Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 12.07.2001, Síða 4

Skessuhorn - 12.07.2001, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 12.JULI 2001 jamUtlu... WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Simi: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Simi: 431 4222 SKRIFSTOFUR BI.AÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Úlgefandi: Tíðindomenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gisli Einorsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snaefellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Sam- tökin47 Gísli Einarsson, ritstjóri. Alla jafha er ég syngjandi sæll og glaður, ánægður með lífið og tilveruna og geislandi af hamingju. Hingað til hefur fátt verið til að trufla þá sælutilfinningu. Samt sem áður hefur eitt smáatriði verið að pirra mig að undanförnu. Mér hefur nefhi- lega fundist ég vera svolítið utanveltu í samfélaginu og á skjön við meirihlutann þar sem ég tilheyri ekki neinum minnihluta- hópi. Eg hef nefnilega veitt því athygli að það er alltaf minni- hlutinn sem fær mesta athygli á kostnað meirihlutans. Minni- hlutahópar eru mun meira áberandi en meirihlutahópar hvernig sem á því stendur. Þar má nefha samtökin 101, Reykjavík, samtökin 102 Reykjavík, samtökin 78 og samtökin þetta og hitt. Hingað til hef ég því miður ekki geta fundið mér stað í neinum minnihlutasamtökum. Eg var í ratm farinn að hallast að því að ég væri það venjulegur að það hljóti að teljast af- brigðilegt. Það er því ekki laust við að ég hafi fundið fyrir ör- lítilli öfund af þeirri ástæðu að á mér væri ekki traðkað. Það hljóp hinsvegar á snærið hjá mér í síðustu viku. Þegar átti að leggja af stað í útilegu með fjölskyldunni kom í Ijós að útilegustrigaskór húsbóndans, sem síðast voru notaðir fyrir fimm árum síðan, höfðu ekki staðist tímans tönn eins vel og eigandinn. Ekki gafst ráðrúm til að gera viðeigandi ráðstafan- ir áður en lagt var af stað og því var ekki annað til ráða en að- leggja upp í ferðalagið á inniskónum með þau áform í fartesk- inu að fjárfesta í nýjum útilegustrigaskóm í næsta kaupstað. Segir nú ekki af ferðum mínum fyrr en á Akureyri. Hugsaði ég mér nú gott til glóðarinnar þar sem Akureyringar hafa frá því land byggðist verið með afbrigðum vel skóaðir. Má það vafalítið þakka dönskum áhrifum sem lengi hafa verið sterk á Akureyri en danskir skór voru, fyrir ekki svo alllöngu, taldir miklar gersemar. Það skorti heldur ekkert upp á vilja inn- fæddra til að selja mér skótau við vægu verði, allt þar til kom að því að gefa upp skónúmer. Þegar ég nefhdi töluna 47, sem virðist alls ekki há tala í samfélagi þar sem flestir þeir sem meira mega sín tala í hundruðum milljóna eða þaðanaf stærri tölum, þá kom yfirleitt flóttalegur svipur á afgreiðslufólkið. Eg var svosem hvergi nærri farinn að örvænta þótt ég færi skólaus út úr fyrstu versluninni og hélt áfram fullur bjartsýni. Það tók hinsvegar ekki betra við. Gekk ég þarna búð úr búð en án árangurs. Yfirleitt var mér tekið með mikill kurteisi og vinsemd og ég kvaddur með hughreystandi orðum á borð við: _.því miður en við erum bara með skó fyrir venjulegt fólk.” Sumstaðar höfðu Akureyskir kaupmenn gaman af vandræðum mínum og spurðu hvort ég hefði byggingarleyfi fyrir skóm af þessari stærðargráðu, hvort ég ætlaði að vera einn í þeim eð hvar ég ætlaði að sigla þessu! Sumir voru heldur ekki á því að gefast upp og fengu mig til að reyna að troða mér í mun minni skó. Þegar það gekk ekki var horft á mig ásökunaraugum svip- uðum og sjálfsagt hafa verið notuð í sögunni af Oskubusku þegar heimasæturnar komust ekki í glerskóinn. Skemmst er frá því að segja að ég fríið fór í að þræða allar skóverslarnir frá Akureyri tií Reyðafjarar og aftur til baka en niðurstaðan varð samt sem áður sú að ég kom heim á sokka- leistunum. Samt sem áður er ég þokkalega sáttur, vitandi það að meirihlutinn tilheyrir minnihlutahópum. Svo er nú það. Gísli Einarsson, á sokkaleistunum. Afengishöll rís Athugulir Borgnesingar hafa að líkindum tekið eftir því að nýbygg- ing er sem óðast að rísa í útjaðri Borgarness við þjóðveg eitt. Það er verktakinn Sólfell ehf. sem vinnur að smíði hússins fyrir Olgerð Egils Skallagrímssonar. Mun þar fara fram ámóta framleiðsla og í hús- næði gamla Mjólkursamlagsins, þ.e. átöppun áfengis og blöndun. Það er fyrirtækið Víngerðin sem mun sjá um framleiðsluna fyrir Öl- gerðina í þessu nýja húsi en á þess vegum fer fram eina framleiðsla sterkra drykkja á landinu. Að sögn Kristmars Ólafssonar framkvæmd- arstjóra Víngerðarinnar fer hlumr útflutnings Ölgerðarinnar sífellt stækkandi og er nú svo komið að sá hlutur er orðinn stærri en fram- leiðslan fyrir innanlandsmarkað. Var hafist handa við smíðina snemma vors og segir Kristmar að ætlað sé að framleiðsla geti hafist í september. Er húsið 1000 fermetr- ar að grunnfleti en Ölgerðin á þarna um 11.0000 fermetra lóð. Þá eiga þeir forkaupsrétt á lóð við hliðina, sem er svipuð að stærð, og má ætla að þeir Ölgerðarmenn hugi á frekari landvinninga í fram- tíðinni. smb Breytingar hjá heilbrigðiseftirlitínu Annar fulltrúinn fluttur á Snæfellsnes? Að undanförnu hefur verið um- ræða í gangi um skipulagsbreyting- ar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestur- lands. Að sögn Helga Helgasonar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseft- irlits Vesturlands er verið að ræða um að færa til annan heilbrigðis- fulltrúann. „Þegar heibrigðiseftirlitið á Akranesi og annars staðar á Vestur- landi voru sameinuð í heilbrigðis- eftirlit Vesturlands í mars 1999 var ákveðið að litlar breytingar yrðu gerðar í upphafi en málið skoðað þegar fram liðu stundir. í dag eru tveir heilbrigðisfulltrúar starfandi, annar í Borgarnesi og hinn á Akra- nesi. Eg hef hinsvegar lagt til að annar fulltrúinn verði staðsettur á Snæfellsnesi. Þetta hefur verið til umræðu í heilbrigðisnefnd Vestur- lands síðasta misserið og var tekið fyrir á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands en þar var samþykkt að vinna betur að málinu,“ segir Helgi. GE asíMsev HRÓMN EA 579 Seldi bát til Grímseyinga I lok síðasta mánaðar var sjósett- ur nýr bátur á Akranesi sem hann- aður og smíðaður var af Báta- smiðju Guðgeirs. Báturinn er hraðfiskbátur af gerðinni Perla 850 og er hann 2,38 m á breidd, 7,6 m á lengd og 14,2 m3. I lestinni eru ellefu 380 lítra ker. Guðgeir segist hafa verið um tvo og hálfan mánuð að smíða bátinn en í síðustu viku afhenti hann bátinn nýjunt eigend- um í Grímsey. „Þeir feðgar Óli Bjarni Ólason og Óli Hjálmar Óla- son í Grímsey festu kaup á bátnum og ég sigldi sjálfur út í Grímsey til að afhenda þeim hann og hitta Grímseyinga sem eru afskaplega yndislegt fólk.“ Guðgeir sagði að hinir nýju eigendur hefðu verið mjög ánægðir með bátinn en gang- hraði hans reyndist vera 28 mílur. Guðgeir hefur þegar selt annan bát af sömu gerð til Voga á Vatnsleysu- strönd og að næg verkefni séu fyr- ir hendi. SÓK Umhverfisátak í Borgarbyggð Borgarbyggð hefur ákveðið að efna til umhverfisátaks í Borgar- nesi í seinni hluta ágúsnnánaðar í tengslum við verkefnið „Fegurri sveitir" sem sveitarfélagið er þátt- takandi í. Með átakinu er einkum verið að höfða til fyrirtækja og stofnana um að þau gefi sér nma til að fegra og bæta umhverfi sitt. Til stendur að nlnefria umsjónar- nefnd, með fulltrúum ffjálsra fé- lagasamtaka, sem geri m.a. tillögur um viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í átaldnu. Ragnhild- ur Sigurðardóttir, verkefnisstjóri „Fegurra sveita“ verður Borgar- byggð til ráðgjafar í verkefninu en mönnum er bent á að huga sér- staklega að spilliefnum í sveitirmi og koma þeim á Gámastöðina svo tryggja megi örugga förgun. Til spilliefna teljast t.d. rafgeymar, málning og notuð olía. Það er Landbúnaðarráðuneytið, ásamt sveitarfélögum og félaga- samtökum sem standa að verkefn- inu „Fegurri sveitir“ en um er að ræða átaksverkefhi um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með á- herslu á sveitir landsins. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir meng- un og slysahættu, auk þess að hæta ásýnd dreifbýlisins. Stærsti ein- staki þátturirm í framlagi Borgar- byggðar er brotajámssöftiun sem stendur yfir í sumar. Staðið er að söfirun á brotajámi með svipuðu sniði og í fyrra en móttökustöðum hefur verið fjölgað. Sumarið 2000 tóku menn vel við sér og söffiuð- ust á þriðja hundrað tonn í því á- taki. SÓK Til stendur að bæta tjaldsvæði Eins og fram kom í síðasta tölu- blaði Skessuhorns fór Búnaðar- bankamótið í knattspymu ffam í Borgamesi fyrir skömmu. Fjöldi keppenda og gesta var á mótinu og þótti mörgum aðstaðan á tjald- svæði bæjarins slæm. Stefán Kalmansson, bæjarstjóri, segist ekki þræta fyrir það enda sé ó- keypis að gista á tjaldsvæðinu. „Við bjóðunr einungis upp á þetta fyrir þá sem eru tilbúnir að sætta sig við þá aðstöðu sem þarna er. Enda höfum við bent fólki á að nota tjaldsvæði við Venus og í Varmalandi. Til stendur að laga tjaldsvæðið en það er ekki hægt að gera allt í einu. A þessu ári hafa verið miklar ffamkvæmdir í gangi, sérstaklega hvað varðar gamagerð og í tengslum við einsetningu grunnskólanna. Tjaldsvæðið komst einfaldlega ekki að núna.“ Stefán segir að ætlunin sé að setja upp þjónustuhús með vatns- salernum á svæðinu í ffamtíðinni og hugsanlega sturtur. Nú em einungis þumkamrar og útivaskur á tjaldsvæðinu. „Búið er að teikna tillögu sem er til umræðu núna og markmiðið er að setja peninga í verkið á fjárhagsáætlun næsta árs. Við reiknum með að á næstu tveimur til þremur árum verði komið upp á svæðinu góðri að- stöðu. Sáð verður í malarvöllinn eða hann þökulagður.“ Stefán segir að vonandi verði hægt að framkvæma töluvert strax á næsta ári en að svæðið verði líklega ekki fullbúið fyrr en að þremur árum Uðnum. „Þá höfum við hugsað okkur að jafhvel verði hægt að nýta svæðið betur undir skemmt- anir og annað og þetta yrði tjöl- nota útisvæði." SÓK

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.