Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 11 t>ai:s3unui.. Danskur dagur í Heiðarskóla Síðastliðinn mánudag var hald- inn danskur dagur í Heiðarskóla og var það í fyrsta skipti sem það er gert. Margt var um að vera í tilefni hins danska dags til dæmis var töl- uð danska og borðaður danskur matur, danskur skiptinemi kom í heimsókn og leikritið Rauðhetta var leikið á dönsku við gríðarlega góðar undirtektir. Auk alls þessa var danska fánanum að sjálfsögðu flaggað utandyra, þó við lilið þess íslenska. Að sögn kennara og nem- enda í skólanum heppnaðist dagur- inn einstaklega vel og mönnum þótti ekki ólíklegt að leikurinn yrði endurtekinn að ári liðnu. SÓK Að ofan: Böminfylgdust spennt með kemmrmn símmt leikn Rauðhettu á dimskii Að neðan: Þessar tvœr imgu stúlkur sungu las á dmisku - - - “Ýkt geðveikt”. Atriði ítr Gaukshreiðrinu ífélagsimiðstöðinni Óðal. Gaukshreiður í Borgarnesi Árshátíð Nemendafélags Grunnskóla Borgarness stendur nú yfir í félagsmiðstöðinni Oðal og var frumsýning s.l. laugardag. Æfingar í leiklistarklúbbnum hafa staðið í nokkrar vikur og er árangurinn nú kominn á fjalirn- ar í félagsmiðstöðinni. Það eru valin atriði úr Gauks- hreiðrinu í leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar sem ung- lingarnir taka fyrir í ár. Sýningar verða út þessa viku og er vonandi að sem flestir mæti a sýningar og sýni krökk- ununt þannig stuðning í verki. Sýningar næstu daga eru: Fimmtudaginn 22. mars kl. 20.00 Föstudaginn 23. mars kl. 20.00 Landbúnabarrábuneytib Auglýsing um friðunarsvæði, þar sem eldi frjórra laxa (Salmo salar) í sjókvíum er óheimilt 1. gr. Til vemdunar villtum laxastofnum er eldi frjórra laxa í sjókvíum óheimilt á eftirtöldum svæðum við strendur landsins: 1. í Faxaflóa innan línu sem dregin er frá Garðskaga að Malarrifi á Snæfellsnesi 2. í Breiðafirði innan línu sem dregin er frá Hellissandi að Látrabjargi 3. Við Skjalfanda innan línu sem dregin er frá Bjamarfjalli að Tjömestá 4. Við Norðausturland innan línu sem dregin er frá Hraunhafnartanga að Fonti á Langanesi og Fonti að Glettinganesi. 2. gr. Reglur þessar em settar samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Landbúnaöarráöuneytinu 15. mars 2001 Guðni Agústsson landbúnaöarráöherra kortasviðs hjá Landmælingum íslands á Akranesi Laust er til umsóknar hjá Landmælingum íslands starf forstöðu- manns kortasviðs. Um er að ræða nýtt starf vegna breytinga á skipuriti stofnunarinnar og er leitað eftir duglegum og samvisku- sömum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni á sviði stjórnunar. I þeim hluta stofnunarinnar sem falla mun undir kortasvið starfa nú 10 sérfræðingar við kortagerð, örnefni, staðla og landfræðileg upplýsingakerfi. Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Akranesi eða nágrenni. Abyrgðar- og starfssvið: - Abyrgð á rekstri kortasviðs gagnvart forstjóra - Gerð rekstar- og verkáætlana - Stjórnun verkefna og miðlun upplýsinga - Samskipti við aðrar stofnanir, sveitarfélög, verktaka og ráðgjafa Menntunar- og hæfniskröfur - Háskólamenntun - Reynsla af stjórnunarstörfum - Reynsla af áætlanagerð og verkeftirliti - Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum - Góð almenn tölvuþekking - Góð enskukunnátta Umsóknir merktar starfi er greini frá menntun og reynslu skulu berast til Landmælinga Islands fyrir 1. apríl 2001. Ráðið verður í starfið frá og með 1. maí 2001 eða síð^r eftir samkomulagi ög eru laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Ollum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur veirð tekin. Nánari upplýsingar gefur Jensína Valdimarsdóttir í síma 430 9000 (jensina@lmi.is). 'JípcL TM Amerískir gæða bílskúrshurðaopnarar — 30 ár á íslandi — —15 ára sérfræðiþjónusta — Astra þjónustan Arnar Jósefsson Sími 565 6395 / 892 7654 Fax 565 6396 E-mail astraser@simnet.is Uppsetning — viðgerðarþjönusta Akraneskaupstabur Umsóknir um styrki Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Akraness eru hér með auglýstir til umsóknar eftirfarandi styrkir til utanlandsferða: • vegna íþrótta-, félags- og menningarmála. • vegna starfsmanna Akraneskaupstaðar og stofnana hans. Styrkirnir eru aðeins veittir viðurkenndum félögum eða íþróttahópum innan ÍA, sem vinna að íþrótta- eða félagsmálum og til listahópa í tengslum við listgrein sína og hafa starfað á Akranesi s.l. 5 ár, svo og til starfsmanna Akraneskaupstaðar vegna viðurkenndra námskeiða og ráðstefna sem talið er mikilvægt fyrir störf viðkomandi starfsmanns eða stofnun. Nánari reglur liggja frammi á bœjarskrifstofunni til upplýsingar. Sækj'a skai um styrkinn til Akraneskaupstaðar fyrir 11. apríl 2001 og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofurnar Stillholti 16-18, 3. hæð. Akranesi, 21. mars 2001. Bœjarstjóri. __________fl_

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.