Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 2
2 ;ooc k íninííinxRvr-i FIMMTUDAGUR 23. AGUST 2001 jiuíssimui. Sementsverk- ^smiðjan hf. Oskar efrir nýjum urð- unarstað Sementsverksmiðjan hefur óskað eftir ábendingum ffá bæjar- ráði um hentugan urðunarstað í nágrenni Akraness fyrir rafsíurvk og var erindi fyrirtækisins vísað til skoðunar hjá tækni- og umhverf- issviði. Fram að þessu hefur rafsíurykið verið notað í landfyll- ingu fyrir hestamenn bæjarins en nú er því verkefni lokið og þess vegna þarf að skoða málið að nýju. Bæjarráð hefur ekki sett fram neinar tillögur um hentugan stað en samkvæmt upplýsingum Skessuhorns væri hægt að urða rykið í grófurðunargryfju í Garðaseli. SÓK Útboð í hellulögn í Stykkishólmi Nú hafa framkvæmdir við hellulögn á neðri hluta Skóla- stígs í Stykkishólmi verið boðnar út. Að sögn Ola Jóns Gunnars- sonar, bæjarstjóra, stendur til að helluleggja þann hluta stígsins sem ekki er bundinn slitlagi og mun ásýnd miðbæjarins breytast mikið til hins betra með þessari framkvæmd. Tilboð verða opnuð miðvákudaginn 29. ágúst og svo er áætlað að verkinu verði lokið þann fimmtánda nóvember næstkomandi. smh Afgreiðslu Akursbraut- artnáls ffestað Eins og greint var ffá í síðasta tölublaði Skessuhorns hafa fjöl- margir eigendur fasteigna í ná- grenni Akursbrautar mótmælt fyrirhugaðri tillögu að breytingu á Akursbraut 9 sem ætlunin er að breyta í ibúðarhúsnæði. Skipu- lagsnefnd ákvað hins vegar að leggja til við bæjarstjórn að tillag- an yrði samþykkti með vissum skilyrðum. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarráðsfundi og ákveðið var að ffesta afgreiðslu málsins og að boða formann skipulagsnefhd- ar til viðræðna við bæjarráð. SOK Hitaveitulagnir í Innri-Akraneshrepp Öllum tilboð- um hafhað Bæjarráð Akraness samþykkti á sínum síðasta fundi að hafna framkomnum tilboðum í hita- veitulagnir í Innri-Akraneshrepp. Verkið var boðið út í vor. Gísli Gíslason, bæjarstjóri, segir að öll tilboðin hafi þótt heldur há og auk þess sé möguleiki á að Orku- veita Reykjavíkur komi að verk- inu á einhvern hátt. Því sé ekki þar með sagt að með höfnun til- boðanna sé búið að leggja fram- kvæmdina sem slíka á hilluna. ✓ Ovissu um sauðíjárslátrun loksins eytt Slátrað bæði í Búðardal og Borgamesi Loks er orðið ljóst að slátrað verður í öllum þremur sauðfjárslát- urhúsum Vesturlands eftír margra mánaða óvissu. Fyrir síðustu helgi náðust samningar milli Kjötum- boðsins hf., sem áður hét Goði hf, og fjögurra kaupfélaga um leigu hinna síðarnefndu á sex sláturhús- um í eigu Goða hf. Það eru Kaup- félag Borgfirðinga, Kaupfélag Hér- aðsbúa, Kaupfélag Austur Skaftfell- inga og Kaupfélag Vestur-Hún- vetninga sem taka á leigu sláturhús- in í Borgarnesi, Búðardal, Höfh, Fossvöllum, Hvammstanga og Breiðdalsvík. Um helgina náðust síðan samn- ingar milli Kaupfélags Borgfirðinga og Dalabyggðar um að sveitarfélag- ið gangi inn í samning kaupfélag- anna vegna sláturhússins í Búðar- dal. Um leið var gengið frá samn- ingi milli Dalabyggðar og Ferskra afurða á Hvammstanga um að hin- ir síðarnefndu taki að sér slátrun í húsinu í Búðardal í haust. Allir þessir samningar voru gerð- ir með fyrirvara um ákvörðun ríkis- stjórnarinnar varðandi það að Byggðastofnun myndi ábyrgjast greiðslur afurðalána til að tryggja lægri vexti. Sú ákvörðun liggur nú fyrir og því virðast loks vera ljóst Sláturhúsio Borgamesi hvernig sauðfjárslátrun verður háttað á Vesturlandi í haust. A síðustu stundu Þorvaldur Jónsson stjórnarfor- maður Kaupfélags Borgfirðinga kvaðst í samtali við Skessuhorn fagna því að þessi mál væru loks tíl lykta leidd í bili enda hefði ekki mátt seinna vera. Þar sem sláturtíð væri á næsta leiti og allur undirbún- ingur eftir. Hann sagði að hinsveg- ar þyrfti sem fyrst að skoða málin til frambúðar og enn stæði krafan um hagræðingu í sauðfjárslátrun ó- högguð. Nú þegar hefur verið aug- lýst eftír starfsfólki í sláturhúsið í Borgarnesi og öflun sláturfjárlof- orða er hafin af krafti. Haraldur Líndal sveitarstjóri Dalabyggðar var einnig ánægður með að samningar væru í höfn og kvaðst vongóður um að það mark- mið næðist að slátra yfir 30. þúsund dilkum í húsinu í Búðardal. Hann sagði að þarna væri vissulega tjald- að til einnar nætur í bili en sem fyrst þyrfti að skoða málin til fram- búðar með hagsmuni byggðarinnar í huga. GE Nú er vérið að leggja lokahönd á það á Rifi aö steypa götuna sem liggurjrá bafiiárplaninu, aftan við hafnavogina og iít í Smiðju Arna Jóns og að Fiskmarkaði Breiðarfjarðar. Er reiknað með að gatan verði tilbúin um rniðjan ágiíst. Könnun á vímuefhaneyslu nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands Þriðjungur reyldr og stór hluti neytir áfengis reglulega Þriðjungur nemenda í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) reykir, áfengis- og ölvunar- drykkja er almenn og umtalsverður hópur nemenda kveðst eiga við persónulega og tilfinningatengda erfiðleika að etja. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem unnin var sem lokaverkefni í námsráðgjöf við Félagsvísindadeild Háskóla ís- lands af þeim Svandísi Sturludótt- ur, Björk Einisdóttur, Þóru Steph- ensen og Bryndísi Jónu Jónsdótmr. Könnunin var unnin í samráði við forvarnarteymi sem starfandi er á vegum Akraneskaupstaðar og er skipað fulltrúum ýmissa aðila sem láta sig málefni barna og unglinga varða. íþróttaiðkun dregur ekki úr neyslu áfengis I könnuninni var umfang áfeng- is- og vímuefnaneyslu kannað, á- samt líðan nemenda og framtíðar- markmiðum. Olvunardrykkja reyndist mjög almenn og tæplega tveir af hverjum þremur nemend- um sögðust hafa orðið ölvaðir á síð- astliðnum þremur mánuðum. Einn af hverjum tíu nemendum hafði neytt annarra vímuefna en áfengis á umræddu tímabili. Athygli vekur að íþróttaiðkun virtist ekla draga úr ölvunardrykkju fyrr en drykkjan átti sér stað einu sinni í viku eða oftar. Hins vegar kom í ljós að tæp 95% þeirra sem smnduðu íþróttir með íþróttafélagi neyttu ekki vímu- efna annarra en áfengis. Af þeim 32 nemendum sem neyttu annarra vímuefna stunduðu sex íþróttir. Veruleg tengsl milli þunglyndis og ölvunardrykkju Líðan nemenda í skólanum var könnuð eftir kynjum. Tiltölulega algengt reyndist að nemendum liði illa og tæplega 10% nemenda sögð- ust oft eða alltaf hafa misst löngun til að lifa. Þá áttu 17% oft eða alltaf við persónuleg eða tilfinningaleg vandamál að etja og 14% nemenda sögðust oft eða alltaf vera langt niðri eða þunglyndir. Líðanin reyndist misjöfn eftir kynjum og mun fleiri stelpur sögðust hafa misst löngun til að lifa en strákar. Veruleg tengsl komu fram á rnilli ölvunardrykkju og þess hversu oft nemendur væru langt niðri eða þunglyndir og rúm 23% þeirra nemenda sem urðu ölvaðir einu sinni í viku eða oftar sögðust oft eða alltaf vera þunglyndir. Neyta áfengis til að skemmta sér Nemendur sögðust flestir drekka áfengi til þess að skemmta sér eða af því að þeim finndist það gott. Sumir neyttu áfengis til að slaka á, aðrir til að losna við feimni og nokkrir jafnvel vegna þess að þeir höfðu ekkert annað að gera. Þrír leikskóla- ráðgjafar í stað eins Helga Gunnarsdóttir, menn- ingar- og skólafulltrúi Akraness og Sigrún Gísladóttir, leikskóla- fulltrúi, hafa unnið tillögu þess efnis að starf leikskólaráðgjafa vegna sérkennslu verði iagt niður í núverandi rnynd við skólaskrif- stofu Akraness. I stað þess muni verða búnar til þrjár 20% stöður, ein við hvern leikskóla. Ætlunin er að nota það fjármagn sem eftír stendur til þess að standa straum af handleiðslu og símenntun þessara starfsmamta. I tíllögunni var lagt til að fyrirkomulagið yrði reynt í tvö ár en endurmetið eftir fyrsta árið. Skólanefnd lagði blessun sína yfir tillöguna á síðasta fundi sín- um og óskaði eftír mati á nýju fyr- irkomulagi að ári liðnu. Fimmtán böm eru nú með fötlunargrein- ingu á leikskólunum og era starfsmenn sem sinna sérkennslu þeirra í sjö stöðugildum. SÓK Jón í stað Péturs Eins og Skessuhorn hefur greint frá hefur Pétur Ottesen sagt sig úr bæjarstjórn Akraness vegna búsemskipta. Einnig sagði hann sig úr hafnarstjórn og stjórn Grandartangahafhar. Jón Gunnlaugsson mun taka sæti Péturs sem bæjarfulltrúa sem að- almaður og Sævar Haukdal sem varamaður. A síðasta fundi sínum sam- þykktí bæjarráð þá tillögu að El- ínbjörg Magnúsdóttir komi í stað Péturs í hafnarstjórn og Herdís Þórðardóttir í stjórn Grundartangahafnar. SÓK Skólanefiid firndar í skólum Á síðasta fundi skólanefhdar Akraness var ákveðið að stefna að því að skólanefndarfundir yrðu haldnir í leik- og grann- skólum bæjarins í vetur þannig að skólanefnd kynnist aðstöðu betur. Hingað til hafa fundirnir yfirleitt verið haldnir í fundarsal bæjarskrifstofunnar. SÓK Ekki nauð- synlegtað keyra á þær Ekið var á tvær kindur skammt frá Fomahvammi í Norðurárdal aðfaranótt þriðjudags. Kindumar fundust dauðar á þriðjudags- morgun en ökumaður bifreiðar- innar hefur ekki gefið sig ffarn. Að sögn Þórðar Sigurðssonar lögreglustjóra í Borgarnesi hefur töluvert verið um búfjárslys í um- dæmi Borgarneslögreglunnar í sumar en á undanfömum áram hefur slysatíðni þar sem búfé kemur við sögu verið einna mest í Borgarfirði. Þórður sagði að ekki lægju fyrir tölur um búfjárslys í sumar en hann kvaðst þó reikna með að þau væru fleiri en á sama tíma í fyrra. „Það er allt í lagi að minna ökumenn á það að þó þeir sjái kind á vegi er ekki bráðnauð- synlegt að keyra á hana,“ sagði Þórður. Q£

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.