Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 23.08.2001, Qupperneq 10

Skessuhorn - 23.08.2001, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 23. AGUST 2001 Húsnæði safnahússins tvöfaldast Möguleikar á veglegri sýningum segir forstöðumaðurinn Axel Kristinsson Axel Kristinsson forstöSumaður Safiiahúss Borgarfjarðar í hinu nýju húsnæði Safnahús Borgarfjarðar hefur nýverið gengið frá kaupum á neðri hæð hússjns að Bjarnarbraut 6 í Borgarnesi en safnahúsið hefur til umráða efri hæðina fyrir bókasafn, byggðasafn og listsýningar. Með kaupum á neðri hæðinni tvöfaldast það rými sem safnið hefur til um- ráða. Axel Kristinsson forstöðu- maður safnahúss Borgarfjarðar segir að með þessari viðbót gjör- breytist öll aðstaða safnsins, bæði hvað varðar sýiiingahald og fasta starfsemi. „Þetta kemur til með að gefa nýja möguleika á veglegri sýningum auk þess sem rýmkar verulega um föstu sýningarnar og bókasafnið. Við gerum ráð fyrir að færa byggðasafnið niður á neðri hæðina og geta þar með gefið því meira pláss. Það var orðið löngu tímabært að fríska upp á þá sýn- ingu og breyta henni en við höfum haldið að okkur höndum með það þar sem það stóð fyrir dyrum að húsnæðið myndi stækka. Þá mun bókasafnið væntanlega fá til við- bótar þá aðstöðu sem byggðasafn- ið er í í dag,“ segir Axel. Skógarsýning Axel segir að hinu nýja rými á neðri hæðinni verði skipt í þrennt. „Þar verða væntanlega tvær fastar sýningar, þ.e. byggðasafnið og náttúrugripasafnið og þriðji hlut- inn verður síðan undir sérsýningar. Við stefnum að því að opna nýja hlutann á næsta ári og þá verður sá hluti sem ætlaður er fyrir sérsýn- ingar væntanlega vígður með skógarsýningu sem lýtur að öllu er viðkemur skógrækt og skógum á Islandi. Ekki til frambúðar Axel segist ekki sjá fram á að Safnahúsið verði í húsinu að Bjarnarbraut sex til langframa þótt það sé búið að leggja húsið undir sig óskipt. „Ég sé fram á að það verði hérna í kannski tíu til fimmt- án ár en þá verður það trúlega búið að sprengja utan af sér þetta hús- næði. Það kemur til greina og hef- ur verið rætt að skipta starfseminni upp og dreifa sýningum um hérað- ið en ég reikna með að samt yrðu aðalstöðvarnar áfram í Borgar- nesi.“ GE yBeYflqrðshornið Hug- myndir barna um ástina „Enginn veit hvernig fólk verður ástfangið, en ég hef heyrt að það hafi eitthvað með lykt að gera. Þess vegna er ilm- vatn svona vinsælt.“ ,Maður er skotinn í hjartað með ör eða eitthvað svoleiðis. En ég held að framhaldið eigi ekki að vera mjög sárt.“ „Ef þú vilt að einhver elski þig sem er ekki þegar í fjöl- skyldunni, þá sakar ekki að vera fallegur.“ „Þau vilja tryggja að hring- arnir detti ekki af þeim af því að þeir eru svo dýrir.“ (Svar 8 ára drengs við því af hverju ástfang- ið fólk leiðist.) „Ef fólk er ástfangið þarf að minnsta kosti annað þeirra að kunna að skrifa ávísun. Af því að þótt það eigi mikið af ást verða alltaf margir reikningar.“ 15 ástæður fyrir því að það er firá- bært að vera karl- maður 1. Þú getur opnað krukkurnar þínar sjálfur. 2. Gömlum vinum er nokk sama hvort þú grennist eða fitn- ar. 3. Klúðraðu þvottinum einu sinni og þú færð aldrei að þvo aftur. 4. Þú getur farið á salemi án stuðningshóps. 5. Þú skilur Homer Simpson. 6. Brúðkaup skipuleggja sig sjálf. 7. Bjór er fæðutegund. 8. Þú þarft aldrei að raka þig fyrir neðan háls. 9. Blóm geta lagað allt sem úrskeiðis fer. 10. Ef þú gleymir að hringja í félaga þinn mun hann ekki segja öllum að þú hafir breyst. 11. Enginn tekur eftir því ef þú ert 34 ára og einhleypur. 12. Að klóra sér í rassinum er í góðu lagi. 13. Allt sem er á andlitinu á þér heldur sínum uppranalega lit. 14. Á miðjum aldri? Með ístru? Engar áhyggjur, þess er vænst. 15. Ef einhver mætir í eins fötum og þú í teiti eru miklar líkur á að þið verðið góðir félag- ar. Þunga bossa bera hross Líst mérþetta lanslát öld og litlar fre'ttir góði. Þó einhver Glettan komi í kvöld kasólétt úr stóði. ^Písnflhornið_____________________________ Sú stemmning sem fylgdi hestamannamótum meðan þau voru og hétu var vissulega einstök og þó mörgu hafi farið frarn á síðastliðnum 20 - 30 áram finnst mér ákveðinni stemmningu hafa hrakað (eða kannske er ég bara að verða eldri). Ég held að það hafi verið á hestainannamóti á Faxaborg sem þeir félagar Júlíus í Hítarnesi og Jóhann Kristjánsson frá Bugðustöðum (Dala Jói) vora að taka sér hross til að ríða um bakk- ana ogjúlíus segir: Ætli við fórum ekki á bak upp á gamla móðinn. Jóhann lyfti fæti í ístaðið og bætti við: Eftir svona andartak ættu að koma Ijóðin. Eftirfarandi vísa gæti sem best hafa verið gerð á hestamannamóti og trúlega af tveimur mönnum þó það sé raunar ósannað en gaman væi ef einhver vissi um höfund(a) og eða til- drög: Veit ég landinn gófgar geð og gleður andann rekka. En þetta hland sem þú ert með það má fjandinn drekka. A stórmóti hestamanna um 1960 var sett saman eftirfarandi. atferlislýsing: Þunga bossa bera hross, bjóða kossa jysttr. Renna í fossum yfir oss ásta og hrossavísur. Jóhann frá Bugðustöðum var tíður gestur á hestamannamótum meðan honum entist líf og heilsa og hver veit nema hann kíki þar við enn en einhverntíma þegar hann reið um bakkana á Faxaborg heyrðist hann kveða: Oft égflakka æði djatft, yfir hlakka sprettum Hvítárbakkann hleypi ég hart hófarakka léttum. Hestakaup vora gjarnan viðhöfð á hesta- mannamótum og margir sem litu á þau sem í- þrótt orðs og anda frekar en eiginlega verslun enda útaf fyrir sig list að haga orðum sínum svo að skilja megi á ýmsan hátt og láta skína í án þess að fullyrða en einhverntíma var kveðið: Fyrir utan ragl og raup, ríg og kaupmannsþykkju, við skulum hafa hestakaup, hafþú mtna bykkju. Ekki hlutu allir einróma lof fyrir viðskipta- hæfileika sína, að minnsta kosti ekki af þeim sem urðu fyrir vonbrigðum með viðskiptin og eftirfarandi vísa sem mun vera ort í gamni við Finnboga í Galtarholti ber vitni þar um: Þótt ég kalli hann lygalaup lastar enginn maður. Hafði 'ann oft við hestakaup hræsttifals og smjaður. Auðvitað vora ekki allir í hestakaupahugleið- ingum enda ekki allir hestar falir hjá þeim sem íþróttina stunduðu og Dala Jói orti um brúnan hest frá Bæ í Dölum: Einn ég vaskan á hér hest ei sem braska nenni. Við hann taska vel erfest, víst erflaska í henni. Annar Dalamaður, Eyjólíúr í Sólheimum orti líka: Þó að nú sé þröngt um gull ogþurfi víða að lóa og mín sé ekki flaskan full farga ég aldrei Spóa. Reyndar ntun Eyjólfur hafa selt Spóa síðar en hvað um það, snúum okkur að næturlífi hesta- mannamóta en ég minnist þess frá einu slíku að þar var stödd kona ein í rauðum prjónakjól en illa gengið frá enda í kjólfaldinum og einhver framtakssamur náungi náði garnendanum og byrjaði að veíja sér hnykil með þeim afleiðing- um að innan skamms var konan íklædd Bolero jakka einum ytri fata og var síðan fjarlægð af laganna vörðum vegna velsæmisástæðna. Það mun hins vegar hafa verið af allt öðram ástæð- um sem Dala Jói orti: Alltaf geta glaðlynd fljóð gefið manni efiii til að yrkja ástarljóð ttpp úrfastasvefiii. Meðan Gletta Sigurðar Olafssonar var þekkt- ust hrossa á landi hér orti Böðvar Guðlaugsson: Og um einhverja ágæta konu orti Björn Jóns- son: Hvar sem höldar hana sjá í hópi drengja kátmn mun hún ætíð minna á nteri í hestalátum. Birgir Hartmannsson orti að morgni dags á hestamannamóti: Ekki veit ég hvar í sæng ég svaf sollurinn mér reiddi hvílu búna. Þessi nótt mér Ijtífa gleði gaf - en guð hvað ég er sárþjakaður nttna! Á hinum svokölluðu bannárum var Einar heitinn Sæmundssen að búast í ferðalag ásamt félaga sínum sem kallaður var Astu Bjarni en með því að ferðinni var heitið um þurrlend hér- uð töldu þeir félagar vissara að vökva lífsblóm- ið fyrir ókomnum þorsta áður en haldið var af stað og bar Bjarni þess nokkrar heilsufarslegar menjar um morguninn þegar Einar stakk að honum eftirfarandi: Oft hann sást við fáka fást, viðfola kljást og nunnur. Bjami Astu aldrei brást, alltaf skástur þunnur. Af því að Dala Jói hefur verið dálítið fyrir- ferðarmikill í þessum þætti er rétt að láta hann slá botninn í hann með einni af mínum uppá- haldsvísum: Ekki lenti af laginu, liggtir fyrri dauðitr, festist ekki í flaginu fótalipri Rauður. Þar sem nú fara að nálgast göngur og réttir langar mig að biðja lesendur mína að senda mér eitthvað af kveðskap tengt þeim árstíma, sér- staklega ef menn geyma í minni sér eitthvað sem ekki er mjög þekkt. Með þókkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.