Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 6
' FEVIMTUDAGUR 23ÁGÚST 2001 ÚAI^SSIJIU/^ ' 6 Katalin Lörincz organisti í Akraneskirkju Fékk gullverðlaun fyrir tónsmíðar Katalin Lörincz meö verðlmmin um hálsinn, fallegt gulhnerki, við afhendinguna á Irlandi. Hin ungverska Katalin Lör- incz hefur gegnt starfi organista í Akraneskirkju um sjö ára skeið. Henni er þó fleira til lista lagt en að spila á orgel því hún hefur fengist töluvert við tón- smíðar og hefur nú samið 54 verk. I lok síðasta árs sendi hún eitt verka sinna í samkeppni á vegum Krabbameinsfélags Evr- ópu. Samkeppni þessi er haldin á tíu ára fresti og fjöldi verka sem send voru í keppnina á þessu ári voru svo mörg að dómarar tóku sér fimm mánuði í að hlusta á þau og dæma. Svo fór að Katalin sigraði í sínum flokki, en í honum voru kepp- endur á aldrinum 35-60 ára. Hún bar þar með sig^urorð af 82 öðrum keppendum frá 16 lönd- um. Samdi verkið eftir lát föður síns Verk Katalin sem sigraði bér nafnið Jósef og er það samið fyrir 40-50 manna kór. Um 60 manns þarf því í heild til að flytja verkið. Það hefur nú þegar verið frum- flutt, á ekki ómerkari stað en BBC, þann 5. ágúst síðastliðinn. „Verkið er kirkjutónlist,“ segir Katalin. „Eg sem þó alls ekki eingöngu þannig tónlist, en þetta er stærsta verk mitt til þessa. Faðir minn sern var prestur lést fyrir tvéimur árum síðan og þá fékk ég nokkurs konar hugboð frá Guði um að semja þetta verk. Ekkert gerðist í 10-12 mánuði en þá fór ég að semja.“ Verðlaunin afhent á Irlandi Sigurlaunin í keppninni voru 22 karata gullmerki og mynd af Franz Liszt en hann var fyrsta tónskáldið sem vann keppnina. „Eg tékk ekki peningaverðlaun heldur fékk ég tækifæri til þess að fara til Irlands þar sem verðlaunin voru afhent og að heyra verkið flutt. Auk þess fékk ég gullmerkið sem er stórkostlegt því það eru ekki margir sem eiga svona. En það var ekki einungis kirkjutónlist sem var send inn. Verkin voru af öllum toga því þau þurftu ekki að uppfylla nein skil- yrði. Verðlaunaafhendingin fór fram í litlum sal, hann hefur kannski verið um það bil helmingi stærri en Vinaminni.“ Fór á tónsmíðanám- skeið í Búdapest Katalin fékk nýlega tækifæri til þess að efla og bæta kunnáttu sína í tónsmíðum þegar hún fékk 2 5 þús- und króna styrk frá sóknarnefnd Akraneskirkju til þess að sækja tólf daga námskeið í tónsmíðum í Búda- pest. „Eg fékk einkakennslu og þar voru engin tungumálavandamál því kennarinn var ungverskur. Eg fékkst örlítið við að skrifa bíó- myndatónlist, einkum fyrir teikni- myndir. Nú hef ég sent nafnið mitt á nokkra staði sem ég veit að eru virtir og vanda sín verk en það verður að koma í ljós hvað verður úr því.“ Hélt 300 tónleika Eins og áður sagði flutti Katalin til Islands fyrir sjö árum síðan en fyrir þann tíma hafði hún atvinnu af því að ferðast um heiininn og leika á orgel. Hún var velþekkt í heimalandinu og jafnvel víðar en ákvað eftir tíu ár í tónleikabrans- anum að flytjast til Islands og hefja „nýtt líf“ ásantt eiginmanni sínum og ungri dóttur. „Frá því ég var 25 ára gömul og þangað til ég varð 35 ára var ég organisti víða. Ekki bara í Búdapest. Eg hélt tónleika víðs vegar um heiminn, til dæmis á veg- um UNICEF. Líf mitt snerist um að ferðast og spila. A þessum tíu árum hélt ég 300 tónleika, stund- um allt upp í þrjá í viku. En þetta var yndislegur tími og ég var mjög ánægð þar til ég varð 35 ára.“ Þess má geta að Katalin gerðist m.a.s. svo fræg að spila með sjálfum Placido Domingo á einum af sín- um mörgu tónleikum. Finnland, Ástralía eða Island „Ég fékk boð 'frá Finnlandi um að koma þangað og vera organisti, en hafnaði því þar sem starfið stóð mér aðeins til boða í 5-10 ár en ekki til frambúðar,“ segir Katalin aðspurð um ástæður þess að hún kom til Islands. „A þessum tíma var ég nýgift með sjö mánaða barn svo ég aflaði mér upplýsinga_.um það hvernig væri að- búa m.a. í Hélsinki, á Islandi og í Astralíu. Ég frétti að hér væri svo „fjölskyldu- legt“ fólk. Hér passa allir fyrir ná- granna sína eða vinafólk og Islend- ingar eru mjög kurteisir við út- lendinga.“ Ekki bara kurteis Katalin sótti um starf víða og komst að því að á Akranesi vantaði organista sem einnig gæti þjálfað kirkjukórinn. „Eg hóf störf á Akra- nesi í nóvember 1993 og ætlaði þá bara að vera í fimm ár. En þetta gekk svo vel. Hér er dóttir mín ekki eins og einkabarn í þriggja manna fjölskyldu því hún á svo marga vini. Ég hef hugsað mér að vera hér áfram, jafnvel þangað til dóttir mín verður jafngömul og ég er núna! Hér er svo lítil umferð og mengun, engin skuggaleg andlit í götunni og bara meiri friður og ró. Það er svo gott. Ég segi þetta ekki bara af kurteisi, ég sakna þessa þegar ég fer til Ungverja- lands. Ég er ekki taugaveikluð manneskja en lætin verða stundum mikil þar.“ smdl]m FORSTEYPT EININGAHUS Vegna mikilla verkefna vantar okkur smiði og verkamenn til starfa nú þegar í einingaverksmiðju okkar. Upplýsingar gefa Bergþór Helgason, beggi@steypa.is, og Alfreð Þór Alfreðsson, 897-9230. Þorgeir og Helgi hf. Höfðasel 4 300 Akranes \ Sími: 431 1144 Dnnska jasstríóið Koppel-Andersen-Kobbel, weð unga saxafón snillinginn Jakob Andersen í broddi fylkingar, lék heitan jass d Hótel Hófða í Olafsvík sl. fóstudagskvöld. Faðir unga snillingsins lék d hawwondorgel og slagverksleikarinn fór d kostuw, en hann hefur w.a. leikið inn d hljómplötur Islandsvinanna í Olsenbræðruninn. Var fremur dræw wæting d tónleikana sew hljóta að teljast vonbrigði þegar tekið er wið að því að hér var d ferðinni jass d hehnsmælakvarða. Mynd: shw Heitur danskur jass á Höfða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.