Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001
oaisssuhui. '
Verkalýðsfélag
Borgamess
70ára
I dag 22. mars er Verkalýðsfélag
Borgarness 70 ára. Það var sunnu-
daginn 22. mars 1931 sem stofh-
fundur félagsins var haldinn.
Stofnfélagar voru 39 karlar. Félags-
menn nú eru 825. I upphafi var fé-
lagssvæðið aðeins Borgarnes, en
árið 1976 var félagssvæðið stækkað
og var þá fært út yfir Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu (norðan Skarðs-
heiðar). Síðar bættust Kolbeins-
staðahreppur og Eyja- og
Miklholtshreppur við félagssvæðið.
Arið 1989 sameinuðust Verkalýðs-
félagið og Iðnsveinafélag Mýra-
sýslu. Arið 1995 var síðan önnur
sameining, þegar Verkalýðsfélagið
og Verslunarmannafélag Borgar-
ness sameinuðust. Félagið er í Al-
þýðusambandi Islands (ASI) og á
aðild að þremur landsamböndum
innan þess; Starfsgreinasambandi
Islands, Landssambandi íslenskra
verslunarmanna og Samiðn sam-
bandi iðnfélaga.
Kjaramál hafa alltaf verið aðal-
viðfangsefni félagsins. Margt hefur
áunnist í þeim eínum ýmist í bein-
um samningum félagsins við at-
vinnurekendur eða á vettvangi
heildarsamtaka verkalýðshreyfing-
arinnar.
Sjúkrasjóður félagsins var stofn-
aður 1962. Sjóðurinn styrkir félags-
menn í veikinda- og slysatilfellum
efrir að launagreiðslum frá atvinnu-
rekanda lýkur.
Félagið eignaðist fyrsta orlofs-
húsið um 1970 og nú á það 3 or-
lofshús sem leigð eru út til félags-
manna.
Félagið var stofnaðili að Lífeyr-
isssjóði Vesturlands 1970.
Félagið fékk fyrst fastan samastað
1964 þegar það tók á leigu herbergi
að Borgarbraut 7. Árið 1968 flutti
félagið að Skallagrímsgötu 6 þar
sem komið var upp vísi að skrif-
stofu. Árið 1972 eignaðist félagið í
fyrsta sinn eigið húsnæði þegar fé-
lagið keypti húsið að Gunnlaugs-
götu 1, Snorrabúð þar sem félagið
hafði aðstöðu þar til það flutti 1989
í núverandi húsnæði, Félagsbæ.
Fastur starfsmaður var fyrst ráðinn
1978.
Með tilkomu Snorrabúðar skap-
aðist aðstaða til fræðslustarfs. Fé-
lagið hefur haldið íjölmörg nám-
skeið fyrir félagsmenn í samstarfi
við MFA og fleiri aðila, bæði starfs-
fræðslunámskeið og tómstunda-
námskeið.
Árið 1976 hóf félagið að gefa út
fféttabréfið Félagsfréttir þar sem
sagt var frá því helsta sem var að
gerast hjá félaginu og kauptaxtar
voru birtir. Félagsfréttir komu út,
óreglulega þó, til ársins 1987 þegar
Verkalýðsfélagið og Ungmenna-
samband Borgaríjarðar hófu útgáfu
á héraðsfréttablaðinu Borgfirðingi
og gáfu það út í 10 ár.
Enda þótt kjaramálin hafi jafnan
verið efst á baugi í félagsstarfinu,
hefur verið rúm fyrir aðra starf-
semi, má þar nefna skemmtanir,
leikhúsferðir, að ógleymdum
skemmtiferðum að sumarlagi.
Akveðið hefur verið í tilefni af
70 ára affnæli félagsins að skrá sögu
Stjóm félagsins 1974: Amdís F. Kristinsd. ritari, Ingibjörg
Magnúsdóttir gjaldkeri, sem varfyrst kvenna kosin í stjóm
félagsins 1968, Guðleif B. Andrésd. fármálaritari, Þorgeir
Guðmundss. varaform. ogjón Agnar Eggertss. formaður.
Stjóm félagsins 1981: Karl A. Olaftson ritari Agnar Olafsson gjald-
keri, Jón Agnar Eggertsson formaður Baldur Jónsson varaformaður,
Sigrún D. Elíasdóttir meðstjórnandi, Olöf Svava Halldórsdóttir með-
stjómandi og Bergbildur Reynisd. fjármálaritari.
Fjölmörg námskeið hafa verið haldin á vegum félagsitis. Byggingamenn hafa verið duglegir við að sækja endurmenntunamámskeið. A
myndini eru; aftari röð Daníel Haraldsson, Guðlaugur Þ. Þórarinsson, Þórður Þorsteinsson, Ragnar Jónsson og Kristján Andrésson.
Fremri röð;Jón Sigurðsson, Hannes Heiðarsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Bjamason og Sigurbergur Pálsson.
Jón Agnar Eggertsson átti sœti i stjóni
Verkalýðsfélags Borgarness frá 1967 til
dauðadags 11. febrúar 1993 fyrst sem
ritari en formaður var hannfrá 1974.
Hann var í miðstjóm ASIfrá 1976.
Undir stjóm Jóns Agnars stóð Verkalýðs-
félagið fyrir öflugu félags- ogfræðslustajfl.
Margrét Ingadóttir við stöif í Brauðgerð
KB.
Stofnfélagar: Axel Kristjánsson og Olgeir Friðfmnsson voru tneðal stofnenda Verkalýðsfélgsins og virkir í starfi þess í áratugi.
Viðstötf íKjötvinnslu K.B. María Ingólfsdóttir, Sojfía Guðmundsdóttir, Sigurlaug
Halldórsdóttii; Þorgerður Oddsdóttir og Guðnín Þórðardóttii:
þess, þar með talið saga þeirra fé-
laga sem sameinast hafa Verkalýðs-
félaginu Verslunarmannafélagið og
Iðnsveinafélagið. Stefnt er að því að
saga félagsins verði gefin út á 7 5 ára
afmæli þess.
Vel væri þegið ef þeir sem eiga í
fórum sínum efni sem tengist sögu
félagsins vildu lána það. Þar getur
verið um að ræða ljósmyndir úr
starfi félagsins t.d. úr ferðalögum
eða frá fundum, einnig myndir af
fólki við störf. Eins ef til væru rit-
aðar frásagnir t.d. ferðasögur, dag-
bækur eða annað sem lýsti daglegu
lífi alþýðufólks. Ef fólk vill láta
myndir eða gögn af hendi við fé-
lagið má koma því á skrifstofu þess
eða hafa samband símleiðis.
Stjórn félagsins hefur ákveðið
að halda upp á 70 ára aftnæli fé-
lagsins á alþjóðlegum baráttudegi
verkafólks 1. maí n.k.
Arið 1973 efiidu stéttaifélögin í Borgamesi ífyrsta sinn til kröfugöngu 1. maí. Sami
háttur var hafður á í eitt eða tvö ár eftirþað, en síðan hafa ekki verið gengnar kröfu-
göngur í Borgamesi 1, maí. A myndinni má m.a. þekkja; tvcer stiilkur fi-emst á mynd-
inni t.v. eru Teódóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans og Sóley Sigurþórsdóttir
kennari, fyrir afttan þar eru Baldur Jónsson, Kristján Bjamason og Gísli Bjamason sem
halda saman á kröfuspjaldi og á milli þeirra séstjenni R. Olason.
Kosið um kjarasamninga. Atkvæði talin;
Sigrún D. Elísdótth; Jón Agnar Eggerts-
son, Baldur Jónsson og Magnús Jósepsson.
Ur Þórsmerkurferð: Finnbogi Asbjöms-
son, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Valgerður
Kristjánsdóttir, Ragnheiður M Jóhannes-
dóttir og Gyða Magntísdóttir.