Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 1
Mikið sukk Mikil umferð ferðamanna var um Borgarfjörð um síðustu helgi og var þetta sennilega mesta ferðamannahelgin í hér- aðinu það sem af er þessu sumri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var mikið um að fólk dveldist í tjöldum um helgina vítt og breitt um héraðið, jafnt á hefð- bundnum tjaldstæðum sem utan þeirra. "Það var tjaldað í öllum krókum og kimum hér- aðsins og mikið fyllerí," sagði lögregluþjónn í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. "Það var geysilega mikið kvabb, mest útaf einhverju bulli. Það var nokkuð að fólk væri að keyra drukkið en að öðru leyti voru flest útköll útaf ómerkilegum hlutum. Þetta stóð alveg fram á hádegi á sunnudag en það er frekar óvenjulegt." GE Leifshátíö var haldin í annað sinn að Eiríksstöðum í Haukadal um síðustu helgi. Meðal atriða var sýning sœnska hópsins Tele-Glíma sem kynntifoma leiki og íþróttir. A myndinni má sjá sænsku víkingana þreyta sérkennilegt kapphlaup þar sem keppendur voru bundnir saman á fótum. Mynd: GE Sameinaðir firjáls- íþróttamenn Akveðið hefur verið að Héraðs- sambönd ungmennafélaganna á Vesturlandi sendi sameiginlegt lið til keppni í bikarkeppni frjáls- íþróttasambands Islands í sumar. Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu og Ungmenna- og íþróttasamband Dalamanna Norður Breiðfirðinga sendu sam- eiginlegt lið til keppni á síðasta ári í 2. deildinni en Ungmennasam- band Borgarfjarðar keppti í 1. deild og féll niður um deild. Að sögn Irisar Grönfeldt héraðs- þjálfara UMSB ætla héraðssam- böndin þrjú að keppa undir merkj- um Vesmrlands í 2. deildarkeppn- inni sem fram fer í Borgarnesi í á- gústlok og er stefnan sett á sæti í 1. deildinni að ári. "Það er erfitt, og nánast ómögulegt fyrir hvert þess- ara sambanda að halda sæti í 1. deildinni vegna fámennis en það er náttúrulega það sem állir stefna að. Iris Grönfeldt Samböndin munu áfram stunda sitt unglingastarf hvert fyrir sig en við munum standa samam að því að byggja upp keppnislið afreksmanna og ætlum okkur að ná árangri," segir Iris. GE Sjá allt um árangur Vestlendinga á Landsmóti Ung- mennafélaganna á Egilsstöðum. um síðustu helgi. Bls. 14. Landsmót UMFÍ Þjóðgarðsvörður fyrir nýjan þjóðgarð Þjóðgarðurinn Snæfells- jökull var fyrir skemmstu opnaður við hátíðlega athöfn á Malarrifi eins og kunnugt er. Nú hefur Guðbjörg Gunnarsdóttir verið ráðin þjóðgarðsvörður en alls voru sautján umsækjendur um starfið. Guðbjörg lauk B.S.- prófi í landafræði árið 1986. Hún lauk síðan kennslu- og uppeldisfræðum til kennsluréttinda og loks námi í hagnýtri fjölmiðlun árið 1995. Ollum þessum prófum lauk hún frá Háskóla Islands. Undanfarin sex ár hefur Guðbjörg starfað við upplýsinga- og kynningar- mál hjá Landssíma Islands og fengist þar við margvísleg efni, en þar á undan starfaði hún við kennslu, bæði á höf- uðborgarsvæðinu og úti á landi. Þar að auki hefur hún Guðbjörg Gtmnarsdóttir lokið námi sem leiðsögu- maður frá Leiðsöguskóla Is- Iands og starfaði sem slíkur í mörg sumur. Aðsetur hins nýja þjóð- garðsvarðar verður á Hell- issandi. smh MANUDAGA - FIMMTUDAGA FÖSTUDAGA ^”2 LAUGARDAGA 10-19 SUNNUDAGA 12-19

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.