Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 ^ntaaunui. ^Frá Upplýsinga og kvnningamiðstöð Vesturlands Oflugt kynningarstarf Nú þegar sumarið er á næsta leitd er tímabært að láta vita hvað Upp- lýsinga- og kynningarmiðstöð Vest- urlands (UKV) og Ferðamálasamtök Vesturlands eru að gera í kynningar- málum fyrir svæðið. Fyrst ber að nefna að nú er verið að vinna að heimasíðu fyrir ferða- menn. Heimasíðan opnast með korti af Vesturlandi og kynningar- texta urn svæðið. Einnig eru 6 und- irsíður þar sem eru upplýsingar um áhugaverði staði, gistimöguleika, samgöngur, afþreyingu, sögu og menningu svæðisins og náttúru er að finna. Til að byrja með verður vefurinn einungis á ensku og stefiit er að því að hann verði tilbúinn í lok apríl. Slóðin á heimasíðuna verður www.west.is. Gefinn verður út bæklingur fyrir erlenda ferðamenn á ensku. Bæk- lingurinn verður að stærðinni A5, 24 síður allar í íjórlit og gefinn út í 15.000 eintökum. Bæklingurinn verður með svipuðu sniði og bæk- lingurinn sem gefinn var út á síðasta ári. Helstu breytingar sem gerðar verða eru að myndir verða stækkað- ar, settur verður myndatexti, efnisyf- irlit og nýtt kort í miðjuna. Kortið í miðjunni verður fjórbrotið og stækkar í stærðina A3 þegar það er opnað. Kortið sýnir svæðið m.a. með 100 metra hæðarlínum, öllum vegum á Vesturlandi, ömefnum og einnig ýmsum þjónustumerkjum. Einnig verður götukort af stærstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi. Bæklingnum verður dreift á helstu viðkomustaði ferðafólks, á ferðasýn- ^%Uísnflhornið ingunni Vestnorden og að sjálfsögðu verður hægt að nálgast hann hjá UKV. Samstarf um ferðablað UKV undirbýr nú í samvinnu við Tíðindamenn ehf. útgáfu á sameig- inlegu ferðablaði fyrir Vesturland. Blaðið ber nafnið Vesmrland 2001 og er markmiðið með samstarfinu að gera Vesmrland 2001 að enn öfl- ugra kynningarriti en áður hefur verið og verður m.a. aukið við ítar- efni og fróðleik um svæðið. Blaðið er í stærðinni A5, allar síður í fjórlit og gefið út í a.m.k. 25.000 eintökum og dreift á helsm viðkomustaði ferðafólks. Einnig verður það sent sumarbústaðaeigendum á Vesmr- landi. Vesturland 2001 mun koma út fyrir páska sem er nokkru fyrr en síðustu 2 ár. I blaðinu verður m.a. ítarleg viðburðaskrá fyrir strmarið og er fólki bent á að hægt er að skrá viðburði, samkomur o.þ.h. á Skessuhomsvefnum www.skessuhorn.is/adofunni. Skráning í viðburðaskrá er ókeypis. Það er allra hagur að sem flestir við- burðir verði skráðir. Skráning í við- burðaskrá lýkur 28. mars. Greinar- góð þjónusmskrá yfir fyrirtæki og aðila sem tengjast þjónusm við ferðafólk verður áfram í blaðinu. Einnig verður þar að finna fjölbreytt efni sem tengist áhugaverðum stöð- um, náttúm og sögu Vesturlands. Handverkssýning UKV og Ferðamálasamtök Vest- urlands verða með kynningarbás á sýningunni Handverk og ferða- þjónusta 2001 sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 19. til 22. apríl næstkomandi. Fimmmdag- urinn 19. apríl er sumardagurinn fyrsti og þá er búist við miklum fjölda á sýninguna. Þeir ferða- þjónusmaðilar sem hafa áhuga á vera með á sýningunni (sér að kostnaðarlausu) em beðnir að hafa samband við Hrafnhildi hjá UKV í síma 437-2214 eða á netfangið tourinfo@vesturland.is. Einnig geta ferðaþjónustuaðilar komið með kynningarefni til UKV sem tekur við þeim gegn vægu gjaldi og dreifir því á sýningunni. Kveðjafyrir hönd UKV og Ferða- málasamtaka Vesturlands Inga Httld Signrðardóttir ferða- málafulltrúi Vesturlands Brynja Þorbjornsdóttir útibússtjóri íslandsbanka á Akranesi afbetidir Bimi Björgvini Jónssyni og Margréti Jóhannsdóttur verðlaunin. þjónusmleik bankans sem fólst í því að skrá sig í greiðsluþjónustu bankans fyrir ákveðinn tíma. Alls vom þrír vinningshafar en leikur- inn fór fram um allt land. Björn vann ferð fyrir tvo til Búdapest auk 20.000 króna gjaldeyris. Hinir vinningshafarnir vom frá Reykjavík og Akureyri og unnu þeir 20.000 frípunkta annars veg- ar og 10.000 króna gjafabréf í Kringlunni hins vegar. SOK Vann ferð til Búdapest Björn Björgvin Jónsson og Margrét Jóhannsdóttir, viðskipta- vinir Islandsbanka á Akranesi, komust að raun um það að greiðsluþjónusta borgar sig. Þau unnu fyrsm verðlaun í greiðslu- Öll þurfum við dagsdaglega að taka til okkar einhverja líkamlega næringu hverju nafni sem hún nefnist og ekki stendur á að nógu margir verða til þess að segja okk- ur hvað við eigum að kaupa og hvar við eigum að kaupa það enda borin von að við gemm tekið sjálf- stæða og skynsamlega ákvörðun á eigin spýmr. Meðan flest sveita- heimili landsins rækmðu sitt eigið grænmeti vildi það stundum verða leiðinlegt þegar leið fram á út- mánuði og ekki ástæða að geyma það til þess eins að láta það skemmast. Eyjólfur Jóhannesson í Hvammi stakk einhvemtíma efrir- farandi vísu að konu sinni þegar hún var að skammta og gæti þessi vísa verið fullgóð auglýsing fyrir gulrófnabændur: Gef mér rófii af rælm bara röðtdsflóa hlín, það er óráð þær að spara þegar Góa dvín. Þeir sem ekki bjuggu við sjávar- síðuna þurftu stundum að draga að sér fiskmeti til heimilisins í stærri einingum en tíðkast í dag og þar sem geymsluhættir voru þá nokk- uð á annan veg en nú er vildi stundum koma afkeimur þegar nýi fiskurinn hætti að vera nýr enda segir Böðvar Guðlaugsson í Att- hagafélagssöng sínum: Hýrust byggð sem herrann gaf hér ájörðufólki sínu. ( Kollótt jjöll ífisklatist haf fara mættu á bólakaf.) Bragðið fimn ég ennþá af útmánaðatrosi þínu. Hýrust byggð sem herrann gaf hér ájörðufólki sínu. A einu mektarheimili í Skaga- firði norður höfðu sæmdarhjón nokkur dregið að sér talsvert af fiski til sumarsins en lítilsháttar geymslubragði slegið á nýmetið og kvartaði írúin undan því við bónda sinn að vinnufólkið sneyddi heldur hjá fiskinum en léti sig heldur hafa það að nærast á salt- kjötinu sem hafði þó tekið á sig fagurgrænan framsóknarlit þegar hlýna tók í veðri. Bóndi svaraði „Það er ekki von góða mín að fólkið borði fiskinn þegar þú ert með indælt ket og allskyns mat” og varð það Gísla Gíslasyni í Hjaltastaðahvammi tilefni efrirfar- andi vísu: Konan grét við krásaifat, karlinn lét á diskinn indælt ket og allslags mat en enginn éturfiskinn. A fyrstu árum heimavistarskól- anna hefur vafalaust verið hugsað meira um að hafa fæðið ódýrt en í- burðarmikið enda höfðu ung- lingarnir þá eins og nú sitthvað við mataræði og matgerðarlist að at- huga. Á fyrstu árum Reykholts- skóla var Rósberg Snædal nem- andi í skólanum og lýsti fæðinu á þennan hátt: Brauðið klesst og ketið morkið, kæfan úldin, smérið þrátt, mjólkin frosin, flotið storkið, jjandi erum við leikin grátt. Mörgum þykir gott og sumum nauðsynlegt að fá sér kaffi effir matinn en það er verra þegar kaffi- kannan vill ekki gefa frá sér þenn- an ágæta lífsvökva. Hinrik í Merkinesi orti einhverntíma við slíkar aðstæður: Könnudræsan gaf ei gróm, gi-ipin hæsi og nöldurs óm, einnig hvæsir hiyglu hljóm, hátt ogfnæsir alveg tóm. BmjdMð. klesst og ketið morkið Sumum þykir kaffi og koníak hin dásamlegasta blanda og flestra meina bót og virkar trúlega líkt og Kínalífselexír á flest mannleg mein sem einn líkama geta hrjáð enda var einhverntíma ort vestur á fjörðum: Hóstakjöltur, hiti og tak. Eg held ég ætti að liggja. En kaffisopa og koníak ég kannske nmndi þiggja. Einhverjum ágætum manni mun að vísu hafa orðið það á að hella koníaki niður á undirskálina og drakk þá af henni og varð að orði: Ytum kunnur allsstaðar, upp að munni ég ber hann, þetta er brunnur blessunar en býsna grunnur er hann. Það er víst og satt og sannreynt af mörgum kynslóðum hvílíkur gæðadrykkur kafifið er þó menn séu að vísu misvandlátir á drykk- inn. Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni orti í orðastað móður sinnar sem vildi hafa kaffið STERKT: Mér er svona kaffi kært, kostum biíin vara, sem er eins og saman hrært sót og blek og tjara. Það er ljóst að gamla konan hef- ur ekki drukkið neitt nærbuxna- vam enda ástæðulaust að vera að óhreinka vatnið ef ekki á að verða kaffi úr því. Hans Natanssyni er eignuð efrirfarandi vísa um gest- risni góðra og kaffiríkra kvenna: Ketil heita konumar kaffið veita forfiálar, út um sveitir allsstaðar afþví heita gestrisnar. Ekki þori ég að fullyrða um höfund næstu vísu en hún mun nokkuð gömul: Kaffið búið kostunum kefur lúa á sönsunum, hjá blíðrifrú og bóndanum bergi ég nú af gidlskálum. Meðan ferðahættir voru fá- breyttari og seinlegri en nú er kom Sigurður Breiðfjörð á bæ að kvöldlagi og gerði þá vart við sig á glugga með efrirfarandi hætti: Hér sé guð á góðum bæ! Gestur er á Ijóra - andsvörin ég enginfæ, ekki vaknar Þóra. Og er ekki að efa að vel hefur verið hellt upp á könnuna í það skiptið og kaffið eitthvað betra en segir í þessari gömlu vísu: Það er stand á Brekkubæ, bráðversnandi fer það. Keytuhlandið kaffi égfæ keim af hlandi ber það: Gestrisni hefur alltaf verið dyggð á Islandi og sjálfsagt víðast hvar í heiminum jafnvel þó ekki sé alltaf af miklu að taka. Þorsteinn heitinn Guðmundsson á Skálpa- stöðum orti um sína stöðu á sviði hinna veraldlegu verðmæta: Það er nú svo með sjóðinn minn þó sæki vítt tilfanga, heldur vilja út en inn aurar mínir ganga. Með þ ökkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 Beygflröshorniö Eru tölvur karlkyns eða kvenkyns? Prestur nokkur hafði oft velt því fyrir sér hvers kyns tölvur væru. Tíl þess að fá svar við spurningu sinni félck hann sér til aðstoðar hóp sem samanstóð af konum og hóp sem samanstóð af körl- um. Hvor hópurinn um sig átti að ákvarða hvort tölvur ætti að kalla karlkyns eða kvenkyns og áttu þeir að rökstyðja álit sitt með fjórum athugasemdum. Kvennahópurinn sagði að tölvur væru karlkyns vegna þess að: -Til að ná athygli þeirra þyrfri að kveikja á þeim (tum them on). -Þær hafa mikið af gögnum, en vita samt lítið. -Þær eiga að hjálpa manrú að leysa vandamál en þær eru oft vandamálið. -Um leið og þú skuldbindur þig einni áttar þú þig á því að ef þú hefðir beðið aðeins lengur hefð- ir þú getað fengið þér nýrra módel. Karlahópurinn sagði að tölvur væm kvenkyns vegna þess að: -Enginn nema höfundurinn skildi innvortis rökfræði þeirra. -Hið ffumstæða tungumál sem þær nota til að hafa samskipti við aðrar tölvur er óskiljanlegt öllum öðmm. -Jafnvel þín smæstu mistök em geymd í langtíma minni hennar til að geta nálgast seinna. -Um leið og þú skuldbindur þig einni ertu farinn að eyða drjúg- um hluta tekna þinna í ýmsan aukabúnað. Af munni sak- leysingjanna heyrið þér sannleikann. Nokkur bandarísk börn voru spurð spuminga um hjónaband- ið og samskipti kynjanna. Hér koma nokkur gullkorn. Hvernig veit maður hverjum maður á að giftast? „xMaður verður að finna ein- hvern sem hefur gaman af því sama og maður sjálfur. Ef mað- ur hefúr til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa gaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og dýfuna.“ Alan, 10 ára „Það ákveður það enginn áður en hann verður fullorðinn hverjum hann ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint.“ Kirsten, 10 ára Á hvaða aldri er best að ganga í hjónaband? „Það er best að vera tuttugu og þriggja ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila eilífð.“ Camille, 10 ára „Maður þarf ekki að vera á nein- um sérstökum aldri, maður þarf bara að vera bjáni.“ Freddie, 6 ára Getur maður séð á ókunnugu fólki hvort það er gift? „Maður verður bara giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á sömu krakkana.“ Derrick, 8 ára

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.