hússins og þar urðu einnig skemmdir. Ekki er vitað til þess að tjón hafi orðið í Sparisjóði Ólafs- víkur, sem einnig er í húsinu, en þó fjærst Grillskálanum. Sparisjóður- inn er eigandi hússins. Mikið hefur verið um eldsvoða í Snæfellsbæ undanfarna mánuði. Skemmst er að minnast stórbrun- ans að Hótel Búðum þar sem eyði- leggingin var algjör. Fyrr í vetur brann ísverksmiðjan í Ólafsvík og hefur hreinsun og uppbygging til að koma henni af stað á ný staðið yfir síðan. Þá kom eldur upp í íbúð- arhúsi við Sandholt í vetur. Verið var að gera húsið upp en öll sú framkvæmd varð að engu við brun- ann. BMK Starfcstyrkur listamanns Akraness Menningarmála- og safnanefnd Akraness óskaði nýverið eftir því við bæjarráð að auglýst yrði eftir umsækjendum um starfsstyrk lista- manns Akraneskaupstaðar fyrir þetta ár og var það samþykkt á síð- asta bæjarráðsfundi. Starfsstyrkurinn var fyrst tekinn upp árið 1992 en síðast var honum úthlutað árið 1999 og fékk hann þá Kristín Steinsdóttir. Á síðasta ári var honum hins vegar varið í verk- efnið Sjávarlist, sem var eins og menn vita hluti af menningarverk- efni í tengslum við Reykjavíkur- borg. Aðeins einn listamaður verð- ur fyrir valinu hverju sinni og því verður spennandi að fylgjast með hver verður listamaður Akranes- kaupstaðar árið 2001. SÓK Oli í Sandgerði verðnr Ordinat Síðastliðinn fimmtudag hélt Óli í Sandgerði til Noregs þar sem skip- ið var afhent nýjum eigendum. Skipið hefur fiskað vel frá áramót- um, eða rúm 22.000 tonn af loðnu. Söluverð skipsins er rúmar 700 milljónir króna en það mun ffam- vegis bera nafhið Ordinat. SÓK T ómstundahúsið góð hugmynd Eins og komið hefur fram í Skessuhorni var nýverið lagt til að húsið sem hýsti áður VIS verði nýtt sem tómstundahús fyrir ungt fólk. Helga Gunnarsdóttir, menningar- og skólafulltrúi, hefur sent bæjar- ráði Akraness bréf þar sem segir að hún telji húsið vera heppilegan kost og hefur bæjarráð nú samþykkt að skipa þriggja manna starfshóp til að kanna grundvöll á rekstri hússins. í þeim hópi verða æskulýðsfulltrúi sem verður formaður starfshópsins, fulltrúi tilnefhdur af Akranesdeild RKI og einn fulltrúi frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. “Húsið er á góðum stað, það er miðsvæðis og ég ímynda mér að það geti orðið góður kostur, ekki síst fyrir alla aðkomuunglingana t.d. þá sem eru á heimavistinni,” sagði Helga Gunnarsdóttir í sam- tali við Skessuhorn. “Húsið er á rúntinum og það ætti ekki að trufla neinn þótt umferð þarna aukist eitthvað. Húsið er líka mjög fallegt, þar er skemmtilegur salur og góð salerni. Ekki spillir fyrir að þetta er virðulegt hús með sögu.” SÓK Skallar úr leik Skallagrímsmenn eru úr leik í úrslitakeppninni í körfuknattleik eftir stórt tap gegn Njarðvík á útivelli í oddaleik liðanna sfðast- liðið þriðjudagskvöld. Lokatölur voru 87 - 57. Skallagrímsmenn náðu því ekki að fylgja eftir glæstum sigri í Borgarnesi á sunnudag. Að vísu stóðu þeir í Njarðt'íkingum í fyrri hálfleik og í leikhléi munaði aðeins átta stigum, en heimamenn voru yfir 39-31. Njarðvíkingar tóku síðan öll völd í seinni hálfleik og juku forskot sitt jafnt og þétt. GE Stykkishólmur: Bærinn kaupir sýslumannshúsið Stykkishólmsbær hefur ketyit húseignina Aðalgöm 7, gömlu sýsluskrifstofima af ríkinu. Húsið stendur á 6000 m2 lóð. Með þessu hefur Stykkishólms- bær tryggt sér þessa stóru lóð í hjarta bæjarins og getur tekið inið af því við endurskoðun mið- bæjarskipulagsins sem nú er unnið að. Óli Tnn gegn Borgarbvgprl: Hæstiréttur \ísar málinu heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að endurtaka skuli inálflutning og kveða upp dóm að nýju í hér- aði í máli Olajóns Gunnarsson- ar, fyrrverandi bæjarstjóra Borg- arbyggðar, gegn sveitarfélaginu Borgarbyggð. Þegar meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Borgar- byggð sprakk var Óla Jóni sagt upp starfi bæjarstjóra. \rið hann hafði verið gerður ráðningar- samníngur sem Óli Jón túlkar svo að hann eigi að fá greidd laun út samningstíinann komi til uppsagnar en bæjarfélagið mót- mælir þeirri túlkun. Héraðsdómur Vesturlands úr- skurðaði þann 18. október 2000 að Borgarbyggð skyldi sýknuð af öllum kröfum Óla Jóns. Ástæða þess að Hæstiréttur ó- merkir þann dóm og sendir mál- ið aftur í hérað sú að lengri tími en fjórar vikur Ieið frá því að málið var dómtekið, þann 15. september þar til dómur var kveðinn upp. BMK Kiöt-farsinn: Goði biður um frest í síðustu viku átti að taka fyr- ir lánsumsókn Goða vegna upp- byggingar í Borgarnesi á fundi hjá Byggðastofnun. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Skessuhorns var búið að tryggja málinu framgang hjá stjórn stofnunarinnar. Umsókninni var þó frestað á elleftu stundu að ósk Goða sem farið hefur fram á ffest til að á- kveða hvort fyrirtækið þiggi fyr- irgreiðsluna. Hún er bundin við framkvæmdir í Borgarnesi þar sem umsókn Goða til Byggða- stofnunar var til þeirra fram- kvæmda sérstaklega. Helstu sérfræðingar á sviði Goðafræði telja þetta sýna að ekki sé eining innan stjórnar Goða um hvert skuli stefha í uppbyggingu. GE/BMK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.