Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 6
6 FOSTUDAGUR 4. MAI 2001 onUISinu^ \ S Rætt við Þóri Olafsson fráfarandi skólameistara FVA Þórir Ólafsson fráfarandi skólameistari FVA Þórir Ólafsson sagði starfi sínu sem skólameistari FVA lausu íyrir skömmu og hóf störf á nýjum vett- vangi eftir páska er hann tók við starfi sérfræðings í framhaldsskóla- deild menntamálaráðuneytisins. Þórir hafði þá starfað við skólann frá stofnun hans árið 1977 og gegnt stöðu skólameistara í ein 16 ár. Blaðamaður Skessuhorns hitti Þóri að máli um helgina á hans gamla vinnustað, í Fjölbrautaskóla Vesmr- lands á Akranesi. Skólameistari í 16 ár „Það er svo sem ekkert einfalt svar við því nema þetta var bara mín persónulega ákvörðun tekin eftir að þetta var búið að brjótast um í mér í dálítinn tíma,“ segir Þórir að- spurður um ástæðu þess að hann sagði starfi sínu lausu. „Eg er búinn að vera skólameistari hér nokkuð lengi og starfandi við skólann frá stofnun og í raun ári lengur því ég var byrjaður að kenna hér við gagn- fræðaskólann árið '76 um haustið. Fjölbrautaskólinn er svo stofnaður '77 svo þetta er orðinn aldarfjórð- ungur í sama umhverfinu. Ég var ekki búinn að vera hér við kennslu nema rétt tæp tíu ár þegar ég var orðinn skólameistari svo ég er bú- inn að gegna því starfi hér í 16-17 ár eftír því hvernig talið er og tím- inn var bara kominn.“ Nauðsynlegt að gefa öðrum tækifæri Þórir segir að löngunin tíl að breyta til hafi blundað í sér í nokk- ur ár. „Eg var búinn að líta aðeins í kringum mig, svo bauðst mér þetta starf og ég hikaði þá ekkert við að slá til. Þegar komið er á þennan aldur verður maður að fara að vega það og meta hvort maður eigi að eyða starfsævinni á sínum vinnustað eða hvort kosmr sé á að skipta um starf. Eg mat það svo að ég ætti líf eftir skólann og vildi láta á það reyna. Svo er hitt líka að full ástæða er til að huga að því að aðrir komist að. Ef maður byrjar í þessu starfi um þrímgt og ætlar að eyða þar starfsævinni þá blokkerar hann starfið í býsna langan tíma.“ Mikil viðbrigði Eins og áður segir gegnir Þórir nú stöðu sérfræðings í menntamálaráðuneytinu. „Sérfræðingur er nú bara á- kveðið hugtak sem notað er í tröppuganginum í ráðu- neytinu. Eg er ráðinn þarna sem sérfræðingur í skóla- málum til sérstakra verkefna sem unnin eru af þjónusm- skrifstofu við skólana. Við vinnum þarna nokkur sam- an og emm tengiliðir við skólana, fylgjumst með þeirra málum. Hvert og eitt okkar er svo með sérstaka málaflokka. Eg er t.d. með kennararáðningar, undan- þágur og slíka hluti auk gagnaöflunar ýmiss konar í sam- bandi við undirbúning fjárlaga og annað í þeim dúr. Þórir hefur nú gegnt stöðunni í tæpan mánuð en þegar hann er inntur eftir því hvernig honum líki á nýjum vettvangi segir hann að ekki sé komin reynsla á það. „Starf- ið er ósköp svipað og ég hafði reiknað með. Það má náttúrulega segja að það sé ótrúlega einmana- legt miðað við það að vinna í skóla. Eg er nánast einn á minni skrifstofu að vinna að ákveðnum málum og viðbrigðin að koma þangað úr þeirri miklu hringiðu sem einn framhaldsskóli er má segja að séu yfirþyrmandi. En ég vissi alveg að hverju ég gekk og vildi raunveru- lega fara að hægja á og fara í aðeins minna og friðsamara starf. Að því leyti til er starfið eins og ég átti von á en það er auðvitað lítil reynsla komin á það enn sem komið er.“ Verkfallið ekki örlagavaldur Þann 7. nóvember hófst kennara- verkfall í framhaldsskólum landsins. Þórir neitar því að það hafi orðið til þess að hann ákvað endanlega að hætta. „í rauninni er þetta mjög sérkennilegt mál því segja má að þetta tímabil sem skólameistaratíð mín spannar hafi verið mjög ófrið- vænlegt í þessum málum. Á þeim tíma hafa verið fimm verkföll og ég hætti núna þegar menn eygja loks- ins þann samning sem er líklegur til að binda enda á þessi átök. Kannski myndi einhver ætla sem svo að ég sé stríðsmaður sem verði að vera í á- tökum, annars líði mér illa, en það er ekki svo. Verkfallið var hins veg- ar mjög vondur og erfiður tími og ef maður segði að það hefði þurft einhverja steina til að hlaða þessa hleðslu þá var verkfallið nokkuð mikill efniviður í því. Starfið er líka í eðli sínu erfitt og krefjandi og erfitt er að gegna því mjög lengi. Ekki síst þegar upp koma áföll eins og verkfallið og rekstrarvandi skól- ans þótt hann sé tímabundinn. Þeg- ar upp er staðið holar þetta menn svolítið að innan en ákvörðunin er tekin algjörlega yfirvegað utan við það þannig að verkfallið er ekkl ör- lagavaldurinn. Allt hefur breyst Undangenginn aldarfjórðungur hefur verið tími mikilla breytinga og þá ekki síst í skólum landsins. „I raun og veru hefur allt breyst og það sem hefur verið að gerast á þessum árum er mjög lík- legt til þess að kollvarpa hugmyndum manna um menntun, skólastarf og nám í framtíðinni. Menn eru farnir að sjá námið í öðru ljósi. Auk þess er öll umgjörðin svo gjörbreytt. Hér á Akranesi var bara lít- ill sígildur iðnskóli og ann- ar lítill sígildur gagnfræða- skóli. Ur þeim ágætu rót- um hefur sprottið hér öfl- ug stofnun sem hefur getið sér gott orð og er farin að veita þjónustu sem Skaga- menn og Vestlendingar geta verið mjög stoltir af og ánægðir með. Þegar ég var að byrja hér hafði ég heldur aldrei snert á tölvu og hér voru ekki til ljósritunarvélar. Allt var vélritað og svo fjölritað með tækni sem er löngu aflögð. I dag þykja tölva og ljósritunarvél svo sjálfsagður hlutur að menn nefha það ekki. Þetta eru tækninýjungar sem komu inn á þessum tíma og svo kom internetið í kjölfar þeirra. A þessum tíma hefur auðvitað orðið tæknibylting ef svo má segja sem snýr líka að huglægum atriðum eins og samskiptum, þekkingu og heimsmyndinni. Enda er oft talað um það að þessi öld sem nú er ný- byrjuð sé kannski frekar öld hugs- unar, menntunar og samskipta en ekki endilega véla, hráefna og gróða eins og öldin sem við vorum að kveðja.“ Þeir sem ekki eru af yngri kynslóðinni og ólust þ.a.l. ekki upp við að nota tölvur nánast daglega kunna margir jafnvel ekki að kveikja á tölvu. Þórir segist þó aldrei hafa verið í vandræðum með að fylgja straumnum eftir í þessum málum. „Eg nota þessa tækni og tel mig ekki geta verið án hennar. Auðvitað er ósköp lítið sem ég gæti kennt öðrum af því sem ég kann en ég vissi alltaf um hvað málið snérist og gat tekið rnínar ákvarðanir byggðar á því. Við höfum líka verið svo lánsöm að hafa hér einstaklinga sem eru mjög framarlega á þessu sviði.“ í FVA ríkir gott andrúmsloft Þórir segir nánast allt vera eftir- minnilegt en fyrst og fremst það að fá að fylgja þeirri þróun frá því að menn ákváðu að stofha hér fjöl- brautaskóla og til dagsins í dag. „Ólafur Asgeirsson, núverandi þjóðskjalavörður, kom hér með nýja tækni og hugmyndir og varpaði því inn í þetta tiltölulega kyrrstæða skólasamfélag sem hér var. Eftir það sá maður blómstra öflugt innra starf í skólanum. Nýjar námsskrár urðu til og skólinn stækkaði og dafnaði og fjölbreytni þjónustunnar stigmagnaðist. Þetta ferli var ótrú- lega gaman að sjá og átta sig á því seinna meir að sennilega var á þess- um tíma mörkuð ákveðin braut sem hefur alltaf haldist því í FVA hefur ríkt gott andrúmsloft vinnu og um- ræðna. Mér finnst mjög eftirtektar- vert og hugsa oft til þess hversu mikilvægt er að hafa starfsfólk sem getur tekist á við nýjar aðstæður, skipst á skoðunum en endað í sam- stöðu um leiðina sem verður farin án þess að það valdi flokkadráttum eða illindum." A ferli sínum hefur Þórir útskrif- að 1600 nemendur við 31 útskrift. „Margs er að minnast og ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra fjölmörgu nertienda, kennara og annars starfsfólks sem ég hef unnið með hér fyrir samstarfið og þessar mörgu góðu og ánægjulegu stundir. Eg vona að skólinn eigi sér enn bjartari framtíð og eigi eftir að dafna.“ Þórir útilokar ekki að hann komi aftur til starfa í skólanum. „Eg sakna skólans og mun alltaf gera það en ég kem allavega ekki aftur sem stjórnandi. Það er bjargföst á- kvörðún sem verður ekki haggað. En hvort ég enda hér einhvern tím- ann sem kennari er aftur annað mál. Það er aldrei að vita hvað bíður handan við hornið.“ SÓK Snæfellsbæingar gæía sér á gómsætum tertum sem þar voru bomar fram. MyndtSIR Kristján Kristjánsson spilaði jyrir Verkalýðskotmr í Stykkishólmi ásamt Einari Karlssyni formanni kaffigesti í Grundarftrði. Mynd: SIR VerkaÍýðsfélags Stykkisbólms að gera kaffið klárt. Mynd: SIR Skrúðganga Verkalýðsfélags Akraness. Myndir SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.