Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 4
4 FOSTUDAGUR 4. MAI 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sítni: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VTRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Blaóamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 681 1 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaöiö er gefiö út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuöi en krónur 750 sé greitt meö greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Dópistar Þegar Amma mín las fyrst fyrir mig söguna af ofur- kúnni Búkollu hefði mig aldrei getað rennt í grun hver yrðu örlög hennar. Búkolla var ein af helstu kvenhetjum bókmennt- anna. Hún hafði ráð undir rifi hverju og sýndi djörf- ung og dug og lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Búkolla var fyrirmynd æskunnar og ímynd hreisti og heilbrigði. Hún reykti hvorki né drakk, var græn- metisæta og mátti ekki vamm sitt vita, eða svo hélt ég þar til fyrir skömmu. Það er varla hægt að lýsa því hvílíkt áfall það var þegar hún Búkolla féll á fyfjaprófi. Hvern hefði getað grunað að þessi efnilega undrakýr ætti eftir að lenda í dópinu en svo bregðast krosstré sem jólatré. Auðvit- að var reynt að taka á vandanum um leið og hann var ljós en árangurinn lét á sér standa. Það var búið að reyna Vog, Staðarfell og Einangrunarstöðina í Hrísey en allt kom fyrir ekki. Það var því ekki um annað að ræða en að setja sérstaka reglugerð sem hindrar að Búkolla geti sjálf vaðið í lyfjaskápinn þegar henni sýn- ist. Samkvæmt nýju reglugerðinni hafa ær og kýr þessa lands ekki lengur aðgang að apótekinu nema í fylgd með fullorðnum dýralækni og bændur geta ekki leng- ur dælt í þær fyfjum sér til skemmtunar. Ær og kýr eru með öðrum orðum frelsaðar undan oki fíkniefhadjöf- ulsins - dópið er ekki lengur þeirra ær og kýr. Auðvitað var þetta löngu tímabært því það hefur alltaf legið ljóst fyrir að þessum bændum væri alls ekki treystandi og jaðrar við stórsfys að setja pensilín í hendurnar á þeim. Það er hinsvegar engan veginn nóg að gert. Enn eru þessir bændalarfar að fáta í einhverju sem þeir hafa alls ekki vit á. Ut um allt land er verið að mjólka kvölds og morgna án þess að mjólkurfræðingur sé viðstaddur að- gerðina. Mér er heldur ekki kunnugt um að á mörgum bæum sé löggilt ljósmóðir á vakt yfir sauðburðinn. Eg veit heldur ekki betur en að víðast hvar séu lömbin mörkuð í bak og fyrir án þess að það sé undir hand- leiðslu skurðlæknis. Þessu þarf að taka á hið fyrsta því ég hef sagt það áður og segi það enn að þessir bændur eru stórvarasamir svo ekki sé meira sagt. Gísli Einarsson, fyfjafræðingur ritstjori@skessuborn.is sigrun@skessuhorn.is ingibans@skessuborn.is bjortur@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is Sameiningarviðræður í Borgarfirði Viðkvæmt ferli Segir Stefán Kalmansson bæjarstjóri Borgarbyggðar Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hafa sveitarstjórnir sveitarfélaganna í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu ákveðið að ræða saman um hugsanlega samein- ingu. Þegar hefur verið haldinn einn fundur en ekkert ákveðið um framhaldið. „Þetta voru svona þreifingar og menn ætla að hittast aftur og ræða málin. Þetta er viðkvæmt ferli, sérstak- lega í upphafi," segir Stefán Kalmansson bæjarstjóri Borgar- byggðar. „Menn eru allavega já- kvæðir fyrir því að tala betur saman en svo veit maður ekki hvað kemur út úr því. Þetta ræðst mikið af vilja Borgarfjarð- arsveitar að mínu mati en ég held að það sé almennur vilji fyr- ir sameiningu hjá sveitarstjórn- armönnum í Borgarbyggð en það er alltof snemmt að segja til um framhaldið á þessu stigi. Menn sjá það væntanlega Stefán Kalmansson flestir að þetta er eitthvað sem gerist einhverntíma en það er sjálfsagt meiningarmunur um hvað það á að gerast hratt. Það er bara tíinaspursmál utn hvenær lágmarksfjöldi sveitarfélaga verður hækkaður og menn þanníg píndir til að sameinast,“ segir Stefán. GE Brotist inní bústaði Fyrir skömmu var brotist inn í átta sumarbústaði í Svínadal. Málin eru óupplýst en að sögn Theodórs Þórðarsonar hjá lög- reglunni í Borgarnesi er talið að sami - eða sömu aðilar - hafi verið að verki þar sem ummerki hafi verið svipuð. Theodór seg- ir að samkvæmt reynslu fyrri ára sé mest um innbrot í sumar- bústaði á þessu svæði í apríl og maí og því full ástæða fyrir sumarhúsaeigendur að huga vel að sínum öryggismálum. GE Verkalýðsfélag Borgamess Sjötugsafinæli 1. maí Nemendur Tónlistarskóla Borgarjjarðar léku listir sínarfyrir samkomugesti. Magnús Jóscfsson var heiöraðurfyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Berghildur Reynis- dóttir fráfarandi formaðúr afhendir honum heiðusskjal: Verkalýðsfélag Borgarness hélt upp á 70 ára afmæli sitt 1. maí. Af því tilefni voru hátíðarhöldin ó- venju vegleg þetta árið og var boð- ið upp á fjölbreytta dagskrá á Hót- el Borgarnesi og veglegt affnælis- kaffi á eftir. Meðal þeirra sem komu fram voru Grétar Þorsteins- son forseti ASI, Alftagerðisbræður, barnakór Grunnskóla Borgarness og Unnur Halldórsdóttir hagyrð- ingur með meiru. Alftagerðisbneður þövdu raddböndin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.