Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. AGUST 2001 ú>&£SS(jnu>~ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Simi: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- ■16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og ábm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Már, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrún Kristjánsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðríksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaöið er gefiö út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverö er 850 krónur meö vsk. á mánuöi en krónur 750 sé greitt meö greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 4 3 1 5 0 4 0 Leikur að læra Það er leikur að læra er ennþá kyrjað af barnakórum en því miður á fölskum forsendum. Þegar þetta var ort hefur ugglaust verið leikur einn að læra enda tók það þá ekki allt árið. Þá var sú regla höfð í huga að hætta skyldi leik þá hæst stæði en ekki draga hann langt fram á sumar og hefja hann aftur skömmu síðar án þess að blása úr nös á milli. Þessa dagana er akkúrat verið að rífa börnin beint úr berjamón- um, áður en bláberin eru orðin almennilega þroskuð, til að dengja þeim inn í skólastofunar og þar skulu þau vera þar til byrj- að er að halla sumri á nýjan leik. I raun tekur því varla að slíta skólanum og setja hann aftur því varla líða orðið nema nokkrir dagar á milli þessara athafna þar sem sett er hvert Islandsmetið á fætur öðru í leiðindum. Það er varla nokkurt leyndarmál, þótt fæstir segi það upphátt, að með því að lengja skólaárið ár frá ári er fyrst og fremst verið að mæta þörfum þéttbýlisins og þá ekki hvað síst höfuðborgar- svæðisins með því að bjóða upp á dagvistun fýrir börn sem vaxin eru upp úr leikskólum. Ekki ætla ég svosem að gera lítið úr því og síst vil ég hvetja til þess að börn séu á vergangi á götum borga og bæja. Hinsvegar sé ég ekki gild rök fyrir því að hneppa þau í á- nauð inni í skólastofum þegar þau eiga í önnur hús að venda. Það eru að mörgu leyti forréttindi að fá að alast upp í sveit því fátt býr einstaklinginn betur undir alvöru lífsins en að fá að mjólka kýr og moka skít. Með því að gera skólaárið að ári um kring er verið að svipta börnin þessum fríðindum. Nú hafa sveita- böm ekki tækifæri til að kynnast sauðburði nema í mesta lagi í gegnum internetið og réttir fá þau hugsanlega að sjá á mynd- snældu. Þrátt fyrir að „í skólanum, í skólanum sé skemmtilegt að vera“ þykist ég vita að þar hafi átt að bæta við „í takmarkaðan tíma í einu“. Það var allavega mín skoðun meðan ég gekk í skóla. Eg veit að það var líka skoðun minna kennara, þ.e. að skemmtilegast væri að hafa mig í skólanum í takmarkaðan tíma í einu. Jafnvel mjög takmarkaðan. Eg er heldur ekki tilbúinn að kyngja þeim rökum að viska barnanna vaxi í réttu samræmi við þann tíma sem þau eru lokuð inni. Eg tek það fram að ég ber fullt traust til uppfræðara þessa lands og veit fyrir víst að þótt skólaárið lengist það mikið að það sé far- ið að ná fram á það næsta þá munu kennarar ekki láta það á sig fá heldur kenna aðeins meira. Þolinmæði og langlundageð nemand- ans er hinsvegar ekki óþrjótandi og því stoðar það lítt þótt meira sé kennt ef ekki er lært. Það er með öðrum orðum sama hversu lengi er hellt úr mjólkurfernunni eftir að hún er tóm. Eg þykist geta gert mér nokkurn veginn í hugarlund í hvaða sporum kennarar standa þá. Sjálfur hef ég ítrekað reynt í þessum pistlum mínum að koma fólki í skilning um það hvernig heimur- inn á að vera niður í smæstu smáatriði. Það hefur reyndar enginn farið eftir mínum leiðbeiningum fram að þessu. Eg vona hinsveg- ar að kennarinn haldi áfram að kenna löngu eftir að nemendur eru hættir að nenna að hlusta á þá, líkt og ég mun halda ótrauð- ur áfram við að breyta heiminum þótt við vitum báðir að verkefn- ið er vonlaust. Gísli Einarsson, fyrirmyndaniemandi Vel heppnaðir Dansldr dagar í StykJdshólmi Um síðustu helgi voru Danskir dagar í Stykkishólmi. Að sögn Jó- hönnu Guðmundsdóttur, í nefnd Danskra daga, tókst hátíðin á allan hátt mjög vel. Var veður gott og mun betra en gert var ráð fyrir í veðurspám. Troðfullt á tjaldstæðinu og öll gisting fullnýtt en ólæti svo lítil að lögreglan mun ekki hafa haft meira að gera á Dönskum dögum en á venjulegri helgi. Furðufataganga leikskólabarna setti skemmtilegan svip á bæinn snemma á föstudeginum, en gengið var upp í HÓlmgarð þar sem var há- tíðin var formlega sett. Þar skemmm einnig þær Halla hrekkju- svín og Solla stirða, úr Latabæ, við góðar undirtektir barnanna sem fjölmennm í Hólmgarð. Um kvöld- ið var brekkusöngur við höfhina og í hléi á þeirri dagskrá veittu Rotary- og Lionsklúbbar Stykkishólms sína árlegu viðurkenningu fyrir fallega lóð. Að þessu sinni var það lóð Ráðhússins í Stykkishólmi sem hlaut viðurkenninguna. Síðan var slegið upp bryggjuballi og klukkan 23:30 fór þar fram glæsileg flug- eldasýning. Bæði á laugar- og sunnudeginum var lífið mest í kringum mark- aðstjaldið þar sem margvísleg skemmtun fór fram. A sunnudegin- unt veitti nefnd Danskra daga þremur hvunndagshetjum nafnbót- ina Heiðurshólmari. Það voru þeir Lárus Kristinn Jónsson, klæðskeri, Bjarni Lárantínusson, söngfélagi í kirkjukór og félagi í lúðrasveimm, og Högni Bæringsson, bæjarverk- stjóri, sem hlum sæmdarheitið. Tónleikar Kvartettsins Ut í vor- Brekkusöngur er sívinstell. ið, ásamt Signýju Sæmundsdóttur og Bjarna Jónatanssyni, var loka- punktur hátíðahaldanna og má segja að vel heppnaðri hátíð hafi þar með lokið með velheppnuðum tónleikum. snih Mynd: GuðlaugurJ. Albertsson Leikskóla- kennumm fjölgar Leikskólakennurum á Akra- nesi hefur fjölgað fyrir komandi skólaár og eru þeir nú orðnir 2 3 talsins á leikskólunum þremur. Á Garðaseli eru níu leikskólakenn- arar í 7,99 stöðugildum, sex á Teigaseli í 5,8 stöðugildum og átta á Vallarseli í 6,55 stöðugild- um. Sex leikskólakennaranemar njóta styrks frá Akraneskaupstað, einn á fjórða ári, fjórir á þriðja ári og einn nemi á öðru ári í diplómanámi. SÓK Vurðufataganga leikskólabama setti skewmtilegan svip á bæimi Solla stirða og Halla hrekkjusvín skemmtu bömwmm. Bilaður bíU olli árekstri Ökumaður flutningabifreiðar á Norðurleið við Akranesvegamót varð fyrir því óláni að missa aftur- hjól undan bíl sínum á sunnudags- kvöldið. Eins og gefur að skilja var óhægt um vik að færa bifreiðina útaf veginum meðan viðgerð fór fram en atvikið átti sér stað fýrir neðan hálfgerða blindhæð. Lög- reglan í Borgarnesi var því kölluð til til að stýra umferð, sem var all- mikil á þessum tíma. Áður en lög- reglan kom á staðinn varð hinsveg- ar árekstur við vöruflutningabif- reiðina. Ökumaður fólksbifreiðar sem kom úr suðurátt áttaði sig ekki nógu snemma á að flutningabif- reiðin var stopp og þurfti því að nauðhemla. Sömu sögu var að segja um næstu bifreið fyrir aftan þannig að úr varð hörð aftanákeyrsla. Ekki urðu slys á fólki en bifreiðarnar skemmdust umtalsvert. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.