Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 15
^iUisaunui^ FOSTUDAGUR 4. MAI 2001 15 Það er spuming??? Hvernig heldur þú aö sumariö veröi? Hrefiia Rún Ákadóttir, nemi í FVA - Sól og læti Eyrún Eyleifsdóttir, hj ólreiðagarpu r -Eg myndi segja að þaðyrði fínt. Jóna Kolbrún Nikulásdóttir, starfsmaður á Hótel Barbró -Vonandi gott Aron Daníelsson, nemi í Grundaskóla -Það verður heitt Sturla Aðalsteinsson, sjómaður -Eg held það verði hara þokkalegt Ami Sigfússon, sjómaður -Eg held það verði mj'óg gott veður ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞROTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Þessi myndarlegi hópur iék badminton í heilan sólarhring um helgina til aö safna fyrir æfingaferð til Danmerkur í sumar. Badmintonmara- þon á Akranesi Um helgina fór fram badminton- maraþon í íþróttahúsinu viö Vest- urgötu á Akranesi. Maraþoniö hófst klukkan tvö aö degi til á laug- ardag og lauk sólarhring síðar á sunnudag. Allan þann tíma léku elstu félagarnir í Badmintonfélagi Akraness á einum velli, hvert par í 45 mínútur í senn. Heiðarleikinn var slíkur aö þegar Ijósmyndari Skessuhorns leit við á miönætti til aö smella einni mynd af hópnum tók ferðanefndin sig til og spilaði rétt á meöan svo þráðurinn slitnaöi ekki. Tilgangurinn meö uppátæk- inu var aö safna peningum fyrir fyr- irhugaöa æfingaferö til Danmerkur í ágúst. Krakkarnir fóru til einstak- linga og í fyrirtæki á Akranesi til aö safna áheitum og söfnuöust um 300 þúsund krónur. Að sögn ferða- nefndarinnar var krökkunum alls staðar mjög vel tekiö og undirtekt- irnar voru frábærar. Kann nefndin öllum þeim er sáu sér fært aö styrkja krakkana meö einum eöa öörum hætti bestu þakkir fyrir. SÓK Vinningshafarnir í Vesturlandsmótinu. Mynd: K.K. Vesturlandsmót í bridae Sveinbjörn og Höskuldur sigruðu Á laugardaginn var haldiö Vest- urlandsmót í tvímenningi á Akra- nesi. Vesturlandsmeistarar 2001 urðu Sveinbjörn Eyjólfsson og Höskuldur Gunnarsson og hlutu þeir 87 stig. Mótiö var spennandi og úrslit réöust ekki fyrr en meö síðustu spilunum. í ööru sæti lentu Árni Bragason og Erling Einarsson meö 81 stig og þriöja sætið hrepptu Hreinn Björnsson og Sig- urðurTómasson meö 69 stig. Karl Alfreðsson og Bjarni Guðmunds komu næstir með 57 stig og fast á eftir þeim Leó Jóhannsson og Magnús Magnússon meö 53 stig 22 pör mættu til mótsins sem haldið var í veitingahúsinu Breiö- inni. Keppnisstjóri var Sveinn Rún- ar Eiríksson. K.K. Vetrarleikar Faxa Þriðju og síðustu vetrarleikar hestamannafélagsins Faxa í Borgarfirði voru haldnir á Hvann- eyri síöastliðinn laugardag í blíð- skaparveöri. Úrslit urðu eftirfarandi: BARNAFLOKKUR 1. Anna Heiöa Baldursdóttir Glitrún frá Fjalli 2. Sigurborg H. Siguröardóttir Odda frá Oddsstöðum 3. Flosi Ólafsson Lyfting frá Reykholti 4. Lára María Karlsdóttir Mýsla frá Hrafnkelsstöðum 5. Helga Jónsdóttir Korgur frá Kópareykjum UNGUNGAFLOKKUR 1. Elísabet Fjeldsted Mjöll frá Skáney 2. Sóley Birna Baldursdóttir Kveöja frá Múlakoti 3. Pétur Jónsson Viljar frá Signýjarstöðum 4. Brynjólfur Snorrason Vinur 5. Sigrún Sveinbjörnsdóttir Litli-Ljótur frá Víðidalstungu KVENNAFLOKKUR 1. Sigurborg Jónsdóttir Örn frá Indriðastöðum 2. Rósa Emilsdóttir Frostrós frá Fagradal 3. Þórdís Sigurðardóttir Rumur frá Gullberastööum Skagamenn úr leik Afleitur seinni hálfleikur aean FH Skagamenn eru úr leik í deild- arbikarkeppninni eftir tap gegn FH á þriöjudaginn, 2-5. Skaga- menn byrjuöu af miklum krafti og komust í 1-0 eftir 25 mínútur. Haraldur Hinriksson geröi sér þá lítið fyrir og þrumaði boltanum í bláhornið beint úr aukaspyrnu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var markmanni FH-inga vikið af leik- velli eftir aö hafa handleikiö knött- inn fyrir utan teig. Aðeins mínútu síðar nýttu Skagamenn sér liðs- muninn og bættu viö öðru marki. Guðjón Sveinsson gaf góöa sendingu fyrir markiö þar sem Kári Steinn Reynisson var mætt- ur og setti boltann í netið af stuttu færi. Þegar flautaö var til seinni hálfleiks bjuggust flestir viö því aö sigur Skagamanna væri í höfn enda 2-0 yfir og manni fleiri. Þessu voru leikmenn FH ekki sammála og komu þeir mjög á- kveönir til leiks í seinni hálfleik. Fljótlega náöu FH-ingar góöum tökum á leiknum og þaö kom því ekki á óvart þegar þeir minnkuöu muninn eftir hornspyrnu þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Fimm mínútum seinna var Kári Steinn rekinn í baö þegar hann fékk sitt annaö gula spjald, fyrir brot sem virtist frekar saklaust. Þaö var síðan gamla kempan Höröur Magnússon sem jafnaði fyrir FH, með skoti beint úr auka- spyrnu, þegar um fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Framlengja þurfti því leikinn. í framlengingunni var að- eins eitt lið á vellinum, og þaö voru ekki Skagamenn. FH bætti viö þremur mörkum, og aöeins markvarsla Ólafs Þórs bjargaöi því að FH-ingar skoruöu ekki tvö til þrjú mörk til viðbótar. Erfitt er aö segja til um hvaö það var sem felldi Skagamenn í þessum leik, sem var í þeirra höndum lengi vel. Skynsemina virtist vanta í seinni hálfleik, tveimur mörkum yfir og manni fleiri er eitthvað sem menn eiga ekki að missa útúr höndunum. Þetta má aö hluta til skrifa á reynsluleysi leikmanna en það hlýtur að vera hlutverk eldri og reyndari leikmannanna aö leiöa þá yngri í gegnum svona leiki, þaö tókst þeim ekki og brugðust því á sama hátt og þeir óreyndu. Molar Birgir Leifur Hafþórsson lék um síöustu helgi á Opna portú- galska mótinu. Ekki tókst Birgi að fylgja eftir þeim góöa árangri sem hann haföi náð í mótunum á und- an. Birgir lék fyrsta dagínn á 78 höggum sem er sex höggum yfir pari og var í 150.sæti af 155 keppendum eftir daginn. Daginn eftir lék Birgir á 74 höggum og iauk því keppni á átta höggum yfir pari. Birgi tókst því ekki aö komast í gegnum niöurskurðinn, en eftir tvo daga, af fjórum, eru þeir sem eru ekki innan viö tíu höggum á eftir efsta manni úr leik. Hálfdán Gíslason þurfti að yf- irgefa völlinn í fyrri hálfleik gegn FH á þriðjudaginn. Meiðslin eru ekki talin alvarleg. Margir áhorfendur á leik ÍA og FH veltu því fyrir sér hvort rauöa spjaldið hjá Kára þýddi að hann hæfi íslandsmótið í banni. Reyndar er það svo að menn taka ekki með sér spjöldin úr deildarbikarnum í íslandsmótið en engu að síður er Kári Steinn í banni í fyrsta leik 17. maí. Kári fékk nefnilega sitt fjórða gula spjald í bikarúrslitaleiknum síðast haust þegar hann reif sig úr treyj- unni og fagnaði sigurmarki sínu á svo eftirminnilegan hátt. Það er hinsvegar gult spjald, samkvæmt reglunum, að fara úr treyjunni á meðan á leik stendur. Hjörtur Hjartarson hefur hafið æfingar af fullum krafti á nýjan leik eftir að hafa slitið liðbönd í hné í leik gegn Fram fyrir níu vik- um. Reiknað er með að Hjörtur verði með í næsta æfingaleik Skagamanna sem fram fer í næstu viku. Úr herbúðum Skallagríms- manna er það að frétta að Gunn- ar Jónsson, múrarinn knái og fyrrverandi leikmaður ÍA og Skallagrfms, hefur verið ráðinn liðstjóri tiðsins í sumar. Gunnar kemur til með að aðstoða Valdi- mar á hliðarlínunni í leikjum tíma- bilsins. Hilmar Hákonarson, fyrirliði Skallagríms, verður í leikbanni í fyrsta leik íslandsmótsins þegar Skallagrímur leikur á móti Sel- fyssingum á útivelli föstudaginn 18. maí. Skallagrímsmenn enduðu í öðru sæti síns riðils í deildarbik- arkeppninni sem þýðir að þeir spila um fimmta sætið. Sá leikur fer fram á laugardaginn og eru mótherjarnir þeir sömu og í fyrsta leik ísiandsmótsins, Selfoss. Leikið verður á grasvelli þeirra Seifyssinga. HJH 4. Vilborg Bjarnadóttir Seifur frá Skáney 5. Monika Kimpfler Sleipnir frá Arnarstapa KARLAFLOKKUR 1. Róbert Logi Jóhannesson Kóla frá Laugabæ 2. Eyjólfur Þorsteinsson Kóngur frá Hurðarbaki 3. Þorkell Þórðarson Forkur-Djúpfari frá Brjánslæk 4. Haukur Bjarnason Bliki frá Skáney 5. Baldur Björnsson Embla frá Múlakoti Um kvöldið var haldið skemmti- kvöld í Brún í Bæjarsveit þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir stiga- hæstu keppendurna í mótum vetr- arins. Haukur Bjarnason sigraði í karla- flokki á Vetrarleikum Faxa Sigurvegarar í vetrarleikum Faxa áriö 2001 voru: Barnaflokkur: Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, Oddsstöðum Unglingaflokkur: Pétur Jónsson, Kleppjárnsreykjum Kvennaflokkur: Rósa Emilsdóttir, Miðfossum Karlaflokkur: Haukur Bjarnason, Skáney.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.