Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 10
10 FOSTUDAGUR 4. MAI 2001 ^niissuhui^' ^Penninn Bílastæðavandamál Ég þarf oft að koma á Heilsu- gæslustöðina í Borgarnesi vegna kvilla minna en ég lendi alltaf í vandræðum með Bif- reiðastæði og þarf að leggja á bifreiðastæði við Fjölbýlishúsið Borgarbraut 65a og labba þaðan inn á Heilsugæslustöð sem er á- kaflega erfitt. Samt eru 9 bif- reiðastæði fyrir frarnan Heilsu- gæslustöðina en því miður eru 7 stæði upptekin af starfsmönn- um heilsugæslunnar, 3 bifreiðar lækna, 1 bifreið heilsugæslu- stöðvar, 1 bifreið hjúkrunar- fræðings, 2 bifreiðar annarra starfsmanna og einnig leggur starfsmaður sjúkrabifreiðar sín- um bíl upp á gangstétt við Heilsugæsluna. Er það nú ein- dregin ósk mín að fram- kvæmdastjóri athugi þetta mál og við viðskiptavinir fáum að nota stæðin en starfsfólk fínni sér stæði á öðrum stað. Bestu kveðjur. Með von um fljóta afgreiðslu. Ororkulífeyrisþegi. Ljóöasýning í Borgamesi Laugardaginn 5. maí, frá kl. 15- 17, opnar ljóðahópurinn Isabrot sýningu í Listasafni Borgarness sem ber yfirskriftina Fley og fagr- ar árar. Til sýnis verður úrval frumsaminna Ijóða sem munu prýða veggi listasafnsins með ívafi kaffis og korgs, og við opnunina gefst gestum tækifæri til að hlýða á ljóðin í frumflutningi höfunda. Auk þessa munu ungir tónlistar- nemendur leika fáein lög. Tildrög ljóðasýningarinnar eru samfundir tíu Ijóðvina sem hafa yljað sér veturlangt á kaffisopa og orðlist og er sýningin afrakstur þessara funda, úrval af ljóðaakri undan vetri. Ljóðahópurinn Isa- brot samanstendur af Borgfirð- ingum, íbúum sem aðfluttum, sem eru: Björk Jóhannsdóttir, Edda Magnúsdóttir, Finnur Torfi Hjörleifsson, Guðrún Gunnars- dóttir, Jóna Guðbjörg Torfadótt- ir, Kristín R. Thorlacius, Ragn- heiður Asmundsdóttir, Snjólaug Guðmundsdóttir, Stefán Gíslason og Steinunn Eiríksdóttir. Listasafn Borgarness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarn- arbraut 4-6, Borganesi, og verður sýningin opin á opnunartíma þess, alla virka daga frá kl. 13-18 og þriðjudags- og fimmtudags- kvöld til kl. 20. Sýningin stend- ur aðeins í eina viku og lýkur 11. maí. (Fréttatilkynning) IðnaSarmenn leggja nótt vid dag svo tiætiun standíst aS opna Prinsinn á laugardag. Prinsinn opnar aftur Unnið hefur verið hörðum höndum til að koma starfsemi grillskálans Prinsins í Olafsvík aft- ur í gang eftir bruna sem varð fyr- ir rúmum mánuði. Stefnt er að því að Prinsinn verði opnaður form- lega nk. laugardag og að sögn eig- enda staðarins hefur verið tekið til hendinni við uppbyggingu og allt útlit og innréttingar færðar í nýrra horf. SIR Utskriftarhátíð nýbúa- fræðslu á Snæfellsnesi Um 50 nýbúar á Vesturlandi hafa nú á vorönn stundað grunnnám í íslensku á vegum Símennmnarmið- stöðvarinnar á Vesturlandi og voru flestir þeirra við nám í Grundar- firði og á Hellisandi. Náminu lauk nú í apríl og verður útskriftarhátið í Grunnskólanum í Olafsvík þann 7. maí. kl. 18. Hátíðin hefst með því að Endur- menntunarstofnun Háskólans sendir út gegnum fjarfundabúnað klukkustundar örnámskeið í ís- lensku sem öðru mngumáli. Kenn- ari er Ingibjörg Hafstað. Þetta námskeið er með svipuðu sniði og framhaldsnámskeiðið sem boðið verður upp á í haust á vegum Sí- menntunarmiðstöðvarinnar. Það námskeið verður starfstengt og mun taka mið af fólki sem vinnur í fiskvinnslu og byggir á eigin reynslu innflytjenda og nýtist í dag- legu lífi í íslenskum veruleika. Að loknu örnámskeiðinu verður nemendunum afhent þátttökuskír- teini vegna námskeiðanna á vor- önninni og síðan verður boðið upp á veitingar. Hátíðin er opin öllum sem áhuga hafa á nýbúafræðslu. (Fréttatilkynning) ^Písnahorníð VpI mér líkar lifsins puð Ég verð að byrja á að þakka lesendum mínum góð viðbrögð við vístmni um Nóbelsskáldið því mér bárust einar þrjár útgáfur af fyrripartinum í viðbót og að auki að vísan væri eftir Egil Jónasson á Húsavík en í Prestavísum eignar séra Sigurður Guðmundsson hana Helga Konráðs- syni en hefur þar meingallaða útgáfu af vísunni og skal ég ekki dæma hvað réttast er en þeir fyrripartar sem ég hef fengið eru á þessa leið: Nóbels - Laxness - launin hljtur lof ogprís og krónur margar. Nóbels laiinin Halldór hlýtur hóliS gott og krónur margar. Og að lokum sú útgáfan sem mér þykir best: Laxness Nóbels launin hlýtur lofiö nóg og krónur margar. En nú er mál að taka upp léttara hjal. A dög- unum kom Guðmundur Valtýsson á Eiríksstöð- um inn í bankastofnun með þykkan bunka af gíróseðlum sem þurftu greiðslu við og varð þá einhverjum nærstöddum að orði að þægilegt væri nú ef hægt væri að láta almættið sjá um greiðslumiðlun og varð það tilefhi eftirfarandi: Vel mér líkar lífsinspuð og lifi af gömlum vana meðan okkar góði guð greiðir reikningana. Sauðfjárbændur og raunar margir fleiri þekkja þessa stöðu mæta vel en þó er það nú svo að sumum er tamara en öðrum að berja sér. Friðrik Jónasson á Helgastöðum lýsti svo lífs- hlaupi sínu: Sífellt gengið sólarveg, sögu lífsins bjarta. Yfir hverju ætti e'g . eiginlega að kvarta. Sumir eru þeirrar gerðar að þá skiptir nokkru máli hvert starfsheitið er en aðrir gera sér ekki rellu út af slíkum smámunum og ganga í hvert það verk sem vinna þarf. Eftir Asmund Guð- mundsson frá Auðsstöðum er eftirfarandi hug- leiðing: Til hátra sem lágra er vinnunni veitt, því völdin og ágimdin breyta, að endingu kemur þó allt út á eitt hvað embætti mannanna heita. Það ráða svofáir hvað fieðast þeir í, þaðforlög í skauti se'r bera og samt hafa mennimir miklast af þvt' sem meistarinn fól þeim að gera. Mannanna verk verða ætíð misvel af hendi leyst og sumum verður það á að hafa orð um ef eitthvað gengur úrskeiðis. Mér er tjáð að sína fyrstu vísu hafi Steinn Steinarr gert þegar hann batt saman orðatiltæki fósturforeldra sinna: Hörmung og særing, að hugsa sérþað og helvískur voði. Djófullmn sjálfur, nú dámar mér að og damalaus hroði. Sæmundur Björnsson gaf sjálfum sér eftirfar- andi ummæli: Latur var ég og lakur bóndi, líka stutt ég bjó, einkum þó á annað góndi sem ekki hlaut égþó. Eins og hraustum lslendingi auðnaðist mérþó að skíta úti í skafrenningi og skeina mig á snjó. Eitthvað lakara hefur heilsufarið verið hjá Olafi Jóhanni Sigurðssyni þegar hann orti við Arthur Cook trúboða og hómópata á Akureyri: Innyfli mín ógnir rtfa, ætla ég hreint að verða krúkk. Meðöl löngu hætt að hrífa. Hjálpaðu mér nú Arthur Cook. Sá ágæti rnaður Teitur Hartmann kom eitt sinn þjáður af þekktum sjúkdómi inn í verslun á Isafirði og bað um öl með þessum orðum: Illa reyndust Agli söl, eitruð bölvuð seltan, þyrstur maður þambar öl, þorstinn virðist elt 'ann. Kári frá Valadal kunni ráð við þessum krank- leika: Vertu ekki vinur hljóður, vínið er í töskunni. Búskapurinn býsna góður. Bragðaðu áflöskunni. Vissulega hefur Bakkus stundum hjálpað upp á sakirnar þegar önnur ráð þrjóta (að minnsta kosti um stundarsakir). I kvæðinu Meyvant seg- ir Guðmundur Ólafsson frá Miðsandi: Eg kynntist Amor á einkafundum en afar lítið sem beturfer, égþekkti Bakkus og bað hann stundum um blessun stna til handa mér. En nóg um það. Gömul skólasystir mín hafði samband við mig og bað mig að spyrjast fyrir um hvort nokkur kannaðist við eftirfarandi kvæðisbrot og þá hver höfundurinn væri og hvar væri hægt að finna kvæðið allt og er þeirri spurningu hér með varpað áfram til lesenda í trausti góðra viðbragða: Nú liggur þú dropi í lófa mínum og lát mig heyra afferðum þtnum, þú hafðir áður vökvað blóm við bæinn svo breyttirðu þér í lækinn sem rennur út í sæinn. Svona gengur það koll afkolli og kannske er ég stundum í einhverjum polli en þegar — — — blessuð sólin skín hún biður mig að koma upp til sín. Þáfórum við dropar ífélag saman okkurfinnst það gaman, svo látum við okkur detta og gerum þá dembtt þétta. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjm'tur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 yBeygarðshornið Símsvarinn hjá Geðhjálp Geðhjálp góðan dagl Ef þú ert haldinfn) þráhyggju, ýttu þá ítrekað á 1. Ef þú þjáist af meðvirkni, biddu þá einhvern að ýta á 2 fyrir þig. Ef þú er geðklofi ýttu þá á 3 og þið hinir á 4 og 5. Ef þú haldinfn) paranoju, þá taktu eftir: Vð vitum hver þú ert og eigum ýmislegt vantalað við þig. Hinkraðu rneðan við látum rekja símtalið. Ef þú ert kynlífsfíkill, ýttu þá á 6. Mínútan kostar 99 kr. og 90 aura. Ef þú ert að drepast úr svart- sýni, vertu þá ekkert að ýta á neinn takka, það mun hvor eð er enginn svara þér. Ef þú glímir við lesblindu, ýttu þá á 696696969969696696996 Ef þú ert farin(n) yfirum af hassi, ýttu þá á 7 og ekki sleppa, aldrei. Vááááá. Ef þú ert með örvinglunar-of- virknistreitu, ýttu þá á 8 og skildu efrir skilaboð efrir að þú heyrir sóninn, áður en þú heyr- ir sóninn og á meðan þú heyrir sóninn. Bíddu eftir sóninum. Ef þú þjáist af alvarlegu minnis- leysi ýttu þá á 9. Ef þú þjáist af alvarlegu minnis- leysi ýttu þá á 9. Ef þú þjáist af alvarlegu minnis- leysi ýttu þá á 9. Ef þú þjáist af alvarlegu minnis- leysi ýttu þá á 9. Dorgveiði Og svo var það ljóskan sem fékk þennan gífurlega áhuga á dorg- veiði. Hún varð sér úti um allan búnað til þess arna, veiðigræjur, borsveif, stól og hvað ekki. Nú, svo var að skella sér í veiði. Hún kom sér fýrir úti á ísnum, settist á stólinn og fór að bora. Þá gall við rödd sem sagði: „Hér er enginn fiskur.“ Henni varð bylt við og leit í kringum sig en sá engan. Hún færði sig um set. A nýjum stað kom hún sér fyrir settist á stólinn og fór að bora. Og aftur gall við röddin: „ Hér er enginn fiskur.“ Aftur tók hún saman græjurnar og færði sig um set. Og sem hún byrjar aft- ur að bora gellur við röddin: „Hér er enginn fiskur.“ Hún lít- ur í kringum sig, upp í loftið og allt í kring en sér engan. Hún spyr með titrandi röddu. „Er..., er þetta Guð?“ „NEI! Þetta er umsjónamaður skautahallarinn- ar og hér er engan fisk að hafa...“ Viltu vinna milljón? Hjón eru að undirbúa sig í að fara í háttinn og hann spyr: „Elskan, eigum við að elskast í kvöld?" „Nei“ segir hún. „Er það þitt loka svar?“ ,Já, það er mitt loka svar!“ segir hún á- kveðin! Eiginmaðurinn hugsar sig um íbygginn um stund, spyr svo: ,JVfá ég hringja í vin?“ Spurtog svarað Hver er besta getnaðarvömin eftir fimmtugt? - Nekt Hver er munurinn á kæmstu og eiginkonu? - 45 kíló. Hver er munurinn á kærasta og eiginmanni? - 45 mínútur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.